Dagur - 13.01.1993, Qupperneq 1
76. árgangur Akureyri, miðvikudagur 13. janúar 1993 7. tölublað
ÚTSALA
hefst á fimmtudaginn
n
rru
ni
Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708.
Aðild að GES samþykkt á Alþingi
í gær með 33 atkvæðum gegn 23
- sex þingmenn Framsóknarflokks og einn þingmaður Kvennalista greiddu ekki atkvæði
Aðild íslands að samningnum
um hið Evrópska efnahags-
svæði var samþykkt á Alþingi í
gær með 33 atkvæðum gegn
23. Sex þingmenn Framsókn-
arflokksins greiddu ekki
atkvæði og sömuleiðis
Kvennalistakonan Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Aður en
gengið var til atkvæða um
samninginn var felld með 33
atkvæðum gegn 30 tillaga Jóns
Helgasonar (B-Su), Ragnars
Arnalds (G-Nv) og Kristínar
Einarsdóttur (Kv-Rvík) um að
vísa staðfestingarfrumvarpi um
EES til ríkisstjórnarinnar.
Fylkingar stjórnar og stjórnar-
andstöðu riðluðust í atkvæða-
greiðslunni í gær. Allir þingmenn
Alþýðuflokksins greiddu samn-
ingnum atkvæði en hins vegar
reyndust þrír þingmenn hins
stjórnarflokksins, Sjálfstæðis-
flokks, vera á móti honum,
þeir Eggert Haukdal (Su), Ingi
Björn Albertsson (Rvík) og
Eyjólfur Konráð Jónsson (Rvík).
Alþýðubandalagsþingmennirnir
greiddu allir samningnum mótat-
kvæði en þingmenn Framsóknar-
flokksins skipuðu sér í tvær fylk-
Framhaldsskólarnir á Akureyri:
Skólahald féll niður
Stjórnendur Menntaskólans og
Verkmenntaskólans á Akur-
eyri urðu að fella niður
kennslu í gær vegna ófærðar
og óveðurs í bænum, en til
þess hefur ekki þurft að koma
mörg undanfarin ár.
Tryggvi Gíslason, skólameist-
ari Menntaskólans, segir afar
sjaldgæft að kennsla sé felld nið-
ur vegna ófærðar og veðurs, en á
það beri meðal annars að líta að
nú búi allstór hópur nemenda
fyrir utan Glerá og þar hafi
ófærðin verið hvað mest í gær.
Tryggvi sagði að á síðustu tuttugu
árum hafi kennsla í Mennta-
skólanum á Akureyri ekki oft
verið felld niður. „Eg man varla
eftir því áð skóla hafi verið aflýst
nema rafmagnsleysi hafi fylgt
með. En það er hugsanlegt að á
síðustu tuttugu árum hafi kennsla
í Menntaskólanum verið felld
niður einu sinni eða tvisvar vegna
veðurs eða ófærðar," sagði
Tryggvi Gíslason.
Norðausturland:
Víða annríki
hjá lögreglu
- vitlaust veður á Dalvík
Kolvitlaust veöur var á Dalvík
í gær. Að sögn lögregluþjóns
gekk umferð óhappalaust fyrir
sig enda fáir á ferli því lítið var
hægt að keyra vegna hríðar-
kófs og blindu.
Lögreglan á Dalvík þurfti að
sinna nokkrum hjálparbeiðnum
en fólk fór þó yfirleitt fótgang-
andi milli húsa. Aðalgötur bæjar-
ins voru þokkalega færar.
í Ólafsfirði var ástandið
svipað. Þar hafði kyngt niður
miklum snjó en ekki bárust nein
tíðindi af óhöppum eða þrek-
raunum.
Lögreglan á Húsavík var á
þönum í gær við að draga bíla úr
snjósköflum en umferð þar gekk
án teljandi óhappa. SS
Bernharð Haraldsson, skóla-
meistari Verkmenntaskólans,
sagði að einu sinni áður í sögu
skólans, annaðhvort 1984 eða
1985, hafi kennsla verið felld nið-
ur vegna óveðurs. Bernharð
sagði að þá hafi sést til sólar upp
úr hádegi og hann hafi látið þau
orð falla að hann myndi aldrei
framar fella niður kennslu vegna
óveðurs eða ófærðar. En svo
bregðast krosstré sem önnur tré!
óþh
ingar gagnvart samningnum. Sjö
þingmenn flokksins greiddu
samningnum mótatkvæði en sex
þeirra, Halldór Ásgrímsson
(Au), Jón Kristjánsson (Au),
Valgerður Sverrisdóttir (Ne),
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(Ne), Ingibjörg Pálmadóttir (VI)
og Finnur Ingólfsson (Rvík)
greiddu ekki atkvæði. Kvenna-
listakonur greiddu samningnum
mótatkvæði að Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur (Kv-Rvík)
undanskilinni, en hún greiddi
ekki atkvæði.
Margir þingmenn gerðu grein
fyrir atkvæðum sínum við
atkvæðagreiðsluna í gær, eða
hvorki fleiri né færri en 37, sem
stóð vel á aðra klukkustund, þar
af tóku nokkrir af þingmönnum
Norðurlands til máls.
Páll Pétursson (B-Nv) sagði
samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið vondan og jafnframt
hættulegan samning. Hann sagði
samninginn stórt skref inn í Evr-
ópubandalagið og brjóta í bága
við íslensku stjórnarskrána.
Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne)
sagðist telja EES-samninginn
gefa íslensku atvinnulífi ný tæki-
færi til bættra lífskjara.
Stefán Guðmundsson (B-Nv)
sagði að með aðild að Evrópsku
efnahagssvæði væri ísland að
opna landhelgina fyrir flota Evr-
Skólahaldi var aflýst á Akureyri í gær vegna illviðris og ófærðar. Bömin létu
veðrið ekki á sig fá og skemmtu sér vel I snjónum. Mynd: Robin
ópubandalagsins. Hann sagði
samninginn slæman og illa unn-
inn og færa ísland skrefi nær
aðild að Evrópubandalaginu.
Svanhildur Árnadóttir (D-Ne)
sagði að í ljósi þeirra erfiðleika
sem íslenskt atvinnulíf hafi átt
við stríða að undanförnu ættu
íslendingar að stökkva en ekki
hrökkva. Hún sagðist telja að
EES-samningurinn myndi örva
atvinnu á fslandi og jafnframt
sagðist hún ekki óttast að þjóðin
glutraði niður menningu eða
sjálfstæði með aðild að hinu Evr-
ópska efnahagssvæði.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(B-Ne) var einn þeirra sex
þingmanna Framsóknarflokksins
sem greiddu ekki atkvæði í gær.
Hann sagðist telja brýnt að ná
pólitískri sátt um þetta mikilvæga
mál, en það hafi ekki verið gert.
Jóhannes lagði áherslu á nauðsyn
þess að ísland óski nú þegar eftir
tvíhliða viðræðum við fram-
kvæmdastjórn Efnahagsbanda-
lagsins og þannig verði best tekið
tillit til sjónarmiða íslendinga.
Vilhjálmur Egilsson (D-Nv)
sagði að með aðild að EES fái
ísland aðgang að innri markaði
Evrópubandalagsins. Aðild að
Evrópsku efnahagssvæði veíti
íslendingum víðtæk réttindi og
styrki fullveldi og sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Ragnar Arnalds (G-Nv) sagði
að Evrópskt efnahagssvæði væri
tilraun sem hefði mistekist. Aðild
að EES væri afdrifaríkt skref í átt
að fullgiidri aðild íslands að Evr-
ópubandalaginu.
Steingrímur J. Sigfússon (G-
Ne) sagði það dapurleg örlög að
afsala fullveldi íslensku þjóðar-
innar áður en þjóðin héldi upp á
50 ára afmæli lýðveldisins. Hann
sagði að Evrópska efnahagssvæð-
ið ætti ennþá langt í land og
átaldi hvernig núsitjandi ríkis-
stjórn hefði haldið á þessu máli.
óþh
Skemmdarvargur á
Siglufirði:
Lödueigandi
sætir
ofsóknum
- dekk skorin og
tilraun til íkveikju
Lögreglan á Siglufirði hefur
nú til rannsóknar óvenjulegt
mál, sem líkist helst ofsókn-
um á hendur ákveðnum
bifreiðareiganda þar í bæ.
Bíllinn hefur ítrekað verið
skemmdur og í gærmorgun
eða fyrrinótt var reynt að
kveikja í honum. Bfllinn
sem hér um ræðir er af Lada
Sport gerð og tekur lögregl-
an öllum vísbendingum feg-
ins hendi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni eru málsatvik þau
að 20. desember sl. voru skor-
in sundur tvö dekk á umrædd-
um Lödu jeppa. Var þetta álit-
inn tilviljanakenndur hrckkur
en annað átti eftir að koma á
daginn.
Næst var átt við bílinn 9.
janúar sl. Þá voru öll fjögur
dekk bílsins skorin í gegn og
enn var látið til skarar skríða
aðfaranótt þriðjudags eða
snemma á þriðjudagsmorgun.
Þá voru skorin tvö dekk og
annað nánast fláð í sundur
með um 40 cm skurði.
Ódæðismaðurinn hefur greini-
lega haft beitt eggvopn.
Ekki voru skemmdirnar
bundnar við hjólbarðana að
þessu sinni. Bökin á báðum
framsætum bílsins voru sund-
urskorin og eldur borinn að
fóðrinu. Inni í bílnum mátti
sjá leifar af tusku sem hafði
verið kveikt í og hafði tuskan
verið leidd í bensínstútinn.
Að sögn lögreglunnar á
Siglufirði hefur tilgangurinn
með þessum verknaði greini-
lega verið sá að kveikja í bíln-
um og lítur hún þetta mál
mjög alvarlegum augum.
Vegna rannsóknar málsins
óskar lögreglan eftir vísbend-
ingum sem hraðað gætu lausn
þess. SS
Ófærð á Akureyri:
Mikið álag hjá
lögregliuini
Lögreglan á Akureyri stóð í
ströngu í gær, líkt og á mánu-
daginn, við að losa bfla úr
snjósköflum á götum bæjarins.
Tveir bflar frá lögreglunni voru
á stöðugri ferð um bæinn til að
sinna hjálparbeiðnum. Ekki
var vitað um nein óhöpp nema
hvað tvær tiikynningar bárust
um að keyrt hefði verið á kyrr-
stæða bfla.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni voru götur bæjarins orðnar
mjög erfiðar yfirferðar í gær.
Margir bílar sátu fastir á slæmum
stöðum og var brýnt að fjarlægja
þá svo strætisvagnar kæmust leið-
ar sinnar og snjómoksturstæki
gætu athafnað sig.
Aðfaranótt þriðjudags voru
lögreglumenn í nær stöðugum
flutningum með starfsfólk heil-
brigðisstofnana og síminn var
rauðglóandi í gær. Menn þurftu
að bíða allt upp í eina og hálfa
klukkustund eftir aðstoð frá lög-
reglunni svo mikið var álagið.
Ekki var þó talið nauðsynlegt að
kalla út hjálparsveitir.
Skólahaldi var aflýst á Akur-
eyri í gær og mjög víða á
Norðurlandi og fer nú skólavikan
að verða býsna snubbótt. SS