Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 06.01.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 6. janúar 1993 Spurning VIKUNNAR A föstudaqskvöldið verður stórleikur í handboltanum þegar Þór og KA eigast við. Hvernig heldurðu að leikurinn fari? Vignir Stefánsson: „Ég er ekki mikið í handbolta en Þór vinnur leikinn með 1 eða 2 mörkum. Kannski 21:22.“ Jóhanna María Oddsdóttjr: „Ég hef ekkert vit á þessu. Ég held samt með KA og spái þeim því sigri. Ég vil ekki nefna neinar tölur.“ Bára Björnsdóttir: „KA vinnur, það er engin spurning. Ég fylgist að vísu lítið með þessu en ég spái samt KA sigri.“ Erlingur Arnarson: „Ég held að Þór vinni. Ég sá fyrri leikinn í veturog nú nær Þór að vinna." Jón Páll Tryggvason: „Ég mundi spá KA sigri í leiknum. Þeir hafa betra lið og vinna með 25 mörkum gegn 21. Húsflutningar á Húsavík: Ámahúsið upp í Auðbrekku bréf Vesturfara frá 1929 fundust milli veggja Árnahúsið er komið upp að Auðbrekku. Þetta má telja ein helstu tíðindin frá Húsavík eft- ir hátíðarnar. Að vísu hefur flutningur hússins staðið til í nokkra mánuði, en margir úrtölumenn hafa talið að hann tækist ekki. Árnahúsið var byggt 1927, rétt austan við Blöndalshúsið sem þá stóð við Garðarsbraut en var rifið fyrir allmörgum árum. Kaupfélag Þingeyinga byggði aðalversl- unarhús sitt norðan við Blön- dalshús. Árnahúsið var fyrst þriggja húsa sem Árni Stefáns- son byggði á Húsavík. Hin húsin eru Bessastaðir, að Héð- insbraut 13, þar sem offsetstof- an Örk er til húsa, og Hornbjarg, að Stóragarði 3, þar sem finna má m.a. skrif- stofu Dags á Húsavík. Árni var söðlasmiður, upp- alinn í Kelduhverfi og varð þar fyrir slysi sem bæklaði hann á fæti. Árni bjó um áratugaskeið í kjallara Árnahússins. Hann var með verkstæði þar, smíðaði hnakka og annaðist ýmsa leður- vinnu fyrir fólk. Hann hafði um tíma tvær ær hjá sér í kompu inn af verkstæðinu, húsmæðrunum á efri hæðunum til skelfingar en börnunum til ómældrar ánægju. Lengst af voru tvær íbúðir á efstu hæðinni en ein íbúð á miðhæð- inni. Þar bjuggu þó löngum fleiri en ein fjölskylda með sameigin- lega eldunaraðstöðu. Einnig var þar rekin saumastofa á árum áður. Ótalmargar fjölskyldur og einstaklingar hafa búið í Árna- húsinu á þeim rúmlega 60 árum sem liðin eru frá byggingu þess. Saga hússins virðist síður en svo öll, þó það sé flutt úr miðbænum. Verður alltaf nefnt Árnahúsið Það var Þorvaldur Daði Hall- dórsson, einn af fyrrverandi íbú- Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Útgarði 1, Húsavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Aðalbraut 61, Raufarhöfn, þingl. eig. Agnar Indriðason, gerðarbeið- endur Baldur Halldórsson og Hús- næðisstofnun rikisins, lögfr.deild, 11. janúar 1993 kl. 10.50. Austurvegur 4, Þórshöfn, þingl. eig. Jón Stefánsson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Tryggingastofnun ríkisins, 11. janú- ar 1993 kl. 10.00. Duggugerði 10, þingl. eig. Guð- mundur Árnason, gerðarbeiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.- deild og innheimtumaður ríkissjóðs, 11. janúar 1993 kl. 10.10. Nónás 6, Raufarhöfn, þingl. eig. Jóhann H. Þórarinsson, gerðarbeið- andi Islandsbanki hf., 11. janúar 1993 kl. 10.30. Stekkjarholt, Reykjahreppi, þingl. eig. Sigurður Þór Garðarsson og Linda Björk Reinhardsdóttir, gerðar- beiðandi Stofnlánadeild landbúnað- arins, 11. janúar 1993 kl. 10.40. Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig. Sigurður Helgi lllugason og Guðrún Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- næðisstofnun ríkisins, lögfr.deild og innheimtumaður ríkissjóðs, 11. jan- úar 1993 kl. 10.20. Ægir Jóhannsson ÞH-212, þingl. eig. Njörður hf., gerðarbeiðandi Olíu- verslun Islands hf., 11. janúar 1993 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Húsavík 29. desember 1992. um hússins og byggingameistari á Húsavík, sem fékk Árnahúsið hjá eiganda þess, íslandsbanka, til brottflutnings eða niðurrifs. Þrír starfsmenn vinna hjá fyrir- tæki Daða, Timburtaki, og ákvað hann að kaupa, flytja og gera upp húsið til að skapa starfsmönnun- um atvinnu. Daði vill þakka íslandsbanka fyrir þolinmæðina. Flytja átti húsið í fyrrasumar, en það dróst vegna anna. Einnig gekk á ýmsu við að finna framtíðarstað fyrir húsið. Skipulagsmenn bæjarins völdu nokkrar lóðir fyrir eldri hús við Auðbrekku þar sem hús- ið er nú komið. Trjágróður hafði verið gróðursettur í brekkuna, og ekki voru allir ánægðir með að hann skyldi þurfa að víkja fyrir byggð. „Það er eins og húsið hafi stað- ið þarna í heila öld, það fer svo vel við umhverfið. Það er sál í þessu húsi og það mun alltaf Háskólinn á Akureyri hefur ákveðið að bjóða upp á tvö námskeið nú á vormisseri fyrir almenning og væntanlega kenn- aranema. Námskeiðin eru í stærðfræði og aðferðarfræði. Umsjónarkennari í stærðfræðinni verður dr. Stefán G. Jónsson en í aðferðarfræðinni verða dr. Krist- ján Kristjánsson og dr. Guð- mundur Heiðar Frímannsson umsj ónarkennarar. Á stærðfræðinámskeiðinu verður lögð áhersla á rúmfræði, algebru, tölfræði og fallafræði. Miðað verður við, að nemendur hafi tileinkað sér efni algengustu stærðfræðiáfanga á framhalds- skólastigi. Kennt verður í fyrir- lestrum og dæmatímum. Farið verður yfir þá stærðfræði, sem nauðsynlegt er, að kennarar í grunnskólum hafi á valdi sínu. Námskeiðið gildir 4 einingar. Á aðferðarfræðinámskeiðinu verður áhersla á rökfræði, vís- indalega aðferð, upplýsingaöfl- un, notkun bókasafna og tölva. Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum almennan grunn í háskólanámi og venja þá við verða nefnt Árnahúsið,“ sagði Daði, sem byggt hafði hæð undir gamla húsið fyrir flutninginn, og er ekki frá því að Árni Stefáns- son hafi eitthvað spjallað við veðurguðina meðan á fram- kvæmdum stóð. „Framkvæmdir við verkið hófust seint, þannig að það var allra veðra von. Það gekk þannig með verkið, að alltaf þeg- ar við vorum búnir að slá upp og þurftum að steypa, þá kom svona þriggja daga hláka. Sem dæmi má nefna að það var á föstudegi sem við slógum upp úthringnum á neðri hæðinni. Á mánudaginn tókum við fjóra tíma í að plasta yfir grunninn, en það gerum við yfirleitt ekki. Það stóð á endum, þegar við vorum búnir að plasta gerði þessa brjáluðu stórhríð, en við gátum verið inni við að tvö- falda og leggja járnin, sem var mikið af. Við gátum haldið hik- laust áfram við verkið, en þegar það var tilbúið til steypu, kom fræðileg vinnubrögð. Námskeið- ið gildir 2 einingar. Námskeiðsgjald verður 11.500 kr. fyrir þá, sem ekki skráðu sig í Háskólann á Akureyri haustmiss- eri. Námskeiðsgjaldið er óháð því, hve mörg námskeið menn taka á vormisserinu. Allir, sem eru nýir og innritast í annað nám- skeiðið eða bæði, verða að greiða gjaldið. Áhugamenn geta snúið sér til skrifstofu Háskólans á Akureyri og fengið allar upplýsingar. Leiðrétting í frétt í síðasta blaði liðins árs, þar sem greint var frá nýjum verslunarstjóra Hagkaups á Akureyri, misritaðist föðurnafn verslunarstjórans. Rétt nafn er Sigurður Gunnar Markússon. Sigurður Gunnar er 26 ára Reyk- víkingur og hefur starfað hjá Hagkaupi frá árinu 1988 lengst af sem verslunarstjóri við Eiðistorg í Reykjavík. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökun- um. ój Tveir kranar voru notaðir við að lyfta húsinu af gamla grunninum og síðan upp á nýja grunninn. Tókst flutningurinn með ágætum, enda valdir vanir menn til verksins. Háskólinn á Akureyri: Námskeið fyrir almenning og væntanlega kennaranema

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.