Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. janúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir 13% samdráttur í þorsk afla á síðasta árí - enn frekari samdráttur fyrir- sjáanlegur á þessu ári Hluti starfsmanna Akureyrarhafnar og tveir fyrrverandi starfsmenn við vigtarhúsið. F.v. Gunnar Arason, yfírhafn- arvörður, Aki Stefánsson, vigtarmaður, Tryggvi Gunnarsson og Jón B. Rögnvaldsson, sem létu af störfum um sl. áramót og Guömundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri. Mynd: kk Akureyri: Tveir aldnir heiðursmenn láta af störfum á haftiarvoginni Samkvæmt tölum Fiskifélags íslands var þorskafli íslend- inga á síðasta ári sá minnsti í tonnum frá því fískveiðilögsag- an var færð út í 200 sjómflur árið 1975. Samdráttur í þorsk- afla á síðasta ári var 13% sé lit- ið til ársins 1991. í áramótagrein Þorsteins Gíslasonar fiskimálastjóra í Morgunblaðinu kemur fram að þorskafli Iandsmanna er áætlaður 268 þúsund lestir á síðasta ári og að um samdrátt í veiðum hafi verið að ræða allt frá 1987, en þá var veiðin 390 þúsund lestir. Samdráttur í þorskafla á síðasta ári var 13% samkvæmt tölum Fiskifélagsins og á þessu ári er fyrirsjáanlegur enn frekari sam- dráttur í þorskveiðum, þ.e. afla- heimildir í þorski frá síðasta fisk- veiðiári voru minnkaðar um tæp- ar 60 þúsund lestir eða í 207 þús- und lestir. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, seg- ir að miðað við veiðiheimildir í botnfiski árið 1993, verði veru- Nýárstrimm í Kjarnaskógi: Þátttakan sí- fellt að aukast Líkt og undanfarin ár var fólk hvatt til að mæta í Kjarnaskóg á nýársdag og ganga þar sér til ánægju og heilsubótar. Nú voru það alls 173 sem skráðu sig í gestabók útivistarsvæðis- ins og hefur þeim farið fjölg- andi með hverju ári. Það er Skógræktarfélag Eyfirð- inga sem hefur umsjón með svæð- inu og það hefur undanfarin ár hvatt almenning til útivistar á ný- ársdag. Troðnar hafa verið göngu- brautir fyrir bæði fótgangendur og skíðamenn. Þeir sem ganga einn hring eða meira í trimm- brautinni, skrá sig í gestabók úti- vistarsvæðisins. Sem fyrr segir hefur þátttakan aukist með árun- um. Að þessu sinni var veðrið ágætt og göngufæri gott, bæði fyrir skíðafólk og fótgangendur. legur halli á veiðum og vinnslu og útreikningar samtakanna sýni að hallinn geti orðið um 1500 millj- ónir króna á botnfiskvinnslunni og annað eins á útgerðinni. ój Akureyri: Verslunar- og skrifstofufólk segir upp samningum Á fundi í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri 29. desember sl. var samþykkt að segja upp gildandi kjarasamn- ingi og eru samningar lausir frá og með 1. febrúar nk. A fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina að draga nú þegar til baka hugmyndir um lækkun skattleysismarka og taka til endurskoðunar aðrar álögur og skerðingu á félagslegum réttind- um láglaunafólks sem nú eru fyrirhugaðar. Þá er í ályktuninni mótmælt „aðgerðarleysi stjórn- valda í atvinnumálum.“ óþh Nú er þrettándinn runninn upp og álfar og tröll fara á kreik en jólasveinarnir huga að heim- ferð. Hin árlega þrettánda- gleði Iþróttafélagsins Þórs verður haldin á svæði félagsins í Glerárhverfí og hefst kl. 20. Miðaverð er hið sama og í fyrra og aðgangur ókeypis fyrir börn fimm ára og yngri. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður Þórs, sagði í samtali við Dag að þrettándagleðin yrði með hefðbundnu sniði. Hann sagði að þetta væri sennilega í 57. sinn sem efnt væri til skemmtunarinn- Nu um aramótin urðu breyt- ingar á starfsmannahaldi Akureyrarhafnar. Tveir aldnir heiðursmenn, þeir Jón B. Rögnvaldsson og Tryggvi Gunnarsson, létu af störfum eftir áratuga starf. Jón hefur unnið hjá höfninni í nákvæm- ar og hún væri alltaf jafn vinsæl. „Þarna verða tröll, álfar, púkar, jólasveinar og ýmsar furðuskepnur á sveimi. Brennan verður tilkomumikil og flugelda- sala verður á staðnum. Það verða ýmsar skemmtilegar uppákomur, söngur, gleði og grín, og við eig- uin von á góðum gestum. Síðan sláum við botninn í þrettánda- gleðina með glæsilegri flugelda- sýningu,“ sagði Aðalsteinn. Á föstudagskvöldið er Þórsur- um boðið á brennuball í Hamri og hefst fjörið að loknum leik Þórs og KA í handknattleik. SS lega 29 ár en Tryggvi í um 18 ár. Frá árinu 1985 hafa þeir Jón og Tryggvi skipt með sér heilli stöðu á hafnarvoginni. Áki Stefánsson tekur við starfi þeirra félaga en hann hefur starf- að sem sem fastur starfsmaður hjá höfninni frá árinu 1985. Þá er Gunnar Arason, nýráðinn yfir- hafnarvörður, sem er nýtt starfs- heiti hjá Akureyrarhöfn en Gunnar hefur starfað sem hafn- arvörður frá 1. mars á síðasta ári. Jón B. Rögnvaldsson, sem er orðinn 77 ára gamall, starfaði sem aðstoðarhafnarvörður og vatnsmaður hjá höfninni, þar til hann færði sig yfir á vogina árið 1985. Áður vann Jón sem bíl- stjóri hjá Vegagerðinni í um 20 ár. Tryggvi Gunnarsson, sem orð- inn er 71 árs, hóf störf sem verk- stjóri hjá höfninni en var síðan hafnarstjóri á Akureyri í eitt ár, á árunum 1977-’78. Hann lét af því starfi vegna veikinda en vann áfram á skrifstofu hafnarinnar fram til ársins 1981. Það ár tók höfnin við rekstri hafnarvogar- innar og tók Tryggvi við stöðu þar. Jón og Tryggvi Iétu vel af starfi sínu á hafnarvoginni og „ekki síst nú seinni árin,“ eins og Tryggvi orðaði það. Tryggvi sagði jafn- framt að hafnarstjórn og hafnar- stjóri hefðu reynst sér mjög vel alla tíð og ekki síst eftir að hann veiktist og fyrir það vildi hann þakka sérstaklega. Á síðasta fundi hafnarstjórnar þann 30. desember sl., voru þeir Jón og Tryggvi kvaddir og þeim þökkuð áratuga þjónusta og trú- mennska við höfnina. Áki Stefánsson sem nú tekur við á hafnarvoginni hefur starfað lengi hjá Akureyrarhöfn. Hann byrjaði sem lausamaður árið 1984 en hefur verið fastráðinn frá árinu 1985. Áður starfaði hann sem sjómaður hjá ÚA, m.a. sem skipstjóri í um 30 ár. Gunnar Arason, yfirhafnar- vörður, starfaði áður í 12 ár hjá Slippstöðinni á Akureyri, sem viðgerðar- og framleiðslustjóri. Þar áður var hann skipstjóri á bátum hjá Aðalsteini Loftssyni, útgerðarmanni á Dalvík, lengst af á Lofti Baldvinssyni EA. -KK Þrettándagleði Þórs: Furðuverur og flugeldar - jólin kvödd með hefðbundnum hætti NORDURLAND : HER GETUR ÞU FENGIÐ VINNINGINN UPPHÆKKAÐAN Hæsti vinningurinn íhverjum mdnuði leggst við hæsta vinninginn í næsta mánuði efhann gengur ekki út. Þannig hleðst spennan upp koll afkolli par til sá heppni hreppir pann stóra... pú? i t HVAMMSTANGI: Róberta Gunnþórsdóttir, Lækjargötu 6, sími 95-12468 BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, sími 95-24200 SKAGASTRÖND: Guörún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 95-22772 SAUÐÁRKRÓKUR: FriörikA. Jónsson, Háuhlíö 14, sími 95-35115 HOFSÓS: SIGLUFJÖRÐUR: Birgir Steindórsson, Aöalgötu 26, sími 96-71301 GRÍMSEY: Kristjana Bjarnadóttir, Sæborg, sími 96-73111 ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg hf., sími 96-62208 HRÍSEY: Erla Siguröardóttir, sími 96-61733 DALVÍK: Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn, sími 96-61300 Ásdfs Garöarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 95-37305 Lægsta miðaverð í stórhappdrætti (óbreyttfrá ífyrra) aðeins kr. 500- AKUREYRI: Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 96-23265 SVALBARÐSSTRÖND: Sigríöur Guömundsdóttir, Svalbaröi, SÍmi 96-23964 GRENIVÍK: Brynhildur Friöbjörnsdóttir, Túngötu 13B, sími 96-33227 LAUGAR REYKDÆLAHREPPI: Rannveig H. Ólafsdóttir, sími 96-43181 MÝVATNSSVEIT: Hólmfríöur Pétursdóttir, Víöihlíö, sími 96-44145 HÚSAVÍK: Jónas Egilsson, Árholti, sími 96-41405 AÐALDALUR: Kristjana Helgadóttir, Hraungeröi, simi 96-43587 KÓPASKER: Óli Gunnarsson, sími 96-52118 RAUFARHÖFN: Vilhjálmur Hólmgeirsson, sími 96-51150 ÞÓRSHÖFN: Sparisjóöur Þórshafnar og nágrennis, sími 96-81117 Tryggðii þér möguleika ... fyrir lífið sjálft i i i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.