Dagur - 15.01.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. janúar 1993 - DAGUR - 15
Íþróttir
Halldór Arinbjarnarson
Bikarkeppnin í körfuknattleik:
Stólarnir mæta SnæfeHingum
í undanúrslitum á sunnudagmn
Tindastólsmenn hafa staðið í
ströngu að undanförnu. Eftir
mikla svaðilför suður yfir heið-
ar nú í vikunni, þar sem liðið
lék tvo leiki í úrvalsdeildinni,
stendur fyrir dyrum undan-
úrslitaleikur í bikarkeppninni.
Liðið só Njarðvíkinga út í 8
liða úrslitum á eftirminnilegan
hátt og á sunnudaginn verða
Snæfellingar heimsóttir til
Stykkishólms.
Liðinu hefur ekki gengið sem
best í deildinni í vetur. Að
afloknum 16 leikjum er það með
10 stig og 11 sinnum hefur það
beðið lægri hlut. Hverfandi líkur
eru á að sæti í úrslitakeppninni
náist að þessu sinni, en Tindastóll
er 12 stigum á eftir Haukum sem
eru í 2. sæti riðilsins.
í bikarkeppninni hafa Stólarnir
hins vegar verið ósigrandi og nú
er stórleikur framundan. „Pessi
Ólympíumót ungmenna á skíðum:
Norðlendingar með 2 fulltrua
sagt frá för þeirra félaga er nær
dregur mótinu.
Þann 6. febrúar nk. stendur1
fyrir dyrum fyrsta Ólympíumót
unglinga á skíðum. Mótið
verður haldið á Ítalíu og stend-
ur yfir í nokkra daga. Frá
íslandi fara 6 keppendur, 4
sem keppa í Alpagreinum og 2
í göngu. Tveir af Alpagreina-
mönnunum koma af Norður-
landi en það eru þeir Bjarmi
Skarphéðinsson frá Dalvík og
Ólafsfirðingurinn Gísli Már
Helgason.
Þeir félagar keppa báðir í sama
aldursflokki, 15-16 ára og voru
valdir vegna frammistöðu sinnar
síðastliðinn vetur þar sem þeir
þóttu standa sig best af jafnöldr-
um sínum. Bjarmi og Gísli hafa
æft af kappi að undanförnu en
hér verður um mjög stórt mót að
ræða með keppendur allsstaðar að
úr heiminum. An efa mun það
veita mikla og góða reynslu sem á
eftir að nýtast þeim í framtíðinni.
Undirbúningur Ólympíufaranna
er nú á lokastigi og nánar verður
leikur leggst bara vel í mig,“ sagði
Valur Ingimundarson þjálfari.
„Það er ljóst að við munum
leggja allt undir í þessum leik því
heiður liðsins er að veði. Okkur
hefur ekki gengið sem skyldi í
íslandsmótinu og nú leggjum við
alla áherslu á bikarinn.“ Ray-
mond Forster hefur leikið mjög
vel fyrir Tindastól í þeim leikjum
sem búnir eru. Valur kvaðst
ánægður með frammistöðu hans
og að leikmannaskiptin hefðu
verið góð. Síðan er að sjá hvort
Stólarnir ná sér á strik á sunnu-
daginn kl. 16.00 þegar flautað
verður til leiks í Stykkishólmi og
hvort veðurguðirnir verða í góðu
skapi svo leikurinn geti farið
fram.
Tindastólsmenn ætla að leggja allt
undir á sunnudaginn.
íþróttamaður Norðurlands 1992:
Úrslitin kimngerð á morgun
- ljóst hverjir eru í 10 efstu sætunum
Á morgun laugardag veröa
kunngerð úrslit í valinu á
fþróttamanni Norðurlands
'1992, en Dagur stendur sem
kunnugt er að kjörinu í sam-
vinnu við lesendur sína. Þá
verða þeim sem höfnuðu í 5
efstu sætunum veittar viður-
kenningar og hefur því íþrótta-
fólki þegar verið boðið til
þeirrar athafnar.
Mjög góð þátttaka var af hálfu
lesenda og einn þeirra mun á
morgun eignast glæsilegt ferða-
tæki með geislaspilara, útvarpi og
tvöföldu segulbandi frá Radíó-
íþróttamaður Norðurlands 1991,
Eyjólfur Sverrisson er aftur á listan-
Körfubolti, 1. deild karla og kvenna:
Þór og UFA leika við ÍS
- Tindastólsstelpur leika tvívegis fyrir sunnan
Akureyrarliðin Þór og UFA
sem bæði taka þátt í 1. deildar
keppninni í körfubolta fá
Stúdenta í heimsókn nú um
helgina. Hið unga kvennalið
Tindastóls í körfuknattleik
leikur líka við ÍS og einnig við
ÍR. Báðir þeir leikir verða fyrir
sunnan.
í kvöld kl. 20.30 leika Þór og
Þessi mynd var tekin þegar Þór og UFA áttust við fyrr í vetur. Liðin fá Stúd-
enta í heimsókn um helgina. Mynd: Robyn
ÍS í íþróttahöllinni. Þórsarar
berjast um efsta sæti riðilsins við
Reyni frá Sandgerði og geta
komist upp að hlið þeirra með
sigri í kvöld. Á morgun kl. 16
mætast síðan UFA og ÍS í
Skemmunni og þar má búast við
jöfnum og æsispennadi leik því
bæði lið hafa án efa hug á að bæta
stöðu sína í deildini.
Sterkt billiard-
mót í Gilinu
í dag hefst í knattborðsstof-
unni Gilinu á Akureyri stiga-
mót í billiard sem er liður í
íslandsmótinu. Mótið heldur
áfram á morgun og lýkur á
sunnudaginn. Til leiks mæta
aUir sterkustu spilarar landsins
og því er tilvalið að bregða sér
í Gilið og sjá billiard eins og
hann gerist bestur hérlendis.
Þegar hafa nokkur stigamót
verið haldin sunna heiða og nú er
röðin komin að Norðlendingum.
Hörð barátta er um efstu sætin
þar sem tveir efstu spilararnir
tryggja sér þátttökurétt á Evr-
ópumótinu í Finnlandi. Það verð-
ur því án efa hart barist og hvergi
gefið eftir.
nausti. Samkvæmt venju er
kunngert hverjir höfnuðu f 10
efstu sætunum en þau eru í staf-
rófsröð:
1. Alfreð Gíslason, handknattleikur.
2. Baldur Guðlaugsson, hestaíþróttir.
3. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrna.
4. Freyr Gauti Sigmundsson, júdó.
5. Hlynur Birgisson, knattspyrna.
6. Kristinn Björnsson, skíði.
7. Rut Sverrisdóttir, sund.
8. Sigurpáil. Á. Aðalsteinss., handkn.
9. Stefán Thorarensen, frjálsar/boccia.
10. Sveinbjörn Hákonarson, knattspyrna.
sem
Á morgun verða síðan
fyrr segir 5 úr þessum hópi veittar
sérstakar viðurkenningar og þá
kemur í ljós hver hlýtur sæmdar-
heitið íþróttamaður Norðurlands
1992. Greint verður frá úrslitun-
um í þriðjudagsblaði Dags.
íþróttir
helgariimar
BILLIARD:
Föstud. kl. 15.00 til sunnudags í Gil-
inu:
Stigamót sem er liður í íslandsmóti.
FJRÁLSAR:
Laugardagur:
Norðurlandsmot í frjálsum íþróttum
innanhúss í fþróttahöllinni á Akur-
eyri og hefst kl. 13.00
JÍJDÓ:
Laugardagur: Afœlismót í júdó hjá
yngri tlokkum K.A kl. 13.00
KNATTSPYRNA:
fslandsmöt (innanhússknattspyrnu:
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Föstudagur: 1. deild kvenna: IS-Tindastóll kl. 20.00
1. deild karlu: Þór-ÍS kl. 20.30
I.eikið í iþröttahöllinni. Laugardagur: 1. deild karla: UFA-ÍS Leikið í Skemmunni. kl. 16.00
1. deild kvcnna: ÍR-Tindastóll kl. 17.00
Sunnudagur: Bikarkeppni KKÍ:
Sníefell-Tindastóll kl. 16.00
SKÍÐI:
Laugardagur: KA-mót í svigi kl. 11. tX)
Kjarnagangan 1993 kl. 13.00
Kjamaganga
- hefst kl. 13.00
Á morgun verður fyrsta skíða-
göngumótið fyrir almenning á
Akureyri á þessum vetri. Það
er Kjarnagangan í Kjarnaskógi
og hefst hún kl. 13.00.
Kl. 14 verður brautin sfðan
opnuð fyrir þá sem vilja trimma
án tímatöku. í mótslok verður
verðlaunaafhending, boðið verð-
ur upp á hressingu og viðurkenn-
ingar veittar öllum keppendum.
Nánari upplýsingar fást í síma
24047 og 24599.
Norðurlandsmót
í firjálsíþróttum
Á morgun verður Norður-
landsmótið í frjálsum íþróttum
innanhúss haldið í 2. sinn.
Mótið fer fram í íþróttahöll-
inni á Akureyri og hefst kl.
13.00. Til leiks eru skráðir 104
keppendur frá 5 félögum og
héraðssamböndum.
Sigurður Magnússon hjá UFA,
sem heldur mótið, sagði greini-
legt að þetta mót væri komið til
að vera, það sýndi fjöldi kepp-
enda og sá áhugi félaganna á
þessu móti. Mótið er kærkomin
upphitun fyrir íslandsmótið sem
hefst í næsta mánuði. Búast má
við spennadi keppni og sjálfsagt
fyrir fólk að kíkja við í Höllinni.
íslandsmót
í innanhúss-
knattspymu
Nú um helgina lýkur íslands-
mótinu í innanhússknatt-
spyrnu. Þá verður leikið í 1. og
2. deild karla og meistara-
flokki kvenna. Alls verða 8
norðlensk lið í eldlínunni um
hejgina.
í 2. deild karla eru 5 lið af
Norðurlandi. HSÞb er í A-riðli,
KS í B-riðli, Tindastóll í C-riðli
og Dalvík og Leiftur saman í D-
riðli. Keppni í 2. deild fer fram á
laugardaginn. Akureyrarstúlkur í
ÍBA keppa á sunnudaginn í
íþróttahúsinu við Austurberg í
Reykjavík. Keppni í 1. deild
karla fer fram á sunnudaginn í
Laugardalshöll. Þar verða KA-
menn og Þórsarar í eldlínunni.
Núverandi íslansmeistarar í karla-
flokki eru Skagamenn en UBK í
kvennaflokki, en þetta eru sömu
lið og urðu íslandsmeistarar í
haust í utanhússknattspyrnunni.
Skíði:
KA-mót í svigi
Fyrsta alpagreinamót vetrarins
í Hlíðarfjalli fer fram á morgun
laugardag og hefst kl. 11.00.
Þetta er svigmót og kallað KA-
mót.
Keppt verður í eldri aldurs-
flokkum, þ.e. flokki 13-14 ára,
15-16 ára og einnig karla- og
kvennaflokki. Mótið fer fram
upp við Strýtu og er að sjálfsögðu
öllum heimil þátttaka.
Júdómót
Afmælismót yngri flokka KA í
júdó fer fram um helgina. Kepp-
endur verða um 100 talsins og að
keppni lokinn verður boðið upp á
kaffi.