Dagur - 18.12.1992, Síða 3

Dagur - 18.12.1992, Síða 3
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - 3 Kópasker: íbúum fjölgar um 4 prósent - ekkert atvinnuleysi Á miIU áranna 1991 og 1992 hefur íbúafjöldi Öxarfjarðar- hrepps aukist um 4%, úr 365 í 380. Þessari þróun ræður að mestu mjög gott atvinnuástand í hreppnum. Rækjuverksmiðj- an Gefla hóf starfsemi í haust eftir gagngerðar endurbætur og breytingar og tU fiskeldis- stöðvarinnar Silfurstjörnunnar hefur einnig komið fólk úr öðr- um byggðarlögum. Vegna rysjóttar tíðar er vinnslu lokið í rækjuverksmiðj- unni fyrir jól og hefst ekki að nýju fyrr en eftir að bátarnir hafa farið á sjó í janúarbyrjun. 15. desember sl. var flutt í aðra af þeim tveimur íbúðum sem hrepp- urinn hefur látið innrétta á efri hæð Útskála. Á neðri hæðinni verður ein íbúð sem verður vænt- j anlega tilbúin í marsbyrjun en á þeirri hæð verður auk þess Hann- yrðafélagið Heimöx og sjúkra- þjálfari sem þegar er á staðnum. Vegna ótíðarinnar hafa íbúarnir ekki komist af svæðinu til jóla- innkaupa, en á Kópaskeri eru aðeins tvær verslanir, dagvöru- verslun og bókabúð og því þarf að kaupa allar aðrar vörutegundir í nágrannasveitarfélögunum, og er mjög algengt að farið sé í verslunarleiðangur til Húsavíkur eða Akureyrar. GG Fréttir Svavar Gests verður á Akureyri í dag og áritar bók sína, HUGSAÐ UPPHÁTT, í Bókval kl. 14.00-16.00 og Bókabúðinni Eddu ld. 16.00-18.00. Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Lögð verður aukiii áhersla á framleiðslu í neytendaumbúðir Á næstunni verður Iögð aukin áhersla á framleiðslu í neyt- endaumbúðir hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. Þetta kemur fram í pýjasta tölublaði ÚA-frétta. Á undanförnum árum hefur ÚA framleitt karfaflök í 6-7 kílóa öskjur fyrir Þýskalands- og Frakk- landsmarkað. í október sl. var hafin framleiðsla lausfrystra karfaflaka, sem pakkað er í 1 kílóa öskjur, fyrir fyrirtækið Packfish í Þýskalandi undir vöru- merkinu „Neptun-Spitzen“. „Fyrsta prufusendingin fór frá ÚÁ í lok október og nú þegar er ljóst að viðbrögð hafa farið fram úr væntingum. Pað er því ljóst að framleiðsla þessarar vöru aukist á næstunni,“ segir í fréttabréfinu. Af Frakklandsmarkaði er hins vegar það að segja að undanfarið ár hefur verið þróuð ný pakkning með roð- og beinlausum flökum, pökkuð í sex vafninga sem sam- tals vega 2 kíló. Til að aðlagast markaðnum og skapa vörunni sérstöðu var henni gefið nafnið „Les Complices“ sem þýðir „samsekur“. Hugmyndin er sú að neytandinn sé í vitorði með fram- leiðandanum. Um árangur af þessari markaðssetningu í Frakklandi segir í fréttabréfi ÚA: „Nú þegar ár er liðið frá því framleiðslan hófst er ljóst að hún hefur náð góðri fótfestu á franska markaðnum. Salan hefur tvöfald- ast á stuttum tíma og miklar væntingar eru um framhaldið þar sem um er að ræða markaðssetn- ingu á öllum helstu fisktegundum sem skip félagsins afla. Þessi vara fer að mestu leyti til matreiðslu á veitingahúsum, en einnig fer nokkur hluti hennar í svokallaða heimsendingarþjónustu." óþh Hugsao upphatt - æviminningar Svavars Gests, skráðar af honum sjálfum. Bólumarkaðurinn opinn föstudag frá kl. 15-20. HAGAR HENDUR laugardag frá kl. 11-16og sunnudag frá kl. 13-16. Alla dagana fjölbreytt vöruúrval. Fallegar jólaskreytingar, góðar jólagjafir, sælgæti, brauð o.fl. Athygli er vakin á því að ekki er um sömu söluaðila að ræða þessa daga. BÓLUMARKAÐURINN Eiðsvallagötu 6 (sunnan Eiðsvallar). Hvernig bregðast menn við þegar þeir sitja fyrir framan lækni og fá þann úrskurð að þeir séu haldnir ill- kynja sjúkdómi? Sjálfsagt misjafn- lega en ætli margir líti þá ekki í sjón- hendingu yfir ævi sína og jafnvel HUGSI UPPHÁTT. Svavar Gests er löngu landskunnur maður. Um ára- bil var hann einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og hljóm- sveit hans naut fáheyrðra vinsælda. Einnig var hann og er mjög vinsæll útvarpsmaður. í bókinni HUGSAÐ UPPHÁTT tekur Svavar æviminn- ingar sínar. Hann segir frá ótrúlega erfiðum bernskuárum, hljómplötu- útgáfu sinni, rekur tónlistarferil sinn og segir einstaklega skemmtilega og opinskátt frá mönnum, sem hann hefur kynnst, og eftirminnilegum at- vikum. i Góð bók frá Fróða IRODI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.