Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. janúar 1993 - DAGUR - 7 étið þetta ofan í sig aftur. Ég hef heyrt að settur hafi verið upp veðbanki hjá fyrirtæki, hvort tak- ast mundi að flytja húsið eða ekki. Sem dæmi um stöðugleika hússins, þá opnaði ég útihurðina þegar það var komið á grunninn, og það var eins og hún hefði ver- ið stillt af í gær.“ - Rakstu ekki á neitt óvenju- legt þegar rifið var innan úr hús- inu? „Við fundum eitt og annað milli veggja. Þar á meðal gömul sendibréf. Þau voru til Árna m.a. frá Vesturförum, send árið 1929.“ - Hvernig tilfinning er að vinna við flutning á gömlu húsi? „Þetta er skemmtilegt og lif- andi verkefni. Það má segja að þarna sé verið að bjarga söguleg- um verðmætum. Það er synd að sjá menn setja svona hús á brenn- una. Gólfbitarnir í húsinu voru ófúnir og ég sagði strax í upphafi að ekki þyrfti annað en að horfa á húsið utan til að sjá að viðir þess væru ófúnir. Greinilega hafði aldrei staðið snjór eða raki upp að húsinu því það stóð svo hátt á steyptum grunni. Við hjá Timburtaki höfum eig- inlega sérhæft okkur í breyting- um á eldra húsnæði; viðbygging- um, gluggaskiptum, það eru langskemmtilegustu verkefnin og þau eru svo lærdómsrík. Með því að flytja svona hús lærir maður vel inn á byggingalist þessa tíma. Og ef maður trúir á það sem maður er að gera - þá tekst það. Það þýðir ekki að sitja og bíða eftir að eitthvert verkefni komi upp í hendurnar á manni,“ sagði Þorvaldur Daði Halldórsson, húsflutningamaður á Húsavík. IM Með Þórð galdrakarl á trailernum - Var ekki mikið fyrirtæki að flytja húsið? „Það var ekki svo mikið fyrir- tæki, því ég var með góð tæki og vana menn. Benedikt Leósson kranamaður kom frá Akureyri, og á krana frá Naustavör var Sigurður Jóhannsson. Svo vorum við með galdrakarl í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, en það er Þórður Sigurðsson. Hann var driffjöðrin í þessu og planaði fyrir kranana með ýtu svo kleift væri að koma þeim fyrir við grunninn. Hann stjórnaði einnig „trailernum“ sem flutti húsið. Þetta gekk allt, en það tók sinn tíma að komast eftir götunum og fram hjá ljósastaurum með svo fyrirferðarmikinn flutning. Það kom ekkert uppá sem tafði flutn- ingana að neinu leyti. Þetta small allt saman en húsið dvaldi eina nótt á götunni við sýsluskrifstof- urnar. Ég var búinn að selja húsið áður en ég byrjaði að vinna í því. Sumir höfðu mikla trú á að fyrir- tækið tækist og þar á meðal kaup- andinn. - Varst þú aldrei hræddur um að húsið mundi hrynja í flutning- unum? „Nei, ég var aldrei hræddur um það. Við vorum búnir að styrkja húsið dálítið, en viðirnir sem í því eru voru það góðir að ég hafði ekki áhyggjur. Sennilega eru allir viðir í húsinu innfluttir tilbúnir frá Noregi. Húsið var klætt innan með panel og vegg- klæðningin nótuð saman. Það var notað mjög gott byggingarefni, en engar kassafjalir. Ég nýti í raun ekki annað af húsinu en grindina og veggklæðninguna, sem er innan við bárujárnið. Húsið verður síðan klætt að utan með bjálkapanel og verður að sjálfsögðu bæjarprýði.“ Fundum eitt og annað milli veggja „Það voru ýmsar hrakspár í gangi Matthildur Gunnarsdóttir, Kvenfélagi Aðaldæla, Aldís Friðriksdóttir hjúkr- unarforstjóri og Sigríður Jónsdóttir dcildarstjóri. Mynd: IM Kvenfélag Aðaldæla: Gjöf til Hjúkrunardefldar aldraðra Hjúkrunardeild aldraðra á III hæð Sjúkrahúss Húsavíkur barst myndarleg gjöf á Þor- Iáksmessu frá Kvenfélagi Aðaldæla. Matthildur Gunnarsdóttir afhenti myndbandstæki og skáp með stillaniegu borði fyrir sjónvarp. Sigríður Jónsdóttir deildarstjóri og Aldís Friðriks- dóttir hjúkrunarforstjóri veittu gjöfinni viðtöku að viðstöddu heimilisfólki. Matthildur sagði að dregist hefði að afhenda gjöfina vegna veðra og vinda síðustu vik- urnar fyrir jólin. Hún lagði áherslu á að afhenda hana fyrir hátíðir og sagðist vona að hún yrði heimilisfólki til dægrastytt- ingar og ánægju. Ólafur Erlends- son, framkvæmdastjóri sjúkra- hússins, þakkaði gjöfina og sagði hana ekki þá fyrstu sem sjúkra- húsinu bærist frá kvenfélögunum í sýslunni. IM Arnahúsið fór í nokkurra tíma ökuferð um Húsavíkurbæ vegna grunnskipta sinna, og hafði nætursetu á götunni við sýsluskrifstofuna. Hér er húsið á gatnamótum Héðinsbrautar og Auðbrekku, við Shellskálann og rétt komið fram hjá Bessastöðum. Myndir: im Árnahúsið í Auðbrekkunni, úr bænum séð er rétt eins og það hafi alltaf stað- ið þarna. viku hláka. Við gátum því steypt, en í lokin fylltist grunnurinn hjá okkur af snjó.“ og byggingameistarar og verktak- ar hér í bænum sögðu að taka mætti húsið í nefið, þeir þekkja ekki annað en steypu og geta nú Harmonikufélag Þingeyinga heldur dansskemmtun, tertu- og bögglauppboð í Sólvangi, Tjörnesi, laugardaginn 9. janúarfrá kl. 22.00 til 03.00. ★ Allir velkomnir. Stjórnin. AKUREYRARB/CR Tungumálanám fyrir börn í lok janúar stendur til að bjóða að nýju upp á stuðningsnám í dönsku, ensku, norsku, sænsku og þýsku fyrir börn, yngri en 11 ára. Námið er hugsað fyrir börn sem dvalið hafa lang- dvölum erlendis og náð góðum tökum á viðkom- andi tungumáli. Fjöldi í námshópum er áætlaður hámark 10-12 nemendur en lágmark 6-7 nem- endur. Námstíminn er 60 mín. einu sinni í viku í 14 vikur. Skólagjöld verða 2.900 kr. fyrir önnina. Skráning nemenda fer fram á skrifstofu skólafull- trúa, Strandgötu 19 b, sími 27245. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar. Skráningu lýkur 12. janúar nk. Skólaf ulltrúi. Gæludýraverslun Norðurlands Opið virka daga frá kl. 11.00-18.00. ATH! Breytt símanúmer 12540 Gæludýraverslun Norðurlands Hafnarstræti 20 • Sími 12540 &

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.