Dagur - 30.12.1992, Side 21

Dagur - 30.12.1992, Side 21
Miðvikudagur 30. desember 1992 - DAGUR - 21 allir veiðimenn og þá sérstaklega þeir sem stunda minkaveiðar, sem ég gerði. í fjórtán sumur elti ég varginn og drap. Minkurinn er einn mesti ógnvaldur lífríkis- ins og ég vildi leggja mitt að mörkum til að hefta útbreiðslu hans. Orð Helga á Gvend- arstöðum er hann sagði, að drepa mink er sem að fást við fleygar tófur, eru orð að sönnu. Til minkaveiða fór ég af hugsjón en ekki í fjárvon. í júní vakti ég oft í fjóra sólar- hringa við veiðar. Þá henti ég mér niður í tvo til þrjá tíma og hóf svo veiðar á ný. Þú vilt veiðisögu og hér kemur ein. Að haustlagi fór ég að huga að kindum. Föl var yfir og ís á vötnum. Eg tók með mér spaða og minkahundinn. Norðan Belgjarfjalls voru engar kindur, en við félagar fundum nýja slóð eftir mink. Ég var á gönguskíðum sem oftast og fylgdi slóðinni út alla bakka. Ljóst var að dýrið var læða, trúlega hvolpur. Ég var þess viss að ég myndi finna dýrið. Hundurinn var góður en byssuna vantaði. Slóðin lá yfir Sandvatn á ís yfir í Hamars- landið. Lengi velti ég vöngum yfir hvort ég ætti að freista þess að fara vesturyfir. Hund- urinn fór fyrir og var byrjaður að gjamma við bakkann hinumegin. Því var ljóst að hann hafði fundið dýrið. Ég fór yfir á þunn- um ís. Ég þekkti mig vel, sem gerði gæfu- muninn. Þarna var torfbakki með stakstein- um í, blágrýti en ekki hraun. Jörðin var þíð og því var ljóst að auðvelt verk var að grafa með spaðanum góða. Framan við bakkann, nokkru neðar, var uppsprettulind og þar var augað alautt. Ég vissi að ef ég missti dýrið fram úr holunni þá myndi það stinga sér beint í augað og þá næði ég ekki til þess. Nú mokaði ég snjó í augað, þannig að það var fullt af krapi, áður en ég tók að pjakka og grafa í moldarbarðið. Er ég var kominn rekulengdina inn stökk minkurinn fram og stefnir beint í augað. Ég sló rekunni eftir' dýrinu og það beint í jörðina. Með það hrökk blaðið af. Minkurinn stakk sér í aug- að, en komst ekki niður vegna krapsins. Nú stökk hann aftur í átt að barðinu og ég náði þungu höggi á’ann með skaftinu. Dagar dýrsins voru taldir og hundurinn fékk að bryðja djöful. Hvort það var tilviljun að ég hitti minkinn læt ég ósagt, en að taka mink án byssu og ekki á betri stað er sérstakt að mínu mati. Já, ég er búinn að fara til rjúpna í haust. í þrjú ár hef ég sett mér að takmarki að ná tuttugu rjúpum. Fyrsta árið tókst það. Ég fékk tuttugu og eina. í fyrrahaust náði ég nítján og nú í haust var þetta sýnu verra. Ég komst í sextán. Tólf daga tók að ná þessum sextán. Það er af sem áður var. Nú verð ég að fara rólega, bæklaður sem ég er. Veiði- gyðjunni skal ég þó þjóna til míns skapa- dægurs.“ Til Akureyrar „Fertugur var ég er við hjónin fluttum til Akureyrar. Svo var komið að vonlaust var fyrir okkur að búa að Geirastöðum vegna heilsubrests konunnar. Konan mín er Guð- björg Sigurðardóttir, ættuð frá Þórshöfn á Langanesi. Henni kynntist ég á Akureyri og við eigum þrjú börn. Bræður mínir Sigurður og Jón tóku við öllum búrekstri og Jón keypti og flutti í hús það er við áttum. Að vísu kom ég ekki til Akureyrar fyrr en síðla vetrar 1970. Um veturinn vann ég í Gufustöðinni í Bjarnarflagi. Þar var þá til- raunakeyrsla. Lengst af vorum við tveir starfsmennirnir, ég og Geir heitinn Egils- son. Við stóðum átta tíma vaktir og vetur- inn er sá ömulegasti sem ég hef lifað. Tíð- arfar var vont og aðstaðan bágborin að öllu leyti. Vökur voru miklar og gufustöðin hið mesta hróald. Vélin var 40 ára, gerð fyrir ferskvatn og kom frá sykurverksmiðju í Skotlandi. í vélinni var mikið um kopar og hann varð sem augnaður ostur eftir að gufan hafði leikið um hann. Bilanir voru því tíðar. Tvisvar kviknaði í rafalnum þennan vetur. Er ég kom til Akureyrar undir vor hitti ég Ragnar Ólason sem starfaði hjá Samband- inu. Hann bauð mér starf og sagði mér að koma daginn eftir. Ekki gat ég það, Guð- björg var á sjúkrahúsi og ég þurfti að hugsa um börnin. Þó fór svo að ég hóf störf áður en Guðbjörg útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Ragnar hringdi dag hvern og var ágengur. Ég þurfti á vinnu að halda og lét því undan. Mitt fyrsta verk var að koma fyrir sútunar-! kerjum í nýja verksmiðjuhúsið. Hjá Sam-! bandinu var ég allt til þess að ég veiktist.1 Verkstjóri var ég lengi og síðar sá ég um viðgerðir. í sútunarverksmiðjunni kynntist ég mörgu. Á rannsóknarstofunni hjá Valde- mar Ragnarssyni komst ég í að gera ýmsar tilraunir er lutu að lífríki Mývatnssveitar, en þar efra hafði ég fylgst með ýmsu í flóru Mývatns og Laxár.“ Viðtal: Óli Q. Mynd: Robyn Vita skulu menn „í dag er Mývatnssveit svipur hjá sjón og þá verð ég að vitna í sjálfan mig eins og forsæt- isráðherrann okkar gerir jafnan. Þeir sem ekki þekktu lífríki Mývatns og Laxár fyrir 1970 eru engan veginn dómbærir á það sem er að gerast í dag og gerst hefur á undan- gengnum árum. Því er svo að enginn sem er fæddur eftir 1960 getur lagt dóm á hvernig málum er komið. Því hlægir mig oft þegar þessir strákar, sem vart eru þurrir á bakvið eyrun, eru að segja mér hvernig þetta var allt hér áður fyrr. Frá árinu 1939 hef ég rannsakað vissa þætti lífríkis í Mývatnssveit og það læðist að mér að Kisiliðjan sé bölvaldur Mývatns og Laxár. Ekki er ég það vitgrannur að kenna verksmiðjunni einni um, en hinsvegar á verksmiðjan ekki heima í lífríki sveitarinn- ar, sem er einstakt að allri gerð og alþjóðleg- ur sáttmáli gildir um. í upphafi var logið.að okkur Mývetning- uin. Það gerði iðnaðarráðherrann Magnús Jónsson frá Mel. Hann sagði okkur á sveit- arfundi að ekki væri hægt að hafa dælu- prammann rafmagnsdrifinn. Við vissum betur, en fengum engu breytt. Enn í dag er díseldrifinn prammi á Mývatni með vökva- drifnum strokkum. Svo tala menn um tækniundur. Díselpramminn býður hætt- unni heim. Vita skulu menn að kom ég í Námaskarð að morgni til um klukkan fimm. Norðvestan gráð var á vatninu. Pramminn var skammt út af Ytri-Höfða og lognrákina lagði vestur í Hrauney. Ekki var vafi á hvað þar var. Þetta var olía eða glussi. Umræður manna um lífríki Mývatns eitt og sér eru út í bláinn. Um er að ræða miklu stærra mál þar sem er vatnasvæði Mývatns, Laxár og Skjálfandaflóa eru eitt. Mývatn er móðir Laxár. Deyi Mývatn þá deyr Laxá og einnig iíf í Skjálfanda að miklu leyti. Fiskifræðingar hafa komist að því að heilu árgangarnir af smásilungi hafa drepist fyrir fæðuskort. Af hverju fæðuskorturinn stafar er ekki upplýst. Greinilegt er að dauðinn hefst í lægstu lífverunum og heldur síðan upp eftir lífkeðjunni allt til fuglanna. Rannsóknir mínar segja mikið um þennan dauða og ég er sár við þessa vísindamenn, sem hér hafa starfað í tuttugu ár. Þeir standa enn á upphafspunktinum í rannsókn- um eftir því sem okkur er sagt. Að mér læð- ist þó sá grunur að þeir viti meira en upp er gefið." Fyrir mér er það ekki dulið „Algjört gat er í rannsóknir að einu leyti. Allar rannsóknir vantar á grunnvatninu, grunnt sem djúpt í jörðu. Heill heimur hella er undir hrauninu austan Mývatns. Þessir hellar eru fúllir af vatni. Þetta vatn verður að rannsaka því fyrr eða síðar kemur það fram í Mývatn. Frá Kisiliðjunni, út í jarð- vatnið, fer mikið mikið magn brennisteins- sýru. Brennisteinssýran er með þeim ósköp- um gerð að hún er eðlisþyngri en vatnið og því leitar hún niður. í kyrrstöðu skilur hún sig frá vatninu sem botnfall. Róbert Agnars- son, fyrrverandi forstjóri Kísiliðjunnar, hef- ur greint frá að verksmiðjan noti ár hvert um 130 tonn af brennisteinssýru. Megnið er undið út og gengur út í jarðveginn og grunn- vatnið. Brennisteinssýra er náttúrulegt efni og eyðist aldrei. Kísiliðjumenn svara til, að við blöndun við sóda sé málum bjargað. Ég veit betur, því við efnablöndunina verður til enn hættulegra efni sem betur flýtur. Baráttan er mikil með og á móti Kísiliðj- unni. Landgræðslunni er beitt í pólitískum tilgangi. Fyrir mér er það ekki dulið á nokk- urn hátt að stefnt er að því að leggja búskap í rúst í Mývatnssveit. Þannig verður að engu að hverfa fyrir bændur nema verksmiðju- rekstrinum þrátt fyrir að sannað verði að Kísiliðjan sé bölvaldurinn, að lífríkishrunið sé af hennar völdum. í þeirri stöðu verður nærtækt, sem forstjóri Kísiliðjunnar segir, að vinnulegir hagsmunir verði látnir ráða, að kísilnám verður stundað úr Mývatni um ókomna framtíð." ój

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.