Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 9. desember 1992 Spurning vikunnar Hvað er skemmtilegast á jólunum og hvað langar þig að fá í jólagjöf? Spurt á Bestabæ Linda Sigurðardóttir: Þá fæ ég að fara í rauðan kjól með rósum. Mig langar í snyrti- dót og armband. Birkir Sveinsson: Það er gaman að opna pakk- ana. Mig langar í playmohjóla- mann og playmomann á skíðum. Svo langar mig ( bíla- jeppa, stærsta jeppann í heim- inum sem þurrkar bílana upp með svampi á pallinn. Reynir Hannesson: Ég ætla í snjókarlaleik á jólun- um. Mig langar mest í trommur. Stefán Þórisson: Ég hlakka bara til. Mig langar í gítar, kerti handa mömmu minni og kertastjaka. Og svo langar mig í verkfæri til að nota þegar ég verð maður. Björgvin Friðbjörnsson: Það er allt gaman. Mig langar í playmodót og hjólabretti. Byggir veglega yfir einkaumboð sitt á Akureyri: Vélsleðarnir mitt líf og yndi - segir Tómas Eyþórsson umboðsaðili Polaris á íslandi „Þetta hús er að lang stærstum hluta byggt fyrir Polaris- umboðið en við rekum okkar hjólbarðaþjónustu jafnframt en einskorðum okkur við minni bfla. Við vorum ákaflega illa staðsettir þar sem við vorum og þurftum á að halda betri aðstöðu. Við höfðum enga aðstöðu á gamla staðnum fyrir Polaris þjónustuna og því varð eitthvað að gera,“ segir Tómas Eyþórsson eigandi Hjólbarða- þjónustunnar - Polarisumboðs- ins á Akureyri. Síðastliðið sumar réðst hann í bygginga- framkvæmdir við Undirhlíð á Akureyri og hefur nú flutt starfsemi fyrirtækisins í nýja húsið en eftir áramót verður húsið formlega tekið í notkun. Á sínum tíma voru fram- kvæmdirnar umdeildar vegna staðsetningar hússins en vinnu- lagið við bygginguna var slíkt að aldrei varð vart við rusl né annað sem oft vill fylgja bygg- ingarframkvæmdum. Tómas sá sjálfur um alla aðdrætti við bygginguna og lagði þær grunn- línur að húsið skyldi byggt á snyrtilegasta hátt sem mögu- legt var. Enda fór svo að eftir framkvæmdinni var sérstak- lega tekið af bæjarbúum vegna þessa. Þær raddir heyrðust á sínum tíma að Tómas hafi ætlað með fyrirtæki sitt suður yfir heiðar en fyrir þá sem ekki vita þá er Polar- is-umboðið á Akureyri aðal- umboð fyrir þessi tæki hér á landi. „Það munaði ekki miklu en eftir viðræður við aðila fyrir sunnan, hér heima og hjá Polaris- verksmiðjunum í Bandaríkjun- um þá var ákveðið að hverfa frá þessu því við höfum mjög góða þjónustuaðila fyrir sunnan. Hug- myndin var að komast nær stærsta markaðssvæðinu en þetta er líkast til eina landsumboð fyrir vélknúin ökutæki utan Reykja- víkursvæðisins. En þegar ég fór að skoða málið nánar þá fann ég líka fyrir því að ég hafði hrein- lega ekki áhuga á að fara suður, heimabyggðin togar svo fast í mig. Bygging á þessu húsi var hins vegar ekkert komin inn í myndina þegar þessir flutningar voru til skoðunar.“ Kostir við staðsetningu landsumboðs á Akureyri - Hverjir eru kostir og gallar þess að reka landsumboð af þessu tagi úti á landsbyggðinni? „Kostirnir eru tvímælalaust að hér er allt miklu einfaldara, mað- ur þekkist, er treyst og afgreiðsla í kerfinu gengur hraðar fyrir sig. Vegalengdirnar eru líka minni og þó senda verði búnað á markað fyrir sunnan þá er allt umstang í kringum þetta auðunnara hér fyr- ir norðan. Ég er búinn að reka þetta fyrir- tæki hér í 24 ár og vera síðastliðin 16 ár með Polaris vélsleðana og Polaris tækin. Enn er samt svo með mig að ég fer aldrei suður nema í bráðanauð,“ segir Tómas og glottir. Hann segist ekki sjá galla á staðsetningu landsumboðs á Akureyri ef á annað borð séu sterkir umboðsaðilar á Reykja- víkursvæðinu, eins og Polaris hafi. Auk þessa verði að taka með í reikninginn að víðar séu vélsleðakaupendur en á Akureyri og í Reykjvík og þessa dreifbýl- iskaupendur sé ekki síðra að þjónusta frá Akureyri. „Við hljótum að hafa að meginmark- miði að gera eins við alla hvar sem þeir búa á landinum. í okkar augum standa þessir viðskipta- vinir allir jafnfætis." Umboðið upp úr Seríos-pakka Á þeim 16 árum sem Tómas hef- ur starfrækt Polaris-umboðið hef- ur hann selt ýmis tæki af þessari gerð svo skiptir hundruðum. Vél- sleðarnir vega þyngst en svo er komið að þessi þjónusta dreifist á alla tíma ársins. Háðskt bros fær- ist yfir andlitið á Tómasi þegar hann er spurður hvernig þessi umboðsmennska hafi byrjað á sínum tíma og hann svarar því til að fyrir 16 árum hafi bróðir hans fært honum lítinn miða úr Seríos- pakka og með honum fylgdi lítill plastvélsleði merktur Polaris. Tómas var þá með umboð fyrir Evenrude-vélsleða og hugsaði með sér að best væri að verða sér út um umboðið fyrir þessa Polar- is-sleða líka. Miðinn úr pakkan- um var fylltur út og sendur vestur Séð yfir hluta af sýningarsalnum í nýja húsinu. Nýja húsið breytir miklu í þjónustunni við ört stækkandi hóp vélsleðamanna. Hið nýja hús Hjólbarðaþjónústunnar - þess verði eftir áramót. Polarisumboðsins við Undirhlíð er komið í fulla notkun þó formleg vígsla Mynd: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.