Dagur - 25.02.1993, Page 7
Fimmtudagur 25. febrúar 1993 - DAGUR - 7
Náungakærleikann má finna víða
Ört vaxandi atvinnuleysi á ís-
Iandi hefur orðið tilefni margra
blaðagreina að undanförnu.
Laugardaginn 20. febrúar birtist
grein í Degi eftir Sigríði Þor-
grímsdóttur, blaðamann, er bar
yfirskriftina „Hvar er náunga-
kærleikurinn?" f greinarkorni
þessu opinberar blaðamaðurinn
fákunnáttu sína um þá aðstoð
sem kirkjan og stéttarfélögin
veita þeim sem eru í atvinnuleit.
Gagnrýni er ágæt sé hún
sanngjörn, en allt tal um að það
geti ekki verið uppbyggjandi
a.m.k. til lengdar, að grafa haus-
inn í sandinn og láta sem nei-
kvæðar hliðar mannlífsins séu
ekki til, á ekki við þegar rætt er
um starf kirkjunnar, verkalýðs-
félaganna og þess fólks sem er í
atvinnuleit.
Ég vil upplýsa blaðamanninn
og lesendur Dags um að á Akur-
eyri er unnið mikið starf til hjálp-
ar þeim sem eru í atvinnuleit.
Starfshópur skipaður sjö fulltrú-
um frá kirkju, verkalýðsfélögum,
heilsugæslustöð og frá þeim sem
eru í atvinnuleit er að störfum og
starfið er markvisst í þágu þeirra
atvinnulausu. Hvern miðvikudag
er opið hús í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju þar sem boðið
er upp á fræðsluerindi af ýmsu
tagi er taka til vandamála þeirra
sem eru í atvinnuleit og lausna á
vandamálunum.
í upphafi starfs nefndarinnar
var komið á fót tveimur kjarna-
námskeiðum, þar sem fjallað var
um rétt atvinnulausra og stöðu,
um sjálfsuppbyggingu og sam-
neyti fólks á vinnustöðum.
Aðsókn var mikil og því þótti
sjálfsagt að halda áfram á sömu
braut.
Nú var leitað til þeirra sem
hafa með fullorðinsfræðslu að
igera við Verkmenntaskólann á !
:Akureyri og þeir skipulögðu
ikennslu fyrir þá sem eru í
atvinnuleit. Kennslan er jafnt
bókleg sem verkleg. Yfir eitt
hundrað skráningar bárust á
námskeiðin og kennsla er hafin á
fullu, þakkir sé þeim er málum
ráða í Verkmenntaskólanum á
Akureyri.
Atvinnuleysi er mikið böl og
atvinnuleysisvofan hrjáir margan
manninn á Akureyri, sem víðar á
íslandi. Fólk það sem er í
atvinnuleit er flest hörkuduglegt
og á annað hlutskipti skilið en að
vera iðjulaust. Sárast þykir mér
að horfa upp á ungt fólk, vel
menntað, sem er tilbúið að koma
út í atvinnulífið en er hafnað.
Margar spurningar vakna í þessu
sambandi, en ekki sú sem Sigríð-
ur blaðamaður veltir upp.
Náungakærleikann má finna víða
og baráttuþrek þeirra sem eru í
atvinnuleit er víðast óbilað.
Iif og fjör
á öskudagiim
Öskudagurinn fór fram með
hefðbundnum hætti á Akureyri í
gær. Börn risu eldsnemma úr
rekkju, klæddu sig í búninga og
héldu af stað í fyrirtæki og versl-
anir og sungu þaulæfð lög fyrir
starfsmenn. Að launum hlutu
þau sælgæti og annað gott svo
sem venja er. Kötturinn var sleg-
inn úr tunnunni á Ráðhústorgi og
einhverjir kræktu skrautlegum
pokum á vegfarendur, en söngur-
inn og sælgætissöfnunin var þó
höfuðmálið. í dag má búast við
að börnin rísi seint og illa úr
rekkju og séu skapstygg sum hver
í kjölfar þess að blóðsykurinn
hefur fallið mjög eftir sætindaát
gærdagsins. SS/Myndir: Robyn
Samtök búvélasafnara:
Stofnfundur á
Hótel Norðurlandi
Stofnfundur samtaka búvélasafn-
ara verður haldinn á Hótel
Norðurlandi í dag, fimmtudaginn
25. febrúar, og hefst hann kl. 21.
Menn eru hvattir til að koma og
fræðast eða til að miðla af sínum
fróðleik og taka þátt í mótun
þessara nýju samtaka. Allir eru
velkomnir, en kaffi verður til
sölu á fundinum.
Nánar var greint frá þessum
fyrirhugaða fundi í blaðinu í gær
en þá gleymdist að geta um fund-
arstað, en sem fyrr segir verður
fundurinn haldinn á Hótel
Norðurlandi kl. 21 í kvöld.
Kymiing á ITC
á Norðurlandi
Um næstu helgi, dagana 26. til
28. febrúar, gefst þeim sem búa á
norðaustur hluta landsins tæki-
færi til að kynnast ITC sam-
tökunum. ITC-samtökin verða
með kynningu á samtökunum í
^barnaskólanum Þórshöfn kl. 14 á
morgun, föstudag, á Hótel Húsa-
vík á laugardag kl. 14 og í Safn-
aðarheimili Glerárkirkju á Akur-
eyri nk. sunnudag kl. 14. Á fund-
lunum verður fjölbreytt fræðsla
um starfsemi samtakanna auk
þess sem fræðsla verður um fram-
komu í ræðustól o.fl. Þessir fund-
ir ITC-samtakanna eru öllum
opnir og ókeypis aðgangur.
(Fréttatilkynning)
SJALLINN
Föstudags-
og
laugardagskvöld
Stjórnin
Kjallarinn
Föstudags-
og
laugardagskvöld
Tregasveitin
smÍNN