Dagur - 30.12.1992, Síða 7

Dagur - 30.12.1992, Síða 7
Miðvikudagur 30. desember 1992 - DAGUR - 7 SVIPMYNDIR LÍÐANDI ÁRS Gleðitár í SjaUanum Jón Kjell Seljeseth kom sá og sig- raði í keppninni um Landslagið 1992 í Sjallanum á Akureyri, en keppnin fór fram 20. nóvember. Lag hans heitir Ég ntan hverja stund, í flutningi Guðrúnar Gunn- arsdóttur og Pálma Gunnarssonar. Hér er sigurtríóið í sigurvímu að keppninni lokinni. Lag Akureyr- inganna Jóns Andra Sigurðarsonar og Trausta Heiðars Haraldssonar var valið athyglisverðasta lag keppninnar. Gjaldþrota Uppi Uppinn hf. á Akureyri var úrskurðaður gjaldþrota í desember. Sýslu- mannsembættið hafði áður innsiglað Uppann, 1929 og Bíóbarinn vegna vandoldins virðisaukaskatts og staðgreiðslu. Hlutafélagið 1929 keypti reksturinn og í Ijósi þess var innsiglið rofið. Auk þess að skulda virðis- aukakaskatt og staðgreiðslu skuldaði Uppinn laun og launatengd gjöld. Hlaupársböm Fjórtán Akureyringar héldu upp á afmæli sitt á hlaupársdaginn, 29. febrúar. Meðal þeirra voru Hilmar Gíslason, bæjarverkstjóri, sent hélt upp á 14 ára afmælið (56 ára), Rúnar Sverrisson, sem hélt upp á 1 árs afmælið (4 ára) og Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur, sem hélt upp á 15 ára afmælið (60 ára). Stefanía varðað Hörpu Málefni Hótels Stefaníu voru tölu- vert til umræðu fyrri hluta ársins. Ferðamálasjóður og Byggðastofn- un keyptu hótelið á nauðungar- uppboði síðla árs 1991, en þrátt fyrir það fengust fyrrverandi eig- endur hótelsins ekki til að fara út úr því. Bæjarfógetaembættið kvað 13. febrúar upp þann úrskurð að hótelstýran skyldi borin út. Til þess kom ekki og var hótelið síðar selt nýjum rekstraraðilum, nokkr- um einstaklingum í Reykjavík og Bautanum á Akureyri og því gefið nafnið Hótel Harpa. Hótelstjóri er einn eigenda, Guðmundur Áma- son. Kolbijálað veður Aftakaveður gekk yfir landið 24. febrúar. Á Akureyri mældist mest unt 80 hnúta vindur. Engin stærri tjón urðu á Akureyri, en ýmsir lausir hlutir fuku til og á nokkrum húsunt losnuðu þakplötur. Svo mikið var hvass- viðrið að sendibifreið Brauðgerðar KEA, sem stóð við Kjörmarkaðinn við Hrísalund, fauk á hliðina. Sighvatur og Jesú Kristur „Enginn neitar einum milljarði, en þið borgið ekki upp í fimmtán milljarða gat með einum milljarði. Það var bara Jesú Kristur sent gat satt sitt fólk með tveimur brauðum og fimm fiskum.“ (Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, um niðurskurðinn í velferðarker- finu á fundi á Siglufirði 5. febr- úar.) Fegurst norðlenskra fljóða Pálína Sigrún Halldórsdóttir var kjörin fegurst norðlenskra fljóða í Sjall- anum á Akureyri 28. febrúar, en tólf stúlkur tóku þátt í keppninni. Pálína Sigrún var einnig valin Ijósmyndafyrirsæta ársins. Hér er Fjóla Pálma- dóttir, Fegurðardrottning Norðurlands 1991, að krýna Pálínu Sigrúnu Fegurðardrottningu Norðurlands 1992. Til leigu er 3. hæð í þessu glæsilega húsi, lyfta er í húsinu. Upplýsingar gefur Friðrik í Pedromyndum. Sendum viðskiptavinum okkar bestu nýársóskir og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. BJÖRN JÓSEF ARNVIÐARSON HDL. ARNAR SIGFÚSSON HDL. ÉÍGNAKJÖR FASTEIGNASALA TÍSKUVÖRUVERSLUNIN AMOR Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. cPedi6mjndtr’

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.