Dagur - 13.01.1993, Síða 12
Vegir á Norðurlandi:
Snjómokstur gekk erfiðlega
Snjómokstur á þjóðvegum
norðanlands gekk erfiðlega í
Olíukostnaðar-
hlutdeild þymir
í augiim sjómanna
Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar,
segir alveg Ijóst að sjómenn
leggi fram sérkröfur í komandi
kjarasamningaviðræðum. Hann
segir að sjómenn á Eyjafjarð-
arsvæðinu telji að leggja beri
mikla áherslu á að afnema
olíukostnaðarhlutdeildina
svokölluðu.
í gær var haldinn fundur í
framkvæmdastjórn Sjómanna-
sambands íslands þar sem staðan
í kjaramálunum var rædd. Vegna
veðurs komst Konráð Alfreðs-
son, formaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar, ekki á fundinn.
Konráð segist búast við að í
kjölfar fundarins í gær verði boð-
aður sambandsstjórnar- eða for-
mannafundur. „Allar þær kröfur
sem við vorum með í fyrra eru
ennþá til vegna þess að á þær var
ekki hlustað. Olíukostnaðarhlut-
deildin er mikill þyrnir í augum
sjómanna. Á aðalfundi Sjó-
mannafélagsins milli jóla og
nýárs var mikið talað um nauð-
syn þess að breyta þessu kerfi.
Okkur finnst ekki nokkur sann-
girni í þessu, ekki síst núna þegar
útgerðarmenn fá olíuna, vegna
tilboða frá olíufélögunum, mun
ódýrar en þessi kostnaðarhlut-
deild segir til um,“ segir Konráð.
óþh
gær vegna fannfergis og byls.
Þær leiðir sem voru opnaðar
tepptust sumar fljótlega aftur.
Hætt var við að halda suður-
leiðinni opinni. Þokkaleg færð
var á Öxnadalsheiði en kol-
vitlaust veður fyrir vestan.
Þær upplýsingar fengust hjá
Vegagerð ríkisins á Akureyri í
gær að leiðin til Dalvíkur hefði
verið rudd en hún hefði sennilega
lokast aftur vegna skafrennings
og ofankomu. Ekkert var rutt til
Ólafsfjarðar.
Unnið var að mokstri á vegin-
um til Grenivíkur en hann gekk
hægt vegna fannfergis. Ágætlega
gekk hins vegar að ryðja fram í
Eyjafjörð. Öllum mokstri fyrir
austan Víkurskarð var frestað.
Vegagerðarmenn munu taka
til óspilltra málanna nú í morg-
unsárið ef veður leyfir. SS
Bifreiðaeigendur, hjálpfúsir vegfarendur og vaskir lögregluþjónar hafa ýtt mörgum tonnum í óveðrinu síðustu daga.
Fjölmargir bílar hafa setið fastir í snjósköflum og mikið hefur borið á vanbúnum fólksbflum í umferðinni, en þeir
sem nota strætisvagna hafa komist allra sinna ferða. Mynd: Robin
Á fundi bæjarstjórnar Húsa-
víkur í gær var fyrri umræða
um fjárhagsáætlun Húsavík-
urkaupstaðar fyrir árið 1993.
Einar Njálsson, bæjarstjóri,
fylgdi fjárhagsáætluninni úr
hlaði með greinargerð og rakti
helstu niðurstöður áætlunar-
innar. Heildartekjur bæjar-
sjóðs og bæjarfyrirtækja eru
áætlaðar 432 milljónir króna
og lækka um 8,2 milljónir eða
1,9% milli ára. Rekstrargjöld-
in verða hins vegar nær óbreytt
frá síðasta ári samkvæmt áætl-
uninni eða 340 milljónir króna.
Samkvæmt fjárhagsáætluninni
er heildartekjuafgangur til eigna-
breytinga hjá bæjarsjóði og
bæjarfyrirtækjum 92 milljónir
króna. Tekjuafgangur síðasta árs
var áætlaður 100 milljónir og hef-
ur hann því Iækkað um 8,1%.
hefjist vinna við breytingar á
Sunnu SI, fjölveiðiskipi Þor-
móðs ramma á Siglufirði. Véla-
verkstæði Jóns og Erlings á
Siglufirði annast breytingarn-
ar. Um miðjan febrúar er síð-
an ráðgert að Sunna haldi til
tveggja trolla rækjuveiða, en
íslensk togskip hafa aldrei áður
reynt slíkar veiðar.
Jón Dýrfjörð, hjá Vélaverk-
stæði Jóns og Erlings, segir að til-
boð fyrirtækisins í breytingarnar
VEÐRIÐ
I dag er gert ráð fyrir norðan
kalda eða stinningskalda með
éljagangi á Norðurlandi og
nokkru frosti. Hægt dregur úr
norðan áttinni. Á fimmtudag,
föstudag og laugardag er
búist við hægri norðaustan
eða breytilegri átt með smáélj-
um á annesjum norðaustan-
lands og allt að 18 stiga frosti
í innsveitum.
Fjárhagsáætlun Húsavíkurkaupstaðar tekin til fyrri umræðu:
Heildartekjur lækka uin tæp 2%
en rekstrargjöld standa í stað
- tekjuafgangur til eignabreytinga 92 milljónir og lækkar um 8%
gjalds og 78% endurgreiðslu á
aðstöðugjaldsstofni frá ríkinu
sagði Einar Njálsson m.a. þetta:
„Ljóst er að þessi breyting kemur
misjafnlega við sveitarfélög. Ég
tel að þessi breyting komi ekki
illa við okkur á þessu ári, hvað
sem við tekur. Innheimta aðstöðu-
gjalda ársins 1991 var 70% og
innheimta ársins 1992 reyndist
74,5%. Auk hærra hlutfalls sem
við fáum, berast greiðslur vænt-
anlega jafnar yfir árið.“
Af öðrum tekjustofnum má
nefna að hækkun álagningar-
stofns fasteignaskatts og vatns-
gjalds er að meðaltali 3,61% og
hækkun fasteignamatsins er
3,44%. Gjaldskrá fyrirtækja
bæjarins verður óbreytt. SS
Bæjarstjórn ÓlafsQarðar:
Fundi frestað
vegna veikinda
og Qarvista
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar átti
að koma saman til fundar síð-
degis í gær en fundinum var
frestað þar til í dag. Meðal
annars átti að staðfesta ráðn-
ingu nýs bæjarstjóra, Hálfdáns
Kristjánssonar.
Óskar Þór Sigurbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar, var veður-
tepptur í Reykjavík og í gær og
1. varaforseti bæjarstjórnar veik-
ur þannig að fundafært var ekki í
bæjarstjórn Ólafsfjarðar í gær.
Þessi fundur er sá fyrsti sem hald-
inn er eftir að einn bæjarfulltrúa,
Sigurður Björnsson, óskaði eftir
lausn frá störfum í bæjarstjórn og
átti á fundinum að afgreiða þá
beiðni. Jafnframt átti að taka fyr-
ir bókun sem flokkarnir í bæjar-
stjórn hafa komið sér saman um
sem endalok svokallaðs Fisk-
marsmáls. JÓH
Vélaverkstæði Jóns og Erlings á Siglufirði:
Breyta Sunnu SI fyrir
16,4 milljónir króna
- áætlað að skipið fari á tveggja trolla rækjuveiðar
Ráðgert er að 20. janúar nk
-' ,,
- , y>
ij T', ' .
i>9 *
■ , '
.. .■:. ~ ■.....
á Sunnu SI hafi hljóðað upp á
16,4 milljónir króna, en ætla
megi að þegar allt sé talið kosti
þær útgerðina á bilinu 18 til 20
milljónir króna.
„Breytingarnar á Sunnu felast í
fyrsta lagi í að hækka lunningar, í
öðru lagi verður þriðja togspilinu
bætt við vegna tveggja trolla
veiðanna, í þriðja lagi verður
loðnulest breytt í frystilestar, í
fjórða lagi verður gálga breytt og
hann styrktur vegna tveggja
trolla veiðanna, í fimmta lagi
verður flutningaleiðum afurða í
lestum breytt og að síðustu verð-
ur sett kjölfesta í skipið,“ sagði
Jón.
„Við reiknum með að byrja 20.
janúar og hugmyndin er að breyt-
ingunum verði lokið um miðjan
febrúar," bætti hann við. óþh
Sem hlutfall af heildartekjum er
tekjuafgangurinn 21,3% á móti
23% í áætlun síðasta árs.
Til verklegra framkvæmda og
fjárfestinga er áætlað að verja
233,5 milljónum króna, sem er
lækkun frá árinu 1992 um 37,8
milljónir eða 14%. Munar þar
mest um framkvæmdir við Borg-
arhólsskóla.
Lántökur í bæjarsjóði, fram-
kvæmdalánasjóði og hafnarsjóði
eru áætlaðar 77,5 milljónir á móti
105 milljónum árið 1992. Lækk-
unin nemur 26,2%. Afborgarnir
lána hjá sömu stofnunum eru
áætlaðar 39 milljónir.
Rekstrartekjur bæjarsjóð eru
áætlaðar 251,7 milljónir og rekstr-
argjöld 211,1 milljón. Tekju-
afgangur til eignabreytinga er.því
40,6 milljónir sem er 16,1% af
tekium.
Álagningarhlutfall útsvars
verður óbreytt frá fyrra ári eða
7,5%. Samkvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar er gert ráð fyrir að
atvinnutekjur á mann hækki
aðeins um 1% milli ára og
atvinnuþátttaka minnki um
1,5%.
Um niðurfellingu aðstöðu-
Léttsteypan hf. í Mývatnssveit:
Niðurstaða fáist
í þessum mánuði
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sveitarstjóri Skútustaðahrepps,
segir að síðar í þessum mánuði
muni væntanlega ráðast hvort
endurfjármögnun Léttsteyp-
unnar hf. takist eða hvort ósk-
að verði eftir gjaldþrotaskipt-
um.
Jón Árni Sigfússon keypti
húsnæði og vélar Léttsteypunnar
á uppboði í nóvember og hefur
staðið fyrir framleiðslu síðan.
Hlutafélagið Léttsteypan hf. er
eftir sem áður til og hefur námu-
og hitaréttindi. Sigurður Rúnar
segir að unnið sé að endurfjár-
mögnun fyrirtækisins og nokkrar
vonir séu bundnar við að það
komist á ný í rekstur og geti
keypt aftur húseignina. Skútu-
staðahreppur er stærsti einstaki
hluthafinn í Léttsteypunni, á
tæplega helming hlutafjár. óþh