Dagur - 15.01.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 15. janúar 1993
Brýn þörf fyrir fræðslu
- rætt við Jón Karlsson og Jónas R. Tómasson um námskeið fyrir fiskvinnslufólk
Frá því fyrír jól hafa staðið yfir
námskeið fyrír fiskvinnslufólk í
húsnæði Verkamannafélagsins
Fram á Sauðárkróki. Alis hafa
um 50 manns frá fiskvinnslu-
fyrirtækjunum á Sauðárkróki
og Hofsósi tekið þátt í nám-
skeiðinu í þremur hópum.
Námskeiðin eru skipulögð í
samráði við Starfsfræðslu-
nefnd fiskiðnaðarins og við
viðkomandi verkalýðsfélög og
fiskvinnslustöðvar. Ég leit inn
á námskeiðið og átti tal við Jón
Karisson, formann Verka-
mannafélagsins Fram og einn
þátttakandann, Jónas Rafn
Tómasson
Hvert námskeið inniheldur tíu
þætti og er hverjum þeirra ætlað-
ar 4 klst., eða 40 stundir alls. Það
stendur því yfir í eina vinnuviku
og er starfsfólkið á launum með-
an á því stendur. Starfsfræðslu-
nefnd fiskvinnslunnar skipulegg-
ur þessi námskeið, sér um náms-
efnið og útvegar leiðbeinendur.
Einn leiðbeinandi er með hvert
námskeið og eru það oft aðilar
sem tengjast sjávarútvegi eða
þekkja vel til mála.
Námsefnið er eftirfarandi:
Hráefnið og meðferð þess,
líkamsbeiting, öryggi á vinnu-
stöðum, hreinlæti og gerlagróð-
ur, verkþjálfun-vinnulag, kjara-
samningar og lög, launakerfi í
fiskvinnslu, vinnslurásir og verk-
unaraðferðir, afurðir og markað-
ir og mannleg samskipti. Mark-
mið námskeiðanna eru „að auka
þekkingu starfsfólks á vinnslu
sjávarafla og gera það hæfara til
allra almennra fiskvinnslustarfa.“
Eftir að hafa lokið námskeiðinu
fá þátttakendur starfsheitið sér-
hæfður fiskvinnslumaður og
hækka jafnframt í launum. Sem
dæmi má nefna að starfsmaður
með 5 ára starfsreynslu hækkar
um rúmar 3000 kr. á mánuði.
Upphaf námskeiðanna
Jón Karlsson formaður Verka-
mannafélagsins Fram er einn
leiðbeinenda á námskeiðunum.
Hann var spurður um upphaf
námskeiðanna.
„Þessi námskeið fóru af stað,
að mig minnir, 1986 eða 7. Þetta
var mjög víðtækt um allt land
þegar þetta fór af stað og við vor-
um með í því. Ég er búinn að
vera í stjórn Verkamannasam-
bandsins í rúman áratug og er
minnisstætt að árið 1985, að mig
minnir, kom Halldór Ásgrímsson
þáverandi sjávarútvegsráðherra á
fund okkar í stjórninni til þess að
ræða þessi mál og önnur. Á fund-
inum var fastmælum bundið að
vinna upp þessa hugmynd, ein-
hverskonar námskéið fyrir fisk-
vinnslufólk, og upp úr því var
sett á laggirnar Starfsfræðslu-
nefnd fiskiðnaðarins. Halldór
beitti sér fyrir því að útvega fjár-
magn í þetta á fjárlögunum gegn-
um Sjávarútvegsráðuneytið og
hann sýndi þessu ætíð mikinn
skilning. Án hans afstöðu hefði
þetta líklega ekki komist á, það
má alveg muna eftir því.
Fólk öðlast réttindi til að fara á
námskeið eftir tveggja mánaða
starf. Það kemur nýtt fólk á
vinnustaðina, eins og gengur.
Við erum að taka þriðju nám-
skeiðslotuna núna, með fólki sem
ekki hefur átt þess kost áður að
sækja þessi námskeið. Ég vildi
reyndar sjá miklu meiri miðstýr-
ingu á þessu, að það væri séð um
það af einhverjum einhversstaðar
að þar sem væri kominn hópur af
fólki þá væru bara haldin nám-
skeið. Eins og ég þekki til á
Norðurlandi er þetta satt að segja
dálítið mismunandi hvort það eru
viðkomandi verkalýðsfélag sem
gengur í þetta eða viðkomandi
frystihús og ráðamenn þar. Þetta
fer kannski líka eftir þrýstingi frá
fólkinu á vinnustöðunum.“
- Hverjir stóðu að gerð náms-
efnis?
„Það var Starfsfræðslunefndin,
en í henni eru fulltrúar frá Vinnu-
veitendasambandinu, Vinnu-
málasambandinu, Verkamanna-
sambandinu og ráðuneytinu.
Fyrsta árið fór í undirbúning og
að útbúa námsefni og þjálfa leið-
| beinendur. Það er hlutverk nefnd-
arinnar að skipuleggja námskeið-
in, útfæra og viðhalda námsefni
og útvega leiðbeinendur. Nú
stöndum við frammi fyrir því að
námsefnið sem útbúið var fyrir
sex eða sjö árum er orðið nánast
úrelt. Hlutirnir gerast svo hratt.“
Markmiðið
- Hvert er markmiðið með
námskeiðunum
„Menn stóðu frammi fyrir því
að fiskvinnslan hafði þá stöðu
gagnvart verkafólki að geta sagt,
við þurfum ekkert á ykkur að
halda á morgun, við látum ykkur
vita. Það var kannski fyrst og
fremst þetta sem hratt þessu af
stað. Síðan var gerður samningur
þar sem tekið var á þessu atriði,
Jónas R. Tómasson, 19 ára fiskvinnslumaður sem er öryggistrúnaðarmaður
á sínum vinnustað. Hann var einn þátttakenda á námskeiðinu.
Úr kennslustund.
Myndir: sþ
þannig að það er ekki lengur
hægt að reka fólk fyrirvaralaust
heim. Að vísu er ekki allt sem
sýnist, því í samningum segir að
sé hráefnisskortur þá er þetta
hægt. En það er deiluefni hvað er
hráefnisskortur og lítur út fyrir
að atvinnurekendur geti búið til
hráefnisskort. En ég tek skýrt
fram að þessu hefur ekki verið
beitt eða misbeitt hér. En aðal-
atriðið er það að ef menn sjá
fram á vinnslustöðvun þá verða
þeir að segja fólki upp með
fjögurra vikna fyrirvara, eins og
var gert hér um jólin. Og þá fer
fólk á atvinnuleysisbætur.
Markmiðið er auðvitað að
vinna að því að fólk fái næmari
tilfinningu fyrir því að það er
með mjög mikilsverða og við-
kvæma framleiðslu. Það má líka
nefna þá byltingu sem orðið hef-
ur á síðustu 10-15 árum á öllum
aðbúnaði starfsfólks og tækni-
væðingu á þessum vinnustöðum
og umgengni um hráefnið sem
hefur gjörbreyst, bæði úti á sjó
og í landi. Við þurfum ekki að
fara langt aftur í tímann til að
rifja upp þegar fiski var bara
hrúgað upp á bíl við skipshlið og
bíllinn bakkaði inn í húsið og inn
í kösina og sturtaði þar. Þetta
þekkist ekki núna. Það hefur
orðið svo gríðarleg bylting þegar
maður leggur saman menntun
starfsfólks og breytta umgengni
: og nákvæmni. Ég held að sú fisk-
vinnslustöð sé varla orðin til sem
býður ekki upp á myndarlega og
góða kaffistofu og starfsmanna-
aðstöðu. Þetta hefur gerst á
ótrúlega skömmum tíma.
Það er best að nefna það líka
að hluti af þessu námi, ef svo má
segja, er að á fyrstu tveimur mán-
uðum skal nýjum starfsmanni
veitt þjálfun og verkkennsla sam-
kvæmt því sem segir í kjarasamn-
ingi og þar er skilgreint hvernig á
að standa að því. Það er hinsveg-
ar hlutur sem ég er hræddur um
að sé nokkuð ábótavant."
Þörf fyrir fleiri námskeiö
- Ef við lítum nú á fræðslumál í
verkalýðshreyfingunni almennt?
„Þar vil ég byrja á námskeið-
um hjá Menningar- og fræðslu-
sambandi alþýðu, MFA. Þar má
segja að hægt sé að fá hugmynd
um hvað sem er, biðja bara um
námskeið. Það sem mér er efst í
huga er að það er ákaflega mis-
munandi hvernig verkalýðsfélög
notfæra sér þetta og eins hvernig
þau eru í stakk búin til þess. Ég
tel þörfina vera brýnni og brýnni
með hverju árinu að koma því á
að fólk á vinnustöðum eigi kost á
starfsfræðslu og ýmiskonar
fræðslu og námskeiðum sem gerir
það hæfara hreinlega til að takast
á við lífið. Það sem mér finnst
dapurt í þessu er að það er svo
gjörsamlega tilviljanakennt hvar
þetta lendir niður. Þetta er bund-
ið við félög sem eru það stór að
geta staðið undir nafni og að þar
sé áhugasamur og duglegur for-
maður eða forysta. Þetta er t.d.
til mikillar fyrirmyndar bæði í
Borgarnesi og Keflavík, svo ég
nefni tvo staði sem dæmi.
Fólkið sjálft þarf að vera vak-
andi og notfæra sér þá kosti sem
boðið er upp á. Ég bind talsverð-
ar vonir við Farskólann sem var
verið að stofna hérna í kjördæm-
inu og er angi af þessu sama, þ.e.
almenn fullorðinsfræðsla í formi
námskeiða sem fer inn á mörg
þau svið sem almenna skólakerf-
ið sinnir ekki, ýmsum þáttum í
daglega lífinu. En það sem mér
finnst vera það slæma er hvað
þetta er tilviljanakennt. Það er
engin miðstýring, enginn sem
segir að nú skuli halda námskeið
þarna og þarna. Mér sýnist að
það fari eftir því sem ég nefndi
áðan, hve félögin eru öflug og
áhuga forystumanna. Það er mik-
il vinna að koma þessu á og ekki
alltaf að menn treysta sér í
þetta.“
Sameining æskileg
„Það er mikilvægt að félögin geti
boðið upp á aðstöðu fyrir svona
námskeið í eigin húsakynnum og
fólk hafi á tilfinningunni að það
sé að koma i eigið hús. Hins veg-
ar er þessi alkunni skipulagsgalli
á verkalýðshreyfingunni, hvað
félögin eru fjöldamörg van-
máttug og smá. Þetta kostar pen-
inga, en félögin hafa ekki getuna
þó þau hafi viljann. Það sem
helst hefur verið sinnt úti um
land eru námskeið fyrir trúnaðar-
menn og öryggistrúnaðarmenn á
vinnustöðum, þau eru alltaf á
tveggja til þriggja ára bili. Hér
hefur öðrum þáttum ekki verið
sinnt.“
- Hvaða framtíðarskipulag
dreymir þig um?
„Mig dreymir um að fá eins
fjölmennt og öflugt verkalýðs-
félag og efni standa til sem getur
sinnt ekki síst þessum þætti. Ég
tel að hér séu öll efni til að þetta
eigi að geta gerst. Innan skamms
sameinast hér tvö félög og það
eru öll skilyrði til að hér geti ver-
ið eitt verkalýðsfélag, deildaskipt
með öllum greinum innan ASÍ.
Ég teldi það mjög gæfusamt og
eðlilegt spor, en það fer að sjálf-
sögðu eftir vilja þeirra sem eru í
forystu. Það hefur verið reynt
undanfarið af hálfu Alþýðusam-
bandsins að félög skipuleggi sig
þannig að þau sameinist um t.d.
skrifstofur og þjónustustöðvar
þar sem væri hægt að takast á við
þætti eins og t.d. fræðslumál, eða
þá að sameinast í eitt deildaskipt