Dagur


Dagur - 30.12.1992, Qupperneq 11

Dagur - 30.12.1992, Qupperneq 11
Miðvikudagur 30. desember 1992 - DAGUR - 11 SVIPMYNDIR LÍÐANDI ÁRS Undrandi gestir MÓman Sjávarútvegsráðherra Omans ásamt fylgdarliði sótti Akureyri heim í maí. Þessi mynd var tekin í Verk- menntaskólanum þar sem ráðherra og hans menn skoðuðu sýningu á framleiðsluvörum til sjávarútvegs og verk nemenda skólans. Oman- gestirnir skoðuðu mörg sjávarút- vegsfyrirtæki á Akureyri og Dal- vík. VakatQ Sigluíjarðar Þormóður rammi festi snemma árs kaup á fjölveiðiskipinu Vöku SU- 9 frá Reyðarfirði, en síðar var því gefið nafnið Sunna SI-67. Skipið kom fánum prýtt til heimahafnar 5. mars. Hér standa framkæmda- stjórar Þormóðs ramma, Róbert Guðfinnsson og Olafur Marteins- son við skipið. í sjómann um sjávarút- vegsstefnu Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja og Arthur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, rifust heiftarlega á síðum Dags um tog- ara- og smábátaútgerð. Þeir félag- arnir tóku einnig rimmu í Svæðis- útvarpinu og þessi mynd var tekin af þeim í hljóðstofu. Ólympíumeistarinn í Fljótum Norskir og sænskir skíðamenn sóttu hjónin á Bjamargili í Fljótum heim í lok júní og kynntu sér aðstæður til iðkunar skíðaíþróttarinnar í Fljótum. Hér er Ólympíumeistarinn Vegard Ulvang með þeim hjónum, Trausta Sveinssyni og Sigurbjörgu Bjamadóttur. Amar Páll til RÚVAK Amar Páll Hauksson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, tók við stjómartaumunum hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri 3. febrúar. Hér er hann sitjandi við takkaborðið hjá RÚVAK. Fyrir aftan liann standa Nína Þórðardóttir, Helga Haraldsdóttir, Þröstur Emilsson, Þórir Jökull Þorsteinsson, Björg Þórðardóttir, Bjöm Sigmunds- son og Kristján Sigurjónsson. Mikið var um að vera hjá RÚVAK stðar á árinu, nánar tillekið 14. ágúst, en þann dag var haldið upp á 10 ára afmæli deildar Ríkisútvarpsins á Akureyri. Vlðurkenning fyrirjaftirétti Jafnréttisráð veitti Akureyrarbæ viðurkenn- ingu í október fyrir framtak á sviði jafnréttis- mála, en Akureyrarbær réði fyrstur kaup- staða á íslandi í stöðu sérstaks jafnréttisfull- trúa. Þessi mynd var tekin við afhendingu viðurkenningarinnar í ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Frá vinstri: Valgerður Bjama- dóttir, jafnréttisfulltrúi, Gísli Bragi Hjartar- son, bæjarfulltrúi, Sigríður Stefánsdóttir, for- seti bæjarstjómar Akureyrar og Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráðherra. Svo mælti Ýtu-Keli ..fólk bara kann ckki lengur að meta peninga. Það er svo mikið bruðl í þcssu þjóðfé- lagi okkar að það er alveg ótrúlegt. Hvað heldurðu að fólk í Reykjavík sem aldrei fer út fyrir bæinn hafi t.d. að gera með farsíma. Samt för- um við íslendingar á örstutl- um tíma upp fyrir Banda- ríkjamenn í farsímaeign. Síð- an er bfiaeignin slík aö hér er einn og hálfur maður um livem bfl. Heldurðu að þetta sé heilbrigt?“ (Þorkell Hall- dórsson - Ýtu-Keli í helgar- viðtali 11. janúar). Janúarsveifla í smmanþey Veðurblíðan í janúar var með hreinum ein- dæntum. Dag eftir dag var hlýr sunnanvindur og hitinn fór oft upp fyrir 10 gráður, hæst í 17,5 gráður 14. janúar. Þegar upp var staðið reyndist meðalhitinn í janúar vera 2,9 gráð- ur, sem var 5,1 gráðu yfir meðallagi. Golfar- ar á Jaðarsvelli við Akureyri tóku góða veð- rinu á þorra fagnandi. Þessi mynd var tekin 19. janúar og sýnir Magnús Gíslason slá upphafshögg. Þeir Árni Bjöm Ámason og Símon Magnússon fylgjast spenntir með.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.