Dagur - 18.12.1992, Qupperneq 7

Dagur - 18.12.1992, Qupperneq 7
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - 7 k hefst það kl. 13.30. Á sunnudag kl. 14 verður 7-mínútna mót fyrir þá sem vilja hvíla sig á jólaundir- búningnum. Síðasti Bólu- markaður ársins Um helgina verður Bólumarkaður að Eiðsvallagötu 6 á Akureyri opinn í síðasta skipti á þessu ári. I dag kl. 15 til 20 verður Samstarfs- hópurinn Hagar hendur úr Eyja- fjarðarsveit á markaðnum. Á morgun, laugardag, verður mark- aðurinn opinn kl. 11 til 16 og kl. 13 til 16 á sunnudag. í kvöld verður rokkað í Listagili í kvöld kl. 20.30 verður rokkað í húsnæði Gilfélagsins á Akureyri, að sunnanverðu í Listagilinu. Þar mæta til leiks sveitimar Skrokka- bandið og Briminnstunga og rokka gesti upp úr skónum. Leik- dagskrá átti einnig að vera á boð- stólum í Listagilinu í kvöld en hún fellur niður. Aðventukvöld í Grenivíkurkirkju Eins og öllum er kunnugt hefur tíðarfarið hér nyrðra sett strik í reikning ferðalanga. Svo er einnig með þá íbúa Grenivíkur, sem hafa ætlað sér að gera jólainnkaupin á Akureyri. Það er því líklegt að Grenvíkingar, sem og aðrir úr dreifbýlinu umhverfis Akureyri, stormi í kaupstað á morgun, laug- ardag, ef veður og færð halda þá ekki venjubundnu háttemi. Það þykir því rétt að gefa Grenvíking- um ótakmarkaðan tíma í verslu- narleiðangurinn og færa fyrirhug- að aðventukvöld laugardagsins til 21. desember kl. 20.30. Prestsfrú- in í Laufási, Ingibjörg Siglaugs- dóttir, mun flytja jólahugleiðingu. Kvöldstund við kertaljós verður hins vegar í Laufáskirkju sunnu- dagskvöldið 20. desember kl. 21 eins og áformað var. Kóngakerti. Opna vinnustofan og Gallery AllraHanda: Bjóða úrval listaverka Vinnustofur og gallery verða opin eftir hádegi í Grófargili á Akureyri á morgun laugardag. Þar verða á boðstólum m.a. steypt kóngakerti, fléttaðar körfur, málaðar silkislæður og málverk. Um nokkurt skeið hefur mynd- listarfólk unnið ötullega að list sinni í Grófargili. í „Opnu vinnu- stofunni“ eru haldin námskeið í silkimálun, körfugerð og kerta- steypu. Einnig eru leigðir út vef- stólar, þar sem hægt er að vefa það sem uppsett er í stólunum. - Eftir áramót er ætlunin að bæta við vefnámskeiði og saumanám- skeiði. Gallery allrahanda er á svæð- inu og annast sölu á fjölbreyttu úrvali listaverka. „Opna vinnu- stofan“ er opin dag hvern til jóla frá kl. 13,00 til 18,00 að undan- skildum sunnudeginum. Y ------- 7% Framsóknarfélag Húsavíkur tilkynnir: Skrifstofa félagsins í Garöari verður opin laugardag- inn 19. desember kl. 11-12 árdegis. Jólagott í bolla. Skrifstofan verður lokuð annan jóladag, laugardag- inn 26. des. Opið laugardaginn 2. janúar kl. 11-12 árdegis, og síðan á laugardögum samkvæmt venju. Gleðileg jól! Stjórnin. Björn Sigurbsson Húsavík, sími: 96-42200 Húsavík - Akureyri - Húsavík Daglegar ferðir til jóla Sunnudaga: Frá Húsavík kl. 17.00 - frá Akureyri kl. 19.00. Alla aðra daga: Frá Húsavík kl. 08.00 - frá Akureyri kl. 15.30. skapar atvinnu með kaupum á íslenskri framleiðslu. Ef hver einstaklingur á aldrinum 16-70 ára eykur kaup sín á innlendri framleiðslu um kr 1.000,- á mánuði í eitt ár, skapast 204 ný störf. unga fólkið eruð framtíð þessa lands. Þið verðið að taka þátt í að tryggja fulla atvinnu í framtíðinni. Með kaupum á íslenskri framleiðslu stuðlið þið að bjartari framtíð ykkur sjálfum til handa. verðum að vera bjartsýn og hafa trú á okkur sjálfum og eigin framleiðsluvörum. Á vaxandi erfiðleika- tímum í heiminum er okkur meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að standa þétt saman um það sem íslenskt er. FRAMHÐIN -fblíiíl © KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.