Dagur - 20.04.1993, Síða 9

Dagur - 20.04.1993, Síða 9
Þriðjudagur 20. apríl 1993 - DAGUR - 9 Halldór Arinbjarnarson Idór Sigfússon, Ólafur B. Ólafsson, Sverrir Björnsson, Matt hías Stefánsson, nsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Óskar Bragason, ísleifur Einarsson, Birkir sson, Bjarni Bjarnason og Arnar Arnason. >hannes Bjarnason þjálfari, Vilhelm Jónsson, Kári Jónsson, Anton Ingi Þórar ar Arnason, Arnar Már Vilhjálmsson, Guðmundur Pálsson og Gunnar gsson, Heimir Örn Árnason, Hafþór Einarsson, Halldór Sigfússon, Hörður ion Og Sinári Stefánsson. Myndir: Sigfús Karlsson. Ásta Halldórsdóttir hefur sýnt mikið öryggi á Fis-mótunum hérlendis. Mynd: Robyn Icelandic Cup á skíðum: Ásta sterk - Kristinn náði sér einnig vel á strik Bayem náði aðeins öðm stiginu í Mönchengladbach - á meðan að Werder sigraði Dresden Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði var sterk á Icelandair Cup skíðamótunum sem fram fóru hér á landi um helgina og sigr- aði á þeim öllum. Tveimur af sex þurfti reyndar að aflýsa vegna veðurs, einu í Hlíðar- fjalli og einu í Bláfjöllum. Á föstudag var keppt í stór- svigi í Hlíðarfjalli. í kvenna- flokki var þrefaldur íslenskur sigur, Ásta fyrst, síðan Harpa Hauksdóttir og María Magnús- dóttir Ólafsfirði 3. Frakkinn Moguel sigraði hjá körlunum og Vilhelm Þorsteinsson varð annar. í Bláfjöllum var keppt í svigi á sunnudag og þar náði Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði sér vel á strik og vann karlaflokkinn. Vil- helm Þorsteinsson frá Akureyri varð annar en hann sýndi fádæma öryggi á þessum FlS-mótum og ætti að hafa tryggt landsliðssætið. Nú þegar að átta umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur gífurleg spenna færst í keppnina, bæði á toppi og botni deildarinnar. Bayern Miinchen varð að sjá á eftir öðru stiginu til Borussia Mönchengladbach, en það lið hefur komið mest á óvart eftir vetrarfríið og þykir leika allra liða best um þessar mundir. Á sama tíma lagði Werder Bremen, Dynamo Dresden að velli og er liðið nú aðeins einu stigi á eftir Bayern, sem hefur leitt deildina í allan vetur. ■ Leikur Mönchengladbach og Bayern var mjög skemmtilegur og vel leikinn. í fyrri hálfleik voru leikmenn Bayern miklu sterkari og allt virtist stefna í sig- ur þeirra. Á 12. mín. náði Ziege forystu fyrir Bayern, eftir glæsi- legan einleik í gegnum vörn Gladbach. Tólf mínútum síðar náðu gestirnir síðan tveggja marka forystu, þegar Scholl sendi knöttinn í netið af stuttu færi. í seinni hálfleik komu heimamenn tvíefldir til leiks og strax á fyrstu mínútunni náði Svíinn Martin Dahlin að minnka muninn fyrir Gladbach, með fallegu skalla- marki. Hann var síðan aftur á ferðinni á 71. mín. þegar hann tryggði liði sínu annað stigið, með öðru skallamarki. ■ Werder Bremen átti ekki í vandræðum með slakt lið Dynamo Dresden og sigraði, 3:0. Legat gerði fyrsta markið á 21. mín. eftir glæsilegan einleik upp allan vallarhelming gestanna. Wolter bætti öðru marki við á 25. mín. og varnarmaðurinn Beiersdorfer bætti síðan því þriðja við undir lok leiksins. ■ VfB Stuttgart gerði enn eitt jafnteflið, þegar liðið fékk Frankfurt í heimsókn. Allt virtist stefna í öruggan sigur Stuttgart, því eftir að Fritz Walter hafði náð forystu fyrir liðið á 8. mín. var Schmitt, framherja Frank- furtarliðsins vikið af leikvelli. En leikmenn Frankfurt gáfust ekki upp og á 17. mín. fékk liðið dæmda vítaspyrnu eftir að Eyjólfur Sverrisson, sem nú lék í allra öftustu línu hafði brotið á Yeboah. Ur spyrnunni skoraði sían Kruse. Þegar atvikið var skoðað í sjónvarpi eftir leikinn kom greinilega í ljós að Yeboah var fyrir utan vítateig þegar Eyjólfur braut á honum. Strax í upphafi síðari hálfleiks losnaði Yeboah síðan aftur úr strangri gæslu Eyjólfs og það var ekki að sökum að spyrja, snillingurinn frá Ghana sendi knöttinn af öryggi fram hjá Immel markverði Stuttgart. Eftir þetta mark var Eyjólfur færður framar á völlinn og hann var tvisvar sinnum nálægt því að jafna leikinn, en það var ekki fyrr en á 88. mín. að varamanninum Kienle tókst að skora og tryggja þar með liði sínu annað stigið. Skömmu fyrir jöfnunarmarkið átti Buchwald, fyrirliði Stuttgart, hörkuskoti í markslána og þaðan skaust knötturinn inn fyrir marklínu gestanna, án þess að línuvörður eða dómari tækju eftir því. ■ Borussia Dortmund vann stórsigur á Wattenscheid á heima- velli, 6:0. Svisslendingurinn Chapuisat gerði þrennu og hin þrjú mörkin gerðu þeir Sammer, Mill og Michael Rummenigge sem lék sinn þrjúhundruðasta deildarleik og var af því tilefni fyrirliði liðsins í þessum leik. É Þýska lyfjafyrirtækið Bayer á tvö lið sem leika í úrvalsdeildinni, Leverkusen sem er í toppbarátt- unni og Uerdingen sem er svo gott sem fallið í aðra deild. Á laugardaginn mættust þessi lið á heimavelli þessa fyrrnefnda, í leik sem þótti afspyrnu slakur. Leikurinn endaði 1:0 og það var Andreas Thom sem geri eina mark leiksins á 25. mín. ■ Köln virðist aðeins vera að klóra í bakkann í botnbaráttunni og á laugardaginn tókst liðinu að leggja Saarbrucken að velli, 0:3. Henri Fuchs gerði fyrsta markið á 31. mín. og í síðari hálfleik bættu þeir Heldt og Ordeniwitz hvor sínu markinu við. ■ Bochum varð að lúta í lægra haldi fyrir HSV á heimavelli, 1:2. Pólverjinn Furtok kom gestunum Eyjólfi Sverrissyni og félögum geng- ur ekki sem best. Fyrsta knattspyrnumótið á Norðurlandi vestra stendur nú yflr en það er Feykisbikarinn sem fréttablaðið Feykir stend- ur fyrir. í mótinu taka þátt lið frá Hvöt, Neista, Þrym og KS. Þremur leikjum er lokið og mótið því hálfnað. Mótið hófst með leik Hvatar og Þryms þar sem Hvöt vann örugglega 6:0. Sigurður Ágústsson skoraði 2 mörk fyrir Hvöt og Hermann Arason, Páll Jónsson, Helgi Ara- son og Hörður Guðbjörnsson 1 hver. yfir á 37. mín. og síðan bætti Búlgarinn Letchkov öðru marki við á 54. mín. Á 61. mín. náði Aden að laga stöðuna fyrir heimamenn, en lengra komust þeir ekki og nú blasir ekkert ann- að en fall í aðra deild við. ■ í Karlsruhe fengum heima- menn Scahlke í heimsókn og niðurstaðan í þeim leik varð markalaust jafntefli. ■ Sömu úrslit litu dagsins ljós þegar Nurnberg fékk Kaisers- lautern í heimsókn á föstudags- kvöldið. Árni Hermannsson, Þýskalandi. Knattspyrna: Gummi Torfa ekki á leið í Þór Sigurður Lárusson, þjálfari 1. deildar liðs Þórs í knattspyrnu, sagði það af og frá að Guð- mundur Torfason væri á leið til Þórsara. Greint var frá því í laugar- dagsblaði Dags að Þórsarar hafi talað við Guðmund en Sigurður sagði svo ekki vera. Hann sagði einnig að ekki væri verið að leita að sóknarmanni í stað Bjarna Sveinbjörnssonar. Ekki hefur tekist að ná í Guðmund sjálfan vegna þessa máls. Um páskahelgina léku Neisti og KS á Hofsósi og lauk þeirri viðureign með jafntefli 2:2. Helgi Torfason og Hafþór Kolbeinsson skoruðu mörk KS en Hazeda Mirale og Kristján Jónsson mörk Neista. Neisti og Hvöt léku á Blöndu- ósi um síðustu helgi og unnu heimamenn 3:1. Hörður Guð- björnsson skoraði 2 mörk fyrir Hvöt og Hermann Arason 1 en Kristján Jónsson skoraði mark Neista. KS og Þrymur leika vænt- anlega um næstu helgi á Siglu- firði. SlbBÓTTflFÉlAGI D Aðalfundur @□(1 íþróttafélagsins Eikar Ukureyri verður haldinn í Iðjulundi föstu- daginn 23. apríl kl. 18.00. Stjórnin. Starfsfólk óskast til að vinna vaktavinnu í rækjuvinnslu. Vinnutími kl. 06.00-14.00 og 14.00-22.00. Upplýsingar í síma 21466, aðeins á milli kl. 17.00 og 19.00 í dag. STRÝTA HF. Knattspyrna, Feykisbikarinn: Mótið nú hálfnað

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.