Dagur - 18.12.1992, Side 5

Dagur - 18.12.1992, Side 5
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Of mikið misræim í flokkun dilkakj öts og verðmunur á milli flokka of mikill - segir Guðmundur Heiðmann, sauðprbóndi í Árhvammi í Öxnadal - lækkun á sláturverði til bænda skilar sér ekki til neytenda Bændur eru margir hverjir mjög óánægðir með flokkun á dilkakjöti í sláturhúsum og telja vera allt of mikið mis- ræmi í flokkuninni og einnig að verðmunur á milli flokka sé of mikill. Einn þessara manna er Guðmundur Heiðmann, bóndi í Árhvammi í Öxnadal. „Til hvers er verið að flokka dilkakjöt í alla þessa flokka, þegar aðeins er hægt að kaupa einn flokk í verslunum? Vara sem ekki er sett í sölu, selst náttúrlega ekki,“ segir Guð- mundur. Hann segir það ekki vitað fyrir víst hvort einhverjir neytendur vilji kaupa aðra flokka en DIA en á meðan þeim ekki standi til boða að kaupa aðra flokka, komi það ekki í ljós. „Okkur bændum er sagt að neytendur vilji ekki það kjöt sem fer í lakari flokkana en hvað hafa menn fyrir sér í því, ég bara spyr?“ Guðmundur segir að þróunin sé sú að lömbin komi mun léttari til slátrunar og hvernig eigi annað að vera, þegar borgað er meira fyrir hvert kíló á 9 kg skrokki en 20 kg skrokki. „Það er ekki bara fita á svo stórum skrokkum held- ur er þetta líka vænleiki. Pað sem vantar, er að selja fleiri flokka á sama verði í verslunum og þá er hægt að sjá hvað selst best. Auð- i vitað keppast allir við að ná sem mestum afurðum en það tekst ímisjafnlega. Menn eyða jafn mikilli vinnu í hvert lamb, hvort sem það er 10 kg eða 25 kg. Féð nærist að mestu á útiteknu fóðri og það er nóg til af beitarlandi í dag enda hefur fé fækkað mikið.“ Guðmundur segir það einnig mikið ranglæti að verðfella heilan skrokk út af mari, sem er kannski á síðunni eða hryggnum og kem- ur t.d. aldrei fram á lærunum, sem seljast því á fullu verði. „Það er sama hversu lítið marið er, skrokkurinn fellur niður í DIIDX og munurinn t.d. á þeim flokki og DIA er um 26 kr. pr. kg óg það eru rúmar 500 kr. á 20 kg skrokki. Sláturhúsin selja ekki mikið í heilum skrokkum til neyt- enda og því kemur það ekki fram þó einhverjir skrokkar séu marð- ir t.d. á síðunni.“ Hann segir einnig að kjöt falli í flokki vegna fláningsskemmda og þó svo að sláturhúsin eigi að taka verðfallið á sig, sé nú þannig í reynd að bændur borgi þá verð- fellingu. „Kjöt sem skemmist í fláningu á ekki að verðfella og selja beint til neytenda, heldur á það að fara í vinnslu í sláturhús- unum.“ Eins og áður er sagt er Guð- mundur einnig óánægður með verðmuninn á milli flokka, hann bendir í því sambandi á að verð- munurinn á DIA sem er 2. verð- flokkur og DIB sem er 4. verð- flokkur sé rétt um 35 kr. pr. kg og verðmunurinn á milli DIA og DIC sem er 6. verðflokkur sé rétt um 59 kr. pr. kg. Guðmundur segir að í haust hafi verð á slátri lækkað til bænda um 60 kr. sem sé ekkert annað en kaupskerðing fyrir þá. „Hins veg- ar lækkaði slátrið í sláturhúsun- um ekki til neytenda og það á ég erfitt með skilja. Það er tilgangs- laust fyrir bændur að lækka sitt verð ef það svo ekki skilar sér alla leið til neytenda," segir Guð- mundur. -KK Á þessari mynd má sjá dilka í fjórum mismunandi verðflokkum. L.t.h. er skrokkur í flokki DIA, og fyrir hann er greitt 217,63 kr. pr. kg, þá kemur skrokkur í flokki DII og fyrir hann er greitt kr. 191,53 kr. pr. kg, þá skrokkur í flokki DIB og fyrir hann er greitt 182,82 kr. pr. kg og loks skrokk- ur í flokki DIC og fyrir hann er greitt 158,87 kr. pr. kg. FRÁ SUNDLAUG AKUREYRAR Sundlaug Akureyrar verður opin í kringum jól og áramót 17. til 23. desember eins og venjulega, virka daga frá 7.00 til 20.00, laugardaga frá 8.00 til 16.00 og sunnu- daga frá 8.00 til 12.00. Opið aðfangadag frá 8.00 til 12.00. Lokað jóladag. Opið annan jóladag og þriðja í jólum frá 9.00 til 15.00. 27. desember verður opið frá 9.00 til 15.00 og frá 28. des. til 30. des. verður opið eins og venjulega frá 7.00 til 20.00. Opið á gamlársdag frá 8.00 til 12.00, lokað nýárs- dag, annan og þriðja janúar verður opið frá 9.00 til 15.00. Vekjum sérstaka athygli á að innilaugin verður opin alla dagana fyrir almenning og þó sérstaklega for- eldra með yngri börn. Alla virka daga milli kl. 13.00 og 16.00 verður útilaug- inn eingöngu opin fyrir börn og unglinga sem mega hafa með sér leiktæki, einhver áhöld verða á staðn- um t.d. blöðkur, boltar, dýnur og fl. Heilsuna verður hver að laga, hérna er opið flesta daga, allt verður fyrir ykkur gert. Eftirjólin til áramóta eruð þið velkomin til að njóta alls sem þið teljið einhvers vert. Verið velkomin Starfsfólk sundlaugarinnar. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA skyr með ijóma ijómapönnukökur kaffi með ijóma ijómasósur ávextir með rjóma ijómatertur vöfflur með ijóma ijómaís kakó með ijóma ijómakökur bláber með ijóma ijóma.... uhmm! ijóminn gerir gæða- muninn - líka á jólunum Mjólkursamlag KEA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.