Dagur - 15.01.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. janúar 1993 - DAGUR - 11
Mannlíf
Þeir kunna vel að meta góðan mat stjórnarmennirnir í Þengli, eins og reyndar aðrir félagar. F.v. Þórður Ólafsson,
Ásgeir Kristinsson, formaður og Jakob Þórðarsson.
Lionsklúbburinn Þengill á Grenivík:
Hangikjötsveísla
á fyrsta fundi ársins
Félagar í Lionsklúbbnum
Pengli á Grenivík, hafa
fyrir sið að hefja klúbb-
starfið á nýju ári með
hangikjötsveislu. Kemur
þá hver og einn með
hangikjöt og annað með-
læti að heiman á fyrsta
fund ársins.
Félagar í Þengli, sem
eru 22, hafa mest að gera í
klúbbstarfinu fyrir jólin.
Þeir selja sælgætispoka í
kauptúninu og næsta ná-
grenni, setja upp jólatré
við kjörbúð KEA og sjá
um áramótadansleikinn á
Grenivík, svo eitthvað sé
nefnt.
Annars er markmið
þeirra félaga í Þengli það
sama og í öðrum lions-
klúbbum, þ.e. að starfa í
góðum félagsskap og
vinna að góðum málefn-
um. Myndirnar sem hér
fylgja með voru teknar á
hangikjötsfundinum fyrir
skömmu. -KK
Harðfiskur og laufabrauð er ómissandi á veisluborðið. F.v. Haukur Ingólfs-
son, Hermann Daðason og Friðrik Þorsteinsson.
Það er betra að vanda sig við að tyggja ekki síst þegar myndavél er beint að
manni. F.v. Hermann Ingólfsson, Órn Árnason og Grétar Guðmundsson.
Myndir: BI
Jóhann Ingólfsson fær sér væna hangikjötssneið og félagar hans fylgjast vel með.
iítsata
Útsalan hefst í dag
Nýtt kortatímabil
Þolfimi
+ Tækjasalur
+ Tölvustýröar
stígvélar
+ Þolfimi
+ Pallar
+ Þrekhringir
+ Karlatímar
+ Kvennatímar
+ Fyrirlestrar
um næringu
Fullkomnasta
æfingastöö
á Norðurlandi
Upplýsingar og
innritun í
síma 25266.
Guðmundur
Valgerður
Jóhannes Geir
Þingmenn Framsóknarflokksins
Fundir og viðtalstímar
Ólafsfjörður. Sunnudagur 17. janúar: Fundur meö trúnað-
armönnum í Tjarnarborg kl. 20.
Akureyri. Mánudagur 18. janúar: Fundur meö trúnaðar-
mönnum í Hafnarstræti 90 kl. 20.30.
Dalvík. Þriðjudagur 19. janúar: Viðtalstími í Bergþórshvoli kl.
17.00-19.00.
Fundur með trúnaðarmönnum á Dalvík og nágrenni kl. 20.30
í Bergþórshvoli.
Mývatnssveit. Miðvikudagur 20. janúar: Almennur stjórn-
málafundur kl. 21 í Hótel Reynihlíð.
Stórutjarnaskóli. Fimmtudagur 21. janúar: Almennur stjórn-
málafundur í Stórutjarnaskóla kl. 21.
Akureyri. Föstudagur 22. janúar: Viðtalstími kl. 15-181 Hafn-
arstræti 90. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 21180.