Dagur - 27.02.1993, Síða 23

Dagur - 27.02.1993, Síða 23
í UPPÁHALDI Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 23 „Eldamermska í uppáhaldi enda er ég nautnamanneskja“ Elfa Ágústsdóttir dýralæknir kom til starfa á Akureyri 1985 og hefur frá upphafi starfað með föður sínum, Ágústi Þorleifssyni og Guðmundi Knudsen og hefur auk þess sérstak- lega sinnt umönnun gæludýra. Elfa er að byggja dýraspítala upp í Lög- mannshlíð sem tekinn verður í notk- un í haust og verður hann sambyggð- ur hesthúsi og hestaspítala og verður það algjör bylting á allri aðstöðu. Elfa er „original" Akureyringur, fædd og uppalin hér, faðir hennar er ættaður frá Hrísey en móðir hennar Akureyringur. Eiginmaður Elfu er Höskuldur Jónsson tamningamaður. Hvað gerirðu lielst ífrístundum? „Mínar fáu frístundir tengjast allar hestamennsku og sameinast þannig vel starfið og frístundimar." Hvaða matur er í mestu uppálialdi hjá þér? „íslenska lambakjötið og fískisúpa Maríu Grenó.“ segir Elfa Ágústsdóttir Elfa Ágústsdóttir. Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? ,JEg kaupi Dag og Moggann, Eiðfaxa og Hestinn okkar og fleira sem ég kemst yfir ef það tengist hesta- mennsku á einhvem hátt.“ Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi? „Fréttir og ýmislegt afþreyingarefni. Það er enginn sérstakur sjónvarps- þáttur sem heillar mig öðrum frem- ur.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Það er best að svara þessari spum- ingu þannig að af stjómarliðinu tel ég að Halldór Blöndai landbúnaðarráð- herra hafi staðið sig best.“ Hvar á landinu vildirðu helst báa fyrir utan heimahagana? „Ætli ég vildi ekki bara vera bónda- kona á litlu býii frammi í afdal t.d. fremst í Bárðadal því ég vildi vera á rólegum stað í sveit. Bárðadalur upp- fyllir ágætlega þau skilyrði." Hvað myndirðu kaupa ef þú fengir 100 þúsund kaU upp úrþurru? „Þetta þarf lítillar umhugsunar við. Ég mundi kaupa flísar á nýja dýra- spítalann og þar með væri peningur- inn uppurinn." Uppáhaldsdrykkur? „Tvímælalaust bjór, rauðvín og sóda- vatn.“ Ertuhamhleypa til allra verka á heim- iiinu? „Ég geri það sem gera þarf en ég held að ég sem mest hamhleypa við eldamennskuna, enda í nokkru uppá- haldi. Það dregur hins vegar frekar úr því þegar kemur að því t.d. að ryk- suga eða þurrka af.“ Spáirðu mikið í heUsusamlegt líferni? „Nei, alls ekki neitt. Ég er mikil nautnamanneskja, sérstaklega á mat og ég tel að það hollasta sem maður gerir er að láta sér líða vel. Það er mitt „rnottó" gagnvart heilsusamlegu lífemi.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? ,Æg er að lesa bók sem heitir „Sálm- ur að leiðarlokum" eftir Norðmann- inn Erik Fostnes Hansen og fjailar hún um síðustu ferð Titanic-skipsins. Það er mjög skemmtileg og athyglis- verð bók sem nýlega var þýdd á (s- lensku." Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég hlusta á ýmislegt, ætli það sé ekki hægt að segja að við hjónin sé- um alætur á músík og því ekkert sér- stakt í uppáhaldi. Ég er ekki mjög músíkkölsk." Uppáhaldsíþróttamaður? „Norsku skíðagöngukappamir Ul- vang og Dhælie.“ Hvemig myndirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Ég held að ég mundi fara á sólar- strönd. Það skiptir ekki máli hvort það er á Ítalíu, Spáni eða kannski á Flórída en hins vegar stendur örugg- lega ekkert vetrarfrí fyrir dyram á næstu árum.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Um helgina er ég á vakt þannig að það er vinnan sem er framundan þessa helgi. Það getur stundum verið nokkuð að gera um helgar og nú era kýmar svolftiÖ famar að bera og því fylgir ýmiss fæðingarhjálp t.d. hjá kvígunum. Það má því segja að það sé að renna upp svolítill annatími hvað varðar blessaðar kýmar. Annars era kýmar mjög hraustar.*1 GG PÓSTKORT FRÁ PAU Hvað víta Frakkar um ísland? Kæri vinur! Alltaf höfum við íslendingar talið okkur til stórþjóða þrátt fyr- ir fámennið, enda ríkidæmi okk- ar með eindæmum. Okkur þykir sjálfsagt að allur heimurinn þekki ísland og sérstaklega þá íslend- inga sem komist hafa í sviðsljósið erlendis, t.d. fyrir „einstæð afrek“ á sviði lista. Ég hef í vetur gert lítillega könnun á því hvað fólk suður undir landamærum Spánar veit um okkar ískalda land og fengið mörg forvitnileg svör. Samkvæmt könnuninni leikur enginn vafi á, að við erum stórþjóð, því þegar ég hef beðið fólk að giska á hversu fjölmennir íslendingar séu, þá hef ég fengið að heyra ótrúlegustu tölur. Sú allra hæsta var hjá einum frönsk- um háskólastúdent sem byrjaði á að segja 26 milljónir. Ekki fjarri lagi ef við myndum hafa sama íbúafjölda á ferkílómetra og Frakkar, en ansi langt frá hinni raunverulegu kvartmilljón, sem fær fólk alltaf til að glenna upp glyrnur og galopna ginið. í aug- um heimsbyggðarinnar erum við milljónaþjóð, þ.e.a.s. hjá þeim sem lítið sem ekkert vita um ísland. Þeir sem komnir eru yfir þrítugt virðast vita aðeins betur en þeir sem yngri eru. Margir hafa spurt hvort það sé ennþá kona sem stjórni okkur sem forseti eða þá hvernig eldfjöllunum líði. Sumir segjast hafa lesið eða skoðað ferðabækur um ísland og séð í þeim hina hrikalegu náttúru okkar. í framhaldi af því hafa þeir síðan lýst yfir áhuga sínum á að ferðast til þessa kalda lands í norðri. Til að kynna mér hvað þeir hefðu lesið í þessum bókum og bæklingum fyrir ferðamenn, brá ég mér um daginn inn í verslun með slíkan varning. Þar rakst ég á tvær nokkuð vandaðar, lit- prentaðar og bundnar bækur um Isiand og þótti þær komast nokk- uð vel frá hlutverki sínu. Hins vegar er ég ekki yfir mig hrifinn af þeim orðum sem ein af þekkt- ustu leiðsögubókaseríum Frakka, fer um ísland. Af skiljanlegum ástæðum eru ferða- langar þar varaðir við hvað allt kosti mikið og m.a. bent á að reyna að versla sér egg og lopa- peysur hjá bændum en ekki í verslunum þéttbýlisins. Öll kjötvara er sögð dýr nema lambakjöt og síðan náttúrulega hvalkjöt. Því miður fyrir okkur íslendinga er sá sem skrifaði þessa grein einnig mikill hvalfrið- unarsinni, því í bókinni stendur- með stórum stöfum: „Ekki kaupa hvalkjöt“ og til að fyrir- byggja allan misskilning er greint frá því undir hvaða heitum það finnist í kjötborðum verslana. Svo nokkuð sé nefnt er síðan auðvitað farið fögrum orðum um skemmtanagleði landans um helgar og fólki bent á að tilvalið sé að blanda geði við heimamenn með að kaupa sér eina flösku af sterku áfengi og leita uppi íslend- inga í gleðiham. Allt er þetta auðvitað satt, en... í þessum ferðabókum stendur lítið um hina heimsfrægu tónlist- argáfu okkar íslendinga og engan Frakka hef ég enn hitt sem kann- ast við Sykurmolana eða Kristján Jóhannsson. Kannski engin furða þegar jafnaldrar mínir frá Sví- þjóð telja Molana vera breska eða ameríska. Einhvers staðar rakst ég hins vegar á einn sem kannaðist við Messoforte, en þú getur aftur á móti aldrei giskað á hvað er eina íslenska lagið sem ég hef heyrt í frönsku útvarpi. Þannig var mál með vexti að ég sat inni á frönskum skyndibita- stað og var að gæða mér á ham- borgara og frönskum. Þá allt í einu stóð ég sjálfan mig að því, að vera farinn að raula með lag- inu sem glumdi í hátalarakerfi staðarins. Þegar ég lagði eyrun betur við áttaði ég mig á, að þarna var á ferðinni; „Hægt og hljótt" eftir Valgeir Guðjónsson í ensku útgáfunni. Útlit er því fyrir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að vinna sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu á sínum tíma, þrátt fyrir góðar líkur, þá hafi Valgeiri og Höllu Margréti tekist að syngja sig inn í rómantísk hjörtu Frakka, sem ég ætla að fræða þig betur um í næsta pistli. Ton ami SBG Tilboð óskast Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eftirtil- boðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Renault 21 Nevada, 4x4 Cherokee Laredo.... MMC Lancer GLX ... Subaru Justy J 10 ... Skoda 130 GL ...... Nissan Pulsar SLX .. Daihatsu Cuore, 4x4 MMC Lancer F ... Isuzu Trooper... Ranger Rover.... MMC Colt ....... árgerð 1992 árgerð 1991 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 1985 árgerð 1987 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 1. mars nk., frá kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. W VÁTRYGGINGAFELAG ÍSLANDS HF Akureyri. Bókasafnsfræðingur Laus er til umsóknar staða bókasafnsfræð- ings við Amtsbókasafnið á Akureyri. Ráðið verður í starfið frá 1. júní nk. eða eftir nán- ara samkomulagi. Laun samkvæmt Kjarasamn- ingi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa amtsbókavörður í síma 96-24141 og starfsmannastjóri í síma 96- 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmanna- deild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 12. mars nk. Starfsmannastjóri. Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir því að ráða félagsráðgjafa í apríl nk. Laun samkv. kjarasamningi STAK og Akureyrar- oæjar. Upplýsingar veita deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma 96-25880 og starfsmannastjóri Akureyrar- bæjar í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 12. mars 1993. Starfsmannastjóri. Elskulegur eiginmaður minn, VALDIMAR SIGURÐSSON, Víðilundi 18, Akureyri, lést á Hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri mánudaginn 22. febrúar. F.h. aðstandenda, Hrafnhildur Þorvaldsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.