Dagur - 15.01.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 15.01.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kóngalíf án fyrirhafiiar Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, dulbúnar sem bersýnilegar, hafa verið ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðunni sem von er. Óhætt er að segja að þessar aðgerðir hafi valdið lítilli kæti hjá almenn- ingi og samtökum launafólks. Á hinn bóginn virðist hafa náðst góð samstaða um afnám aðstöðugjalds af fyrirtækjum þótt ekki sé ljóst hvaða tekjustofna sveitarfélögin fá í staðinn. Til bráðabirgða ætlar ríkisvaldið að endurgreiða sveitarfélögunum 78% af tekjuskatti og kemur sú ráðstöfun þeim sveitar- félögum til góða sem hefur gengið illa að innheimta aðstöðugjald en þar sem innheimtan skilaði hærra hlutfalh verða sveitarfélögin af tekjum. Gísli Jónsson fyrrverandi menntaskólakennari og gamalgróinn sjálfstæðismaður gerði aðstöðugjaldið að umtalsefni í grein sem birtist í Morgunblaðinu 8. janúar sl. Þar segir Gísli að aðstöðugjaldið hafi á sínum tíma verið nauðvörn sveitarfélaga gagnvart atvinnufyrirtækjum sem löngum reiknuðust tekju- skattslaus, þetta hafi verið ákaflega gott gjald og erfitt að svíkja undan þeim skatti. Hann óttast hækkun útsvars á almenning og segir orðrétt: „Allt bendir til þess að varanleg hækkun launatekju- skatta á almenning komi í stað aðstöðugjaldsins, ef sveitarfélögin ætla að halda uppi framkvæmdum og þjónustu í líkingu við það sem verið hefur, og mun ekki mega minna vera upp og ofan.“ Það er vissulega umhugsunarefni hve afnám að- stöðugjaldsins hefur runnið ljúflega ofan í sveitar- stjórnarmenn og forystumenn launþegahreyfinga, svo ekki sé talað um stjórnarandstöðuþingmenn. Kannski eru sveitarstjórnamenn himinsælir með þá dúsu sem stungið var upp í þá því víða var inn- heimta aðstöðugjalda innan við 78%. En talsmenn launafólks mættu hafa augun opin því hækkun skatta á almenning í stað aðstöðugjaldsins er vond- ur verknaður. Við lestur greinar Gísla Jónssonar kemur í ljós að hann er einnig á móti hátekjuskatti, sem varla kem- ur á óvart þegar sjálfstæðismaður á í hlut, en röksemdir Gísla eru þær að hátekjuskattur hafi ævinlega verið refsiskattur á dugnað, heiðarleika og hugvit. Hins vegar kemur mjög á óvart að sjálf- stæðismaður skuli láta eftirfarandi frá sér á prenti: „Hitt er jafnsjálfsagt að mínum dómi, að menn sem þurfa ekkert að gera annað en hirða vexti af bankainnstæðum og arð af hlutabréfum, borgi eignatekjuskatt, þegar þessar tekjur gefa færi á kóngalífi án fyrirhafnar." Gísli segist setja þessa skoðun fram í nafni launþegadeildar Sjálfstæðis- flokksins og eftir þessum orðum að dæma, og mörgu öðru í greinaflokki Gísla undir yfirskriftinni „Brestir í kerum", er svokölluð launþegadeild Sjálf- stæðisflokksins í órafjarlægð frá forystu flokksins og þeirri stefnu sem birtist í aðgerðum ríkisstjórn- arinnar. Það er líka vafamál hvort almennt launa- fólk eigi nokkra samleið með þessum flokki há- tekjufólks og fjármagnseigenda og réttast væri fyrir það að finna skoðunum sínum annan farveg. SS Evrópskt efhahagssvæði - hvers vegna hjáseta? Mér er það bæði ljúft og skylt að gera grein fyrir afstöðu minni til samningsins um EES, sem nú hefur verið samþykktur sem lög frá Alþingi. Ég mun halda mig við nokkur aðalatriði málsins, sem liggja fyrir, en sannleikurinn er sá að það er margt, sem felst í þessum samningi, sem ekki verður séð hvernig kemur til með að verka á þjóðfélagið fyrr en reynir á fram- kvæmdina. Mér hefur þótt heldur leiðin- legt að hlusta á öfgar í málflutn- ingi ræðumanna á Alþingi um þetta mál og á það við um utan- ríkisráðherra og eins einstaka þingmenn. Þó keyrði um þverbak í útvarpsumræðunni í síðustu viku þegar utanríkisráðherra flutti ræðu sína. Það er undarlegt að jafn áhrifamikill maður og utanríkisráðherra er, skuli ekki átta sig á því að það er ekki slík framkoma og svona málflutning- ur sem þjóðin vill sjá og heyra frá svo háttsettum manni, hver svo sem gegnir embættinu hverju sinni. Þessi málflutningur var ótrúverðugur og auk þess fór ráð- herrann með rangfærslur, svo sem þegar hann talaði um mat' Þjóðhagsstofnunar á ávinningi samningsins, sem er að sjálf- sögðu alvarlegt mál. Að mynda sér skoðun Hvernig myndar fólk sér skoðan- ir á málum sem þessu? Sumir hafa fyrirfram skoðun á málinu og kynna sér það því lítið. Segja sem svo að um fullveldisafsal sé að ræða og þar með séu þeir á móti. Aðrir eru einfaldlega á móti núverandi ríkisstjórn og öllu sem frá henni kemur og þar með samningnum um EES. Flestir gera upp hug sinn með því kynna sér málið, hlusta á rök með og móti, átta sig á kostum og göllum og komast þannig að nið- urstöðu. Þetta var a.m.k. sú aðferð sem ég beitti við það að komast að niðurstöðu. Hún er sú að það sé fleira jákvætt við það að við íslendingar séum aðilar að Evrópsku efnahagssvæði heldur en ef við stæðum fyrir utan. Einnig verður að meta og færa rök fyrir öðrum möguleikum til að semja um mikilvægustu við- skiptahagsmuni landsins. Ég tel að hörðustu andstæðingar EES hafi ekki gert góða grein fyrir því. Hvers vegna setið hjá í svo stórum málum sem þessu, er ekki ábyrgt að mínu mati að taka einungis afstöðu eftir því hvort maður er með eða á móti ríkisstjórn. En hitt er annað mál, að það að ég treysti þessari ríkis- stjórn illa til þess að framkvæma samninginn er ein ástæða þess að ég greiði honum ekki atkvæði mitt. En fyrir því eru fleiri ástæður. Þar má nefna að ríkisstjórnar- flokkarnir felldu það hér í þing- inu að málið færi til þjóðarinnar í þj óðaratkvæðagreiðslu. Sjávarútvegssamningurinn er ekki ásættanlegur fyrir okkur og eins er það mín skoðun að ekki hafi verið haldið nægilega vel á málum sem snerta ísl. landbún- að. Þar hefði verið hægt að koma betri vörnum við ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu stjórn- valda. Síðast en ekki síst tel ég á því vafa að samningurinn standist ákvæði stjórnarskrárinnar, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu Valgerður Sverrisdóttir. því að taka allan vafa af um það með því að breyta stjórnar- skránni. Það sem ég hef hér talið upp snertir ekki fjórfrelsið sem slíkt, heldur snýr það allt að því hvern- ig ríkisstjórnin hefur haldið á málinu. Þess vegna sat ég hjá við afgreiðslu málsins. Viðskiptahagsmunir Ástæður þess að farið var út í þessar viðræður í upphafi af hálfu Islendinga eru að sjálfstöðu þær að við eigum gífurlegra hags- muna að gæta á þeim markaði sem í EES-svæðinu felst. Auk þess hlaut að vera áhugavert þá eins og nú að við aðskildum okk- ur ekki frá nágrannaþjóðunum nema að mjög vel athuguðu máli. Viðskipti eru frjáls og verða áfram frjáls þó svo við gerumst aðilar að EES. Það hefur gengið illa að kveða niður þá mistúlkun, að við íslendingar getum ekki áfram átt viðskipti við Ameríku og Japan eða aðrar þjóðir utan Evrópu gerumst við aðilar að þessum samningi. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Svokölluð bókun 6, sem við gerðum við Evrópubandalagið á áttunda áratugnum er okkur mjög mikilvæg og um það eru all- ir sammála í dag. Það voru hins vegar ekki allir sammála um það á þeim tíma að hún væri okkur hagstæð. Sá samningur veitir okkur miklar tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir inn á EB-markað og það er nauðsynlegt að taka það fram að EES-samningurinn ógildir ekki þann samning. í þeim tilfellum, sem hann nær lengra en EES-samningurinn gildir bókun 6 og ef við ákveðum að segja EES-samningnum upp þá höfum við áfram bókun 6. Hitt er annað mál að sá samn- ingur var gerður með tilliti til aðstæðna í þjóðfélagi okkar á þeim tíma og það dugar okkur einfaldlega ekki í dag. Við þurf- um að fá frekari tollaívilnanir inn á þennan markað, og hafi það verið mikilvægt áður en umræðan um EES hófst, þá er það nauð- synlegt eftir að ÉES er orðið að veruleika og Norðmenn komnir með þann markaðsaðgang, sem í þeim samningi felst. Ég get tekið undir það, sem marg oft hefur komið fram, að það er erfitt að telja í krónum og aurum hvað samningurinn mun gefa íslenskum sjávarútvegi. Það er á þessari stundu óljóst. En það að íslenskur sjávarútvegur hafi ekki sömu þróunarmöguleika og t.d. norskur sjávarútvegur til aðgangs að Evrópumarkaði tel ég hættulegt fyrir þjóðina. Samningurinn snýst um fleira en físk Eitt af því sem mér finnst áhuga- vert er að með aðild að EES fær ísland fulla aðild að rammaáætl- un EB á sviði rannsókna og þró- unar. Rammaáætlun EB er heild- aráætlun til ákveðins tíma um rannsóknir og þróun, einkum á sviði raunvísinda og tækni. Sam- kvæmt EES samningunum geta rannsóknastofnanir, fyrirtæki og vísindamenn hvar sem er á Evr- ópska efnahagssvæðinu sótt um styrk úr viðkomandi sjóðum áætlunarinnar til rannsókna og þróunarverkefna. Þátttaka okkar mun að sjálf- sögðu kosta einhverja fjármuni, en ástæða er til þess að ætla að verulega hærri upphæðir fáist til baka í formi styrkja. Ef að við kysum að standa utan EES þá er ljóst að aðgangur okk- ar að rannsóknar- og þróunar- samstarfi innan EB yrði mjög erf- iður. Þá þyrfti að semja tvíhliða um hvert verkefni fyrir sig, sem tæki langan tíma. Frjáls flutningur vinnuafls Eitt af því sem margir virðast ótt- ast er að frjálst flæði vinnuafls sé hættulegt okkar þjóð og þar verði engum vörnum komið við af hálfu okkar íslendinga. Auðvitað kemur eitthvað af Evrópubúum hingað og reynir fyrir sér á íslenskum vinnumark- aði, en ég minni á að fái viðkom- andi ekki vinnu innan 3ja mán- aða þá þarf hann að fara. Auk þess hef ég ekki mikla trú á því að Miðjarðarhafsbúar flykkist hingar, en vel má vera að ísland muni freista Mið-Evrópu- búa. Eins og allir vita þá hefur norrænn samningur gert Norður- landabúum þetta kleift í nokkuð mörg ár og hefur það reynst vel. Atvinnuleysi á Norðurlöndum hefur ekki orðið til þess að fólk hafi streymt hingað en við höfum notfært okkur norrænan vinnu- markað í mun meiri mæli. Sjálfstæð þjóð íslensk þjóð byggir á sterkri menningararfleifð, sem m.a. kemur til af því að við vitum mik- ið um uppruna þjóðarinnar og baráttu í gegnum 11 aldir. Við þekkjum sjálfstæðisbaráttu þess- arar þjóðar og við berum virð- ingu fyrir þeim forfeðrum okkar og mæðrum, sem háðu þá bar- áttu. Við verðum að viðhalda þeirri baráttu á grundvelli sann- færingar og mats á aðstæðum á hverjum tíma. Með því að sitja hjá við afgreiðslu samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði og með því að telja samninginn mikilvægan fyrir framtíð þessarar þjóðar, og sjá þar fleira jákvætt en neikvætt er ég fyrst og fremst að bregðast við samkvæmt minni sannfær- ingu. Slíkt er skylda mín samkvæmt íslensku stjórnarskránni. Valgerður Sverrisdóttír. Höfundur er þingmaöur Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.