Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 16
wmm Akureyri, miðvikudagur 9. desember 1992 Hinrik Þórarinsson, skipstjóri í brúnni á Aldey ÞH-110. TTT XJL REGNBOGA FRAMKOLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Ú (0tr Mynd: ÞB Húsavík: „Tíðarfarið skammtar manni“ - segir Hinrik Þórarinsson skipstjóri á Aldey ÞH-110 Bæjarstjórn Ólafsijarðar: Náði ekki saman í gær um lokabókun í Fiskmarsmálinu „Okkur semur ágætlega við bátinn. Við erum búnir að fá á hann brælur og það virðist hægt að fiska á þetta, þá er allt í Iagi,“ sagði Hinrik Þórarins- son, skipstjóri á Aldey ÞH- 110. Aldey kom til heimahafnar á Húsavík fyrir mánuði síðan og er gerð út á rækjuveiðar. Aldey er rúmlega 100 tonn og með fimm manna áhöfn. „Það hafa verið bölvaðar brælur, en við erum búnir að fara að nafninu til þrjár til fjórar veiðiferðir, hálfa og Akureyri: Um 3000 marnis bólusettir gegn flensu Nærri lætur að um 3000 manns hafí verið bólusettir í Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri gegn Asíuinflúensu sem búist er við að stingi sér niður síðari hluta vetrar. Ingvar Þóroddsson, heilsu- gæslulæknir, segir að bólusettir hafi verið einstaklingar sem veik- ir eru fyrir, til dæmis hjarta- og lungnasjúklingar. Þá hafi tölu- vert margir úr nærliggjandi sveit- um verið bólusettir og atvinnu- rekendur hafi í nokkrum mæli látið bólusetja starfsmenn. óþh © VEÐRIÐ í gær hvessti nokkuð duglega um norðanvert landið og hlán- aði. í dag er spáð allhvassri suðaustanátt á norðaustur- horninu með rigningu en í öðr- um landshlutum verður hægari suðvestanátt. Á morgun er spáð suðvestanátt á Norður- landi og verður hitastig í kring- um frostmarkið. Á föstudag er síðan spáð hægum vindi og aðgerðalitlu veðri. heilar. Við erum á rækju karlarn- ir, og það hefur verið þokkaleg veiði, nema hvað tíðarfarið skammtar manni. Það eru alltaf eilífar brælur svo þetta gæti verið betra,“ sagði Hinrik. Dagur ræddi við hann er báturinn var rúmlega 35 mílur norðaustur af Grímsey, að veiðum í svokallaðri Paradísarholu, að sögn Hinriks. „Það þarf ekkert að vorkenna okkur, þó það væri lítið gaman í Eins og frá var sagt fyrir nokkru réöu Hólanes hf., Skagstrendingur hf. og Höfða- hreppur sér rekstrarráðgjafa til að athuga möguleika á samein- ingu fyrirtækjanna tveggja, eða samvinnu þessara aðila. Rekstrarráðgjafínn hefur nú skilað skýrslu og leggst þar Bæjarráð Akureyrar er þessa dagana að Ijúka vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrar- bæjar fyrir næsta ár en gert er ráð fyrir að taka hana til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar nk. þriðjudag. Ljóst er að ekki verða eins miklir fjármunir til framkvæmda á næsta ári og þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir. í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir 415 milljónum króna til eignfærðrar fjárfestingar eða framkvæmda á næsta ári. Sigurð- ur J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, segir ljóst að vegna brælunni í nótt. Enn er stórsjór en það virðist vera í lagi þó það blási eitthvað á þennan bát. Ég held að þetta sé mjög góð fleyta. Þessi bátur ætti að geta dregið upp sitt ef hlutirnir eru í lagi. Okkur vantar ekkert nema kvenkokk, betra veður fram að jólum og svo logn og blíðu í allan vetur,“ sagði Hinrik og var greinilega hinn hressasti með bátinn. IM gegn sameiningu. Rekstrarráðgjafinn, Jón Atli Kristjánsson, skilaði skýrslu sinni s.l. fimmtudag. í henni kemur fram að sameining sé hvorki hag- kvæm né tímabær, að sögn Magnúsar B. Jónssonar sveitar- stjóra. Hins vegar útilokar Jón Atli ekki samvinnu í einhverri mynd og þar með leiðir til að m.a. ýmissa ráðstafana ríkis- stjórnarinnar hafi bæjarsjóður að minnsta kosti 60 milljónum króna lægri upphæð til ráðstöfun- ar á næsta ári. Þessu gati þurfi að mæta með niðurskurði fram- kvæmda en Sigurður vildi á þessu stigi ekki tilgreina hvar yrði helst skorið niður. Eins og fram hefur komið var um það rætt að ríkið endur- greiddi sveitarfélögunum 80% af álögðu aðstöðugjaldi sem var meðaltal innheímts aðstöðu- gjalds. Sigurður segir að nú sé talað um 78% endurgreiðslu og mismunurinn á 80 og 78% þýði um 5 milljóna króna lægri tekjur Fylkingar í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar náðu ekki saman á bæjarstjórnarfundi í gær um bókun til að ljúka Fiskmars- málinu svokallaða. Bókun þar um var vísað til næsta bæjar- stjórnarfundar og á innan þess tíma að gera tilraun til að ná samkomulagi um orðalag þannig að bæði minni- og meirihluti geti sætt sig við. í upphafi fundar í gær vék Óskar Þór Sigurbjörnsson, for- seti bæjarstjórnar, af fundi og tók Sigurður Björnsson við fundar- stjórn. Tveir varamenn Sjálf- stæðisflokksins sátu því fundinn, þeir Gunnlaugur Jón Magnússon og Haukur Sigurðsson. Fram kom að fulltrúi minnihlutans, Guðbjörn Arngrímsson, lagði bókunina umdeildu fram í bæjarráði og átti hún því að koma til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi í gær. Guðbjörn tilkynnti að ekki hafi náðst samkomulag milli fylkinga um orðalag bókun- arinnar og óskaði í ljósi þess eftir að afgreiðslu hennar yrði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Guðbjörn taldi jafnframt fulla ástæðu til að ætla að samkomulag um orðalagsbreytingar tækjust fyrir næsta fund. Tillaga Guð- björns um frestun var samþykkt. Bókun um Fiskmarsmálið er svohljóðandi: „í nærri tvö ár hef- ur hið svokallaða Fiskmarsmál bjarga rekstri frystihúss Hólaness hf. „Hann benti á ákveðnar leiðir sem menn eru að vinna í,“ sagði Magnús en vildi ekki tjá sig nánar um þær. Hann sagði að verið væri að athuga þær ábendingar sem kæmu fram í skýrslunni. Þó væri ljóst að ekki yrði af sameiningu, en samvinna væri vel inni í mynd- inni ef flötur fyndist á henni. sþ fyrir bæjarsjóð Akureyrar. Þá nefndi hann að lækkun dráttar- vaxta myndi skerða tekjur bæjar- sjóðs og sömuleiðis myndi virðis- aukaskattur á húshitun koma við bæjarkassann. „Við leggjum einnig fjármuni til atvinnuátaks og Atvinnuleysistryggingasjóðs á næsta ári en ekki var gert ráð fyr- ir þeim í þriggja ára áætluninni. Allt hefur þetta áhrif til lækkunar frá því sem við gerðum ráð fyrir í þriggja ára áætlun. Um leið gerist það að markmið um að rekstrar- gjöld verði ekki hærra hlutfall en 71% af skatttekjum bæjarins mun ekki standast," sagði Sigurður. óþh sett mark sitt á umræður og störf bæjarstjórnar Ólafsfjarðar. Mál þetta og umfjöllun um það hefur ekki verið Ólafsfjarðarkaupstað til framdráttar og hefur haft nei- kvæð áhrif á störf bæjarstjórnar. Sýnt er að ekki var farið að fyrir- mælum bæjarstjórnar við fullnað- arafgreiðslu á ábyrgðarveitingu til Fiskmars hf. á sínum tíma, sem var til þess að ábyrgðir féllu á bæjarsjóðs. Bæjarstjórn harm- ar að svona skyldi fara og tekur á sig alla ábyrgð vegna þess. Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að draga einstaka menn til ábyrgðar vegna þessa máls og tel- ur að það þjóni engum tilgangi að halda áfram umræðum um það. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar er sam- mála um að ljúka hinu svokallaða Fiskmarsmáli með þessari bókun í þeirri von að reynslan vegna þess nýtist okkur til góða í fram- tiðinni.“ Eins og áður segir var þessi bókun ekki borin upp til sam- þykktar á bæjarstjórnarfundinum í gær þar sem sýnt þótti að ekki næðist samstaða um orðalag hennar. JÓH Ólafsfjörður: Skúli fær vínið Töluverðar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar í gær vegna umsóknar Skúla Pálssonar f.h. Video- Skann um vínveitingaleyfí. Samþykkt var með 4 atkvæð- um gegn 2 að veita leyfíð. Einn sat hjá. Fylkingar minni- og meirihluta riðluðust í atkvæða- greiðslunni. í október hafnaði félagsmála- ráð umsókn Skúla um vínveit- ingaleyfi, en hann sótti aftur um og á fundi 1. desember sl. mælti meirihluti ráðsins með að leyfi yrði veitt. Á þeim fundi lét Rún- ar Guðlaugsson, félagsmála- stjóri, bóka að hann teldi aðstæð- ur ekki hafa breyst og því lýsti hann óánægju með þessa nýju afstöðu meirihluta félagsmála- ráðs. Eins og áður segir samþykkti bæjarstjórn að veita Video- Skann vínveitingaleyfi, en áður hafði tillaga Guðbjörns Arn- grímssonar um léttvínsleyfi, ver- ið felld með 4 atkvæðum gegn 1. JÓH Hólanes og Skagstrendingur á Skagaströnd: Rekstrarráðgjafi leggst gegn sameiningu Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar að fá á sig endanlega mynd: Minna svigrihn til framkvæmda en þriggja ára áæthrn gerði ráð fyrir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.