Dagur - 09.03.1993, Qupperneq 9
Þriðjudagur 9. mars 1993 - DAGUR - 9
Forskot Bayem Miinchen eykst
- allt gengur á afturfótunum hjá Stuttgart
Nú um helgina fór 20. umferð
þýsku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu fram. Þegar 14
umferðum er ólokið hefur
Bayern Miinchen náð þriggja
stiga forustu og fátt virðist geta
komið í veg fyrir að liðið vinni
sinn 13. meistaratitil í vor.
■ Á laugardaginn fékk liðið
Eintracht Frankfurt í heimsókn,
sem var aðeins einu stigi á eftir
Bayern fyrir þessa umferð.
Leikurinn þótti afskaplega vel
leikinn og þegar upp var staðið
sigraði Bayern, 1:0. Fjöldamörg
færi litu dagsins ljós, en mark-
verðir beggja liða áttu mjög góð-
an leik og það var aðeins stór-
stjörnunni Lothar Matthaus sem
tókst að koma boltanum í netið,
á 28. mín. með glæsilegu skoti af
20 metra færi, efst í markhornið,
óverjandi fyrir Uli Stein, mark-
vörð og fyrirliða Frankfurt. í
seinni hálfleiknum sóttu leik-
í lokakeppni HM:
toppuriim
í hóp bestu dómara
ígssyni
kvíðablandin. Þetta er auðvitað
toppurinn í dag og því ætti maður
ekki að vera sæll með það?“
Ekki var hægt að sleppa Stefáni
án þess að fá hann til að spá fyrir
um gengi íslendinga. „Ég held að
þeir geti staðið sig ágætlega. Þeir
fara ekki með neina pressu á sér
og það er lykilatriði. Ég hef ekki
trú á að liðið lendi neðar en í 8.
sæti og gæti allt eins náð 4.-5.
sæti. Ég held reyndar að okkar
undirbúningur sé ekki eins góður
og hjá mörgum öðrum, en hópur-
inn er sá öflugasti sem völ er á, ég
held að það sé engin spurning.“
Hann sagði lítinn tíma gefast
til afslöppunar þegar út verður
komið. „Það er með ólíkindum
hversu mikil dagskrá er í kring-
um þetta. Ef þú ert ekki að dæma
sjálfur þá ertu varadómari og
þarft að vera klár í búningnum og
flesta daga er þetta dagskrá frá 8
á morgnana og jafnvel fram að
miðnætti.“ Það er því ljóst að
nóg verður að gera hjá þeim
félögum en án efa verður
frammistaðan jafn góð og vant
er.
menn Frankfurt án afláts en án
árangurs.
■ Undirritaður var staddur á
Neckar leikvanginum í Stuttgart
og sá þar vægast sagt afspyrnu-
slakan leik, þ.e.a.s. af hálfu
leikmanna Stuttgart, þegar liðið
fékk Bayer Leverkusen í heim-
sókn. Stuttgart fékk ekkert ein-
asta færi í öllum leiknum og ætli
liðið sér að enda í einu af fimm
efstu sætunum, þarf mikið að
breytast, bæði í hugarfari leik-
manna og öllum leik liðsins.
Leikurinn endaði 0:3 fyrir Lver-
kusen. í liði gestanna fóru þýsku
landsliðsmennirnir Thom og
Kirsten á kostum og þeir tveir
gerðu fyrstu mörk leiksins, á 15.
og 37. mín. Það þriðja gerði Hap-
al á 65. mín. Eyjólfur Sverrisson
lék eins og aðrir leikmenn Stutt-
gart langt undir getu og það var
greinilegt að hann hefur ekki náð
sér að fullu eftir flensuna sem
hrjáði hann í síðustu viku.
■ Werder Bremen er á mikilli
siglingu þessa dagana og gæti,
ásamt Dortmund og Frankfurt,
veitt Munchen keppni um meist-
aratitilinn. Á laugardaginn tók
liðið Karlsruhe í kennslustund á
heimavelli og urðu úrslit leiksins
3:0. Austurríkismaðurinn Herzog
og hin nýja stjarna Bremen,
Hobsch, fóru á kostum og á 24.
mín. náði sá síðarnefndi forustu
fyrir heimamenn og á 33. mín.
gaf hann glæsilega sendingu fyrir
markið og þar var Herzog mættur
og skallaði knöttinn af öryggi í
markið. Á 64. mín. innsiglaði
síðan Rufer sigur heimamanna
með fallegu marki. Með sigrinum
tókst Bremen að koma sér upp í
annað sætið með jafn mörg stig
og Frankfurt, en betra marka-
hlutfall.
■ Dortmund heldur fjórða sæt-
inu eftir sigur á Uerdingen, 2:0.
Lið Dortmund var miklu sterkari
aðilinn í leiknum og sigur liðsins
var aldrei í hættu. Daninn Povl-
sen og Matthias Sammer gerðu
mörk liðsins á 19. og 46. mín.
■ Nurnberg skaust upp í sjö-
unda sætið með sigri á heimavelli
gegn HSV, 1:0. Eckstein gerði
eina mark leiksins á 70. mín.
■ Köln, með nýjan þjálfara
Wolfgang Jerat, sem áður þjálf-
aði áhugamannalið félagsins,
vann mikilvægan sigur í botn-
baráttunni, er liðið lagði
Dynamo Dresden að velli, 3:1.
Keuler gerði fyrsta mark leiksins
á 18. mín. og það á fremur sér-
stæðan hátt, með báðum
höndum, en dómarinn sá ekkert
athugavert og markið því gott og
gilt. Á 65. mín. bætti Sturm öðru
marki við fyrir heimamenn, en á
þeirri 78. lagaði Maucksch stöð-
una fyrir gestina. Á 86. mín. inn-
siglaði síðan Fuchs sigurinn fyrir
Köln.
■ Wattenscheid vann einnig
mikilvægan sigur í botnbaráttunni,
þegar liðið fékk Kaiserslautern í
heimsókn. Eina mark leiksins
gerði Tschiskale á 81. mín. Loka-
tölur urðu því, 1:0.
■ Borussia Mönchengladbach
vann Schalke á heimaveili, 2:0.
Bæði mörk leiksins voru gerð í
fyrri hálfleik, það fyrra kom á 29.
mín., en þar var Fach að verki og
það síðara gerði Kastenmaier á
45. mín.
■ Eina jafntefli umferðarinnar
leit dagsins ljós í Saarbrúcken,
þar sem heimamenn og botnlið
Bochum leiddu saman hesta sína.
Leikurinn endaði 1:1 og það voru
þeir Christians, sem skoraði fyrir
Bochum á 4. mín. og Kristl, sem
jafnaði leikinn á 50. mín. sem
skoruðu mörkin.
Sagt eftir leikinn
í Stuttgart
■ „Lélagasti leikurinn frá því ég
hóf að leika hér,“ sagði Eyjólfur
Sverrisson. „Eina jákvæða við
þetta allt saman er að þetta getur
alla vega ekki versnað. Daum
gerir örugglega breytingar næst
og ég geri mér þó nokkrar vonir
um að ég fái þá að reyna mig í
framlínunni."
■ Christoph Daum þjálfari
Stuttgart: „Þetta er óskiljanlegt
og ekki hægt að afsaka. Þó svo að
nokkrir leikmanna liðsins hafi
verið veikir undanfarið, þá afsak-
ar það ekki þessa hörmung. í
leiknum gegn Karlsruhe um
næstu helgi munuð þið fá að sjá
gjörbreytt lið.“
■ Reinhard Saftig þjálfari
Leverkusen: „Þetta var fjögurra
stiga leikur í baráttunni um
Evrópusæti, en það eru enn fjórtán
umferðir eftir og margt gæti átt
eftir að breytast.“
■ Bjarni Jónsson, fyrirliði knatt-
spyrnuliðs KA og stuðningsmað-
ur Stuttgart: „Það eina góða við
þennan leik voru pylsurnar sem
ég keypti mér bæði fyrir leik og í
hálfleik."
Árni Hermannsson,
Þýskalandi.
n SA í flokki 9 ára og yngri. Fremri röð frá vinstri: Ólafur Hermannsson, Björn
n og Birgir Þrastarson. Aftari röð frá vinstri: Pekka Santanen þjálfari, Stefán
ir Davíðsson, Andri F. Magnússon og Sölvi Oftesen. Mynd: Bcnni
Blak, 1. deild karla:
Tap og sigur
hjá KA-strákum
Karlalið KA í blaki hélt til
Neskaupstaðar um helgina og
spilaði tvívegis við heimamenn
í 1. deildinni. Þróttarar höfðu
betur í fyrri leiknum 3:2, en í
þeim síðari gaf KA engin grið
og vann 3:0.
Stefán Jóhannesson þjálfari
KA sagði að skýringar tapsins á
föstudagskvöldið mætti rekja til
þess hversu seint þeir komu á
staðinn. Þeir komu til Neskaup-
staðar eftir 5 tíma ferðalag, í
þann mund sem leikurinn átti að
byrja. „Við vorum því með allt á
hælunum,“ eins og Stefán orðaði
það. Hrinurnar fóru 15:3, 4:15,
5:15,15:10 ogoddahrinan 15:13.
Á laugardaginn mættust liðin
að nýju og þá sýndi KA klærnar.
Liðið átti góðan dag og vann 3:0.
Hrinurnar fóru 11:15, 4:15 og
10:15. Þar með voru 5 stig í höfn
út úr ferðinni.
Halldór Arinbjarnarson
Keppendur FRA í þrepi 4A og 3. þrepi. Sitjandi frá vinstri: Gyða Bergsdótt-
ir, Harpa Helgadóttir, Petra S. Stefánsdóttir, Magna Oddsdóttir, Sigríður
Ingólfsdóttir og Ásta Ólafsdóttir. Krjúpandi frá vinstri: Selma Heimisdóttir,
Margrét ísleifsdóttir og Borghildur Marinósdóttir.
Fimleikar:
Vel heppnað Andrésínumót
Um helgina var haldið svokall-
að Andrésínumót í fímleikum í
Reykjavík. Frá FRA fóru 15
stelpur og stóðu þær sig allar
vel. Keppnin er hópkeppni en
einnig eru veitt 1. verðlaun fyr-
ir hæstu einkunn á hverju
áhaldi.
í flokki 9-11 ára kepptu 6 stelp-
ur frá Akureyri í gráðu 4B sem er
sú léttasta í fimleikastiganum.
Þær stóðu sig allar vel á sínu
fyrsta móti í Reykjavík. Stiga-
hæst þeirra samanlagt var Eva
Sigurjónsdóttir með einkunina
31,05. Þá náði Harpa Viðarsdótt-
ir 7. sæti á hesti með 8,90 í eink-
unn og Máney Sveinsdóttir varð
10. á jafnvægisslá með 8,40.
Stelpurnar í 4. gráðu A, sem
voru 5 frá FRA, stóðu sig einnig
vel og urðu í 3. sæti af 6 í hóp-
keppninni. Borghildur Marinós-
dóttir náði þeim frábæra árangri
að krækja í gull á hesti (stökki)
með einkunina 8,80, en keppend-
ur voru 28.
í hópakeppni 3. gráðu kepptu
4 stelpur og náðu einnig 3. sæti.
Þar náði Margrét ísleifsdóttir
bestum árangri, vaði 4. á hesti
með 7,45. Að sögn þjálfara og
fararstjóra fór mótið frábærlega
vel fram er Ármenningar sáu um
mótshald. Undirbúningur var
greinilega mikill, skemmtiatriði
voru í boði og veitingar að
keppni lokinni fyrir alla. Þá
fengu allir keppendur heiðurs-
skjöl.
Íshokkí:
Öruggur sigur hjá
SA á liði SR
- SA vann deildarkeppnina
Skautafélag Akureyarar vann
öruggan sigur á félögum sínum
í SR þegar liðin mættust í
Reykjavík á laugardagskvöld.
SA vann leikinn 19:5 og hafði
mikla yfírburði í leiknum.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var
6:3, SA skoraði 8 mörk í þeim
næsta og sá síðasti fór 5:2. SA
hafði algera yfirburði á vellinum
meðan ekkert gekk upp hjá SR.
Þá var dómgæslan með því besta
sem hefur sést. Svo virðist sem
æfingar Pekka Santanen, hins
finnska þjálfara SA, hafi skilað
verulegum árangri og liðinu hef-
ur farið mikið fram tæknilega.
Nú tekur við úrslitakeppni um
íslandsmeistaratitilinn milli SA
og SR og fyrsti leikurinn verður
lyrir sunnan um næstu helgi.
Leikið verður uns annað liðið
hefur unnið þrívegis. Þá kemur í
ljós hvort SÁ tekst að verja titil
sinn.
Stig/stoðsendingar SA: Pekka Sant-
anen 6/2, Patrik Virtanen 6/0, Heið-
ar I. Ágústsson 3/1, Sigurgeir Har-
aldsson 1/3, Magnús E. Finnsson 1,
Heiðar G. Smárason 1, Héðinn
Björnsson 1, Ágúst ÁsgrímssonO/2.
Uppboð
Uppboð munu byrja
á skrifstofu embættisins
að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri,
föstudaginn 12. mars 1993 kl. 10.00,
á eftirfarandi eignum:
Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eig.
Kristján Jóhannsson og Anna G.
Torfadóttir, gerðarbeiðendur Lands-
banki (slands, Sjóvá Almennar hf.
og Tryggingastofnun ríkisins.
Bragholt, Arnarneshreppi, þingl.
eig. Guðrún Á. Jónasdóttir, gerðar-
beiðendur Stofnlánadeild landbún-
aðarins og Vátryggingafélag ís-
lands hf.
Fjólugata 13, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Anna S. Arnarsdóttir og
Sigurgeir R. Gissurarson, gerðar-
beiðandi Lífeyrissjóður Dagsbrúnar
og Framsóknar.
Furuvellir 5, A-hluti, þingl. eig. A.
Finnsson hf., gerðarbeiðendur Iðn-
lánasjóður og Vátryggingafélag
fslands hf.
Heiðarlundur 6 b, Akureyri, þingl.
eig. Pétur Jósefsson, gerðarbeið-
endur Húsnæðisstofnun ríkisins og
innheimtumaður ríkissjóðs.
Karlsrauðatorg 24, efri hæð, Dalvík,
þingl. eig. Jón Þórarinn Tryggva-
son, gerðarbeiðandi innheimtumað-
ur rlkissjóðs.
Lækjargata 4, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Verönd hf., gerðarbeið-
endur Ingvar Helgason hf. og Verð-
bréfamarkaður fslandsbanka hf.
Sandskeið 20, n.h., Dalvlk, þingl.
eig. Vigdís Bragadóttir, gerðarbeið-
andi Tryggingastofnun ríkisins.
Smárahlið 18 j, Akureyri, þingl. eig.
Halldóra K. Kjartansdóttir, gerðar-
beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins.
Smárahlíð 4 g, Akureyri, þingl. eig.
Björn Valdimarsson, gerðarbeið-
endur Húsnæðisstofnun ríkisins,
Landsbanki fslands, Lífeyrissjóður
Sóknar, Pétur Bjarnason, Sjóvá
Almennar hf. og íslandsbanki hf.
Spitalavegur 1, efri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Stefán Aðalsteinsson,
gerðarbeiðandi íslandsbanki hf.
Sýslumaðurinn á Akureyri
8. mars 1993.