Dagur - 09.03.1993, Side 1
Viðræður um kaup ÚA á þýska
útgerðarfyrirtækinu:
Fóru yfir málið á
fundi í Danmörku
„Málið liggur nú að mestu leyti
fyrir og ég vænti þess að fljót-
lega verði rekinn endahnykkur
á það,“ sagði Gunnar
Ragnars, framkvæmdastjóri
Utgerðarfélags Akureyringa
hf., um viðræður um kaup
félagsins á meirihluta ■ þýska
útgerðarfyrirtækinu Rostocker
Hochseetisherei.
Gunnar Ragnars og Björgólfur
Jóhannsson, fjármálastjóri ÚA,
áttu um helgina fund í Dan-
mörku með fulltrúum eignaraðila
þýska útgerðarfyrirtækisins.
Gunnar sagði að á þeim fundi
hafi verið farið yfir ýmis atriði
málsins, þar á meðal nýjar sam-
þykktir félagsins og samstarfs-
samning. „Það má segja að þessi
vinna sé langt komin,“ sagði
Gunnar Ragnars og bætti við að
enn sé miðað við að skrifa undir
samninga um kaupin í þessum
mánuði. óþh
Fjölmenni fylgdist með Vetrarleikum íþróttadeiidar Léttis s.I. laugardag og þar mátti berja augum margan glæsi-
iegan fákinn. Nánari umfjöllun síðar. Mynd: ój
Viðbygging við Hvamm á Húsavík:
Smáverktakar buðu lægst
Breyting á reglugerð vegna löggildingarmála iðnmeistara:
Átthagaflötrar úr sögumii
- segir Haukur Þór Adolfsson, pípulagningarmeistari,
og er ánægður með reglugerðarbreytinguna
Smáverktakar á Húsavík áttu
lægsta tilboð í 2. útboð á 1.
áfanga viðbyggingar við
Hvamm, dvalarheimili aldraðra.
Tilboðið nam tæplega 55,9
milljónum eða 83,94% af
kostnaðaráætlun, sem er tæpar
66,6 milljónir.
Alls bárust fimm tilboð í verk-
ið og voru þau opnuð hjá Tækni-
þjónustunni hf. sl. föstudag. Ver-
ið er að yfirfara tilboðin og eftir
er að taka afstöðu til þeirra.
Um er að ræða fullnaðarfrá-
gang á fokheldri þriggja hæða
viðbyggingu, alls 1900 fm. og eru
verklok miðuð við vorið ’94. í
húsinu eru 16 íbúðir og sameigin-
Skagfírðingur SK-4 seldi 117
tonn af karfa í Bremerhaven á
mánudagsmorgun. Meðalverð-
ið var 121 króna á kílóið sem
er talsvert lægra en meðalverð-
ið sem Skagfírðingur hf. hefur
fengið. Að sögn Gísla S. Ein-
arssonar útgerðarstjóra Skag-
fírðings er hér fyrst og fremst
um að kenna sölu á ódýrum
karfaflökum frá íslenskum
fyrirtækjum.
Heildarverðmæti afla Skagfirð-
ings SK-4 voru 14,2 milljónir
króna. Meðalverð útgerðarinnar
er um 146 krónur, þannig að
Húsavík:
Ölvun við akstur
Ökumaður sem grunaður
var um ölvun við akstur var
tekinn á Húsavík á laugar-
dag.
Að öðru leyti var rólegt hjá
lögreglu um helgina og að
sögn hennar fór dansleikur á
föstudagskvöld býsna vel
fram. Þá um kvöldið lauk dilli-
dögum nemenda Framhalds-
skólans með árshátíð. IM
legt rými.
Smáverktakarnir sem áttu
lægsta tilboðið eru bygginga-
meistarar á Húsavík, þeir reka
smærri fyrirtæki sem starfa að
ýmsum greinum byggingariðnað-
ar og tóku sig saman um útboðið
undir þessu nafni. Trésmiðjan
Bjarg, sem annast fyrri áfanga
verksins, átti næstlægsta boðið,
tæplega 64,7 milljónir eða
97,16% af kostnaðaráætlun. Fjal-
ar hf. bauð tæpar 65 milljónir, eða
97,65 af áætlun, Eykt hf. Reykja-
vík var með tæpar 67 milljónir
eða 100,60% af áætlun og Helgi
Vigfússon var með rúmlega 71,1
milljón eða 106,90 af áætlun. IM
meðalverðið sem nú fékkst var
talsvert undir því. „Þetta er
hærra en meðalverðið þarna úti,
en við erum samt ekki ánægðir
með það“, sagði Gísli. Hann tel-
ur meginskýringuna vera þá að
nú hafi íslendingar tekið við af
Færeyingum við að flytja út fersk
karfaflök á alltof lágu verði. Gísli
segir að þessi fyrirtæki séu að
Brotist var inn í Gagnfræða-
skólann á Sauðárkróki nú um
helgina. Er þetta í annað sinn á
skömmum tíma. Þó nokkrar
skemmdir voru unnar á hús-
næði skólans og bæði stolið
munum og peningum. Málið er
í rannsókn.
Tilkynnt var um innbrotið á
sunnudagsmorgun, en óvíst hve-
„Þessi breyting felur það í sér
að ef menn geta sýnt fram á
þriggja ára starfsreynslu eftir
viðurkenningu bygginganefnd-
ar, þá hafa þeir sama rétt til
viðurkenningar og aðrir sem
hafa farið í meistaraskóla,“
segir Aðalheiður Jóhannsdótt-
ir, lögfræðingur í umhverfís-
ráðuneytinu, sem var formað-
ur nefndar er skipuð var 3.
aprfl 1992 til þess að kanna
selja flökin á meira en helmingi
lægra verði m.v. heilan fisk og
það sé ekkert vit í því. „Eina sem
við sjáum til bjargar er að sett
verði lágmarksverð á þennan fisk
og þessir aðilar hætti að afhenda
fisk á þessu verði. Þetta eyðilegg-
ur fyrir okkur og öllum sem eru
að flytja út ferskan fisk“, sagði
Gísli. sþ
nær um helgina það var framið.
Fjórar hurðir á kennslustofum
voru brotnar upp og þrjár þeirra
gjöreyðilagðar, auk annarra
minniháttar skemmda. Stolið var
geislaspilara, myndavél og 12
þúsund krónum í peningum.
Ekki er vitað hver eða hverjir
voru að verki, en málið er í
rannsókn. sþ
framkvæmd viðurkenningar-
mála iðnmeistara og gera til-
lögur um úrbætur.
Nefndin skilaði af sér í des-
ember sl. og þann 24. febrúar sl.
tók gildi reglugerð um breytingu
á byggingarreglugerð nr. 177 frá
1992 sem gerir ráð fyrir að auk
þeirra iðnmeistara, sem lokið hafi
meistaraskóla eða hlotið hlið-
stæða menntun, veiti byggingar-
nefnd á hverjum stað viðurkenn-
ingu „öðrum iðnmeisturum sem
hafa að staðaldri haft umsjón
með og borið ábyrgð á bygging-
arframkvæmdum í a.m.k. þrjú ár
eftir viðurkenningu byggingar-
nefndar þar sem ekki var meist-
araskóli í byggingarnefndar-
umdæmi eða næsta nágrenni."
Löggildingarmál iðnmeistara
hafa verið mikið í umræðuni á
undanförnum árum og hefur mál
Hauks Þórs Adolfssonar, pípu-
lagningarmeistara á Akureyri,
verið oft nefnt í því sambandi.
Hann hefur tekið að sér fjölda
verka á höfuðborgarsvæðinu og
fengið heimild bygginganefnda í
Hafnarfirði, Kópavogi, Garða-
bæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ
og Besstastaðahreppi til þess að
standa fyrir byggingafram-
kvæmdum í þessum sveitarfélög-
um. Haukur Þór óskaði sömu-
leiðis eftir löggildingu í Reykja-
vík, en enn þann dag í dag hefur
hann ekki fengið hana. Reyndar
samþykkti borgarráð Reykjavík-
ur að veita honum löggildingu
með bréfi dagsettu 11. mars
1992, en þrátt fyrir þá afgreiðslu
synjaði byggingarnefnd Reykja-
víkur honum um löggildingu með
bréfi dagsettu 30. júlí 1992.
Eins og áður segir var skipuð
nefnd á síðasta ári til að skoða
þessi löggildingarmál og var
tilefnið nokkur mál sem upp
höfðu komið, þar á meðal mál
Hauks Þórs Adolfssonar. Aðal-
heiður Jóhannsdóttir, lög-
fræðingur, var formaður nefndar-
innar, en aðrir í henni voru Har-
aldur Sumarliðason, forseti
Landssambands iðnaðarmanna,
Rán Tryggvadóttir, lögfræðingur
í iðnaðarráðuneytinu og Magnús
Óskarsson, borgarlögmaður,
fulltrúi Sambands íslenskra sveit-
arfélaga.
Haukur Þór Adolfsson sagðist
í gær vera afar ánægður með
þessa nýsettu reglugerð og með
henni væru úr sögunni svonefndir
átthagafjötrar iðnmeistara, sem
óneitanlega hafi verið til staðar.
Haukur sagði að þarna væri um
að ræða mjög stórt hagsmunamál
allra iðnmeistara, sama væri að
hvaða starfsgrein þeir kæmu.
Undir þetta tók Sigurður
Jónsson, framkvæmdastjóri
Meistarafélags byggingamanna á
Norðurlandi. Hann sagði þessa
niðurstöðu mjög ánægjulega og í
höfn væri stórt hagsmunamál iðn-
meistara. óþh
Söfnun til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum:
52,8 mfflj-
ónir króna
Alls söfnuöust 52,8 milljónir
króna til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum er
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna stóö fyrir söfnun
og áheitum sl. föstudag, í
samráði við ýmsa aðila. Jafn-
hliða því ákváðu ýmsar versl-
anir að Iáta ákveðna % af veltu
föstudagsins renna til söfn-
unarinnar og seldir voru bolir
til styktar verkefninu og verða
þeir áfram til sölu meðan
birgðir endast.
A sunnudag var uppboð á mál-
verkum á Gallerí Borg til styrkt-
ar krabbameinssjúkum börnum
og þrjú fyrirtæki, flugfélagið Atl-
anta, OLÍS og Samvinnuferðir
Landsýn gáfu ferð til Dublinar að
verðmæti 1,8 milljónir króna.
GG
Skagfirðingur SK seldi í Þýskalandi:
Kenni um ódýrum flökum frá íslandi
- segir Gísli S. Einarsson um lágt meðalverð á karfa
Sauðárkrókur:
Brotist irm í
Gagnfræðaskólann
- þjófnaður og skemmdarverk