Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 6. janúar 1993 Fréttir Sparisjóður Sigluíjarðar 120 ára: Sterk staða elstu starfandi peningastofnunar landsins - segir Björn Jónasson, sparisjóðsstjóri „Jú, þakka þér fyrir, afmælis- barnið ber sig bara vel. Sigl- firðingar hafa staðið vörð um þessa peningastofnun, sem þeir eiga auðvitað sjálfir,“ sagði Björn Jónasson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Siglu- Ijarrtar. Á nýársdag voru liðin 120 ár frá stofnun Sparisjóðs- ins sem er elsta starfandi pen- ingastofnun landsins. „Siglfirðingar sýna Sparisjóðn- um mikla ræktarsemi og þeir gera sér greinilega grein fyrir að hann er peningastofnun í þeirra eigu og er stjórnað af heimamönnum. Við erum svo heppnir að á undanförnum árum höfum við nokkurn veginn getað uppfyllt allar eðlilegar óskir okkar við- skiptavina," sagði Björn. Auk Sparisjóðs Siglufjarðar er íslandsbanki hf. (áður Útvegs- banki íslands) með útibú á Siglu- Bensín hækkaði um 5,9%-8,3% Útsöluverð á bensíni hefur hækkað á bilinu 12,8% til 15,4% eftir styrkleika á eins og hálfs mánaðar tímabili, þ.e. frá því bensínverð hækkaði í kjöl- far gengislækkunarinnar í nóvember. Auknar tekjur ríkissjóðs vegna þessa nema samtals um 830 milljónum króna á ársgrundvelli. Vegna álagningar sérstaka bensíngjaldsins nú um áramótin og breytingarinnar á almenna bensíngjaldinu hækkaði útsölu- verð á 92 og 95 oktana bensíni um 5 kr. lítrinn, þ.e. um 7,9% og 8,3%. 98 oktana bensín hækkaði um 4 kr. lítrinn sem er hækkun 5,9%. Nú kostar lítrinn af92okt- ana bensíni kr. 65,40 hjá Skelj- ungi og Olís, en 10 aurum minna hjá Esso. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar kr. 68,40 hjá Esso og Olís, en kr. 68,30 hjá Skelj- ungi. 98 oktana bensínið kostar kr. 71,60 hjá Esso og Skeljungi, en kr. 71,50 hjá Olís. ój Borgarbíó á Akureyri: Karlakórimi Hekla kveður - íslandsfhimsýning á nýrri spennumynd í kvöld verða síðustu sýningar í Borgarbíói á hinni vinsælu íslensku kvikmynd Karlakór- inn Hekla. Síðastliðið sunnu- dagskvöld höfðu um 2500 manns séð myndina og sýning- argestir verða því eitthvað um 3000 þegar yfir lýkur. Jóhann V. Norðfjörð, sýningarstjóri, sagði að því miður yrði Borg- arbíó að senda myndina frá sér vegna mikillar eftirspurnar víðar á landinu. Eins og fram hefur komið hafa Karlakórinn Hekla og Sódóma Reykjavík dregið að sér marga áhorfendur á Akureyri og ljóst að Hekla hefði getað gengið mun lengur. A fimmtudagskvöldið býður Borgarbíó upp á íslandsfrumsýn- ingu á stórmyndinni Keeper of the City frá Sambíóunum. Ósk- arsverðlaunahafinn Louis Gosset jr. leikur rannsóknarlögreglu- manninn James Dela sem er falið að klófesta geðsjúkan morðingja sem gengur laus í Chicago. Fórn- arlömb morðingjans eru í fyrstu þekktir glæpamenn í borginni og líkin eru hræðilega útleikinn og verr eftir því sem morðunum fjölgar. Að sögn Jóhanns hefur stefna Borgarbíós verið sú að frumsýna eina til tvær kvikmyndir á ári hér á landi og vandað sé til valsins. Hann segir það alrangt, sem sum- ir haldi, að kvikmyndir sem frumsýndar eru á Akureyri séu eitthvað lakari en þær sem eru frumsýndar í Reykjavík. Þvert á móti sé kappkostað að fá þekktar myndir til íslandsfrumsýningar í Borgarbíói. SS VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Öldungadeild Innritun á vorönn stendur yfir dagana 7. og 8. janúar. Nemendur sem tóku þátt í forvali þurfa að stað- festa valið. Setning og afhending stundaskráa gegn greiðslum fer fram miðvikudaginn 13. janúar kl. 17.30. Kennsla hefst sama kvöld samkvæmt stunda- skrá. Skólameistari. firði. í landinu eru starfandi 35 sparisjóðir og er Sparisjóður Siglufjarðar í hópi 10 stærstu sparisjóðanna. Um síðustu ára- mót voru innistæður um 630 milljónir og eigið fé sjóðsins í kringum 150 milljónir. Af þess- um tölum má ljóst vera að staða hans er mjög sterk. Björn sagði að ekki hafi þótt heppilegt að efna til afmælis- veislu á nýársdag, en afmælisins verði minnst með fjölbreytilegum hætti allt afmælisárið. „Við verð- um með uppákomur á árinu og reiknum með því að byrja fljót- lega, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig að þeim verði staðið. Aðalatriðið í okkar huga er að gera eitthvað fyrir fólkið í bænum sem á stofn- unina og starfsfólk hennar," sagði Björn. óþh Hér stendur Bjöm Jónasson, sparisjóðsstjóri, við hlið málverks af frumherja Sparísjóðs Siglufjarðar, Snorra Pálssyni. Guðmundur Lárusson, formaður LSK: Fjögur hundruð miUjón króna skattlagning á neytendur - framleiðendur geta ekki tekið á sig kostnað vegna niðurfellingar endurgreiðslna á matarskattinum „Að ætla neytendum að greiða allt að 400 milljónum króna vegna niðurfellingar endur- greiðslu á matarskatti af eggj- um og kjötvörum öðrum en kindakjöti er ekkert annað en ein af árásum ríkisstjórnarinn- ar á almenning í landinu. Eg tel að stjórnvöld verði að bera fulla ábyrgð á þeim hækkunum sem af þessu leiðir. Þetta er hrein skattlagning af hálfu hins opinbera,“ sagði Guðmundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, þegar hann var spurður um þá ákvörðun stjórnvalda að draga úr endurgreiðslum á eggjum og kjötvörum öðrum en kinda- kjöti um 64,7%. Guðmundur sagði að staða nautakjötsframleiðenda væri ekki með þeim hætti að þeir gætu tekið þessa hækkun á sig eins og stjórnvöld virtust ætlast til. Hann sagði að framleiðendur hefðu gengist fyrir stórfelldum lækkun- um á nautakjöti á síðastliðnu ári; um 15% á ungnautakjöti og á bil- inu 20 til 30% á kýrkjöti. Mikið af þessari verðlækkun hafi ekki skilað sér til neytenda því milli- liðirnir hafi stungið meirihluta hennar í eiginn vasa allt fram í nóvember að Verðlagsstofnun birti niðurstöður verðkönnunar á nautgripakjöti opinberlega. Guðmundur Lárusson sagði að ekki væri nákvæmlega vitað hver staðan í nautgripakjötsfram- leiðslunni væri - hversu birgðir væru miklar. Erfitt væri að átta sig á hversu margir gripir séu á fæti hjá bændum og bíði slátrun- ar. Vitað sé um að nokkurt magn af kýrkjöti komi á markað vegna 5% skerðingar á framleiðslu mjólkur. Kúm væri slátrað af því tilefni og einnig orsaki ný reglu- gerð um frumutölu í mjólk að farga verði einhverju af kúm. Frumureglugerðin komi þannig á óheppilegum tíma og stuðli að offramboði á nautgripakjöti. Þá sagði Guðmundur að þegar bíða þyrfti með gripi til slátrunar bættu þeir á sig kílóum og nefndi sem dæmi að gripur væri ekki lengi að þyngjast úr 170 í 190 kíló og því þyrfti ekki marga gripi á biðlista til að ígildi eins grips bættist við birgðasöfnun. Því væri ljóst að ekki væri séð fyrir vanda vegna offramleiðslu. ÞI Aðalfundur Sjómannafélags EyjaQarðar: Mótmælir harðlega að kvótakostnaður sé dregimi af launum sjómaima Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var haldin 28. des ember sl. Á fundinum var kos in ný stjóm en hana skipa: For martur Konráð Alfreðsson varaformaður Sveinn Kristins son, ritari Guðjón Jónsson gjaldkeri Davíð Haraldsson og meðstjórnandi Kristinn Pálsson. Á fundinum voru samþykktar 12 ályktanir og skal hér getið þeirra helstu. Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar mótmælir harðlega því siðleysi einstakra útgerðar- manna að draga kostnað vegna kvótakaupa frá launum sjó- manna. Fundurinn minnir á þá yfirlýsingu sem undirrituð var í síðustu samningum varðandi þátttöku sjómanna í kvótakaup- um útgerðanna. Fundurinn mótmælti harðlega fækkun í áhöfnum fiskiskipa en fækkunin hefur í för með sér auk- ið vinnuálag og leiðir þar með af sér stóraukna slysahættu sem er þó ærin um borð í skipunum. Fækkanir í áhöfnum gefa tiltölu- lega lítið af sér í aðra hönd til undirmanna og valda auk þess umtalsverðum útgjöldum hjá útgerðarmönnum. I dæmi af ein- um togara þar sem fækkað var í 13 menn og aflaverðmæti miðað- ist við 190 milljónir á einu ári hækkuðu ráðstöfunartekjur skip- stjóra um 500 þúsund krónur, 1. stýrimanns um 400 þúsund en háseta um 136 þúsund svo sjá má hverjir hagnist á auknu álagi undirmanna og áhættu. Fundurinn skorar á stjórnvöld að taka að nýju upp hrefnuveiðar sem og aðrar hvalveiðar á kom- andi sumri og hafnar verði rann- sóknir á hvala- og selastofnun- um. Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar styður eindregið þá stefnu að allur afli sé seldur gegn- um fiskmarkaði, en þar sem því verður ekki við komið verði fisk- verð tengt raunhæfum markaðs- verðum. Skorað er á þá sem fást við útgerð fiskiskipa að gera úttekt á vinnuaðstöðu skipverja í þá átt að fækka veikindafjarvistum vegna rangra vinnuskilyrða. Enn- fremur var skorað á yfirvöld að leyfa ekki vinnslu um borð í skip- um sem ekki hafa kojur og rými fyrir alla skipverja. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.