Dagur - 27.02.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Spáð i veðrið.
Mynd: Robyn
Sundlaug Glerárskóla til umræðu í bæjarráði:
Áætlaður kostnaður við skápa
og loftræstingu 3,7 milljónir
- bæjarráð tekur undir sjónarmið íþrótta- og tómstundaráðs
Eins og Dagur greindi frá í gær
er loftræstikerfi Sundlaugar
Glerárskóla mjög gallað og
skápar í búningsklefum ónýtir.
Aætlaður kostnaður við að
lagfæra þessi atriði er hátt í 3,7
milljónir króna. Þetta kom
fram í bókun íþrótta- og tóm-
stundaráðs sem tekin var til
umræðu á fundi bæjarráðs
Akureyrar sl. fimmtudags-
kvöld.
Að sögn Sigurðar J. Sigurðs-
sonar, formanns bæjarráðs, er
áætlaður kostnaður við lagfær-
ingu á loftræstikerfinu 672 þús-
und krónur og kostnaður við að
skipta um alla skápa í búnings-
herbergjum er áætlaður 3 millj-
ónir króna. Pá hafa þau atriði
sem kippt hefur verið í liðinn og
getið var um í frétt Dags í gær
kostað samtals 1,5 milljónir
Punktarór
Ejjafjarðarsveit
■ Á síðasta fundi sveitar-
stjómar Eyjafjarðarsveitar var
ákveðið að lækka fasteigna-
skatt á þessu ári úr 0,4 í 0,36.
■ Á sama fundi var rætt um
stöðu atvinnumálaverkefnis,
sem er fullum gangi og að
standa Eyjafjarðarsveit,
Grýtubakkahreppur, Sval-
barðsstrandarhreppur og
Hálshreppur. Nokkrir hópar
starfa að þessu átaksverkefni
og var rætt á fundinum erindi
frá einum þeirra, sent fjallar
um gæða- og markaðsmál. í
erindinu er velt upp hugmynd
urn að opna skrifstofu sem
myndi aðstoða smáfyrirtæki
við að koma framleiðslu sinni
á markað. Sveitarstjórn
Eyjafjarðarsveitar tók vel í
erindið og er hún tilbúin til
viðræðna uni málið.
■ Þá var lagt fram erindi frá
Hreiðari Hreiðarssyni, veit-
ingamanni í Vín og rekstrar-
aðila Hótel Vinjar, þar sem
hann viðrar hugmynd um
hótelrekstur í gamla skólanum
að Laugalandi í Eyjafjarðar-
sveit. í hugmyndinni er gert
ráð fyrir að jafnvel verði um
að ræða heilsárshótel. Þetta
mál var ekki afgreitt á þessum
fundi sveitarstjórnar.
króna, þar af 493 þúsund vegna
gallaðra hreinsikúta og 456 þús-
und krónur kostaði að skipta um
gólfefni í sturtu- og búningsklef-
um.
Bæjarráð tók undir þau sjón-
armið íþrótta- og tómstundaráðs
að bæjarverkfræðingi og bæjar-
lögmanni verði falið að kanna
réttarstöðu Akureyrarbæjar
gagnvart hönnuðum og verktök-
um sundlaugarinnar og huga um
leið að innra eftirliti bæjarins.
Skoðað verður hvort eitthvað
hafi farið úrskeiðis við hönnun,
byggingu eða eftirlit og hver beri
ábyrgðina.
„Petta verður skoðað og auð-
vitað er nauðsynlegt að fá það
upp á borðið hvað þarna hefur
gerst. Þótt ekki sé óeðlilegt að
einhver frágangsvinna komi upp
við nýbyggingar hefur mönnum
fundist að of mörg atriði hafi far-
ið úr skorðum í sundlaugarbygg-
ingunni og vitanlega er íþrótta-
og tómstundaráð ekki sátt við að
taka fjármuni út úr sínum rekstri
til að mæta svo miklum viðhalds-
kostnaði við byggingu sem ráðið
á að taka við fullfrágenginni,“
sagði Sigurður. SS
Könnun Bylgjunnar á Akureyri:
Yfir helmingur þátttakenda ber
ekki fiillt traust tíl forystu-
manna verkalýðshreyfingarinnar
- og telur að verkfall skili ekki bættum lífskjörum
Umsjónarmenn þáttarins
„Þessi þjóð“ á útvarpsstöðinni
Bylgjunni stóðu fyrir könnun í
þessari viku, þar sem spurt var
um traust almennings til for-
ystu verkalýðshreyfingarinnar
annars vegar og hins vegar
hvort allsherjarverkfall launa-
fólks geti bætt lífskjörin. Á
Akureyri lágu atkvæðaseðlar
frammi í Hagkaup og barst 191
svar.
í könnuninni kemur í ljós að
yfir helmingur þeirra er þátt tóku
telja að allsherjarverkfall geti
ekki bætt lífskjörin og yfir helm-
ingur þátttakenda ber ekki fullt
traust til forystumanna verka-
lýðshreyfingarinnar.
Fyrri spurningin hljóðaði svo:
„Telur þú að allsherjarverkfall
launafólks í dag geti bætt lífs-
kjörin"? Já sögðu 70, eða 36,7%,
Nei sögðu 103, eða 53,9% en
hlutlausir voru 18, eða 9,4%.
Seinni spurningin hljóðaði svo:
„Berð þú fullt traust til forystu-
manna verkalýðshreyfingarinn-
ar“? Já sögðu 59, eða 30,9%, Nei
sögðu 108, eða 56,5%, hlutlausir
voru 24, eða 12,6%. -KK
Bæjarráð Akureyrar:
AtvirmumálaneM hafi
forgöngu um átaks-
verkefni í ferðamálum
Miklar umræður spunnust
um ferðamál á fundi bæjar-
ráðs Akureyrar sl. fímmtudag
og var samþykkt bókun sem
kemur til afgreiðslu á fundi
bæjarstjórnnr Akureyrar nk.
þriðjudag.
Eins og fram hefur komið
hafa margir aðilar unnið að
undanförnu að ýmsu sem lýtur
að ferðamálum. Á sínum tíma
vann atvinnumálanefnd bæjar-
ins að stefnumótun í ferðamál-
um og fyrir liggur skýrsla sam-
starfshóps um ferðamál, skýrsla
Björns Björnssonar fyrir Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar um
jólasveina og fleira, erindi frá
Umferðarmiðstöðinni um hækk-
un á framlagi til upplýsingamið-
stöðvar, erindi frá Ráðstefnu-
skrifstofu íslands um hlutdeild
Akureyrarbæjar í henni, erindi
frá Gísla Gestssyni, þar sem
hann býður fram aðstöðu fyrir
upplýsingamiðstöð í væntan-,
legu húsi við Kaupvangsstræti
og erindi frá Ferðaþjónustu
Akureyrar.
„Bæjarráð leggur til við
bæjarstjórn að atvinnumála-
nefnd hafi forgöngu um að
vinna átaksverkefni á sviði
ferðamála, sem yrði unnið af
hálfu atvinnumálanefndar, Iðn-
þróunarfélagsins, héraðsnefnd-
ar og hagsmunaaðila á svæðinu.
Markmiðið með þessari vinnu
yrði að fá fleiri ferðamenn til
þess að heimsækja þennan
landshluta og dvelja hér lengur
í senn. Við viljum gjaman sjá
að sá tillögu- og upplýsinga-
grunnur sem fyrir er verði nýtt-
ur til þess að vinna að verkefni
sem spanni að minnsta kosti
þrjú ár og lögð verði áhersla á
Eyjafjarðarsvæðið sem eina
heild og eitt markaðssvæði,"
sagði Sigurður J. Sigurðsson,
formaður bæjarráðs Akureyrar.
óþh
Ákveðið að ræða
við Úrbótamenn
Eins og fram kom í Degi í gær
er stefnt að því að svokallaðir
Úrbótamenn standi á næstunni
að stofnun fyrirtækis um end-
urvinnslu plast- og pappírs-
úrgangs.
Fyrir bæjarráðsfundinum sl.
fimmtudag lá erindi frá Úrbóta-
mönnum um hugsanleg kaup á
húseign Akureyrarbæjar að
Réttarhvammi 3, þar sem Tré-
smiðjan Tak hf. er nú til húsa.
Sigurður J. Sigurðsson sagði að
bæjarráð hafi ákveðið að hitta
Úrbótamenn í næstu viku og
jafnframt skoða umrædda hús-
eign við Réttarhvamm. „Menn
eru ekki neikvæðir út í að þetta
húsnæði verði nýtt, spurningin
er með hvaða hætti skynsamleg-
ast sé að bærinn komi inn í
þessa mynd," sagði Sigurður.
óþh
Eyjafjarðarsvæðið
verði tekið inn
í byggðaáætlun
Töluverðar umræður hafa
spunnist í þjóðfélaginu að
undanförnu um byggðáætiun
fyrir 1993 til 1996, sem
Byggðastofnun hefur unnið.
Bæjarráð fjallaði um þetta
plagg á fundi sínum sl.
fímmtudag.
„Segja má að í meginatriðum
lýsum við stuðningi við þau
stefnumótandi atriði sem þar
koma fram. Hins vegar viljum
við leggja sérstaka áherslu á að
eitt svæði verði byggt upp sem
öflugt mótvægi við höfuðborg-
arsvæðið og segjum að Eyja-
fjarðarsvæðið sé eini raunhæfi
kosturinn í því sambandi. Við
teljum að inn í þessa áætlun eigi
að setja sérstaka áætlun þar að
lútandi. Ef verið er að tala um
að flytja starfsemi frá höfuð-
borgarsvæðinu út á land, þá
teljum við skynsamlegast að
flytja hana á stað sem getur sýnt
öflugt mótvægi,“ sagði Sigurð-
ur. óþh
Norðurland vestra:
Þátttaka í opiirni viku grunnskólaima misjöfti
- foreldrar sem tóku þátt mjög ánægðir
Þátttaka í opinni viku grunn-
skólanna á Norðurlandi vestra
var misjöfn, að sögn Ingibergs
Guðmundssonar formanns
Kcnnarasambands Norðurlands
vestra. Þar sem vel tókst til
voru foreldrar mjög ánægðir
og Ingibergur telur fulla
ástæðu til að endurtaka opna
viku síðar.
Opna vikan stóð yfir dagana
8.-12. febrúar að tilhlutan Kenn-
arasambandsins. Þátttaka skól-
anna var misjöfn, flensan setti
víða strik í reikninginn og sums-
staðar var ekkert gert. Þar sem
skólar tóku þátt í opnu vikunni
tókst yfirleitt vel til og aðsókn
foreldra var ágæt. Aðsóknin var
best í yngri bekkjunum. Ingi-
bergur kvað foreldra hafa verið
afar ánægða og lagði á það
áherslu að foreldrar séu alltaf
velkomnir í skólana. Hann segir
fulla ástæðu til að foreldrar kynni
sér hvað fram fer í skólastarfinu,
enda séu börnin allt að 6-8 tíma á
dag í skóla. Ingibergur sagði að
þrátt fyrir misjafna þátttöku þá
hefði opna vikan sannað gildi
sitt. Hann sagði áhuga foreldra
talsvert kominn undir virkni for-
eldrafélaga og einnig hvatningu
frá skólunum. sþ