Dagur - 27.02.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 27.02.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 9 „Ég vil vera í nábýli við þá sem eru að takast á við listagyðjuna í Grófargili" - segir Þyrí Eydal, tónlistarkennari, í helgarspjalli Viðtal: Óli Q. Jóhannsson Mynd: Robyn degi. Sögu get ég sagt er við stelpurnar feng- um að flengja Júlíus bankastjóra. Við vinkonurnar fórum snemma á fætur til að flengja ættingjana og þáðum bollur fyrir. Eftir að hafa gætt okkur á bollunum vorum við staddar fyrir framan Útvegsbank- ann, en þar réð Júlíus Sigurðsson ríkjum. Ragnheiður konan hans var í bakgarðinum að gefa hænunum þegar ein stelpan spurði hvort við mættum flengja bankastjórann. Ragnheiður tók málaleitan okkar vel og dreif okkur upp á loft, þar sem bankastjór- inn svaf undir þykkri dúnsæng. Júlíus vakn- aði við fyrsta höggið og varð eitt sólskins- bros, hafði gaman af uppátækinu. Þegar við yfirgáfum bankastjórahúsið bauð frúin okk- ur í bollukaffi síðar um daginn, sem var þegið með þökkum. Þennan dag bragðaði ég í fyrsta sinn rjómabollu, en heima hjá mér voru alltaf rúsínubollur á boðstólum. Öskudagurinn var einnig litríkur og bún- ingarnir voru heimagerðir. Kötturinn var sleginn úr tunnunni með tilþrifum og liðin voru margmennari en í dag. Félagsandinn réð ríkjum og við lögðum mikla vinnu í að æfa sönginn. í dag hefur orðið breyting á til hins verra. Ekki er vandað til söngsins og krakkarnir hugsa aðeins um að bera sem mest úr býtum og eru því gjaman tvö og tvö saman. Efnishyggjan nú til dags ræður ríkj- um á öllum sviðum.“ Alla tíð hef ég búið hér við Skessunefið „Tíminn hefur flogið hratt. Sjötíu og fimm ár er þónokkur aldur og ég telst heppin að fá að kenna enn. Tvisvar í viku fer ég inn í Tónlistarskóla til að sinna nemendum mínum. Heilsubót mikil er að fara í göngu- ferðir þegar vel viðrar. Starf eldri borgara á Akureyri er viðamikið, en ég hef ekki fund- ið þörf hjá mér til að taka þátt í því. Margir, sem eru komnir á minn aldur, hafa selt hús sitt og búa nú í þjónustuíbúð. Ég hef ekki getað hugsað mér það hlutskipti enn sem komið er. Alla tíð hef ég búið hér við Skessunefið, er orðin bundin staðnum. Ég man vel eftir læknum sem rann hér niður Grófargilið og brúnni fyrir framan húsið þar sem Bautinn er nú. Steinþró var þarna einnig, sem bændur brynntu hestum sínum í, þegar þeir komu í kaupstaðinn. Hesthúsið í Carólínu Rest var hér ofar í gilkjaftinum og Mjólkursamlagið var hér við hliðina, fyr- ir sunnan og neðan húsið okkar. Á hverjum morgni vaknaði ég eldsnemma við skarkal- ann frá Samlaginu og varð því mjög fegin þegar tankbílarnir voru teknir í notkun. Með tilkomu tankvæðingarinnar gat ég sof- ið ögn lengur á morgnana. Nú eru listamenn bæjarins að hreiðra um sig í Grófargili og iðnrekstur Kaupfélags Eyfirðinga er á braut að mestu. Ráðgert er að Ketilhúsinu verði breytt í tónlistarhöll. Ég vildi gjarna lifa þann dag að vera í nábýli við tónlistar- musteri Akureyrarbæjar í Grófargili. Vaxt- arbroddur menningar er mikill í bænum okkar og ég lít til framtíðar björtum augum hvað það varðar. Nei, það kemur ekki til mála að ég flytji mig um set. Ég vil vera í nábýli við þá sem eru að takast á við lista- gyðjuna í Grófargili." ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.