Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 9. desember 1992 Dagdvelja Stjörnuspá * eftir Athenu Lee * Q Vatnsberi (20. Jan.-18. feb.) J Dagurinn veröur ánægjulegur og kannski kynnist þú nýju fólki. Kannski markar þetta upphaf varanlegs sambands eða upphaf á nýju áhugamáli. m Fiskar Wí (19. feb.-20. mars) ) Gættu þín vel í samskiptum við fólk því þér hættir til að nálgast það ógætilega og það gæti skipt sköpum. Hirtu ekki um þótt þú þurfir að smjaðra. Hrútur (21. mars-19. aprfl) ) Þótt fyrstu viðbrögð við framför- um verði pirringur eða eitthvað verra, munu þær að lokum verða þér í hag. Einkalífið er á við- kvæmu stigi svo farðu varlega. Naut (20. aprfl-20. mal) Farir þú út með fjölskyldunni muntu eiga ánægjulegan dag. Þú færð hól úr óvæntri átt. Svo virðist sem þú hafir misreiknað tilfinningar einhvers. Tvíburar (21. maí-20. Júnl) 3 Þú gæðir hugmyndir þínar lífi með því að fá aðra til samvinnu við þig. Gættu þess að vera ekki óþolinmóður við aðra því það gæti dregið úr árangri þinum. C Krabbi (21. Júlfl-22. Júlf) Þú ferð hjá þér þegar þú finnur fyrir óvæntri vinsemd sem þú getur ekki endurgoldið. Þú átt erfitt með að sætta þig við nýjar hugmyndir og ert því í minni- hluta... ekki í fyrsta sinn. IOÓn (23. Júll-22. ágúst) ) Þú átt auðvelt með að koma skoðunum þinum á framfæri vegna aukins sjálfstrausts. Nú er kjörinn tími til að stofna til nýrra sambanda. d Meyja (23. ágúst-22. sept.) d Þú ert óþolinmóður en taktu samt ekki fljótfærnislegar ákvarðanir. Gættu þess sérstak- lega að skuldbinda þig hvergi. Happatölurnar eru 4, 13 og 27. Vog (23. sept.-22. okt. D Kraftar þínir eru á þrotum eftir nýlegar vökur og skemmtanir. Reyndu að þola endurteknar og ýktar minningar gamals vinar. C SporödrekiD (23.okt.-21.n6v.) J Þú ert örlátur og átt ánægjulegan dag. Haltu samt vöku þinni svo aðrir lendi ekki í vandræðum vegna þín. ŒBogmaður D (22. nóv.-21. des.) J Þú verður fyrir ánægjulegri reynslu fjarri heimili þínu svo þú skalt fara snemma af stað til að valda ekki vonbrigðum. Einhver seinkun er fyrirsjáanleg. Steingeit D (22, des-19, Jan.) J Kjörinn tími til að sinna persónu- legum samböndum, sérstaklega ástinni. Venus er ráðandi afl og hamingjan er allsráðandi. Sjáðu þennan grínista til dæmis. Ég var að telja i. hversu oft karlmenn voru J berstrípaðir i i þessum 1 bröndurum. I Pabbi hefur verið að þjálfa Kaffon í að vernda húsið okkar fyrir ókunnugu fólki. aitmn Hann gerir það með því að fara í dulargervi og svo fær hann Kaffon til að ráðast á hann. Hefur hann lært eitthvað? j hann hefur. JL I hvert skipti sem það kem- ur ókunnugur maður að húsinu, bítur hann pabba. notunum Dúfan Tveir léttlyndir náungar sátu inni á kaffihúsi og brutu heilann um það hvernig þeir ættu að eyða kvöldinu. Við næsta borð sat roskinn karl með ungri stúlku. Strákunum leist vel á stúlkuna og ákváðu að reyna að ná henni í sinn félagsskap. Með það fyrir aug- um datt öðrum þeirra í hug að gera það sem þeir síðan framkvæmdu: Þeir kölluðu á þjón og létu hann fá miða með þessum orðum: „Vér höfum veðjað um í hvaða skóla þér hafið gengið". Báðu þeir þjóninn að færa karlinum miðann en með þessu móti ætluðu þeir að vekja samræður. Stuttu seinna kom þjóninn til baka með miða frá karlinum. Svar hans var svohljóð- andi: „Ég er prófessor í fuglafræði og þessa dúfu ætla ég mér að reita sjálfur..." Afmælisbarn dagsíns Ef þú ert ekki fyllilega sáttur við að láta örlögin ráða ferðinni, verður árið árangursríkt þar sem þú ert fullur metnaðar. Einkalífið er frekar stöðugt en samt koma upp erfiðleik- ar i tengslum við eina manneskju: sem gæti raskað ró þinni nema þú takir strax á málunum. Að öðru leyti verður árið ánægjulegt þar sem rómantíkin er annars vegar. Þetta þarftu Blessað barnalán Ekki er vitað til þess að nein kona hafi fætt eins mörg börn og hin fyrri af tveimur eiginkonum Fyodors Vassilets bónda, sem bjó í Shuya, 240 km vest- ur af Moskvu (f. 1707, d. fyrir 1770). i 27 fæðingum fæddi hún af sér tvíbura 16 sinnum, þríbura 7 sinnum og fjór- bura fjórum sinnum; alls 69 börn! Flest munu börnin, sem fæddust á árunum 1725-1765, hafa náð fullorðinsaldri. Orbtakib Sitja á hakanum Orðtakið merkir að verða út undan, vera afskiptur, mæta afgangi. Orðtakið er kunnugt frá 18. öld. Nokkur afbrigði eru kunn, svo sem „verða á hakan- um“ og „búa á hakanum". Uppruni er óvís en sú skýring á mestu fylgi að fagna að orðið HAKI merki „ysta sæti“. Á 17. öld kemur orðasambandið „á hakanum yst“ fyrir í merkingunni „síðastur í röð“. Hjónabandib Skylduverk „Englendingurinn leiðir brúði sína að altarinu vegna þess að England væntir þess að hver maður geri skyldu sína." Ókunnur höfundur. Dásamleg dömubindi Það er blindur maður sem ekki hefur tekið eftir því að verulega stór hluti af auglýs- ingatíma Ijós- vakafjölmiðl- anna hefur verið lagður undir auglýsingar sem tíunda ágæti nýrrar gerðar dömu- binda. Ungar stúlkur hoppa um svo léttar og kátar yfir því að hafa kynnst þessu eina og sanna dömubindi og dásama vellíðan sína og öryggi eftir að þær uppgötvuðu þau. Nú leika mun allt í lyndi þó lífsgleði áður ei finndi. í sjónvarpi sá ég og síðan þý á ég svo dásamleg dömubindi. Þau lofa ég hátt og í hljóði nú hlotnaðst mér ást og gróði. Þau vellíðan veita þú veist hvað þau heita sem leka ei bláu blóði Að finna í fjöru Það er oft stór- kostlegt að hlusta á öll þau nýyrði fslenskrar tungu sem íþróttafrétta- riturum ákveð- innar útvarps- stöðvar hefur dottið í hug að hnoða saman svo ekki só taiað um skiining þeirra á notkun gamalla orða- sambanda. Nýlega var bein lýsing á handboltaleik og þar tókst ágæt samvinna með úti- leikmanni og línumanni, m.ö.o. línumaðurinn fékk oft glæsilegar sendingar inn á lín- una sem varnarmenn and- stæðinganna réðu ekki við og skoraði línumaðurinn mörk við gífurlegan fögnuð útvarps- mannsins sem trauðla hefur verið hlutlaus áhorfandi. En ritari S&S hélt í' fáfræöi sinni að þessir tveir leikmenn væru svarnir óvinir því útvarpsmaö- urinn talaði sífellt um að skytt- an heföi fundið línumanninn i fjöru! Og það var fleira. Aum- ingja línumaðurinn mátti þola það að þegar hann skaut bolt- anum glæsilega ( mark and- stæðinganna þá var þeirri athöfn lýst þannig: „Hann klekkir á honum í netiö!" Á hverjum hugðist hann klekkja? Kannski andstæðingnum, en varia svo heiftarlega að hann svifi í netið með boltanum, eða hvað? í sama leik skaut landsfræg skytta án afláts á mark andstæðlnganna með misjöfnum árangri en er bolt- inn rataði í netið eitt sinn varð íþróttafréttamanninum að orði: „Þrumuskotin hans éru orðin margfræg fyrir löngu síð- an og þetta var eitt af þeim!“ Já, hún stóð ekki á sér frægð- in í þaö skiptið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.