Dagur - 27.02.1993, Síða 2

Dagur - 27.02.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993 Fréttir Bæjarsjóður Dalvíkur: Mikfl óánægja með gjaldskrá vegna sorphirðu Töluverðrar óánægju hefur gætt hjá ýmsum forráðamönn- um fyrirtækja á Dalvík með þá ákvörðun bæjarstjórnar Dal- víkur að gjaldfæra fyrirtæki vegna sorphirðu í bænum, en gjaldið er innheimt til að standa straum af kostnaði vegna sorphirðu og flutningi á því á urðunarstað frammi á Glerárdal ofan Akureyrar. Margir álíta sem svo að með þessari gjaldskrá sé verið að láta fyrirtækin greiða hluta af Sjávarréttakvöld 6. og 13. mars 40-50 tegundir sjaldgæfra sjávarrétta, heitra og kaldra á hlaðborði. ★ Veislan hefst kl. 20.00 með hanastéli og ljúfri tónlist. Dansað til kl. 03.00. ★ Vinsamlega pantið tímanlega því þegar er mikið bókað. Síminn er 61488 og 61405. ★ SÆLUHÚSIÐ DALVÍK Sprengihelgi Coka Cola 11/2 lítri 69 kr. Diet Coke 11/2 lítri 69 kr. Vanilluísstöng áður 369 kr. nú 259 kr. (heimilispakki) Akra sntjörlfki 500 g 75 kr. Epli rauð 65 kr. kg Pampers lukkuleikur Sunnudagur P.S. vörukynning Sjáumst í Nettó Verið hagsýn - Verslið í Nettó Ódýr markaður Allra hagur Kreditkortaþjónusta Opið mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30. Laugardaga kl. 10-16. Sunnudaga kl. 13-17. J* þeim kostnaði sem fylgir sorp- hirðu heimilanna á Dalvík og eins eru margir óánægðir með það hvernig fyrirtækin eru flokkuð niður í gjaldflokka og telja að þar sé lítið sem ekkert tillit tekið til hversu mikið sorp berst frá viðkomandi fyrirtæki og vilja að flokkunum sé fjölg- að til þess að meira samræmis sé gætt milli einstakra fyrir- tækja. Fyrirtækin eru flokkuð í fjóra gjaldflokka eftir stærð og öll greiða þau fast grunngjald kr. 5.000. Fjögur fyrirtæki, Kaup- félag Eyfirðinga - kjörbúð, Kaupfélag Eyfirðinga - frystihús, Sæplast hf. og Söltunarfélag Dal- víkur eru í 1. flokki en þar er gjaldið kr. 200.000 á ári. í 2. flokki er gjaldið kr. 100.000, í 3. flokki kr. 50.000 og í 4. flokki og jafnframt þeim flokki sem langflest fyrirtækin lenda í er gjaldið kr. 5.000. í gjaldskrá um sorphirðu í Dalvík- urbæ segir svo m.a. í 2. gr.: „Inn- heimt skal kr. 4.000 af öllum íbúðum á Dalvík fyrir hirðingu og förgun sorps. Innheimt skal kr. 5.000 af öllum atvinnufyrir- tækjum á Dalvík fyrir förgun sorps og framleiðsluúrgangs sem til fellur." Af hverri íbúð skal því greiða kr. 4.000 á ári og lægsta gjald hjá fyrirtæki er kr. 10.000. Heimilt er þó að fella álagningu sorphreinsigjalds niður ef eigend- ur annast alla hirðingu og flutn- ing sorps á förgunarstað sjálfir, þ.e. upp á Glerárdal ofan Akur- eyrar. Ef allir einstaklingar og fyrirtæki sem eru með rekstur á Dalvík nýta sér þjónustu bæjar- ins verður heildarupphæð greiðslna samtals kr. 3.910.000. Samkvæmt samþykkt Bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar er sorp- hirðugjald á íbúðarhúsnæði þar kr. 3.500 sem er 14% lægra en á Dalvík og auk þess 18 km lengra frá Akureyri tii Ólafsfjarðar en til Dalvíkur og fyrir Ólafsfjarðar- múla og gegnum jarðgöngin að fara. Fimm aðilar á Ólafsfirði eru í hæsta sorphirðuflokknum sem er kr. 84.000. Síðan kemur gjaldflokkur að upphæð 42.000. þá 28.000, 21.000, 14.000, 7.000 Útvarpsmál Ólafsfirðinga: Lagning jarðstrengs ekki á dagskrá hjá Ríkisútvarpinu - aðalvandamálið hefur verið sjávarselta Umdæmissstjóri pósts og síma, Ársæll Magnússon, ræddi við forráðamenn Olafsfjarðarbæj- ar í vikunni og kynnti þeim m.a. þá áæltun RARIK að fyr- ir dyrum stæði að skipta út Skeiðfossvirkjun til Ólafsfjarð- ar inn undir Kálfsá en síðan verður sú lögn notuð fyrir sveitalínuna á þessu svæði. Akureyri: Fjölmenni á námskeiðum fyrir at- vinnulausa Á annað hundrað atvinnulaus- ir einstaklingar á Akureyri hafa síðustu daga stundað nám af kappi á fjölbreyttum nám- skeiðum á vegum Verkmennta- skólans á Akureyri og hjá Tölvufræðslunni á Akureyri. Félagsmálaráðuneytið fjár- magnar námskeiðahaldið. Námskeiðin hófust um miðjan febrúar og þeim lýkur um miðjan mars. Brynja Skarphéðinsdóttir, fræðslufulltrúi Verkalýðsfélags- ins Einingar, segir að mikil og almenn ánægja hafi verið með námskeiðin. Mestur áhugi var fyrir tölvunámskeiðum og að sögn Helga Kristinssonar hjá Tölvufræðslunni á Akureyri hafa á milli 55 og 60 manns sótt þau. Helgi sagði að um væri að ræða byrjendanámskeið og þátttak- endur væru á öllum aldri. En fleiri námskeið hafa reynst vinsæl. Brynja nefndi ensku, matreiðslu og saumaskap. Hins vegar var ekki mikill áhugi fyrir stærðfræði og dönsku. óþh og loks 3.500 eins og áður er getið. Samtals greiða einstakling- ar og fyrirtæki í rekstri í Ólafs- firði kr. 1.410.500 í sorphirðu- gjald og er augljóslega verulegur munur á hæsta gjaldflokki á Dal- vík og í Ólafsfirði sem og reyndar allri gjaldskránni. Dalvíkurapótek er einnig með rekstur í Ólafsfirði og ætti starf- semin að flokkast svipað. Sam- kvæmt gjaldskránni á Dalvík greiðir fyrirtækið kr. 55.000 en í Ólafsfirði kr. 14.000. Mánudaginn 15. febrúar sl. var haldinn fundur á Sæluhúsinu á Dalvík þar sem þessi mál voru rædd og einn aðili á Dalvík, Stef- án Friðgeirsson, hefur lýst áhuga sínum á að gera tilboð í flutning á sorpi frá fyrirtækjum á Dalvík á förgunarstað upp á Glerárdal. Safnað var undirskriftarlistum með nöfnum forráðamanna þeirra fyrirtækja sem áhuga hafa á því að kanna það hvort hægt er að framkvæma sorphirðuna með ódýrari hætti, t.d. með samning- um við Stefán Friðgeirsson. Stef- án hefur verið að ræða við ýmiss fyrirtæki á Dalvík undanfarna daga til að kanna hvort einhver grundvöllur er fyrir því að gera þeim tilboð. Stefán á sorpbíl og igámabíl og þarf því ekki að fjár- festa í nýjum tækjum til að geta tekið þetta verkefni að sér ef um .semst. GG Þessar umræður tengjast því að endurvarp fyrir Ríkis- útvarpið og Sjónvarpið er á sveitalínunni við Burstabrekku og dettur hnan iðulega út ef eitt- hvað álag myndast og Ólafs- firðingar þar með sambands- lausir sem er mjög bagalegt því allar tilkynningar vegna t.d. náttúruhamfara eiga að fara fram gegnum Ríkisútvarpið. Aðalvandamálið á þessu svæði hefur verið sjávarselta en við þessa breytingu batnar rekstrar- öryggið nokkuð. Lagning jarð- strengs frá Ólafsfjarðarbæ að endurvarpsstöðvunum er mjög kostnaðarsöm, áætlaður kostnað- ur 1,5 milljónir króna, og Ríkis- útvarpið getur eins og er ekki ráðist í slíkar framkvæmdir. Ársæll Magnússon segist kynna yfirstjórn Pósts og síma málið með bréfi en vill taka það sér- staklega fram að Póstur og sími hafi ekkert með lagningu jarð- strengs að gera, það sé alfarið ákvörðun Ríkisútvarpsins að fjármagna þá framkvæmd en Póstur og sími sé aðeins verktaki. Öryggi Ólafsfirðinga í útvarps- málum var aðeins hluti af þeim viðræðum sem Ársæll átti með þeim. Einnig kynnti hann þeim þær breytingar sem orðnar eru þar á símakerfinu en í desem- bermánuði sl. var tekin þar í notkun ný, stafræn símstöð. Jafn- framt voru póstflutningar á dagskrá, en um tíma hefur bætt póstþjónusta við Ólafsfjörð, Dal- vík og Hrísey verið til umræðu en Héraðsnefnd Eyjafjarðar óskaði eftir því við samgönguráðuneyt- ið að gerð yrði úttekt á flutninga- málum í Eyjafirði og hefur borist skýrsla um þetta mál frá Byggða- stofnun en henni var falið að ann- ast úttektina. Með hliðsjón af þessari skýrslu mun endurskoðun póstflutningamálanna við utan- verðan Eyjafjörð eiga sér stað. GG Siglufjörður: Bæjannála- punktar ■ Á fundi bæjarráðs fyrir nokkru var lagt fram bréf frá Herning kommune í Dan- mörku þar sem skýrt er frá hugmyndum um sameiginleg evrópsk mótmæli gegn þjóð- remþu og pólitísku ofbeldi. ■ í umsögn bæjarráðs Siglu- fjarðar um skýrslu sveitar- félaganefndarinnar svonefndu kemur fram að „það sé grund- vallaratriði að ná samkomu- lagi um breytingar á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélag- anna áður en endanlegar tölur um breytingar á umdæmum þeirra verða til.“ ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita afslátt af gjaldskrá skíðalyftunnar í Skarðsdal yfir páskahátíðina. ■ Theodór Júlíusson, leikari, mun hafa yfirumsjón með Síldarævintýrinu ’93 á Siglu- firði um verslunarmannahelg- ina í sumar. Bæjarráð hefur samþykkt að óska eftir því við Örlyg Kristfinnsson, Sturlaug Kristjánsson, Guðna Sölva- son, Baldvin Valtýsson og Björn Valdimarsson að sitja í undirbúningsnefnd ásamt Theodóri. ■ Áfengisvarnarnefnd mælir ekki með vínveitingaleyfi fyrir Nýja Bíó hf. í bókun nefndar- innar segir: „Ekki er ástæða til að ætla að fjölgun þeirra staða sem bjóða til sölu áfengi utan ojmunartíma útsölustaða ÁTVR, hafi þau áhrif að minnka áfengisneyslu, heldur þvert á móti auka hana og þar með frekar auka en draga úr þeim vandamálum sem þegar eru til staðar í okkar samfélagi og rekja má til notkunar áfengis. í ljósi þessa er öll nefndin sammála um að mæla ekki með vínveitingaleyfi fyrir Nýja Bíó hf.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.