Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 12
Tilkynnt um 27 viðkomur skemmtiferðaskipa í sumar - komu 19 sinnum sl. sumar Nú um áramótin hefur verið tilkynnt um 27 viðkomur skemmtiferðaskipa til Akur- eyrar í sumar. I fyrra komu Byggðastofnun: Skuldir Norðlendinga á þriðja miiljarð króna Benedikt Guðmundsson, starfs- maður útibús Byggðastofnunar á Akureyri, segir skuldastöðu fyrirtækja og einstaklinga á Norðurlandi gagnvart stofnun- inni viðunandi. Um síðustu áramót námu skuldirnar á þriðja milljarð króna og þar af voru um 400 milljónir króna í vanskilum. „Ég tel að staðan sé vel viðun- andi. Af þessum 400 milljónum króna er einn aðili með um 160 milljónir og hjá honum verður skuldbreytt,“ sagði Benedikt. Hann sagði að fljótlega yrðu send bréf til þeirra aðila sem væru í vanskilum við Byggða- stofnun. Sjávarútvegs- og fiskeldisfyrir- tæki skulda Byggðastofnun hlut- fallslega langmest. Þar á meðal eru fiskeldisstöðvarnar Miklilax hf. í Fljótum og Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði. óþh skemmtiferðaskip til Akureyrar. 19 sinnum Von er á fyrstu heimsókninni 7. júní en þeirri síðustu 24. ágúst. í sumar verða viðkomur skemmti- ferðaskipa því mun fleiri en í fyrra og auk þess sem þær dreif- ast á lengri tíma. í fyrra kom fyrsta skemmti- ferðaskipið til Akureyrar 10. júní og það síðasta 15. ágúst. Guð- mundur Sigurbjörnsson, hafnar- stjóri á Akureyri, segir að unnið hafi verið markvisst að því nú síðasta árið að fá skipin til að sigla meira norður á bóginn og hugsanlega megi rekja eitthvað af þessari fjölgun til þess starfs. -KK Norðlendingar jafnt sem aðrir landsmcnn voru duglegir að borða góðan mat um hátíðarnar. Nú eru hins vegar margir farnir að huga að skrokknum og yfirvigtinni og þá er lcikfimi alls konar mjög vinsæl. Mynd: Robyn Einangrunarstöðin í Hrísey: Líklegt að Landssamband kúabænda taki við rekstrmum úr höndum ríkisins Samkvæmt Fjárlögum 1993 mun ríkið draga sig út úr rekstri Einangrunarstöðvar- innar í Hrísey en rekstur henn- ar verður að öðru leyti óbreytt- ur að sögn bústjórans, Helga Sigfússonar. 7,1 milljón króna fór til reksturs stöðvarinnar 1992 samkvæmt Fjárlögum 1992 en laun og rekstrarkostn- aður voru áætluð 15 milljónir króna en á móti seldar vörur og þjónusta að upphæð 7,9 milljónir króna. Líklegast er að hagsmuna- samtök í landbúnaði, eins og t.d. Landssamband kúabænda, muni komi þar inn í. Árið 1988 kom skammtur af Gallowaysæði til stöðvarinnar sem notaður hefur „Skipið er alveg stórkostlegt" - segir Guðjón Sigtryggsson skipstjóri á Arnari HU-1 Nýi frystitogari Skagstrend- inga, Arnar HU-1, er lagður af stað í fyrsta túrinn. Togarinn fór einnig í tveggja sólarhringa tilraunaferð milli jóla og nýárs. Guðjón Sigtryggsson skipstjóri kveðst afar ánægður með skip- ið og segir nauðsynlegt að endurnýja togarana reglulega ef vel eigi að ganga. Arnar fór sína fyrstu ferð í Reykjafjarðarál og Hala, en lítið veiddist að sögn Guðjóns. Hins vegar var ferðin ekki síður farin til að prófa skipið. Það reyndist mjög vel, ef frá eru taldir smá- vægilegir „barnasjúkdómar", eins og Guðjón nefndi þá. „Það er ekki hægt annað en lítast vel á þetta skip. Það er mikið af nýjungum á milliþilfari, allskonar VEÐRIÐ Gert er ráð fyrir rólegu veðri í dag á þrettándanum. Suður af Hornafirði er 965 mb. lægð sem hreyfist norð- norðaustur og önnur lægð, 930 mb. er á Grænlandshafi, sem einnig hreyfist norð- norðaustur. Gert er ráð fyrir að vindur snúist til suðlægrar áttar um norðan- og austanvert landið með sunnan og suðvestan kalda sjálfvirkur búnaður. Það var ver- ið að stilla hann.“ Meðal tækni- nýjunga eru sjálfvirkir frystar og Arnar HU-1. flokkari sem flokkar fisk eftir stærðum. Sömuleiðis vélar sem hausa og flokka sundur gellur og kinnfisk. í skipinu eru sérklefar fyrir skipverja hvern og einn og sagði Guðjón það mjög gott, þá gæti hver og einn „verið í fýlu í friði“. Guðjón telur það „dauðadóm“ yfir útgerðarfyrirtækjum eins og Skagstrendingi ef þau bíða með að endurnýja togarana, þá verði stökkið einfaldlega of stórt. „Þessi skip sem við erum með núna eru bara svipuð skip og þjóðirnar í kringum okkur eru búnar að vera með í mörg ár“, sagði Guðjón að lokum. sþ Skagafjörður: Hraðleið á bail - ökumaður sviptur skírteininu ökumaður var sviptur Einn ökumaður var ökuleyfi á staðnum vegna hraðaksturs sl. laugardags- kvöld. Það átti sér stað á Sauð- árkróksbraut, en farþegar munu hafa verið á leið á dans- leik í Miðgarði. Milli kl. 23 og 24 á laugardags- kvöld stöðvaði lögreglan bíl sem ók á miklum hraða áleiðis í Varmahlíð eftir Sauðárkróks- braut. Var förinni heitið á ball í Miðgarði og var hraðinn „hressi- lega yfir mörkum“, eins og lög- reglan orðaði það. Mun ökumað- ur hafa verið yfir 150 km hraða og var sviptur ökuleyfinu á staðnum. sþ verið til að sæða þær kýr sem nú eru í stöðinni, en til lands fer ein- göngu sæði úr nautum sem fædd eru í Hrísey. Nokkur aukning hefur verið að undanförnu á vistun á gæludýrum í stöðinni, en það hafa fyrst og fremst verið heimilisdýr en minna um hunda og ketti sem hafa verið nýtt til ræktunar. í stöðinni eru átta klefar en auk þess eru þar hýstir nokkrir kettir. Engin önnur dýr hafa enn sem komið er gist Einangrunarstöð- ina. Daggjald fyrir hvern hund er frá kr. 620 upp í kr. 970 eftir þyngd skepnunnar en þeir eru tvo til þrjá mánuði í einangrun og ræðst það af því hvaðan þeir koma. Allir þeir hundar og kettir sem komið hafa í stöðina hafa fengið að fara í land, en spólu- ormar fundust í saur tveggja hunda sem fóru til Akureyrar en það hafði engin eftirköst. „Alþingi samþykkti það að rík- ið veiti ekki meira fé til stöðvar- innar sem þýðir auðvitað það að leita verður að nýjum aðila til þátttöku í rekstri hennar og í Fjárlögum er talað um hagsmuna- aðila og þá liggur beinast við að líta til Landssambands kúabænda, en þær umræður eru á algjöru byrjunarstigi og undir stjórn yfir- dýralæknis, sem jafnframt er yfir- maður Einangrunarstöðvarinn- ar,“ segir Sigurborg Daðadóttir dýralæknir stöðvarinnar. „Við erum í viðræðum við ráðuneytið og embætti yfirdýra- læknis um þetta mál en við kúa- bændur viljum að rekstri stöðvar- innar í Hrísey verði haldið áfram en með þeim breytingum þó að þær kýr sem eru í stöðinni verði notaðar sem fósturmæður fyrir erfðavísa sem fluttir verða inn á miðju þessu ári og þá úr öðrum stofni en Galloway. Reiknað er með að taka nú sæði úr þeim nautum sem fyrir eru í stöðinni og slátra þeim síðan. Stefnt er að því að fá niðurstöðu um framtíð stöðvarinnar fyrir 15. febrúar n.k.,“ segir Guðmundur Lárus- son bóndi að Stekkum II og for- maður Landssambands kúabænda. Reiknað er með að rekstur Einangrunarstöðvarinnar kosti um 17 milljónir á þessu ári en hluti af því er fjármagnað með gjaldtöku vegna dvalar hunda og katta og einnig vegna sölu sæðis úr nautunum í stöðínni auk kjöt- sölu. GG Miklilax hf. í Fljótum: Unnið að skulda- skOasamningum Unnið er að skuldaskila- samningum fyrirtækja og stofnana við fískeldisfyrirt- ækið Miklalax hf. í Fljótum og segir Benedikt Guð- mundsson, starfsmaður Byggðastofnunar og fulltrúi hennar í stjórn Miklalax, að þeir gangi nokkuð vel. Benedikt segir að um sé að ræða að kröfuhafar felli niður kröfur, lán séu lengd cða skuldum breytt í hlutafé. „Kröfuhafar hafa almennt tek- ið vel í þetta. En hins vegar eru hluthafar ekki æstir í að borga þessi skuldaskil ef engir aðrir fjármunir koma inn í rekstur fyrirtækisins. Þó við getum krafsað okkur út úr skuldaskilunum, þá tryggir það ekki rekstur fyrirtækisins til frambúðar. Það þarf meira fjármagn inn,“ sagði Benedikt. Þessa dagana er lágmarks starfsemi hjá Miklalaxi og engum fiski slátrað, enda eru fyrstu mánuðir ársins alltaf tregir sölumánuðir og verð lágt. óþh Akureyri:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.