Dagur - 15.01.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. janúar 1993 - DAGUR - 7
Hvað er að gerast?
Tónleikar í Dyn-
heimum
Tónleikar verða haldnir í Dyn-
heimum á Akureyri annað kvöld,
laugardaginn 16. janúar, kl. 21.
Fram koma hljómsveitimar Hún
andar, Briminnstunga, sem er
“litli bróðir” Hún andar, og Dos
Pilas. I síðastnefndu sveitinni eru
tveir úr Bootlegs og aðrir tveir úr
Sérsveitinni. Miðaverð er kr. 300.
Tónleikar til styrkt-
ar Minningarsjóði
Þorgerðar S.
Eiríksdóttur
Næstkomandi sunnudag, 17. janú-
ar, verða haldnir styrktartónleikar
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
fyrir Minningarsjóð Þorgerðar S.
Eiríksdóttur. Þorgerður fæddist
20. janúar 1954 og lauk burtfarar-
prófi frá Tónlistarskólanum á
Akureyri vorið 1971. Hún þótti
ntjög efnilegur píanóleikari og var
nýkomin til Lundúnaborgar til að
hefja framhaldsnám þegar hún lést
af slysförum 2. febrúar 1972. Ári
síðar stofnuðu aðstandendur Þor-
gerðar minningarsjóð ásamt Tón-
listarfélagi Akureyrar, Tónlistar-
skólanum á Akureyri og kennur-
um við skólann. Markmið sjóðs-
ins er að styrkja efnilega nemend-
ur sem lokið hafa burtfararprófi
við Tónlistarskólann á Akureyri
til framhaldsnáms. Á þeim 20 ár-
um sem sjóðurinn hefur verið til
hafa um 30 nemendur skólans not-
ið styrkja úr honum. Á tónleikun-
um á sunnudaginn leika nemendur
og kennarar Tónlistarskólans.
Efnisskráin er fjölbreytt að vanda.
Aðgangur er ókeypis en tekið
verður á móti frjálsum framlögum
í sjóðinn. Ástæða er til að minna á
minningarkort sjóðsins sem seld
eru í bókabúðum og í Tónlistar-
skólanum.
Rokksveit Fúsa Ótt-
ars og Nýdönsk í
Sjallanum
í kvöld verður Sjallakráin í Sjall-
anum opin og er aðgangur ókeyp-
is. Rokksveit Fúsa Óttars. leikur
fyrir gesti. í hljómsveitinni eru
hljómsveitarstjórinn Sigfús Ótt-
arsson, sem leikur á trommur, Jón
Haukur Brynjólfsson, sem leikur á
bassa og gítarleikaramir Jakob
Jónsson og Kristján Edelstein.
Annað kvöld verða það félagamir
í Ný dönsk sem leika en Ný dönsk
hefur sjaldan notið jafn mikilla
vinsælda og einmitt nú. Hljóm-
sveitin sendi frá sér plötu fyrir jól-
in sem seldist mjög vel og hafa
lög af henni verið mikið spiluð í
útvarpi og sjónarpi.
Höldur með sýn-
ingu á Yamaha vél-
sleðum
Höldur á Akureyri stendur fyrir
sýningu á Yamaha vélsleðum um
helgina að Tryggvabraut 10. Sýn-
ingin verður opin kl. 13 til 17 á
morgun og sunnudag. Boðið verð-
ur upp á reynsluakslur.
Útlendingurinn um
helgina
Leikfélag Akureyrar sýnir um
helgina Utlendinginn, gamanleik
Larrys Shue. Tvær sýningar
verða, sú fyrri í kvöld kl. 20.30 og
sú síðari á sama tíma annað kvöld.
Miðasala er í Samkomuhúsinu
alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Símsvari fyrir miðapant-
anir allan sólarhringinn. Sími í
miðasölu er 96-24073.
Harmonikudans-
leikur í Lóni
Félag harmonikuunnenda við
Eyjafjörð stendur annað kvöld,
laugardagskvöld, kl. 22-03 fyrir
dansleik í Lóni við Hrísalund á
Akureyri Allir eru velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Fræðslufundur
hestamanna
í Skeifunni
Fræðslunefnd hestamannafélags-
ins Léttis á Akureyri heldur fund í
kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30 í
Skeifunni. Rætt verður um hring-
skyrfi í hrossum og vamir gegn
því. Kynnt verður ný merking á
hrossum, örmerki, sem eru tölvu-
kubbar sem komið er fyrir undir
húð á hálsi hestsins.
Herramenn á
Hótel KEA
Hljómsveitin Herramenn leikur
fyrir dansi á Hótel KEA á Akur-
eyri annað kvöld, laugardags-
kvöld. Á matseðli sunnudagsins á
Súlnabergi verður súpa, reykt
grísakjöt með rauðvínssósu og eða
Roast beef Beamaise og desert-
hlaðborð fyrir kr. 1.050. Frítt fyrir
böm 0-6 ára og hálft gjald fyrir 7-
12 ára.
Kynning hjá
Tölvufræðslunni
Tölvufræðslan á Akureyri kynnir
starfsemi sína á komandi mánuð-
um um helgina, þ.m.t. skrifstofu-
tækni og bókhaldsnámskeið ásamt
fjölda annarra námskeiða. Opið
hús verður í húsnæði Tölvufræðsl-
unnar að Furuvöllum 5 á morgun,
laugardag, kl. 13 til 17 og á sarna
tíma á sunnudaginn.
Sister Act í
Borgarbíói
Borgarbíó á Akureyri sýnir um
helgina kl. 21 og 23 grínmyndina
Sister Act með þeirri fræbæru
leikkonu Whoopi Goldberg í aðal-
hlutverki. í Reykjavík hafa um 40
þúsund manns séð þessa mynd.
Klukkan 21 verður einnig sýnd
spennumyndin Háskaleikir með
Harrison Ford í aðalhlutverki.
Klukkan 23 verður sýnd hin vin-
sæla íslenska kvikmynd Sódóma
Reykjavík. Á barnasýningum kl.
15 á sunnudag verða sýndar
myndimar Tommi og Jenni og
Mjallhvít og dvergamir.
Bílasalan Bílaval hefur tekið við söluumboði fyrir Þórshamar á Akureyri og um leið flutt aðsetur sitt í
húsnæði þar sem bílasala Þórshamars hefur verið til húsa, að Glerárgötu 36. Gerðar hafa verið gagngerar
breytingar á húsnæðinu og um leið og opnað var á ný sl. föstudag, var gestum boðið að þiggja veitingar.
Mynd: Robyn
Dynheimabridds:
Sigurbjöm og Skúli efstir
Sigurbjörn Þorgeirsson og
Skúli Skúlason urðu efstir í
Dynheimabridds sl. sunnu-
dagskvöld. Urslit urðu annars
sem hér segir:
1. Sigurbjörn Þorgeirsson -
Skúli Skúlason 137
2. Marinó Steinarsson -
Sverrir Haraldsson 131
3. Anton Haraldsson -
Sigurbjörn Haraldsson 128
Karl Steingrímsson -
Sveinbjörn Sigurðsson 128
Sveitakeppni í bridds - Akureyrarmót:
Haukur og félagar efstir
Sveit Hauks Jónssonar er með
forystu eftir þrjár fyrstu
umferðirnar í Akureyrarmót-
inu í sveitakeppni í bridds.
Haukur og félagar hafa hlotið
60 stig en sveit Páls Pálssonar
er í öðru sæti með 56 stig. í
þriðja sæti er sveit Kristjáns
Guðjónssonar með 53 stig.
Sveit Sigurbjörns Þorgeirsson-
ar er í fjórða sæti með 51 stig en
sveitir Gylfa Pálssonar og Orm-
arrs Snæbjörnssonar eru jafnar í
fimmta og sjötta sæti með 49 stig.
Þessi keppni fer nú þannig
fram að spilaðir eru þrír 10 spila
leikir á hverju spilakvöldi og spil-
uð verður tvöföld umferð. Næstu
þrjár umferðir verða spilaðar t'
Hamri þriðjudaginn 19. janúar.
Sest verður við spilin kl. 19.30 og
eru keppendur beðnir að mæta
stundvíslega. -KK
Bikarkeppni
Norðurlands:
Sveitir Ormarrs og
Stefáns mætast í dag
Einum leik er þegar lokið í 16
sveita úrslitum Bikarkeppni
Norðurlands.
Sveit Hermanns Tómassonar
vann sveit Sigurbjörns Þorgeirs-
sonar með nokkrum mun. I dag,
föstudag, mætast sveitir Ormarrs
Snæbjörnssonar og Stefáns Vil-
hjálmssonar.
LETTIH _ _ _
,i» Hestafólk!
Fræðslunefnd Léttis heldur fund föstudaginn
15. janúar kl. 20.30 í Skeifunni.
Rætt verður um hringskyrfi í hrossum og varnir gegn
því.
Kynnt verður ný merking á hrossum, örmerki, sem eru
tölvukubbar sem komið er fyrir undir húð á hálsi
hestsins.
* Léttar veitingar.
Félagar fjölmennið> allir velkomnir.
Fræðslunefnd.
n\ iSlB I®®®!
HOTEL KEA
Laugardagskvöldið 16. janúar
Herramenn
leika fyrir dansi.
★
Glæsilegur matseðill.
★
Sunnudagsveisla á Súlnabergi
Súpa, reykt grísakjöt með rauðvínssósu
og/eða Roast beef Bearnaise
Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar
og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði.
Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vi gjald fyrir 7-12 ára.