Dagur - 20.04.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 20. apríl 1993
Haukur Halldórsson, formaður Stéttasambands bænda:
Landbúnaðínuin verði skapaðar þær að
stæður að hann geti þróast eðlilega
Með niðurfellingu útflutnings-
bóta, lækkun niðurgreiðslna,
umsaminni framleiðnikröfu og
samdrætti í mjólkur- og kinda-
kjötsframleiðslu hefur raun-
verð á búvörum lækkað og
ríkisvaldið og neytendur því
sparað mikla fjármuni. Aðrar
greinar landbúnaðar hafa
einnig lagt mikið af mörkum til
að lækka verð til neytenda. En
því miður hefur ríkisvaldið
staðið heldur laklega við sinn
hlut í þessu þróunarferli land-
búnaðarins. Aðkoma þess í
aðlögun hans að breyttu og
harðara rekstrarumhverfi hef-
ur meðal annars falist í skert-
um framlögum til Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins og að
sáralitlu af umsömdum fjár-
munum hefur verið varið til
landgræðslu og skógræktar.
Þetta kom meðal annars fram í
ræðu Hauks Halldórssonar,
formanns Stéttarsambands
bænda á ráðstefnu um framtíð
landbúnaðar í nýrri Evrópu
fyrir skömmu.
Haukur ræddi sölumál búvara í
ljósi þeirra aðstæðna er erlend
samkeppni getur skapað. Hann
sagði að vonandi yrðu breyttar
forsendur stéttinni til farsældar
en benti jafnframt á að á hinn
kantinn gæti hrunið orðið mikið
og snöggt kynnu menn ekki fót-
um sínum forráð. Varast verði að
afurðastöðvar fari að berjast
blóðugri baráttu með undirboð-
um og taumlausri samkeppni.
Um niðurstöður slíkra átaka séu
nægjanlega mörg dæmi til að
unnt sé að varast þau. Því sé
félagsleg samstaða á meðal
bænda og afurðastöðva mikilvæg-
ari en nokkru sinni fyrr.
Haukur Halldórsson benti á að
framleiðendur landbúnaðar-
afurða á norðlægum slóðum, til
dæmis í Svíþjóð og Finnlandi hafi
lagt sérstaka áherslu á að styrkja
stöðu landbúnaðar vegna samn-
ingaviðræðna við Efnahags-
Haukur Halldórsson.
bandalag Evrópu. Á það megi
einnig minna að innan EB-ríkja
viðgangist umfangsmikið stuðn-
ingskerfi til styrktar landbúnaði í
dreifðum og erfiðum byggðum
Leiklist
Tobacco Road á Hólmavík
Á Hólmavík hefur verið reist
nýtt félagsheimili. Með tilkomu
þess hafa orðið mikil skil í starf-
semi leikfélags Hólmavíkur og án
efa ekki síður í öðru samkomu-
og skemmtanalífi byggðarinnar.
Aðstöðunni verður ekki jafnað
saman við þá, sem leikfélagið
hafði í gamla samkomuhúsinu,
bragganum, í miðju bæjarins,
heldur er hér að verða til að-
staða, sem sæmir svo ötulum fé-
lagsskap sem Leikfélag Hólma-
víkur greinilega er.
Leikfélag Hólmavíkur frum-
sýndi Tobacco Road 10. apríl, en
undirritaður komst á aðra sýn-
ingu, 12. apríl. Tobacco Road er
fyrsta verkið, sem upp er sett í
nýja félagsheimilinu og annað
verkið, sem leikfélagið færir upp
á þessu leikári. Hið fyrra var Allt
í plati, sem upp var sett fyrir ára-
mót og sýnt fram í janúar. Leik-
félagið hefur haft tvær uppsetn-
ingar á verkefnaskrá sinni undan-
farin ár, sem er ekki lítið afrek í
ekki fjölmennari byggð en Hólma-
vík og nágrenni er.
Leikstjóri uppsetningar Leik-
félags Hólmavíkur á Tobacco
Road er Skúli Gautason. Skúli
hefur unnið verk sitt talsvert vel.
Bragur verksins er skemmtilegur.
Heildartúlkun nær umtalsverðri
dýpt, ekki síst í fyrsta þætti, sem
gengur best upp þáttanna
þriggja. Almennt hefur vel tek-
ist að móta einstakar persónur í
samvinnu við þá leikara, sem
með þær fara. Þá er val búninga
við hæfi og leikmynd góð. Hún er
einföld en fullnægjandi og fer vel
á hinu rúmgóða sviði félags-
heimilisins. Lýsing er ekki flókin,
enda greinilega æskilegt að búa
húsið betur ljósum. Þrátt fyrir
nokkra vöntun á þessu sviði tókst
vel að ná fram áhrifum með ljósa-
notkun, svo sem í lokaatriði, sem
verkaði sterkt og vel.
Helsti gallinn á verki leikstjór-
ans er það, að flæði verksins er í
hægasta lagi á köflum. Þessa gæt-
ir minnst í fyrsta þætti og þriðji
þáttur sleppur þokkalega hvað
þetta snertir. Annar þátturinn
líður hins vegar talsvert fyrir of
hæga ferð og allt að því hik á
stundum. Önnur atriði, sem bet-
ur hefðu mátt fara, eru til dæmis
ýmsar átakasenur, sem hefði
þurft að vinna nokkru betur og
gera heitari; hið dramatíska
atriði undir lokin, þegar Ada
Lester er að deyja, en það nær
ekki nógu vel áhrifamætti sínum;
og það, að einstaka sinnum
hendir, að leikarar detta út úr
hlutverkum og bíða greinilega
eftir innkomum sínum.
Umhverfi og sögusvið leikrits-
ins Tobacco Road er talsvert
fjarri íslenskum veruleika.
Baksvið og reynsla persónanna,
þjóðfélagsgerðin, sem þær hrær-
ast í, og jarðvegurinn, sem þær
eru sprottnar úr eru okkur hér á
landi að mestu ókunnug. Þessi
atriði eru þó einungis ytra borð
leikritsins. Að baki framandlegu
atferli og kringumstæðum er hin
sammannlega undiralda við-
bragða hörmulega staddra með-
bræðra okkar og systra, þegar
neyðin sverfur að, þegar engin
leið virðist til bjargar og alger
uppgjöf er það eina, sem virðist I
bjóðast brotnum manni.
Það að ná þessari undiröldu og
túlka hana í bland við kímilega
þætti textans er sá vandi, sem
helst er við glímt í uppsetningu
þessa vinsæla leikverks. í heild
standast leikarar og leikstjóri
Leikfélags Hólmavíkur þessa
raun vel. Fas og framsögn er í
flestum tilfellum vel við hæfi. Því
hefur orðið til uppsetning, sem
skilar talsvert vel innri anda
verksins jafnframt kímni þess.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í
Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 26. apríl nk.
og hefst kl. 10.00.
Dagskrá
1. Rannsókn kiörbréfa og kosning starfsmanna fund-
arins.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra.
Reikningar félagsins.
Umsögn endurskoðenda.
Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl.
4. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar.
5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA.
6. Erindi deilda.
7. Þóknun stjórnar og endurskoðenda.
8. Kosningar.
9. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félags-
samþykktum.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
bandalagsríkjanna. Haukur
ræddi einnig um breytilegar
aðstæður vegna stærðar vinnslu-
eininga og sagði meðal annars í
því sambandi að til að vinna
hverja milljón lítra þyrfti 5,7
ársverk hér á landi á móti 1,9
ársverkum í Danmörku, 2,5
ársverkum í Svíþjóð og 2,6
ársverkum í Noregi.
Haukur Halldórsson benti á að
helsta vörn okkar í harðnandi
samkeppni væri gæði þeirra
búvara sem framleiddar séu hér á
landi. Einnig verði að hafa í huga
að bændur á Norðurlöndunum
ætli að berjast við innflutning
erlendis frá með nákvæmlega
sömu rökum og því sé sérstaða
okkar harla lítil í því sambandi.
Því sé megin krafa íslensks land-
búnaðar sú að honum verði
skapaðar þær rekstrarforsendur
hvað varðar skattlagningu og
samkeppni frá öðrum löndum að
hann geti þróast eðlilega við
breyttar aðstæður. ÞI
í þessu á Sigurður Atlason,
sem fer með hlutverk Jeeters
Lesters, stóran hlut ásamt helstu
mótleikurum sínum, Maríu Guð-
brandsdóttur í hlutverki Ödu
Lesters og Arnari S. Jónssyni í
hlutverki Dudes Lesters. Állar
þessar lykilpersónur skila persón-
um sínum í flestu tilliti vel.
Sigurður á stórgóðar stundir og
er víða sterkur, en því miður fell-
ur leikur hans á stundum nokk-
uð, einkum í öðrum og þriðja
þætti. Maríu bregst sem næst
aldrei bogalistin, en þó einna
helst í samleik við dóttur sína,
Pearl, í þriðja þætti og í andláts-
atriði sínu. Árnar á í flestu góðan
leik og þróttmikinn, en fellur
einstaka sinnum um of út úr hlut-
verki sínu og virðist bíða.
Salbjörg Engilbertsdóttir leik-
ur Systur Bessie Rice, fagnaðar-
erindisboðann, og gerir það vel.
Hún nær skemmtilega trúartil-
þrifum Bessiear og ekki síður
holdlegum losta hennar. Ýmis
atriði, sem þau, sem tengd eru
sköðum á bíl hennar, eru ekki
eins vel unnin.
Lov Bensey er leikinn af Einari
Indriðasyni. Einar skilar vel þess-
ari umkomuleysislegu persónu og
nær sérlega skemmtilegum tökt-
um í til dæmis samleik með Her-
dísi Rós Kjartansdóttur í hlut-
verki hinnar afskiptu Elliear May
Lester. Einar nær hins vegar ekki
nógu vel til dæmis átakasenunni
við Pearl.
Herdís Rós Kjartansdóttir ger-
ir vel í hlutverki Elliear May
Lester. Hlutverkið er ekki orð-
margt, en fas verður að vera við
hæfi, og því nær Herdís Rós vel í
langflestum tilfellum.
í smærri hlutverkum eru Stein-
unn B. Halldórsdóttir sem
Amma Lester, Jóhanna K. Svav-
arsdóttir sem Pearl Lester,
Sigurður Sveinsson sem Henri
Peabody, Matthías Lýðsson sem
Captain Tim og Vignir Pálsson
sem George Payne. Oll fylla hlut-
verk sín allvel og að fullu
skammlaust.
Því miður hafa aðstæður valdið
því, að undirritaður hefur ekki
átt þess kost að sjá svo margar
uppsetningar hjá Leikfélagi
Hólmavíkur og vilji hefur staðið
til. Það er miður. Af þeim litlu
kynnum, sem komin eru af verk-
um félagsins, er ljóst að það hef-
ur á að skipa hæfu fólki, sem hef-
ur bæði getu og metnað til þess
að gera vel. Um það ber heildar-
bragur uppsetningarinnar á
Tobacco Road glöggt vitni.
Haukur Agústsson.