Dagur


Dagur - 20.04.1993, Qupperneq 4

Dagur - 20.04.1993, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 20. apríl 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vaxtalækkun og stöðugleiki eru grundvöllur nýrra kjarasamninga Svo virðist sem verulegur ágreiningur sé á milli aðila inn- an ríkisstjórnarinnar um hvað hið opinbera eigi að bjóða til lausnar kjaravandanum. Talið er að sumir ráðherr- anna, með fjármálaráðherrann í broddi fylkingar, vilji þar sem minnst nærri koma. Forsætisráðherra virðist á hinn bóginn vera kominn á þá skoðun að nokkru megi fórna til að skapa frið á vinnumarkaðinum, jafnvel þótt það kosti lántökur í útlöndum og má þar greina nokkra stefnu- breytingu af hans hálfu. Ef svo fer fram sem horfir í þjóðarbúskap íslendinga verður að gera ráð fyrir auknum halla ríkissjóðs á yfir- standandi ári frá því sem gengið var út frá við gerð fjár- laga. Miðað við þann samdrátt, sem spáð er að verði í þjóðartekjum, má gera ráð fyrir að hann verði allt að 10 milljörðum króna á þessu ári þótt sérstakar aðgerðir vegna kjarasamninganna komi ekki til. Rök má færa fyrir því að lítil skynsemi felist í að vísa afleiðingum kjara- samninga yfir á ríkissjóð og erlenda skuldabyrði sem ærin er. En rök eru einnig fyrir því að kaupmáttur fólks hafi dregist verulega saman á liðnum árum og verkalýðsfor- ingjar eigi erfitt með að bera fram samninga til sam- þykktar í verkalýðsfélögum sem innihalda enga kjarabót. í því felst hinn eiginlegi vandi sem atvinnurekendur, launþegar og síðast en ekki síst ríkisvaldið standa frammi fyrir. Afkoma atvinnuveganna og þar af leiðandi hins opin- bera er nú með þeim hætti að ekki er unnt að vinna upp þá kjaraskerðingu sem átt hefur sér stað. Að minnsta kosti ekki í einu vetfangi. Að sjálfsögðu er erfiðleikum bundið að sætta sig við þá staðreynd svo bitur sem hún er. Þó hefur þjóðin gert það að nokkru leyti og verkalýðs- hreyfingin sýnt að hún hefur fullan skilning á því ástandi sem ríkir. Vandi atvinnuveganna er í raun vandi þjóðar- innar allrar og kemur niður á þeim sem síst skildi - ekkert síður en öðrum. Við slíkar aðstæður vakna spurningar um hvar hefjast verði handa til þess að snúa vörn í sókn. í fyrsta lagi verður að gera samninga er taka mið af ríkj- andi aðstæðum og geta þannig lagt grunninn að endur- reisnarstarfi. í öðru lagi verður að skapa atvinnuvegun- um þau skilyrði að þeir geti eflst og orðið betur aflögufær- ir. Af þessum aðstæðum hefur verkalýðshreyfingin tekið mið þegar hún byggir kröfur sínar að hluta á lækkun vaxta. Ein af ástæðum þess að slitnað hefur upp úr kjara- viðræðum er sú að yfirlýsing ríkistjórnarinnar um lækkun vaxta þótti of loðin og lítt trúverðug. Ef íslendingar ætla að vinna sig út úr þeim erfiðleikum, sem þeir eiga nú í verða þeir að hafa tvennt í huga. Stöðugleiki á vinnumarkaði og lækkun vaxta eru forsend- ur þess að einhver árangur náist. Þessa tvo þætti má sameina að nokkru við gerð kjarasamninga þar sem vaxtalækkun kemur flestum launþegum til góða ekkert síður en atvinnulífinu. Ljóst er að einhverju verður að fórna enn um stund til að tryggja markmið um stöðug- leika þótt það sé í sjálfu sér slæmur kostur. Ríkisstjórnin virðist ósammála um hversu langt eigi að ganga. En hún má heldur ekki hanga svo föst í hávaxtastefnunni að hún fórni öllum möguleikum til eflingar atvinnu- og mannlífs í landinu á altari nokkurra fjármagnseigenda. ÞI Lesendahornið Reiðnr vegfarandi: Ögnin við vegfarendur að nota gangstéttar sem bflastæði Það er algengt víða í og við miðbæ Akureyrar að sjá bifreið- um lagt að hálfu eða öllu leyti upp á gangstéttum en þess eru einnig dæmi í íbúðarhverfum og það án þess að nein sjáanleg ástæða virðist þar liggja að baki því kannski eru bílastæði við götuna að mestu leyti auð. Lögreglan reynir að sinna þessu eftir megni og það ber við að hún fær ábendingar sem þá er sinnt og viðkomandi beðinn að færa bifreiðina en einnig eru lagðar fram kærur á bifreiðaeig- endur þó það sé sjaldgæfara. Les- andi Dags sem vill kalla sig reið- an vegfaranda segir þetta ástand með öllu óverjandi og taka harðar á brotum af þessu tagi því þar er um vísvitandi móðgun að ræða við samborgarana og ögrun við aðra vegfarendur. Sektir við því að leggja upp á gangstéttar eru hlægilega lágar að mati reiðs vegfaranda, geta hæst orðið 4 þúsund krónur. Bifreiðarnar sem meðfylgjandi mynd er af stóðu nýlega við Dalsgerði og engum öðrum bifreiðum lagt við götuna. Skyldi ökumaður vera venju fremur sporlatur maður? Sumardekk - nagladekk? - reglugerðarákvæði en ekki lög Vegna skrifa í Degi þann 15. apríl sl. vil ég benda fólki á að það er ósatt sem stendur í blað- inu að samkvæmt lögum beri að skipta yfir á sumarhjólbarða. Við búum jú í eyðublaða- og reglugerðasjúku þjóðfélagi. Verst er þó þegar menn rugla saman lögum og reglugerðum. í umferðarlögum eru engin dag- setningarákvæði um notkun naglahjólbarða. í reglugerð frá 1989, sem nú er í gildi og fjallar um gerð og búnað ökutækja, má hins vegar finna eftirfarandi um þetta mál: „1) Pegar snjór eða ísing er á vegi, skal hafa snjókeðjur á hjól- börðum eða eftir akstursaðstæð- um annan búnað, t.d. gróf- mynstraða hjólbarða (vetrar- mynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. 2) Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til ogmeð 31. októ- ber nema þess sé þörf vegna sér- stakra akstursaðstæðna.“ (Let- urbreyting mín). Ég ítreka að þetta eru reglu- gerðarákvæði en ekki lög. Þá komum við inn á að gagn- rýna blaðamennsku sem ruglar saman lögum og reglugerðum. Vitanlega er það slæm blaða- mennska. Og mér finnst líka ljótt að nota lögregluhótanir gagnvart fólki og setja jafnvel umferðar- öryggi í hættu gagnvart vegfar- endum, þegar megininntak um- ferðarlaganna er að sýna tillits- semi og valda ekki hættu, tjónum eða óþægindum. Ég skora á fólk að taka sjálf- stæðar ákvarðanir með umferð- aröryggið í fyrirrúmi en fara síð- ur eftir auglýsingaskrumi fjöl- miðla. Matthías Gestsson, ökukennari. Athugasemd blaðamanns Ja, hérna. Ekki datt blaðamanni í hug að frétt sem hann skrifaði í Dag 15. apríl sl. um sumardekk og slæmt ástand gatna á Akureyri yrði tilefni greinaskrifa. Matthías Gestsson, ökukennari, hringdi í undirritaðan að morgni sl. föstu- dags og hafði hátt, svo ekki sé meira sagt, og taldi mig bera „mikla ábyrgð“ með slíkum frétta- flutningi. Eg skildi málflutning hans ekki þá, en eftir lestur athugasemdar hans held ég að ég hafi náð þræðinum. Ég fæ ekki betur séð en að aðalmálið í orð- um ökukennarans sé að blaða- maður hafi gerst sekur um þann glæp að nota orðið „lög“ en ekki „reglugerð". Sem sagt að hvergi standi í umferðarlögum að beri að setja sumardekkin undir bif- reiðar 15. apríl ár hvert, heldur að þetta komi fram í reglugerð. Ég skal fúslega játa að í fréttinni varð mér á að segja að „lögum samkvæmt“ bæri að skipta yfir á sumarhjólbarðana eigi síðar en 15. apríl, en ekki að „samkvæmt reglugerð“ bæri að skipta yfir á sumarhjólbarðana 15. apríl ár hvert. Én það breytir því ekki að ökumönnum ber að hlýta eftir- farándi ákvæði Reglugerðar um gerð og búnað ökutækja frá því desember 1991, nr. 16 1.3.3.7, eins og ökukennarinn vitnar reyndar til í athugasemd sinni: „Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna sér- stakra akstursaðstæðna.“ Þetta ákvæði segir auðvitað allt sem segja þarf. Snjóhjólbarðar eiga ekki að vera lengur undir bifreiðum en til 15. apríl, nema akstursaðstæður bjóði ekki upp á sumarhjólbarða. Matthías veit jafnvel og blaðamaður, ef hann á annað borð vill viðurkenna það, að lögreglan gerir ekki athuga- semdir við að ökumenn hér á norðurhjara fresti því framundir mánaðamótin apríl-maí að taka snjóhjólbarðana undan bifreið- um sínum, séu aðstæður til aksturs síðari hluta aprílmánðar þannig að ekki sé forsvaranlegt að taka naglana eða keðjurnar undan. Verði norðanáttir með tilheyr- andi snjókomu ríkjandi næstu daga hef ég enga trú á að lög- reglumenn á Akureyri geri athugasemdir við að ég eða öku- kennarinn Matthías keyrum um á nagladekkjunum. Hitt er svo annað mál og það er staðreynd, að margar götur á Akureyri eru illar farnar eftir veturinn og því skil ég vel að Guðmundur Guð- laugsson, verkfræðingur hjá Akureyrarbæ, hafi séð ástæðu til þess í fréttinni, sem svo mjög fór fyrir brjóstið á ökukennaranum, að hvetja ökumenn til að skipta yfir á sumarhjólbarðana. Ökukennaranum til fróðleiks og skemmtunar þykir mér rétt að fram komi að nafnorðið „reglu- gerð“ skilgreinir Orðabók Menn- ingarsjóðs svo: „Samþykkt sem gerð hefur verið af hálfu stjórn- valda um þær reglur er fylgt skuli um framkvæmd e-s lagaákvæðis eða starfs." Með von um að Matthías Gestsson og aðrar ökumenn gæti alltaf fyllstu varúðar í umferð- inni, ekki síst á vorin. Óskar Þór Halldórsson. Möttull týndur Er Friðrika Haraldsdóttir á Dal- vík lést í októbermánuði á síð- asta ári var farið að huga að upphlut sem hafði verið í hennar fórum. í ljós kom að möttulinn vantaði og er talið að hún hafi lánað hann. Möttullinn hefur ekki komið í leitirnar, sem er mjög bagalegt nú þegar fyrirhug- að er að nota upphlutinn. Aug- lýsingar hafa ekki borið árangur hingað til en þeir sem kynnu að vita hvar möttullinn er niður- kominn eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Ólafs Tryggvason- ar, Skíðabraut 7 á Dalvík, eða nánustu ættingja.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.