Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 6. janúar 1993 Vantar kæliskáp ca. 50x50x50 fyrir rafmagn. Hef kaupanda að 78 snúninga plötum. Mikil eftirspurn eftir videóum, videótökuvélum, myndlyklum og sjónvörpum. Frystiskápum, kæli- skápum, ísskápum og frystikistum af öllum stærðum og gerðum. Örbylgjuofnum. Einnig eldavélum. Sófasettum 1 -2-3. Hornsófum, borðstofuborðum og stólum, sófa- borðum, smáborðum, skápasam- stæðum, skrifborðum, skrifborðs- stólum, eldhúsborðum og stólum með baki, kommóðum, svefnsófum eins og tveggja manna og ótal mörgu fleiru. Til sölu á staðnum og á skrá alls konar vel með farnir húsmunir til dæmis: Liebmanann fjögurra radda orgel, nýyfirfarið. Sjónvarpstæki, Ferguson, nýtt, 25". Skenkur og lágt skatthol. Einnig tvíbreiður svefnsófi, plusklæddur, 4ra sæta sófi á daginn. Hjónarúm með svampdýnum, ódýrt. Leðursófasett 3-1-1, sem ný. Uppþvottavélar (franska vinnukonan). Simaborð með bólstruðum stól. Ritvélar, litlar og stórar. Tölvuborð nýtt. Nýir Panasonic þráðlausir símar og ýmsar aðrar gerðir. Róðrartæki (þrek) nýlegt. Lítill kæliskápur, hæð 85 cm. Kæliskápar og frystikistur. Eldavélar, ýmsar gerðir. Baðskápur með yfirspegli og hillu, nýtt. Kommóða, 4 skúffur, ný. Borðstofu- borð, stækkanlegt, sem nýtt, stórt. Barnarimlarúm. Saunaofn 7Vfe kV. Flórída, tvíbreiður svefnsófi. Tveggja sæta sófar. Svefnsófar, tveggja manna og eins manns. Skrif- borðsstólar. Snyrtiborð með skáp og skúffum. Sófaborð, hornborð og smáborð. Eldhúsborð í úrvali og kollar. Strauvél á borði, fótstýrð. Ljós og Ijósakrónur. Hansahillur og hansaskápar, fríhangandi hillur, styttur (orginal) t.d. Hugsuðurinn og margt fleira, ásamt öðrum góðum húsmunum. Umboðssalan Lundargötu 1 a, sími 23912, h: 21630. Opið virka daga kl. 9-18 Slökun - Slökun. Akureyri - Nágrenni. Slökunartímar fyrir einstaklinga þar sem um er að ræða klukkutímaslök- un í senn. Get einnig boðið örfá laus pláss í slökunartíma sem standa elna og hálfa klukkustund og eru byggðir upp að hluta á léttum æfingum úr Hatha joga kerfinu. Steinunn P. Hafstað, sími 61430. Gengið Gengisskráning nr. 1 5. janúar 1993 Kaup Sala Dollari 64,65000 64,81000 Sterlingsp. 97,51500 97,75600 Kanadadollar 50,47400 50,59900 Dönskkr. 10,17950 10,20470 Norskkr. 9,24230 9,26520 Sænsk kr. 8,90090 8,92290 Flnnskt mark 11,89510 11,92460 Fransk. franki 11,58710 11,61570 Belg. franki 1,92010 1,92490 Svissn. franki 43,72680 43,83500 Hollen. gyllini 35,12540 35,21230 Þýsktmark 39,48690 39,58470 itölsk líra 0,04213 0,04224 Austurr. sch. 5,62170 5,63570 Port. escudo 0,43780 0,43890 Spá. peseti 0,55500 0,55640 Japanskt yen 0,51586 0,51714 írskt pund 103,83100 104,08800 SDR 88,45930 88,67820 ECU, evr.m. 77,08540 77,27620 Óska eftir 3ja-4ra herbergja íbúð á Akureyri til leigu, sem fyrst. Uppl. í sima 61506. Eyrún. í Glerárhverfi er til leigu herbergi með aðgangi að þvottahúsi, eldhúsi og baði. Uppl. í símum 27472 eða 22132 eftir kl. 18.00. Rúmgott herbergi til leigu. Aðgangur að eldhúsi og baði. Reglusemi og skilvísar greiðslur skilyrði. Upplýsingar í síma 96-27516 eftir kl. 18.00. Notuð jeppadekk óskast til kaups af stærðinni 31-32“. Gjarnan á felgum. Uppl. í síma 25516 eftir kl. 17.00. Eigum ávallt mikið úrval bóka. Ástarsögur, spennusögur, ævi- minningar, Ijóðabækur mikið úrval, fræðibækur, ættfræði og niðjatöl. Barnabækur, ritsöfn. Erlendar bæk- ur og margt fleira. Fróði, Listagili, sími 96-26345. Sendum í póstkröfu hvert sem er. Ökukennsla Matthíasar. Ökukennsla í fullum gangi. Ath. Rýrnandi ökuréttindi í sjónmáli, vegna lagabreytinga. Lærið því sem fyrst. Greiðslukjör. Veiti einnig starthjálp kr. 600. Símar 21205 og 985-20465. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar, teppahreinsun, þvottur á rimlagardínum, leysum upp gamalt bón og bónum. Tökum að okkur hreingerningar, teppahreinsun og bón í heimahús- um og fyrirtækjum. Þvoum rimlagardínur, tökum niður og setjum upp. Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c, Inga Guðmundsdóttir, heimasímar 25296 og 985-39710. Range Rover, Land Cruiser ’88, Rocky '87, L 200 ’82, L 300 '82, Bronco '74, Subaru ’80-’84, Lada Sport ’78-’88, Samara ’87, Lada 1200 ’89, Benz 280 E 79, Corolla ’82-’87, Camry '84, Skoda 120 ’88, Favorit ’91, Colt ’80-’87, Lancer ’80- '87, Tredia ’84, Galant ’80-’84, Ch. Monsa ’87, Ascona ’83, Volvo 244 '78-’83, Saab 99 '83, Escort ’84-’87, Mazda 323 ’81-’88, 626 ’80-’85, 929 ’80-’84, Swift ’88, Charade ’80-’88, Uno ’84-’87, Regata '85, Sunny ’83- '88 o.m.fl. Einnig mikið úrval af felgum undir japanska bíla. Upplýsingar í síma 96-26512. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. Bflapartasalan Austurhlíð. Atvinnuhúsnæði. Vantar aðstöðu fyrir rafmagnsverk- stæði ca. 20-30 fm. Óskar I. Sigurðsson, sími 12389. Viðhald - Nýsmíði. Tek að mér alhliða trésmíðavinnu. Haraldur Gunnþórsson, húsasmíðameistari, sími 24640. Bílkrani! Til sölu góður krani HIAB 1165. Einnig fjarstýring fyrir HIAB krana. Upplýsingar í símum 96-21141 og 985-20228. Hreiðar Gíslason. Til söiu Lada Sport árg. ’89. Mjög gott eintak. Einnig Fiat Uno árg. ’86. Lftið ekinn. Seljast á góðu staðgreiðsluverði eða eftir samkomulagi. Uppl. í síma 11118 eftir kl. 18.00. Til sölu: Toyota Tercel 4x4 árg. ’83. Einnig óskast tilboð í Pontiac 6000 LE árg. '83. Þarfnast lítils háttarlag- færingar. Uppl. í síma 23092 eftir kl. 19.00. Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stiflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, símboði. Leikfélae Aknreyrar Útlendingurinn gamanleikur eftir Larry Shue Sýningar Fö. 8. jan. kl. 20.30. Lau, 9. jan. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýningu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Sfmi f miðasölu: (96)24073. I.O.O.F. 2 = 174 1 8 8'/2 = ^MbssiM Glerárkirkja. Lofgjörðar- og fyrirbænastund verð- ur í kirkjunni í dag, miðvikudag, kl. 18.15. Sóknarprestur. Spilakvöld Sjálfsbjargar. jJ^jj Spilum félagsvist í fé- lagssal að Bjargi, Bugðu- síðu 1, fimmtudaginn 7. janúar kl. 20.00. Mætum stundvíslega. Góð verðlaun. Spilanefnd Sjálfsbjargar. (Ath. breyttan spilastað.) Samtök um sorg og sorg- arviðbrögð verða með opið hús í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. janúar frá kl. 20.30. Eflum starfið á nýja árinu. Við endum allar samverustundir með bænastund uppi í kirkjunni. Allir alltaf velkomnir. Stjórnin. Stígamót, samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í síma 91-626868. Náttúrugripasafnið, Hafnarstræti 81, sími 22983. Sýningarsalurinn verður opnaður 10. janúar. BORGARBÍÓ Salur B Miðvikudagur Kl. 9.00 Sódóma Reykjavík Kl. 11.00 Buffy vampírubani Fimmtudagur Kl. 9.00 Sódóma Reykjavík Kl. 11.00 Buffy vampírubani BORGARBÍÓ S 23500 Salur A Miðvikudagur Kl. 9.00 Karlakórinn Hekla Kl. 11.00 Karlakórinn Hekla Fimmtudagur Kl. 9.00 Keeper of The City Kl. 11.00 KeeperofThe City Tímarit Kennara- háskóla íslands - fyrsta tölublaðið tileinkað Jónasi Pálssyni, fv. rektor Kennarahá- skóla íslands, sjötugum Þann 26. nóvember sl. varð Jónas Pálsson, fv. rektor Kennaraháskóla íslands, sjötug- ur. Af því tilefni ákvað skóla- ráð Kennaraháskólans að gangast fyrir útgáfu afmælisrits honum til heiðurs. Ritnefnd skipuðu: Hjalti Hugason, Indriði Gíslason og Ólafur H. Jóhannsson. Ritnefnd markaði þá stefnu að í afmælisrit- inu yrði fjallað frá sem flestum sjónarhornum um íslenska menntastefnu og stöðu skólans í samfélaginu. Meðan afmælisritið var í undir- búningi, var samþykkt í skólaráði að hafin skyldi útgáfa á tímariti á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans. Hefur það hlotið heitið Uppeldi og menntun, tímarít Kennarahá- skóla íslands. Þegar svo var kom- ið varð að ráði að tileinka Jónasi Pálssyni fyrsta hefti tímaritsins og gera það veglegar úr garði en ella hefði orðið. Á afmælisdaginn var Jónasi afhent viðhafnareintak af fyrsta hefti hins nýja tímarits. Ritið, sem er 332 bls. að stærð, hefur að geyma 24 greinar um margvísleg efni, auk viðtals við Jónas og rita- skrá hans. Fremst í ritinu er heillaóskaskrá. í aðfaraorðum segir: „Jónas Pálsson var rektor Kennarahá- skólans á miklum umbrotatímum í sögu hans. Ber þar hæst setn- ingu nýrra laga um skólann, er samþykkt voru á Alþingi árið 1988, og reglugerðar er staðfest var af menntamálaráðuneytinu 1990. Hafa lög þessi og reglugerð margháttaðar breytingar í för með sér á skipulagi og starfsemi skólans. í rektorstíð Jónasar tóku starfshættir Kennaraháskól- ans einnig fjölþættum breyting- um sem til framfara horfðu, óháð lögum og reglugerðum. Miðuðu breytingar þessar ekki síst að því að efla stjórnun skólans og það þjónustukerfi sem menntun á háskólastigi hlýtur að styðjast við.“ Áætlað er að tímarit Kennara- háskólans komi út a.m.k. einu sinni á ári og er næsta hefti vænt- anlegt í október 1993. Efni tíma- ritsins verður þrískipt: 1. fræði- legt efni, 2. samantekt og frá- sagnir af skólastarfi eða efni sem tengist skólastarfi, 3. umsagnir um bækur og ritdómar. í ritnefnd eru: Ragnhildur Bjarnadóttir ritstjóri, Helgi Skúli Kjartansson og Sigurður Konráðs- son.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.