Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. jartúar 1993 - DAGUR - 5 WMH Tónlist Passíukórinn á jólatónleikum Miðvikudaginn 30. desember efndi Passíukórinn á Akureyri til jólatónleika í Akureyrarkirkju. Á efnisskrá voru tvö verk fyrir einsöngvara, kór og litla hljóm- sveit. Hið fyrra var I den s0te juletid eftir Árne Dagsvik, en hið síðara Jólaoratoría eftir C. Saint- Saéns. Bæði þessi verk eru forvitnileg, einkum hið fyrra. Það er ekki stórbrotið að gerð; byggist mjög á sálmaútsetningum, en er áheyrilegt og ljúft. Verk Arnes Dagsviks hefur ekki mikið borið fyrir eyru tónleikagesta hér á landi. Því er það þakkarvert framtak að kynna hann og mætti greinilega leita meira í smiðju hans eftir þægilegum kórverkum. Einsöngvarar í I den s0te jule- tid voru Ingibjörg Marteinsdótt- ir, sópran, og Michael Jón Clarke, bariton. Michael Jón Clarke söng af miklu öryggi og fallega. Hendingamyndun hans var sérlega skemmtileg og fylling raddarinnar iðulega glæsileg. Ingibjörg Marteinsdóttir gerði einnig vel. Rödd hennar hefur allgóða fyllingu á meginhluta raddsviðsins, en nokkurst titrings gætti á stundum. Einsöngvarar í seinna verkinu, Jólaoratoríu C. Saint-Saéns, voru Ingibjörg Marteinsdóttir, sópran, Björg Þórhallsdóttir, messósópran, Þuríður Baldurs- dóttir, alt, Einar Örn Einarsson, tenór, og Michael Jón Clarke, baritón. Það, sem þegar hefur verið fram tekið um flutning Ingibjarg- ar og Michaels Jóns, á einnig við um Jólaoratoríuna. Björg Þórhallsdóttir kom hér fram í fyrsta skipti sem einsöngv- ari. Hún er enn í námi. Frammi- staða hennar með tilliti til þessa var góð og jafnvel meira en það. Messósópranrödd hennar hefur Afinæliskveðja í dag er unglingurinn Dúi Björns- son kirkjugarðsvörður sjötíu ára. Hver trúir þessu? Tæpast við strákarnir, sem höfum fengið að alast upp og starfa með honum frá því að við vorum svo litlir að við litum enn meira upp til hans en í dag. Dúi gekk ungur skátahreyfing- unni á hönd. Hann varð félagi í Skátafélaginu Fálkar árið 1935 en það varð síðar Skátafélag Akur- eyrar. Lengst var skátastarf hans undir forustu Tryggva Þorsteins- sonar, sem í hugum okkar allra verður alltaf skátaforinginn. Dúi, ásamt fleirum stofnaði st. Georgsgildið á Akureyri, félags- skap edri skáta og velunnara skátahreyfingarinnar. Þegar Landssamband st. Georgsgilda á íslandi var stofnað hér á Akur- eyri 1963 varð Dúi fyrsti Lands- gildismeistarinn, hann var sæmd- ur heiðursmerki Landsgildisins árið 1991. Dúi hefur frá upphafi verið burðarás í starfi Gildisins hér. Sérstaklega eru tvö atriði sem vert er að minna á. Þegar skáta- félögunum á Akureyri var afhent Sýslumannshúsið, síðar Hvammur, tók Gildið að sér að standa fyrir endurbyggingu þess, og leiðarlýsingum í kirkjugarðin- um. Hvorugt þetta hefði orðið að veruleika nema fyrir óþrjótandi vinnu Dúa. Á þessum tímamótum viljum við félagarnir í st. Georgsgildinu á Akureyri minnast, þakka og gleðjast með ljúflingnum Dúa Björnssyni, sem aldrei hefur misst sjónar af einkunnarorðun- um „Eitt sinn skáti ávallt skáti“. hjúkrunarfræðingum Okkur vantar hjúkrunarfræöinga til starfa strax eða eftir nánara samkomulagi. Á sjúkrahúsinu eru 43 rúm, sem skiptast á sjúkradeild, fæðingardeild og ellideild. Að auki er starfrækt skurðstofa, rannsóknastofa og sjúkraþjálfun í nýrri aðstöðu. Hjúkrunin er því afar fjölbreytt og gefandi. Þar að auki er gert ráð fyrir að hjúkrunarfræðingarnir séu sjálfstæðir [ starfi og taki mikinn þátt í ákvarðanatöku. Sjúkrahúsið er mjög bjart og rúmgott, góð vinnuaðstaða og gott og samhent starfsfólk sem þar starfar. Siglufjörður er í fallegu umhverfi, samgöngur góðar og daglegar ferðir til og frá staðnum. Tómstundir eru fjöl- breyttar og líflegt félagslíf, þar á meðal ýmis klúbbastarf- semi, nýtt íþróttahús og góð sundlaug. Skíðasvæðið er með því besta á landinu. Fjölbreyttar gönguleiðir. Gott barnaheimili, sem flyst í glænýtt hús á næstunni, er á staðnum. Hafið samband, ef þið hafið spurningar varðandi kaup og kjör, eða komið í heimsókn og fáið upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166 og í hs. 96-71417. skemmtilega fyllingu og túlkun hennar var eftirtektarverð. Af því, hvernig Björgu tókst upp í þetta fyrsta skipti opinberlega, má ætla, að hún geti náð talsvert langt á söngferli, velji hún að leggja út á hann. Þuríður Baldursdóttir söng hlutverk sitt af öryggi og ákveðni eins og ætíð má búast við af þeirri ágætu söngkonu. Einar Örn Einarsson átti góða hluta í flutningi sínum, en röddin þyrfti greinilega nokkuð meiri þjálfunar við og ef til vill einungis þess, að Einar Örn hefði fleiri tækifæri til þess að koma fram. Rödd hans er talsvert mikil, en nokkuð móskuð. Passíukórinn hefur á að skipa góðum kvennaröddum, einkum í sópran, sem segja má að haldi flutningi hans uppi. Ekki var þó allt gallalaust í meðferð radd- anna á verkum þeim, sem flutt voru. Einstaka sinnum voru efstu tónar þvingaðir og fyrir kom, að tónmyndun var ekki rétt. Karla- raddir kórsins eru sorglega illa skipaðar og líða verulega fyrir það. Einungis tveir karlar eru í kórnum. Með tilliti til þess verð- ur ekki annað sagt en að þeir hafi staðið sig vel. Hljómsveitin stóð sig allvel. Leikur hennar var talsvert góður í heild séð í fyrra verkinu, en í því síðara var hún nokkuð þung á köflum. Almennt studdi hún þó vel flutning kórs og einsöngvara og skapaði iðulega skemmtilegan blæ. Tónleikamir voru vel sóttir og gerðu áheyrendur góðan róm að flutningi. Það var að verðugu, því að framtakið var vissulega gott. Haukur Ágústsson. MENOR - menningar- dagskr á í j anúar Sunnudagur 17. janúar Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Minningartónleikar um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Nem- endur Tónlistarskólans flytja blandaða efnisskrá. Aðgangseyr- ir rennur í sjóð sem styrkir nem- endur skólans lil framhaldsnáms. Föstudagur 22. janúar Laugarborg, Eyjafjarðarsveit kl. 20:30. Óperan Ástardrykkurinn eftir Donnizetti. Flytjendur: Kennarar og nemendur Tónlistar- skólans á Akureyri. Leikstjóri: Már Magnússon. Tónlistarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Undirleikari: Helga Bryndís Magnúsdóttir. 2. sýning sunnu- dag 24. janúar. 3. sýning mánu- dag 25. janúar. 4. sýning mið- vikudag 27. janúar. Ekki verða fleiri sýningar á óperunni. Laugardagur 30. janúar Tónlistarskólinn á Akureyri, Hafnarstræti 81 kl. 17:00. Nem- endur píanódeildar flytja klassísk og rómantísk verk. Iæiksýningar Föstudagur 29. janúar (áætlað) Ýdalir, Aðaldal. Plógur og stjömur. Flytjendur: Leikfélagið Búkolla, Aðaldal. Höfundur: Se- an O’Casey. Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Sigurð- ur Hallmarsson. Föstudagur 29. janúar (áætlað) Samkomuhúsið Húsavík. Ronja Ræningjadóttir. Flytjendur: Leikfélag Húsavíkur. Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðandi: Einar Njálsson. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. ANNAÐ Dalurinn minn. Hljómplata, geisladiskur, snælda. Gefið út í desember 1992. Flytjendur: Karlakórinn Hreimur S-Þingeyj- arsýslu. Söngstjóri: Robert Faulkner. Undirleikari: Juliet Faulkner. Láttu rætast draum. Hljóm- plata, geisladiskur, snælda. Gef- ið út í desember 1992. Flytjandi: Lissý - Kór kvenfélagasambands S-Þingeyjarsýslu. Söngstjóri: Margrét Bóasdóttir. Undirleikar- ar: Guðrún Kristinsdóttir og Ragnar L. Þorgrímsson. ■\/n ■m—7T TTT \ 4 \\1 ,i4\ / V r I A \f P'í ' 4 j r/> ' JT'N / ’-s- J 'y. /r 'Y- \ h^\ rm MsV Jx c Æ s l\ m / ~\ \f, W'. r>v Ví L/Ý-'" A* 5 I/ísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1993 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980vísitala 156 1981 vísitala 247 1982vísitala 351 1983vísitala 557 1984vísitala 953 1985 vísitala 1.109 1986 vísitala 1.527 1987 vísitala 1.761 1988 vísitala 2.192 1989 vísitala 2.629 1990 vísitala 3.277 1991 vísitala 3.586 1992 vísitala 3.835 1993 vísitala 3.894 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ' \ i'v/;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.