Dagur - 13.01.1993, Síða 11

Dagur - 13.01.1993, Síða 11
Miðvikudagur 13. janúar 1993 - DAGUR - 11 IÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Kemst KA í 6. sætið? I kvöld verða handknattleiks- menn í eidlínunni þegar Ieikið verður í 1. deildinni. Akureyr- arliðin Þór og KA eiga erfíða leiki fyrir höndum, leiki sem þurfa að vinnast, því annars verður róðurinn í úrslita- keppnina þungur. KA-menn geta komist í 6. sæti deildar- innar með sigri og að því gefnu að Fram vinni Víking. Þess ber þó að geta að Víkingar eiga 1 leik inni. Þórsarar leika á úti- velli gegn Haukum og eiga harma að hefna frá fyrri leik liðanna þegar Haukar tóku þá í bakaríið. KA-menn fá ÍR í heimsókn í KA-húsið. Það er leikur sem KA verður að vinna, því þá verður baráttan um sæti í úrslitakeppn- inni mun léttari. En lítum á hvað þjálfarar KA og ÍR segja um leik kvöldsins, sem hefst kl. 20.30. Alfreð Gíslason, KA. Alfreð bjóst við erfiðum leik í kvöld. „IR-ingar hafa komið á óvart í vetur og eru erfiðir við að eiga. Styrkur þeirra felst í jafnri liðsheild og þeir hafa ekki neinn afgerandi leikmann sem hægt er að taka úr umferð. Við þurfum að fá stigin og ætlum okkur svo sannarlega að ná í þau.“ Alfreð hefur átt hvern stórleikinn af öðr- um að undanförnu og er í góðu formi. Brynjar Kvaran, ÍR. Þjálfari ÍR, Brynjar Kvaran, er A íþróttamaður Norðurlands 1992: Ovenju góð þátttaka - kjörinu lýst á laugardaginn Um næstu helgi verður lýst kjöri íþróttamanns Norður- lands 1992. Dagur stendur sem kunnugt er fyrir kjörinu í sam- vinnu við lesendur sína. Mjög góð þátttaka var að þessu sinni af hálfu lesenda. AIIs fengu 57 íþróttamenn atkvæði og nú er unnið hörðum höndum að því að telja stigin. Þetta er í 8. sinn sem Dagur stendur að þessu kjöri í samvinnu við lesendur. Síðast var knatt- spyrnumaðurinn Eyjólfur Sverr- isson fyrir valinu og hlaut vegleg- an farandbikar að launum, en einnig fá 5 efstu einstaklingarnir bikara til eignar. íþróttamaður Norðurlans 1992 mun síðan að útnefningu lokinni draga úr inn- sendum atkvæðaseðlum og þá kemur í ljós hver hreppir hin glæsilegu verðlaun frá verslun- inni Radíónaust Geislagötu 14. Billiardmót í Gilinu: Sterkustu spilarar landsins væntanlegir Allir sterkustu billardspilarar landsins mæta í Gilið á Akur- eyri um næstu helgi, en þar fer fram stigamót sem er liður í íslandsmótinu. Þegar hafa nokkur mót verið haldin í Reykjavík en nú liggur leiðin norður. Mótið hefst föstudaginn 15. janúar og stendur fram á sunnu- dag. Skráning er hafin og lýkur henni á fimmtudaginn. Allir kjuðafærir menn eru hvattir til að skrá sig. Hörð barátta er um efstu sætin því tveir stigahæstu spilararnir tryggja sér rétt til þátttöku á Evrópumóti sem haldið verður í Finnlandi. Það má því búast við skemmtilegum tilþrifum í Gilinu um helgina. Mótið er haldið með stuðningi frá Greifanum og Kjarnafæði og hefst sem fyrr segir í Gilinu næst- komandi föstudag. SS Akureyringum að góðu kunnur. Hann þjálfaði KA fyrir nokkrum árum, síðast 1988 og þekkir því vel til handboltans hjá félaginu. „Það er alltaf gaman að koma norður og leikurinn leggst vel í mig. Eg býst við erfiðum leik, það er alveg ljóst. KA-menn eru ekki auðsigraðir á heimavelli," sagði Brynjar. Hann kvaðst að öðru leyti vera nokkuð sáttur við gengi sinna manna í vetur. „Það er þó alltaf hægt að gera betur og við eigum langt í land með að vera öruggir í úrslitakeppnina," sagði Brynjar. í harðri keppni 1. deildar má aldrei gefa tommu eftir ef sigur á að vinnast. Mynd: Robyn Skíðaganga er sannkölluð almenningsíþrótt: Margt á dagskrá í vetur Það er kunnara en frá þurfí að segja að áhugi fyrir skíðagöngu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár. Skíðaganga hef- ur líka ýmsa kosti. Fyrst og fremst er þetta ódýr leið til heilsubótar sem hentar því sem næst öllum. Bæði er hægt að stunda hana sem keppnis- íþrótt og sem létt trimm sér til upplyftingar. Ymislegt er á döfinni á Akur- eyri í vetur fvrir áhugafólk um skíðagöngu og skíðatrimm. Þrjú trimmmót ætluð almenningi eru á dagskrá auk námskeiða Námskeið í kvöld í kvöld kl. 20.00 verður haldið námskeið í íþróttahöllinni. Þar verður farið í notkun skíða- áburðar, meðferð skíða og val á útbúnaði. Athygli er vakin á því að námskeiðið verður aðeins haldið í þetta eina sinn og er ætl- að jafnt byrjendum sem lengra komnum. Síðar er ætlunin að auglýsa stutt námskeið í skíða- göngu, bæði fyrir börn og full- orðna. Kjarnamótið Kjarnamótið í skíðagöngu verð- ur haldið nk. laugardag. hefst það kl. 14 með tímatöku allra aldursflokka, barna og fullorð- inna. Kl. 14 verður brautin opn- uð fyrir þá sem vilja trimma án tímatöku. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sæti í hverjum flokki í tímatökunni og öllum þátttak- Körfuknattleikur, úrvalsdeild: Stólarnir lagðir í Ljónagryflunm Eins og rakið hefur verið þá lenntu Tindastólsmenn í tals- verðum hrakningum á leið sinni til Njarðvíkur, þar sem þeir áttu að leika við heima- menn í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Á þriðjudagskvöldið gat leikurinn loks farið fram. Njarðvíkingar höfðu nokkra yfírburði, sérstaklega í fyrri hálfleik og lokatölur urðu 93:74 fyrir Njarðvík. Fyrri hálfleikur spilaðist mjög hratt og lögðu þá Njarðvíkingar grunninn að sigri sínum með hröðu og fjölbreyttu spili. Stól- arnir voru aftur á móti staðir og sérlega hugmyndasnauðir í leik sínum, reyndu bókstaflega alltaf að spila upp á Raymond Foster. Nokkrar staðreyndir vöktu hvað mesta athygli í fyrri hálfleik. Raymond skoraði 14 fyrstu stig Stólanna og gerði alls 22 af 31 stigi þeirra í hálfleiknum. Valur Ingimundarson, sem einmitt er treysta þeir um of á Foster? alinn upp í ljónagryfjunni Njarðvík, lék allan leikinn en náði þó ekki að skora eitt einasta stig í fyrri hálfleik. Staðan í leik- hléi var 55:38. Síðari hálfleikurinn fór út í vit- Páll Kolbeinsson hcfur verið drjúg- ur fyrir Stólana í vetur. leysu hjá báðum liðum og athygli vakti hversu grófur leikurinn varð. Sérstaklega með tilliti til þess að 30 stig skyldu liðin á tímabili í fyrri hálfleik. Rondey og Teitur Örlygsson voru sem fyrr driffjaðrir Njarðvíkurliðsins, en Jóhannes Kristbjörnsson sýndi einnig góð tilþrif. Nýi leikmaður Stólanna, Raymomd Foster, stóð uppúr í þeirra liði og Valur vann vel allan leikinn. Páll Kolbeinsson skilar alltaf sínu í vörninni. Elías Georgsson, Njarðvík Gangur lciksins: 4:0, 10:8, 23:10, 34:17, 40:20, 54:24, 55:31, 61:41, 71:51, 82:59, 83:70 og 93:74. Stig UMFN: Rondey Robinson 23, Teit- ur Örlygsson 20, Jóhannes Kristbjörns- |son 16, Gunnar örlygsson 11, Rúnar Árnason 8, Ástþór Ingason 4, Atli Árna- son 3, Isak Tómasson 3, Jón Ámason 3 og Brynjar Sigurðsson 2. Stig UMFT: Raymond Foster 35, Valur Ingimundarson 14, Pétur V. Sigurðsson 9, Karl Jónsson 8, Ingvar Ormarsson 4 og Páll Kolbeinssonn 4. endum Kjarnamótsins verður boðin hressing að göngu lokinni og fá sérstakan viðurkenningar- borða að launum. Skídastaðatrimmið Skíðastaðatrimmið er liður í íslandsgöngunni sem nú fer fram í 2. sinn, þann 6. mars nk. Gang- an hefst við Strýtu og lýkur við hús göngumanna við Skíðastaði. Boðið verður upp á 2 vegalengd- ir, 12 km og 20 km. Þetta er létt gönguleið sem allir ráða við og er mjög skemmtileg. Páskatrimmið Á páskadag verður svokallað Pákatrimm haldið. Gangan hefst við Strýtu og lýkur við Göngu- húsið. Boðið verður upp á 12 km og 4 km, hvortveggja afar léttar leiðir. Þátttakendum er boðið að fara með lyftum upp að Strýtu bæði í Skíðastaða- og Páska- trimmið. 1 2. -fýrírþig ogþina fjölskyldu! leikvíkd Samherjar verða nú andstæðingar Það fór svo að lokum að Logi Már Einarsson varð að játa sig sigraðan. Alls tók hann 9 sinnum þátt ( getraunaleik Dags, 7 sinnum bar hann sigur úr býtum, 1 sinni varð jafntefli og nú síð- ast laut hann ( lægra haldi fyrir áhöfn frystitogarans Baldvins Þorsteinssonar EA 10. Óvenju margir leikir enduðu að þessu sinni með útisigri og það varð Loga að falli, þar sem getrauna- tækni hans byggðist á að tippa grimmt á heimaleiki. Áhöfn Baldvins skoraði á félaga sina á Akureyrinni EA 110, eða „Þórsarana á Akureyrinni," eins og þeir orðuðu það. Nafn- bótin er til komin vegna stuðningsyfirlýsingar frá áhafnarmeð- limum Akureyrarinnar til Þórsara, skömmu fyrir leik þeirra við KA á dögunum. Sú yfirlýsing fór víst ekkert alltof vel ( KA-menn- ina um borð. Bæði Baldvin og Akureyrin eru ( eigu Samherja á Akureyri og því má segja að samherjar verði nú andstæðingar. I síðustu viku voru 5 sem náðu 13 réttum. Enginn þeirra var hér á landi, þ.e. hjá Golfklúbbi Akureyrar. Það komu hins vegar fram 8 raðir hérlendis með 12 réttum og 81 með 11. Á þessum seðli er mikið af athyglisverðum leikjum og spennan á toppnum er nú (algleymingi ( úrvalsdeildinni ensku. Baldvin EA Akureyrin ‘S. VI C £l 1. Everton-Leeds 1X 1 2. Man. City-Arsenal 12 X 3. Norwich-Coventry 1 1 4. Nottingham Forest-Chelsea 1X 1X 5. Oldham-Blackburn X2 2 6. Sheff. Utd.-lpswich 1X 2 7. Southampton-Crystal Palace 1 1X 8. Tottenham-Sheff. Wed. 1 1X 9 Wimbledon-Liverpool 1X 2 10. Barnsley-Bristol City 12 1X 11. Bristol Rovers-Sunderland 2 X2 12. Cambridge-Grimsby 1 1 13.Southend-Derby 2 X2 Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.