Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. desember 1992 - DAGUR - 11 Mannlíf Ekki missir sá sem fyrstur fær. Halldór Kristjánsson, Sigurður Þorsteinson og Leifur Jónsson voru fyrstir að hlöðnu veisluborðinu. Herrakvöld KA: Dregnir sundur og saman í háði - af Völsungi! Árlegt herrakvöld KA fór fram 28. nóvember og var þar mættur til leiks stór hópur af gegnheilum KA-mönnum, og auk þess KA-Valsari, Völs- ungur og myndlistamaðurinn Tolli, þ.e. Þorlákur Kristins- son Mortens, sem erfitt er að staðsetja á bás íþróttafélag- anna. Veislustjóri var Raggi „sót“, öðru nafni Ragnar Gunnarsson og stórsöngvari með meiru. Það var hins vegar ræðumaður kvölds- ins, mjólkurfræðingurinn, útvarpsmaðurinn og Völsungur- inn Þorkell Björnsson sem fór á kostum í umfjöllun sinni um eig- in íþróttaafrek sem handknatt- leiksmarkvörður; árangri Völs- unga á íþróttavellinum sem og hjá veikara kyninu; samskipti Hús- víkinga við KA og árangur KA á íþróttasviðinu á liðnu ári, bæði með formerkjunum plús og mínus. GG Veislustjórinn, Raggi „sót“, í ham. Helgi Jóhannsson, Guðbjörn Gíslason, Jóhann Aðalsteinsson, Þormóður Einarsson og Jóhannes Bjarnason á vinstri vængnum. Andspænis Helga sit- ur Arni Jóhannsson og fjær er Helgi Jónsson að teygja úr sér. Skyldi þungt hugsandi Valsaranum Jóni Kristjánssyni hafa verið boðið kaffi eða kannski...? Þeim Kjartani Páhnasyni og Magnúsi Aðalsteinssyni sem sitja honum til sitt hvorar handar er greinilega vel skemmt sem og Viðari Þorsteinssyni, Gunnari Svanbergssyni og Haraldi Ringsted sem eru í for- grunni myndarinnar. Það leiddist engum meðan Þorkcll Björnsson var í ræðustól. f.v.: Ragnar Gunnarsson, Alfreð Gíslason, Gunnar Níelsson, Logi Einarsson, Tolli, Sigmundur Þórisson og baksvipurinn á Björgólfi Jóhannssyni. fHjBb Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Erum komnir í loftið! Frostrásin FM 98,7 Sími 27687 ★ Útvarp með sál Handknattleikur 1. deild Þór-Víkingur fimmtud. 10 des. kl. 20.30 í iþróttahöllinni Verið hagsýn - Verslið í Nettó Ódýr markaður Allra hagur Kreditkortaþjónusta Opið mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30. Laugardaga kl. 10-16. Sunnudaga kl. 13-17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.