Dagur - 20.04.1993, Side 14

Dagur - 20.04.1993, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 20. apríl 1993 EHGIH HUS ÁHHITA AMETEK Vatnssíur fyrir heitt og kalt neysluvatn Stærðir % til V/z" Man DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Verslið vib fagmann. Öryggisþjónustan Vari gefur kennslutæki: Brunamálastofiiuii fær brunavið- vörunarkerfi fyrir eldvamanámskeið Brunamálastofnun ríkisins fékk nýlega að gjöf frá öryggis- þjónustunni Vara sýningar- skáp með fulikomnu brunavið- vörunarkerfi. Kerfinu er ætlað að vera hjálpartæki við nám- skeið sem Brunamálastofnun heldur reglulega, en eitt af verkefnum stofnunarinnar er Vinningstölur laugardaginn 17. apríl '93 1. 2. PUB^j 4af 5'-' 3. 4. FJÖLDI VINNINGSHAFA. 179 5.702 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 5.943.971,- 88.906,- 5.997,- 439,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.142.954.- upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulIna991002 Kjamalundur við Akureyri Náttúrulækningahreyfingin óskar eftir að ráða verkefnisstjóra í sex mánuði. Verkefnið felst í áætlanagerð og stefnumótun ásamt markaðssetningu á fyrstu starfsemi Kjarnalundar og ýmsum öðrum verkefnum. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu í stefnumót- un og markaðssetningu. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 10. maí nk. til Náttúrulækningafélags Akureyrar, pósthólf 327, 602 Akureyri eða skrifstofu Náttúrulækningafélags íslands, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar í símum 96-26200 virka daga kl. 10-12 og 91-28191. Vantar þig starf? Ert þú að leita að auka- eða aðalstarfi? Ef svo er þá erum við að fara í gang með spennandi sölu og dreifingarverkefni á Akureyri og nágrenni og vantar duglegt fólk í vinnu. Ef þú hefur áhuga á lifandi verkefnum með góðum tekjumöguleikum þá gæti þetta starf hentað þér. Vinsamlega hafið samband við Brynhildi Barðadótt- ur hjá Vöku-Helgafelli í síma 91-688300. * VAKA-HELGAFELL «tí Móðursystir min, JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, frá Veturliðastöðum, andaðist laugardaginn 17. apríl á Dvalarheimilinu Hlíð, Akur- eyri. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Stefán Karlsson. Áhugahópur u flnift í flnpoi im bijóstagjöf: í*l/ll,lr111 í doíT UpiU 1 ulUfaJ í dag verður opið hús fyrir mæð- ur og börn í Glerárkirkju frá kl. 14-16 á vegum Áhugahóps um brjóstagjöf. rKJTKJU 1 Udg Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir á fæðingadeild FSA, kemur í heimsókn og ræðir um brjósta- gjöf. Allir velkomnir. aö annast kennslu í eldvörn- um. Forstjóri Vara, Baldur Agústsson, afhenti gjöfina en fyrir hönd Brunamálastofnun- ar tók Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri, við sýningar- skápnum. Brunaviðvörunarkerfi Bruna- málastofnunar er IAS Pegasus stjórnstöð sem gefur til kynna staðsetningu hættuástands með íslenskum texta á skjá. Skynjarar kerfisins eru Apollo S90 reyk- skynjarar sem „sjá“ reykinn eða greina hann með rafleiðni og hitaskynjara sem stjórnast af hitastiguli herbergisins og leyfi- legum hámarkshita. Stjórnstöð- ina er hægt að tengja við boð- sendi sem hringir til dæmis í öryggismiðstöð Vara ef hættu- ástand skapast. „Fjölmörg námskeið fyrir slökkviliðsmenn, tæknifræðinga og aðra aðila úr byggingaiðnaðin- um eru haldin hér í húsakynnum Brunamálastofnunar," sagði Berg- steinn Gizurarson við afhending- una. „Þó að við höfum kennt nemendum okkar hvernig bruna- viðvörunarkerfi virka og hvaða hlutverki þau gegna í fyrirbyggj- andi eldvörnum, höfum við sakn- Bergsteinn Gizurarson, brunamála- stjóri, tekur við sýningarskáp með brunaviðvörunarkerfi sem Baldur Agústsson, forstjóri, afhenti fyrir hönd Vara. að þess að geta ekki sýnt þeim sjálf tækin. Sýningarskápur Vara er kærkomin viðbót við þau kennslutæki sem við höfum til umráða við fræðslustarfið.“ Brunamálastofnun ríkisins er opin almenningi daglega á skrif- stofutíma og námskeiðin eru ýmist haldin að tilhlutan stofnun- arinnar eða að frumkvæði vinnu- staða sem óska eftir hópfræðslu. Þeim sem óska að fá upplýsingar um brunavarnir er bent á að tala við Guðmund Gunnarsson, verk- fræðing, sem sér um brunavið- vörunarkerfi. Minning Ý Tryggvi Benediktsson Fæddur 29. mars 1921 - Dáinn 3. Með hækkandi sól þá hátíð fór í hönd og vorboðarnir sem óðast að koma, hvarf frá okkur eftir langvarandi veikindastríð, vinur minn og svili Tryggvi Benedikts- son smiður, Vöglum, Eyjafjarð- arsveit, góður drengur og greið- vikinn. Tryggvi fæddist á Vöglum 29. mars 1921, sonur hjónanna Ólaf- ar Guðmundsdóttur og Bene- dikts Tryggvasonar, sem þar bjuggu aílan sinn búskap. Þau hjón eignuðust átta börn er upp komust, en nokkur börn misstu þau í frumbernsku. Þau sem upp komust voru: Magnús bóndi á Vöglum, nú látinn; Jóna ráðs- kona s.st. hjá þeim bræðrum sín- um Magnúsi og Guðmundi, sem var næstur í röðinni, en dvelur nú í Skjaldarvík. Þá var Tryggvi smiður og Hallgrímur húsasmíða- meistari í Reykjavík, þá Kristín, sem lést fyrir aldur fram, gift Árna Friðgeirssyni, húsverði við Menntaskólann á Akureyri. Ás- rún búsett á Reykjalundi og yngst er Auður, sem lengi var búsett í Ólafsfirði, gift Elmari Víglundssyni. Þau eru nú búsett í Reykjavík. Tryggvi fór ungur að vinna við smíðar, fyrst við gerð votheys- turna hjá Þórði Friðbjarnarsyni og Eiríki Ólsen. Vorið 1946 réðst hann við smíði á íbúðarhúsi á Garðsá, hjá Jóhanni Frímanns- syni smiði og góðbónda, sá er síðar varð tengdafaðir hans. Tryggvi mun hafa staðið að öll- um byggingum á Garðsá í bú- skapartíð tengdaföður síns, þar á meðal fjósi og hlöðu með súg- þurrkun sem þá var ekki algengt. Fjósið þótti nýtískulegt og bera af í þá daga og gerði bóndi úr Vopnafirði sér ferð að Garðsá til að skoða það. Seinna voru byggð fjárhús og hlaða traust og vönduð því þannig vildi Jóhann hafa allt, enda góður smiður. Þann annan júlí 1961 giftist Tryggvi eftirlifandi konu sinni Hrafnhildi Jóhannsdóttur frá Garðsá og fluttust þau það sama ár að Vöglum, en fyrstu fjórar dætur þeirra fæddust á Garðsá. Hrafnhildur er dóttir hjónanna Katrínar Jóhannsdótt- ur frá Laugalandi og Jóhanns Frímannssonar frá Gullbrekku, sem fyrr er getið, og eru það ein- hver bestu hjón sem ég hefi kynnst, þó komin væru til aldurs þá og í þann veginn að hætta búskap. Þau eignuðust fimm börn auk Hrafnhildar sem að framan er getið og eru þau búsett á Akureyri og Húsavík. Þau Hrafnhildur og Tryggvi eignuðust sjö börn, sex eru á lífi, en Hulda yngsta barnið lést á fyrsta ári. Þau sem upp komust eru: Helga, kennari í Reykjavík, gift Ásgrími Gunnari Pálssyni; Ólöf, húsmóðir og bifvélavirki á Akureyri, gift Hauki ívarssyni; Katrín, er við kennslu í Reyk- holtsskóla; Ingunn, húsmóðir á Ytra-Gili, gift Eiríki Kristjáni Skjóldal bónda þar; Jóhann, bóndi á Vöglum og Arnheiður, búfræðingur á Vöglum. Tryggvi byggði öll hús upp á Vöglum af sínum myndarskap og víða er að finna verkin hans, hvort heldur lýtur að tré- eða járnsmíði, einnig var hann mjög laginn að gera við búvélar. Tryggva kynntist ég um 1965, þá vann hann við smíðar í Kristnesi, þar sem hann mun lengst hafa unnið. Tryggvi var glaðvær reglumað- ur eins og allt hans fólk. Það var gaman að tala við hann og fylgj- ast með því sem hann var að vinna. Þó oft reyndi á þolrifin gafst hann aldrei upp við það sem apríl 1993 hann var að glíma við, hló bara ef illa gekk. Oft leitaði ég til Tryggva með ýmislegt og aldrei tók hann greiðslu fyrir, sagði aðeins: „Þú gerir mér greiða í staðinn." Tryggvi var húsbóndi á sínu heimili þó oft væri hann fjar- verandi við vinnu sína utan heim- ilis, en umhyggjan fyrir fjölskyld- unni var í fyrirrúmi enda sýna börnin han það; öll mikið dugn- aðar- og myndarfólk. Tryggvi fór að kenna lasleika sumarið 1980; var hann oft mjög þreyttur og þurfti að leggja sig útaf, sem var þó ekki hans vani. Viku áður en hann veiktist vann hann í smíðhúsi sínu fyrir Ing- unni dóttur sína. Eftir að Tryggvi veiktist dvaldi hann hér á sjúkrahúsinu á Akur- eyri og á sjúkrahúsi í Reykjavík, en lengst af var hann heima þessi tæp 13 ár, gat lítið talað og tjáð sig en skynjaði allt og fylgdist með öllu sem fram fór í kringum hann. Oft sat hann í stólnum sínum við gluggann í stofunni, þaðan sem er mjög fagurt útsýni austur yfir Eyjafjarðarsveit. Það var hans munaður, þrátt fyrir mikil veikindi og vanmátt, að mega dveljast heima í umsjá konu sinn- ar og barna lengst af, því ekki leið nema vika frá því, að hann kvaddi heimili sitt og þar til yfir lauk. Mikið mæddi á konu hans að annast um hann af mikilli alúð og fórnfýsi. Ég veit, að sá sem öllu ræður mun taka vel á móti Tryggva Benediktssyni frá Vöglum, hafi hann kveðju mína og þökk fyrir öll okkar kynni. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. Blessa þú, drottinn, bæ og lýð, blessi oss nú og alla tíð, blessun þína oss breið þú á, blessuð verður oss hvfldin þá. (Ók. höf.) Fyrir hönd fjölskyldu minnar, sendi ég Hrafnhildi og fjölskyld- um hennar og eftirlifandi systkin- um Tryggva heitins samúðar- kveðjur. Stefán G. Sveinsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.