Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 1
76. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. janúar 1993 2. tölublað Vel ífc 1 )t 1 klæddur 1IITI frÁ BERNHARDT 1 II || Thc Tailor l.ook errabudin li HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Mikið hefur verið að gera eftir áramót í dósa- og flöskumóttökunni við KA- heimilið á Akureyri. Að sögn Gunnars Garðarssonar komu um 180 manns með dósir og flöskur sl. mánudag og voru greiddar um 160 þúsund krónur í skilagjald. I gær bjóst Gunnar við að yrðu greiddar um 140 þúsund krónur. Mynd: Robyn Atvinnuleysisdagar á Akureyri í desember 10.097: Um 560 manns á skrá hjá vinnumiðlunarskrifstofunm - nýskráningar orðnar 70 á fyrstu dögum nýs árs í gær voru hvorki fleiri né færri en um 560 manns á skrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Um áramót voru nákvæmlega 492 á skrá og því eru nýskráningar á fyrstu dög- um ársins 1993 orðnar tæplega 70. Atvinnuleysisdagar í des- ember voru 10.097 og hafa aldrei verið fleiri. Að sögn starfsmanna Vinnu- miðlunarskrifstofunnar á Akur- syri gætir vonleysis víða um bæinn því þeim fjölgar með degi hverjum sem eru atvinnulausir. Örtröð er dag hvern á Vinnu- miðlunarskrifstofunni, fólk er að skrá sig atvinnulaust og aðrir að leita upplýsinga um vinnu. Þann fyrsta desember á liðnu ári voru atvinnulausir 370, en um áramótin var talan komin í 492, þ.e. 320 karlar og 172 konur. Atvinnuleysisdagar desember- mánaðar voru 10.097, en í nóvember voru þeir 6.511. í upp- hafi liðins árs voru atvinnulausir á skrá 266, 176 karlar og 90 konur. Atvinnuleysisdagar des- embermánaðar 1991 voru 5.294. ój Gjaldþrotabeiðnir á Norðurlandi á síðasta ári: Dómskerflsbreytmgin skilar sér í verulegri fækkun gjaldþrotabeiðna Á Norðurlandi voru 26 gjald- þrotabeiðnir lagðar fram síðari hluta ársins 1992 en það er umtalsverð fækkun frá fyrri árum. Ástæðan er breytingin sem varð á dómskerfinu 1. júlí síðastliðinn en þá var tekið upp tryggingagjald að upphæð 150 þúsund krónur sem leggja verður fram jafnframt beiðni um gjaldþrotaskipti. Þessari Síldveiðar að hefjast að nýju: Allur afli Araþórs EAfarið til vinnslu Fyrsta síldin á þessu ári veidd- ist á Lónsbugtinni aðfaranótt þriðjudagsins og voru það sex bátar sem fengu um 2000 tonn. Arnþór EA16 frá Árskógs- sandi, sem hefur verið á síld á haust, er búinn að fá 2100 tonn af 2600 tonna kvóta en allur afli bátsins hefur farið til vinnslu á Seyðisfirði. „Þetta er mjög blönduð síld sem fékkst á Lónsbugtinni en ágætt veður var framan af nóttu, en síðan hvessti og gerði ein 8-9 vindstig. Við erum á leið til Grindavíkur með 600 tonn,“ sagði stýrimaður á Hábergi GK- 299 í gærmorgun. Búið er að veiða um 91 þúsund tonn af síld, en úthlutað var 110 þúsund tonna kvóta og um 10 þúsund tonn voru yfirfærð frá síðasta ári þannig að í gær voru eftir um 27 þúsund tonn. Haf- rannsóknaskipið Árni Friðriks- son RE-100 fer til síldarleitar og rannsóknar eftir að loðnurann- sóknum lýkur um miðjan mánuð- inn. Samkvæmt spá Hafrann- sóknastofnunar um aldursdreif- ingu síldaraflans á vertíðinni 1992/93 er gert ráð fyrir að mest muni veiðast af 4ra, 5 og 6 ára síld en einnig muni 1983 árgang- urinn, þ.e. 9 ára síld, verða tals- verður hluti aflans. Á vertíðinni 1993/94 er hins vegar gert ráð fyr- ir að mest veiðist af sterka árganginum frá 1988, þ.e. 5 ára síld. GG ÞistilQörður: Sótt uin fyrirgreiðslu til bygg- ingar Mða fyrir aldraða Þórshafnarhreppur, Sauðanes- hreppur og Svalbarðshreppur hafa sameiginlega sótt um fyrirgreiðslu til Húsnæðis- stofnunar til byggingar íbúða fyrir aldraða á Þórshöfn. Um er að ræða endurnýjun á umsókn sveitarfélaga frá fyrra ári. Reinhard Reynisson, sveitar- stjóri á Þórshöfn, segir að sótt sé - íbúðirnar verði í almennu kaupleigukerfi um fyrirgreiðslu til byggingar fjögurra íbúða húsa. „Við erum að hugsa um hús á einni hæð með fjórum íbúðum. Okkur er ekkert gagn af framkvæmdaheimild nema við getum byrjað byggingu á einu slíku húsi. Við hugsum okkur byggingu íbúða fyrir aldr- aða sem sex til átta ára verkefni. Þessi þjónusta er ætluð í ákveð- inn byggingareit hér samkvæmt skipulagi og á honum er þegar risið hjúkrunarheimili og fjórar litlar leiguíbúðir fyrir aldraða," sagði Reinhard. Gert er ráð fyrir að þessar íbúðir fyrir aldraða verði í almennu kaupleigukerfi þar sem íbúar geta verið leigjendur, keypt sér hlut í íbúðinni og greitt þá lægri leigu, eða keypt íbúðina að fullu. Miðað er við að sveitarfélögin þrjú leggi fram 10% byggingar- kostnaðar á móti Byggingarsjóði ríkisins. óþh gjaldtöku var ætlað að fækka gjaldþrotabeiðnum og sú virð- ist hafa orðið raunin. Freyr Ófeigsson, dómsstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra, segir að lagðar hafi verið fram 19 beiðnir hjá dómnum á síðari sex mánuðum ársins. Dómurinn tók við 34 gjaldþrotamálum 1. júlí en beiðnir um gjaldþrot voru 19 hjá skiptaráðandanum á Akureyri fyrri hluta ársins og 12 á Húsa- vík. Freyr sagðist reikna með að sú sé raunin yfir allt Iandið að gjald- þrotabeiðnum hafi fækkað eftir breytinguna 1. júlí. „Ég á ekki von á öðru. Lögmenn og aðrir voru farnir að nota þetta meira og minna sem rukkunaraðferð," sagði hann. Af þeim 19 beiðnum á Norður- landi eystra sem komið hafa fram á árinu eru 7 vegna fyrirtækja. Hjá Héraðsdómstóli Norður- lands vestra voru lagðar fram 7 gjaldþrotabeiðnir eftir 1. júlí til áramóta. Fyrir kerfisbreytingu, þ.e. fyrstu sex mánuði ársins voru lagðar fram 3 gjaldþrota- beiðnir hjá sýslumannsembætt- inu á Blönduósi og 4 hjá sýslu- mannsembættinu á Sauðárkróki. Tvær þeirra voru þó afturkallað- ar en hinar tvær komu til úrskurðar, þ.e. vegna eins fyrir- tækis og eins einstaklings. JÓH/sþ/IM Vegagerð ríkisins: Slysum fækkar um- talsvert á vegum á Norðurlandi eystra Umferðarslysum á Norður- landi eystra hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum ef marka má slysaskrán- ingu Yegagerðar ríkisins. Ekki liggja fyrir tölur fyrir nýliðið ár, en slysatíðni á Norður- landsvegi frá Grjótá í vestri að Biskupshálsi í austri lækkaði umtalsvert milli áranna 1989 og 1991. Árið 1989 var slysatíðni (fjöldi slysa pr. milljón ekinna kíló- metra) á þessum hluta Norður- landsvegar 0,62, 0,51 árið 1990 og 0,41 árið 1991. „Þessar tölur segja okkur í raun að miðað við óbreytta umferð hefur slysum fækkað og það erum við ánægð með,“ segir Auður Þóra Árna- dóttir, verkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins. Auður sagði erfitt að segja til um hvort þessa lækk- un á slysatíðni megi fyrst og fremst rekja til úrbóta á vega- kerfinu. Til þess að hægt sé að meta það verði að bera saman tölur fyrir fleiri ár. Auður sagði að slysaskráning miðaði að því að veita upplýsing- ar um ástand vegakerfisins, hvaða staðir séu hættulegastir. „Auðvitað er markmiðið að laga verstu kafla á vegakerfinu þannig að slysatíðni lækki,“ sagði Auður Þóra. Á árunum 1986 til 1990 var tíðni allra slysa lægst á Norður- landi eystra. Árið 1986 var talan 1,44, 1,63 árið 1987, 0,93 árið 1988, 0,81 árið 1989 og 0,76 árið 1990. Meðaltalið er 1,11. Til samanburðar voru sam- bærilegar tölur fyrir Norðurland vestra 1,60 árið 1986, 2,09 árið 1987, 1,14 árið 1988, 1,21 árið 1989 og 0,86 árið 1990. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.