Dagur - 13.01.1993, Síða 3
Miðvikudagur 13. janúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Framkvæmdir Húsavíkurkaupstaðar 1993:
Höfiiin tekur hátt í
100 milljónir króna
Innlán hjá sparisjóðum á Norðurlandi á síðasta ári:
Hlutfallslega mest aukning
hjá Sparisjóði Árskógsstrandar
- 47,7 milljónir
Helstu framkvæmdir Húsavík-
urkaupstaðar á árinu 1993
samkvæmt fjárhagsáætlun eru:
Hafnarframkvæmdir 97,6 millj-
ónir, gatna- og holræsafram-
kvæmdir 47,7 milijónir,
Hvammur 14,8 milljónir,
íþróttahús 6,1 milljón, Fram-
haldsskólinn 5,5 milljónir og
framlag til ríkissjóðs vegna
Atvinnuleysistryggingasjóðs
nemur 5 milljónum króna.
Stærstu málaflokkar í rekstar-
útgjöldum eru: Fræðslumál 42,3
milljónir, fjármagnskostnaður
26,9 milljónir, félagsþjónusta
26,8 milljónir, æskulýðs- og
íþróttamál 21,5 milljónir, yfir-
stjórn bæjarfélagsins 17,5 millj-
ónir og götur og holræsi 14,4
milljónir króna.
Einar Njálsson, bæjarstjóri
Húsavíkur, sagði við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun að
götur og holræsi
gætt hefði verið mikils aðhalds
við gerð áætlunar um rekstrar-
gjöld og lengra verði tæpast
gengið án þess að skerða þjónust-
una. SS
Á árinu 1992 þurfti Norðurleið
aðeins að fella niður ferðir í 5
daga miili Akureyrar og
Reykjavíkur og voru þær allar
á síðustu vikum ársins og er
það þó óvenjumikið miðað við
árin þar næst á undan. Árin
1989-1991 þurfti aldrei alla
fella niður ferðir milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur og á
batnandi vegakerfi ekki síðri
þátt í því en mildari vetur.
Af þrettán sparisjóðum á
Norðurlandi varð hlutfallslega
mest innlánsaukning hjá Spari-
sjóði Árskógsstrandar á árinu
1992 eða 21,5%. Um síðustu
áramót námu innlán hjá sjóðn-
um 98,9 milljónum króna en
81,4 milljónum króna í árslok
1991. Næst í röðinni kemur
Sparisjóður Hríseyjar með
20,6% innlánsaukningu milli
ára, úr 60,9 milljónum í 73,4
milljónir króna. Að meðaltali
nam innlánsaukning sparisjóða
á Norðurlandi 9% á síðasta
ári.
Vilhjálmur G. Pálsson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Árskógs-
strandar, sagðist í gær vera mjög
ánægður með þessa miklu aukn-
ingu innlána og hún væri til vitnis
um sterka stöðu sjóðsins. Vil-
hjálmur sagði að viðskiptavinum
Á þessu ári hefur tekist að
halda áætlun til þessa, en engin
ferð var þó farin á mánudag enda
glórulaust veður um allt land. í
gærmorgun lagði Norðurleiðar-
rútan af stað áleiðis til Reykja-
víkur og að sögn Óskars Stefáns-
sonar bílstjóra var ekki mikill
snjór í Öxnadal og fært stórum
bílum um Öxnadalsheiði. „Við
fórum fram úr Vegagerðinni við
Bægisá og höfum ekki heyrt af
hafi fjölgað mjög, bæði einstakl-
ingum og fyrirtækjum. Erfiðleik-
ar í atvinnulífi á Árskógsströnd,
ekki síst þrengingar í rækju-
vinnslunni, hafi ekki komið illa
við Sparisjóð Árskógsstrandar,
enda hafi viðskipti Árvers að
mestu verið við Landsbankann.
Að sögn Vilhjálms liggur ekki
fyrir afkoma sjóðsins á síðasta
ári, en margt benti til að hún yrði
allgóð.
Ef litið er til innlána er staða
sparisjóðanna á Norðurlandi
mjög mismunandi. Á Norður-
landi vestra bættu allir sjóðirnir
hlutfallslega við sig milli ára. Inn-
lánsaukning hjá Sparisjóði Hóla-
hrepps nam 11,6% úr 7,6 millj-
ónum í 8,5 milijónir króna,
10,3% aukning hjá Sparisjóði
Siglufjarðar, úr 560,1 milljón í
617,9 milljónir króna og 1,1%
aukning hjá Sparisjóði Vestur-
þeim síðan. Slæmt veður er hér á
Vatnsskarði en ekki mikill snjór
en nokkur skafrenningur og við
vitum að það er gott í Langadal
en einhver snjór nyrst í dalnum
við Fremstagil. Holtavörðuheiði
er fær stórum bílum en töluverð-
ur skafrenningur þar og blint að
keyra þannig að við gerum ráð
fyrir að verða komnir til Reykja-
víkur um kvöldmatarleytið,“ sagði
Óskar Stefánsson bílstjóri er
blm. náði sambandi við hann á
Vatnsskarði um miðjan dag í
gær.
20 farþegar lögðu upp frá
Akureyri í gærmorgun sem er
óvenju fátt ef tekið er tillit til
þess að ekki hefur gefið til flugs
norður í tvo daga.
Áfangastaður flestra farþeg-
anna var á Norðurlandi en
nokkrir ætluðu alla leið til
Reykjavíkur auk þeirra sem bæt-
ast í hópinn á leiðinni. GG
Húnavatnssýslu, úr 705,4 millj-
ónum í 713 milljónir króna.
Á Norðurlandi eystra var hlut-
fallsleg lækkun innlána hjá tveim
sparisjóðum. Hjá Sparisjóði
Ólafsfjarðar nam lækkunin
0,7%, úr 510,4 milljónum í 506,7
milljónir króna og 3% lækkun
varð hjá Sparisjóði Þórshafnar og
nágrennis, úr 277,2 milljónum í
269 milljónir króna.
Innlánsaukning hjá öðrum
sparisjóðum á Norðurlandi
eystra varð sem hér segir: Hjá
Sparisjóði Glæsibæjarhrepps
8%, úr 309,1 milljón í 333,8 millj-
ónir króna, 6,4% hjá Sparisjóði
Akureyrar og Arnarneshrepps,
úr 242,1 milljón í 257,7 milljónir
króna, 2,1% hjá Sparisjóði
Svarfdæla, úr 537,6 milljónum í
548,9 milljónir króna, 11,5% hjá
Sparisjóði Mývetninga, úr 143,9
milljónum í 160,4 milljónir
króna, 16,7% hjá Sparisjóði
Þingeyinga, úr 280,9 milljónum í
327,8 milljónir króna og 7,8%
hjá Sparisjóði Höfðhverfinga, úr
139,4 milljónum í 150,3 milljónir
króna. óþh
Heilsugæslustöðin á
Akureyri 1991:
Komumtillækna
fækkaði um 6%
í skýrslu Heilsugæslustöðvar-
innar á Akureyri fyrir árið
1991 kemur fram að heilsufar
var almennt gott á því ári og
komum til heilsugæslulækna
fækkaði um 6% frá árinu áður.
Vegna óvenjulega margra
barneigna á árinu 1990 fjölgaði
verulega komum í ungbarnaeftir-
lit á árinu 1991 og þegar á heild-
ina er litið urðu samskipti við
Heilsugæslustöðina nánast jafn-
mörg og árið áður, eða tæplega
74 þúsund, en þá eru ekki talin
með samskipti vegna heilsugæslu
í skólum og gegnum síma. SS
100 ára afmæli Ljósavatnskirkju:
Stefht að vígslu nýrrar kirkju á
þúsund ára afinæli kristnitökunnar
- segir Ingvar Vagnsson formaður sóknarnefndar
Norðurleiðarrútan:
Á síðasta ári féBu 5 ferðir niður
Sparnaður í rekstri íslandsbanka og
aðhald í útlánum:
Rekstrarkostnaður lækkaði
um 200 milljónir króna
Hátíðarguðsþjónusta var hald-
in í Ljósavatnskirkju sl. sunnu-
dag í tilefni 100 ára afmælis
kirkjunnar en hún var vígð 1.
janúar 1893. Auk sóknar-
prestsins, sr. Magnúasar
Gamalíels Gunnarssonar, sem
þjónaði fyrir altari, hélt prófast-
urinn sr. Örn Friðriksson á
Skútustöðum hátíðarræðu.
Auk þeirra og fjölda kirkju-
gesta voru viðstaddir guðsþjón-
ustuna sr. Björn Jónsson á Húsa-
Hegranes SK-2 seldi atla sinn í
Bremerhaven í Þýskalandi í
gærmorgun og var meðalverð
mun lægra en metverð Skag-
firðings SK-4 sl. mánudags-
morgun á sama markaði. Gísli
S. Einarsson, útgerðarstjóri,
segir marga þætti orsaka þess-
ar verðsveiflur.
Hegranesið seldi tæp 140 tonn
og er heildarverðmæti aflans 17,4
milljónir króna. Meðalkílóverðið
er um 124,5 krónur, sem er 57,1
vík, sr. Eiríkur Jóhannsson á
Skinnastöðum og sr. Þórir Jökull
Þorsteinsson á Grenjaðarstað.
Að sögn Ingvars Vagnssonar á
Hlíðarenda, formanns sóknar-
nefndar, hefur verið teiknuð ný
kirkja að Ljósavatni til minning-
ar um aldarafmæli kristnitöku á
íslandi og hefur hún oft manna á
meðal verið nefnd Þorgeirs-
kirkja, til heiðurs Þorgeiri Ljós-
vetningagoða. Nokkur meining-
armunur er um nafn á nýju kirkj-
krónu lægra meðalverð en Skag-
firðingur fékk á mánudag. Gísli
segir erfitt að finna skýringu á
þessum sveiflum, en verðið á
mánudag hafi verið „óeðlilega
hátt“. Neytendur séu ekki tilbún-
ir til að borga svo hátt verð fyrir
fiskinn og því fylgi verðhrun
toppi sem þessum. Fiskurinn sem
Hegranesið seldi í gærmorgun
var hins vegar jafngóður og hjá
Skagfirðingi, enda veiddur á
sömu miðum og sama tíma. sþ
unni en á Kirkjuþingi fyrir tveim-
ur var árum var samþykkt ábend-
ing um að kirkjan yrði látin heita
Ljósavatnskirkja en ekki Þor-
geirskirkja því Þorgeir Ljós-
vetningagoði var í upphafi heið-
inn. Á árinu 1992 fékk söfnuður-
inn einnar milljón króna framlag
úr Jöfnunarsjóði sókna til bygg-
ingar nýrrar kirkju en fjárveit-
inganefnd Alþingis mun ekki
veita fé í byggingarsjóð fyrr en
eftir að framkvæmdir eru hafnar
og það getur ekki orðið fyrr en
1994. í mars eða aprílmánuði á
þessu ári verður veitt aftur úr
Jöfnunarsjóði sókna og ef nýtt
framlag fæst úr honum er reiknað
með að hafnar verði framkvæmd-
ir að því tilskyldu að það framlag
verði eigi lægra en það fyrra.
„Við höfum vonir um að fá
meiri peninga í byggingarsjóðinn
og ég býst við að fyrsta skóflu-
stunga að nýrri kirkju verði þá
tekin á sumri komanda. Hér hef-
ur verið til í sjóði frá fyrri tíð um
þrjár milljónir króna en þann
sjóð stofnuðu hjónin Rósa Guð-
laugsdóttir og Kristján Jónsson í
Fremstafelli til byggingar kirkju
að Ljósavatni og skyldi hún helg-
uð minningu kristnitökunnar á
íslandi árið 1000. Samkvæmt
lauslegri áætlun arkitekts hinnar
nýju kirkju, Hrafnkels Thorlacius,
er byggingarkostnaður hennar
áætlaður um 50 milljónir króna,“
segir Ingvar Vagnsson. GG
Samkvæmt bráöabirgöatölum
jukust innlán íslandsbanka um
1,1 milljarð króna og námu
33,4 milljörðum í árslok 1992.
Það er um 3,3% aukning milli
ára. Áframhaldandi sparnaður
í rekstri skilaði árangri og eru
horfur á að heildarrekstrar-
kostnaður hafi lækkað um nær
200 milljónir króna frá árinu
1991.
Eiginfjárstaða bankans er
sterk og nemur eigið fé um 5.300
milljónum króna. Eiginfjárhlut-
fallið er áætlað um 10% en lög-
bundið lágmark er 8%.
Útibúum íslandsbanka hefur
fækkað undanfarin misseri með
sameiningu og innan fárra mán-
aða munu útibúin verða í heild 10
færri en var við stofnun bankans.
Hefur útibúum þá fækkað um
fjórðung. Þá hefur stöðugildum
verið fækkað jafnt og þétt. Áætl-
að er að þau verði 700 í lok 1993
en við stofnun bankans voru þau
um 900.
Afkoma bankans liggur ekki
fyrir en á þessu stigi er gert ráð
fyrir að hún verði í járnum.
Fyrstu átta mánuði síðasta árs
var 79 milljón króna tap á rekstr-
inum. Rekstrarafkoman, áður en
tekið er tillit til ffamlags á afskrift-
arreiking, batnaði mikið á árinu.
Endanleg útkoma ræðst hins veg-
ar mest af því hversu mikið fjár-
magn verður lagt til hliðar á
afskriftarreikning á árinu í heild.
Það sýnir hins vegar trausta stöðu
bankans að hann nær að standa
undir miklum útlánatöpum, sem
stafa af langvarandi stöðnun í
efnahagslífi og gjaldþrotum ein-
staklinga og fyrirtækja.
í kjölfar sameiningar eignar-
haldsfélaganna og bankans verð-
ur íslandsbanki í hópi þriggja
stærstu almenningshlutafélaga
landsins. Nafnverð hlutafjár í
bankanum er tæplega 3.900 millj-
ónir króna og fjöldi hluthafa
4.700. Aðalfundur íslandsbanka
verður haldinn 1. apríl nk. -KK
Hegranes SK-3:
Meðalverðið hrapaði um
60 krónur milii daga
- verðið sl. mánudag var „óeðlilega hátt“