Dagur - 06.05.1993, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
v,
Taka þarf eldri skip af skrá í staðinn fyrir ný
þegar kvóti er fluttur á milli:
„Þetta er blekkingaleikur“
- segir Sveinn Ingólfsson hjá Skagstrendingi og talar um
„pólitískt kjarkleysi stjórnvalda“
Einbeiting! Mynd: Robyn
Upplýsingaþjónusta ferðamanna á Akureyri:
„Túrhestar" kornnir en stoppa stutt
„Við verðum að búa til skúffu-
fyrirtæki í útlöndum“, segir
Sveinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skagstrendings
hf. á Skagaströnd. Tveir af
gömlu togurum útgerðarinnar
eru á skrá hjá slíku „skúffufyr-
irtæki“ á Kýpur. Ástæðuna seg-
ir Sveinn vera „pólitískt kjark-
leysi stjórnvalda“. Sveinn segir
erfitt að selja notuð skip um
þessar mundir, þegar hafa verið
gerðar tvær sölutilraunir og nú
er þriðji aðilinn með kaup í at-
hugun og óvíst hvað úr verður.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kalhættan
ekki úr sögunni
„Þótt horfur séu nú betri hvað
kalskemmdir varðar en búast
mátti við fyrr í vetur vegna
langvarandi svellalaga er veru-
leg hætta á að kal eigi eftir að
koma fram í túnum nú í vor,“
sagði Bjarni E. Guðleifsson, til-
raunastjóri á Möðruvöllum í
Hörgárdal, á fundi sem efnt var
til á vegum Tilraunastöðvar
RALA á Möðruvöllum nýverið.
Á fundinum fjallaði Bjarni með-
al annars um kalhættuna og
þær rannsóknir á kali sem hann
hefur unnið að á undanförnum
árum.
Bjarni kvaðst hafa athugað
grös á túninu á Möðruvöllum 8.
mars síðastliðinn er nýlega hefðu
verið komin undan svelli. Þau
grös hefðu verið lifandi en grös
sem hann athugaði á sama hátt 22.
mars hefðu verið dauð. Af því
mætti ráða að sú tímalengd sem
svellin liggi ráði miklu um hvern-
ig túnin komi undan þeim. Hann
sagði aó nú í vetur virðist tímabil-
ið í kringum 15. mars ráöa nokkr-
um úrslitum hvað kalhættuna
varðar. Tún sem komið hafi undan
svelli fyrir eða um þann tíma geti
að mestu sloppió við kalskemmdir
cn þar sem svell hafi legið lengur
sé verulcg hætta á skemmdum er
koma muni fram þegar hlýni og
gróður færi að taka við sér.
Bjarni sagði einnig að vorfrost
geti aukið hættu á kali, grös séu
misjafnlega frostþolin og hætta sé
á að gróður er kominn sé að því
aö kafna undir svellum drepist í
vorfrostum verði þeirra vart að
einhverju marki.
Bjarni sagði að þau efni sem
einkum mynduðust við öndun
plantna undir svelli væru etanol
(alkohol), eplasýra, mjólkursýra
og smjörsýra og frá smjörsýrunni
konii cinkum sú lykt.sem gjarnan
fmnist þegar svell sé að leysa og
minni á ýldufýlu. Þessi efni geti
myndað eitur sem drepi síðan
frumur í plöntum og eyði þannig
gróðri. ÞI
Siglingamálastofnun er það sam-
kvæmt lögum að fyrirtæki sem
leggja eldri togurum og ætla að fá
endurnýjunarrétt, þ.e. að færa
kvóta yfir á nýtt skip, þurfa að
taka eldri skipin strax af skipa-
skránni. Þá er um tvo möguleika
að ræða, að eyðileggja gamla
skipið, eða selja það. Til þess þarf
aó stofna fyrirtæki erlendis, að
sögn Sveins. Skagstrendingur
stofnaði „skúffufyrirtæki“ á Kýp-
ur, undir nafninu Atlantic Sea
Shipping, eftir að taka þurfti Arn-
ar eldri og Hjörleif af íslenskri
skipaskrá. Fyrirtækið er löglega
skráð og uppfyllir öll þarlend skil-
yrði og það keypti gömlu togar-
ana, Arnar og Hjörleif. „Þetta er
blekkingarleikur til aó uppfylla
kröfu stjómmálamanna,“ sagði
Sveinn. Hann telur að leyfa eigi
að skrá skipin á aukaskipaskrá.
„Alþingismenn hlaupa í íslenskar
skipaskrár hvort sem skip hafa
veiðiheimild eða ekki og leggja
saman hvaó eru margar rúmlestir
og hestöfl í íslenska flotanum og
Upplýsingaþjónusta ferða-
manna í Umferðarmiðstöðinni
við Hafnarstræti á Akureyri
verður starfrækt með óbreyttu
sniði í sumar en í haust verður
sérstök markaðsskrifstofa stofn-
uð og hún sameinuð upplýs-
ingaþjónustunni. Unnið er að
segja, þama sjáið þið, flotinn hef-
ur ekkert minnkað! Þess vegna
krefst sjávarútvegsráðuneytið þess
að við flytum þessi skip úr landi
að nafninu til“, sagði Sveinn.
Það kostar mikið fé fyrir út-
gerðina að hafa skipið á skrá er-
lendis. M.a. kemur maður frá því
landi sem skipin eru skráð í til að
skoða þau og veita vottorð um að
allt sé í lagi. Allt þetta hefur þegar
kostað fyrirtækió yfir hálfa millj-
ón, aö sögn Sveins. Einnig þarf að
halda skipunum við og borga af
þeim hafnargjöld. Þetta fyrir-
komulag er ekkert einsdæmi, að
sögn Sveins. Hann segir þetta til
skammar fyrir íslenska útgerð.
Að sögn Sveins hafa nú tvisvar
verið gerðir bráöabirgðasölusamn-
ingar um skipin tvö, en þau hafa
ekki enn selst. Sala er nú í athug-
un í þriðja sinn og kemur í ljós á
næstunni hvort af verður. Sveinn
segir mjög erfitt að selja notuð
skip nú, markaóurinn hafi farið
versnandi undanfarin tvö ár. sþ
urulirbúningi málsins en ekki
liggur fyrir hvar þessi nýja
skrifstofa verður til húsa.
Að sögn Hrafnhildar Karlsdótt-
ur hjá Upplýsingaþjónustu ferða-
manna hefur þjónustan verið til
húsa í Umferðarmiðstöðinni frá
árinu 1988. Af hálfu bæjaryfir-
valda er hins vegar unnið að því
nú að koma á fót markaðs- og
upplýsingaskrifstofu fyrir Eyja-
fjaróarsvæðið og er ráðgert að hún
líti dagsins Ijós fyrir næsta ferða-
mannaár, en áramót í þessari at-
vinnugrein miðast vió 1. septem-
ber.
Hrafnhildur sagói að erlendir
ferðamenn hefðu byrjað að láta
sjá sig á Akureyri um og eftir
páska og daglega leituðu nokkrir
ferðamenn til upplýsingaþjónust-
unnar. Hún sagði að þessir ferða-
menn hefðu stutta viðdvöl, enda
lítið um að vera fyrir þá.
Gefla hf. á Kópaskeri:
Rækjuvinnsla hafin á ný
Vinnsla hófst aftur í rækjuverk-
smiðjunni Geflu á Kópaskeri
26. apríl sl. eftir nokkurt hlé
sem varð eftir að innfjarða-
rækjuveiði á Öxarfirði lauk og
nýtt var til viðhalds í verk-
smiðjunni. Nægjanlegt hráefni
hefur fengist til að halda uppi
vinnslu alla dagana en það
kemur aðallega frá Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur hf. og er ek-
ið frá Húsavík austur á Kópa-
sker á bifreið.
Gefla hf. hefur ekki gert samn-
inga við önnur fiskverkunar- eða
útgerðarfyrirtæki um kaup á rækju
að undanskildum 12 tonnum af
iðnaðarrækju, sem keypt voru af
Hraðfrystistöð Þórshafnar, útgerö
frystitogarans Stakfells. Kristján
Halldórsson framkvæmdastjóri
Geflu hf. segist allt eins eiga von
á framhaldi þeirra viðskipta en
jafnframt hafa tilboð verið gerö í
rækju hjá Höfða hf. á Húsavík, út-
gerð togarans Júlíusar Hafstein,
en ekkert hefur enn komið út úr
því. Kristján telur gott útlit fyrir
að nægjanlegt hráefni fáist til að
halda uppi stöðugri vinnu í verk-
smiðjunni í allt sumar, en Bakka-
fjarðarbáturinn Sjöfn hættir á net-
um um mánaðamótin júní/júli og
fer þá á rækjuveiðar. Aflanum
Skíðagöngugarparnir á Græn-
landsjökli náðu sambandi við
flugvél seint á þriðjudag. Þeir
kváðust við bestu heilsu en
sögðu að það hefði snjóað í fjóra
sólarhringa þannig að ferðin
sækist væntanlega seint.
Grönlandsfly flaug ekki yfir
jökulinn á þriðjudaginn vegna
veóurs en Gufunesradíó tilkynnti
verður landað á Kópaskeri eins og
undanfarin sumur.
Nokkru af netafiski hefur verið
landað á Kópaskeri að undan-
förnu en hann hefur aðallega farið
til vinnslu á Raufarhöfn en einnig
hefur einhver fiskur farió á fisk-
markað. GG
að þremenningarnir hefðu náð
sambandi við vél sem var mun
norðar yfir jöklinum á leið milli
Kanada og Murmansk.
Staðsetningin sem skíðagöngu-
mennimir gáfu upp var 65 55’
44” norður og 39 36’ 08” vestur.
Fréttir voru óljósar en líklegt er
aó þeir hafi þurft aó láta fyrirber-
ast í tjaldi langtímum saman
„Við reiknum ekki meó því að
ferðamenn fari aó streyma hingað
að ráði fyrr en eftir miðjan júní.
Eg hef engar tölur um bókanir og
veit því ekki hvað við megum
eiga von á mörgum ferðamönnum
í sumar. Við vitum þó að 27
skemmtiferðaskip eru væntanleg í
sumar mióað við 16-18 undanfar-
in ár, þannig aó þar er mikil
aukning,“ sagói Hrafnhildur.
SS
vegna veðurs og miði því lítt
áfram.
Eins og fram hefur komið hef-
ur veður verið mjög óhagstætt á
Grænlandi að undanfömu. í gær-
morgun var t.a.m. 11 stiga frost í
Nuuk. Fái félagamir meðvind
geta þeir skíðað talsverðar vega-
lengdir á hverjum degi en því
hefur ekki verið að heilsa til
þessa. SS
Fréttir af Grænlandsjökli:
Göngugarparnir við góða heilsu