Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 9. desember 1992
Fréttir
Skattamál til umræðu á formannafundi ÍBA:
Samtengja þarf betur
t.d. íþróttir,
leikhús og útiveru
Á formannafundi íþrótta-
bandalags Akureyrar, þar sem
mættir voru fulltrúar hinna 12
aðildafélaga auk 3 sérráða,
voru m.a. til umræðu hinar
auknu áherslur sem skattayfir-
völd hyggjast leggja á íþrótta-
félög og íþróttasambönd
landsins. Engar tilkynningar
hafa þó borist til stjórnar ÍBA,
en á Reykjavíkursvæðinu hafa
nokkur íþróttafélög þurft að
skila inn bókhaldi til rannsókn-
ar á síðasta misseri.
íþróttakennarar.
Virkja þarf betur ákveðinn
aldurshóp sem hefur orðið svolít-
ið útundan með frekari viðfangs-
efni og er þar um 4. aldursflokk
að ræða, þ.e. unglingar 13 til 14
ára. Var þar sérstaklega rætt um
knattspyrnu og frjálsar íþróttir.
Stjórn ÍBA skipa: formaður
Gunnar Ragnars, gjaldkeri
Kristján Valdimarsson, ritari
Birgir Styrmisson og fram-
kvæmdastjóri í hálfu starfi Þröst-
ur Guðjónsson. GG
Lionsklúbburinn Hængur afhendir framlag til Mæðrastyrksnefndar. F.v.: Hekla Geirdal, frá Kvenfélaginu Hllf,
Jóna Berta Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, Gunnlaugur Björnsson, formaður verkefnanefndar Lkl.
Hængs, Guðjón H. Sigurðsson formaður og Kristján Kristjánsson, formaður undirbúningsnefndar vegna ASÍ-
þingsins. Mynd: Robyn
Aðalfundur Ferðamálafélags EyjaQarðar:
Framtíðarmöguleikum í ferða-
þjónustu teflt í tvísýnu
- með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar
Aðalfundur Ferðamálafélags
Eyjafjarðar, sem haldinn var
Akureyri í síðustu viku, lýsir
þungum áhyggjum vegna
þeirra efnahagsaðgerða ríkis-
stjórnarinnar sem snúa að
ferðaþjónustu í landinu en
Iækkun tryggingagjalds og
niðurfelling aðstöðugjalds
mun ekki vega upp á móti
álagningu 14% virðisauka-
skatts á gistingu og fólksflutn-
inga.
I ferðaþjónustunni liggja mikl-
ir framtíðarmöguleikar og fjöldi
nýrra atvinnutækifæra ef rétt er á
málum haldið. Þessum möguleik-
um er nú stefnt í mikla tvísýnu
með efnahagsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. í þessu sambandi
er vert að líta til Svíþjóðar en þar
fór saman á síðasta ári; ný skatt-
lagning á ferðaþjónustu og að
þýskum ferðamönnum fækkaði
um 300.000.
í stað sífellt aukinna álaga á
ferðaþjónustu sem hljóta að leiða
til fækkunar ferðafólks, ber ríkis-
valdinu að styðja og styrkja
ferðaþjónustuna með öllum til-
tækum ráðum, s.s. með stórauk-
inni markaðssókn og landkynn-
ingu, eins og segir í ályktun aðal-
fundar Ferðamálafélagsins.
Starfsmenn Skátabúðarinnar og Sportvörudeildar Vöruhúss KEA við útbúnað frá Skátabúðinni.
Samstarf Skátabúðarmnar og Vöruhúss KEA
Nú nýlega hófst samstarf milli
Sportvörudeildar Vöruhúss
KEA og Skátabúðarinnar í
Reykjavík. Vöruhús KEA hef-
ur hafið sölu á vörum Skátabúð-
arinnar og gefst Norðlendingum
því kostur á að kaupa þessar
vönduðu vörur í heimabyggð.
Vöruhúsið mun koma til með
að eiga það vinsælasta á hverj-
um tíma en einnig getur fólk
leitað til okkar með ýmsar sér-
óskir og reynt verður að verða
við þeim. Skátabúðin hefur á
undanförnum árum aflað sér
mikillar reynslu í sölu á útilífs-
vörum, bæði fatnaði og ýmsum
útbúnaði, og vomumst við til
þess að þetta samstarf verði til
þess að miðla þessari reynslu til
viðskiptavina á Norðurlandi.
(Fréttatilkynning)
Á fundinum var einnig rætt um
úthlutun styrkja frá Akureyrarbæ
og rætt um að ÍBA tæki að sér að
greiða alla tíma aðildarfélaganna
í íþróttahúsunum og úthluta síð-
an sérstökum ferðastyrkjum eftir
þörfum hverju sinni. Allnokkrar
umræður urðu um það hvernig
það mótshald hér sem dregur að
sér flesta aðkomumenn gæti bet-
ur tengst bæjarlífinu og var þá
helst nefnt til Andrésar Andar-
leikarnir á skíðum, Hængs-mótið
fyrir fatlaða, Artic-Open golf-
mótið, ESSO-mótið í knatt-
spyrnu fyrir hina yngri og Polla-
mótið fyrir þá knattspyrnufíkla
sem eru ekki alveg eins ungir.
Beina þarf frekar augum að því
að samtengja betur íþróttir,
leikhús og útveru og fá þar til
samstarfs flugfélög, hótel o.fl. í
því sambandi var rætt um sér-
staka trimmhelgi þar sem útivist-
arsvæðin í Kjarnaskógi og Hlíð-
arfjalli skipuðu sérstakan sess
auk sundlauganna og skauta-
svæðisins. Sérstök trimmnefnd er
starfandi á Akureyri og er Edda
Hermannsdóttir formaður
hennar, en auk hennar sitja í
nefndinni tveir læknar og tveir
Lionsklúbburinn Hængur afhendir Mæðrastyrksnefnd á Akureyri 500 þúsund krónur:
„Þetta er dásamlegt, algjör demantur“
- segir Jóna Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar
Lionsklúbburinn Hængur á
Akureyri afhenti í gær Mæðra-
styrksnefnd á Akureyri 500
þúsund krónur að gjöf til
styrktar hjálparstarfi Mæðra-
styrksnefndar. Það voru þeir
Gunnlaugur Björnsson for-
maður verkefnanefndar Hængs,
Guðjón H. Sigurðsson for-
maður Hængs og Kristján
Kristjánsson formaður undir-
búningsnefndar v/ASÍ-þings
sem afhentu þeim Jónu Bertu
Jónsdóttur formanni Mæðra-
styrksnefndar og Heklu Geir-
dal frá Kvenfélaginu Hlíf þessa
höfðinglegu gjöf.
Lionsklúbburinn Hængur sá
um allan undirbúning og fram-
kvæmd ASÍ-þingsins á Akureyri í
síðasta mánuði. í framhaldi af
þeirri vinnu ákvað klúbburinn að
afhenda Mæðrastyrksnefnd á
Akureyri 500.000 kr. framlag til
starfseminnar.
„Þetta er alveg dásamlegt,
algjör demantur að fá svona
framlag núna þegar mjög hart er
í ári hjá mörgum fjölskyldum og
veitir okkur ómetanlegan stuðn-
ing til að aðstoða þá sem nú virki-
lega þurfa á hjálp að halda fyrir
jólin af ýmsum ástæðum, þó sér-
staklega vegna hins bága atvinnu-
ástands," sögðu þær Jóna Berta
og Hekla eftir að hafa tekið við
þessu rausnarlega framlagi úr
hendi Lionsmannanna. Auk þessa
framlags fær Mæðrastyrksnefnd
m.a. 50 þúsund krónur frá
Orlofsnefnd húsmæðra, 100 þús-
und frá Akureyrarbæ og 75 þús-
und frá Einingu.
Auk fatagjafa og fatasölu mun
Mæðrastyrksnefnd skömmu fyrir
þessi jól gefa jólamat til bág-
staddra heimila en það er t.d.
hangikjöt, svínakjöt, ávextir og
kaffi, auk peningaaðstoðar til
margra. Afhending þessara gjafa
hefst 18. desember. Ákureyrarbær
hefur afhent efri hæð Gránufélags-
götu 5 til afnota fyrir starfsemina
sem léttir allt starf Mæðrastyrks-
nefndar. Þar er einnig tekið við
framlögum og fatagjöfum.
Ekki er ætlunin að láta alla
Stefnt er að því að haldi uppi
vinnu milli jóla og nýárs hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.,
en fyrirtækið á um 60 tonn af
þorski úr Barentshafi sem
keyptur var nýlega af rússnesk-
um togara. Unnið verður á
Þorláksmessu og vinna hefst
fljótlega á nýju ári.
Undanfarin ár hefur tíminn um
áramótin verið notaður til við-
halds og viðgerða, m.a. málning-
arvinnu, en í ágústmánuði sl. var
lítil vinna í frystihúsinu og var
tíminn þá nýttur til ýmissa við-
haldsverkefna.
þessa peninga rakna af hendi um
þessi jól, því þörfin er einnig fyrir
hendi t.d. í vor þegar margir falla
út af atvinnuleysisskrá og tími
ferminganna gengur í garð. Þá
getur verið gott að létta undir
með þeim sem hjálpar eru þurfi.
í fyrra aðstoðaði Mæðrastyrks-
nefnd 57 heimili og þegar er orð-
ið ljóst að sú tala verður til muna
hærri í ár. GG
og nýárs
Frystitogarinn Stakfell ÞH-360
er á Akureyri, en hjá Slippstöð-
inni hf. verður sett í hann full-
komin rækjuverksmiðja. Eftir
þær breytingar getur togarinn
komið að landi með ísfisk, farið á
frystingu eða fryst rækju um
borð. Þessum breytingum á Stak-
felli lýkur væntanlega fyrri hluta
janúarmánaðar.
Húnaröst landaði 200 tonnum
af loðnu sl. fimmtudag og er það
eini loðnufarmurinn sem borist
hefur til loðnuverksmiðju Hrað-
frystistöðvarinnar um nokkurn
tíma. GG
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.:
Stefiit að vinnu
millijóia