Dagur - 06.05.1993, Page 7
Fimmtudagur 6. maí 1993 - DAGUR - 7
Tónlist___________________________
Mikado á Húsavík
Við Tónlistarskólann á Húsavík
starfar söngdeild. Aðalkennari
við hana er söngkonan Natalia
Chow. Nemendur við söngdeild-
ina á Húsavík eru að sjálfsögðu
mislangt komnir í námi sínu, en
áhugi þeirra er mikill, sem sést
meðal annars á því, að þeir
koma víðs vegar að úr Þingeyj-
arsýslum, allt frá austanverðum
Öxarfirði til dala Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Til þess að gefa nemendum
söngdeildarinnar kost á því að
takast að nokkru á vió raunhæft
verkefni og jafnframt til þess að
gefa sýslubúum kost á því að
kynnast starfi söngdeildarinnar og
framgangi nemenda hennar, var
ráðist í það verkefni, aö setja upp
Sjallinn:
Leikja-
keppni fyrir-
tækjanna
í kvöld verður seinni umferð í
undanúrslitum í Spilagosanum
’ 93 í Kjallaranum. Lið íslands-
banka og Samlands eigast við
og keppir það lið sem vinnur til
úrslita við lið DNG, sem bar sig-
urorð af liði Ríkisútvarpsins sl.
fimmtudag.
Keppnin er haldin í samvinnu
við Genus í Kringlunni, sem gefur
öll verðlaun. Trúbadorinn Oskar
Hlynsson leikur fyrir gesti eftir
keppnina. (Fréllatilkynning)
Þakkir
tU Hængs
Bocciadeild Völsungs og Félag
eldri borgara á Húsavík tóku þátt í
bocciamóti sem Lionsklúbburinn
Hængur stóð íyrir á Akureyri 30.
apríl og 1. maí. Þátttakendur frá
félögunum vilja senda lionsmönn-
um bestu þakkir fyrir góða skipu-
lagningu og framkvæmd mótsins
og góðar móttökur á Akureyri.
Fyrir hönd keppenda
Kristbjörn Óskarsson.
Ljóðatímaritið
Ský komið út
Níunda hefti af ljóðatímaritinu
Ský er komið út. Gestaritstjórar
þessa heftis eru Bragi Ólafsson
og Þór Eldon og hafa þeir séð
um efnisval.
I tímaritinu er að finna ljóð eft-
ir Atla Jósefsson, Valgaró Braga-
son, Aðalstein Svan Sigfússon,
Óttarr Proppé, Harald Jónsson,
Ara Gísla Bragason, Kelly Ann
Smith, Jón Marinó Sævarsson og
Sjón.
Þá birta þeir Bragi og Þór þýð-
ingar sínar á ljóðum eftir hið
kunna franska skáld Guillaume
Apollinaire og á ljóðum sílenska
framúrstefnuskáldsins Vicente
Huidobro (1893-1948). Einnig eru
í heftinu teikningar eftir Hallgrím
Helgason og ljósmyndir af alís-
lenskum sviðakjömmum sem
Spánverjinn Eduardo Pérez Baca
tók.
Ský kostar 400 krónur og fæst í
Bókabúð Máls og menningar og
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar í Austurstræti. Askriftar-
beiðnir og bréf berist í pósthólf
1686, 121 Reykjavík.
einsöngshluta og kórkafla úr óper-
ettunni Mikado eftir tónskáldið
Sir Artur Sullivan við leik- og
söngtexta W. S. Gilberts. Þessir
hlutar verksins voru fluttir á
ensku, og þeir tengdir saman með
útskýringartexta á íslensku, sem
kynnir tónleikana, Jo Clayton,
flutti.
Tónleikarnir voru haldnir 2.
maí í sal Borgarhólsskóla. Stjórn-
andi þeirra var Natalia Chow en
undirleikarar Helgi Pétursson og
stjórnandinn. Mestur hluti undir-
leiks var leikinn á flygil, en undir-
leikur undir nokkra kórkafla var af
tölvu. Tölvusetningin var verk
Helga Péturssonar.
Undirleikur var gjaman heldur
hávær fyrir raddir söngvaranna,
einkum þegar um einsöng var aö
ræða. Sérstaklega var tölvuundir-
leikurinn of þróttmikill jafnvel þó
fullur kórinn syngi. Þetta var
óþarfa galli á uppsetningunni.
Nokkrir félagar úr jazzkómum
NA 12 aðstoðuðu við flutning, en
velflestir flytjendur eru nemendur
við söngdeildina á Húsavík. Hér
verður ekki getið einstakra söngv-
ara, enda þeir ekki á' því stigi í
námsferli sínum, að rétt sé að
leggja einstaklingsbundinn dóm á
frammistöðu. Hitt má taka fram,
að flestir stóðu sig vel og báru
þess vitni, að þeir höfðu hlotið til-
sögn og nýttu hana. Sérlega vel
kom þetta fram í kórhlutum, þar
sem iðulega tókst ánægjulega vel
til. __
Ymislegt var lipurlega gert í
sviðsframkomu; sérstaklega af
hálfu kvenna. Nokkrír karlanna
gerðu einnig vel, en á meðal
þeirra bar einnig mest á til dæmis
endurteknum og marklitlum
handahreyfingum, sem verkuðu
þreytandi. Dansatriði gengu í
flestu tilliti allvel og lífguðu veru-
lega upp á uppfærsluna í heild.
Sviðsbúnaður var einfaldur en
fullnægjandi fyrir þessa uppsetn-
ingu, sem nánast var konsertupp-
færsla. Skemmtilegum blæ var
náð með viðeigandi búningum og
andlitsförðum, en þetta hvort
tveggja var í langflestum tilfellum
vel af hendi leyst.
Tónleikamir voru afar vel sóttir
og mátti heita að hvert sæti væri
skipað. Undirtektir voru einnig
góóar og mátti greina, að áheyr-
endur mátu að verðleikum þann
dug flytjenda og annarra aðstand-
enda að leggja í verkefni sem
þetta. Þaó er vonandi vísir fram-
tíðaratburða af svipuðum toga, þar
sem greina má vaxandi framfarir
og þrótt í þessari hlið starfsemi
Tónlistarskólans á Húsavík.
Haukur Ágústsson.
NQ breiitt
beh'i búð
ViO breqHum og bæltum
í tilefni pess bjóðum við ijhhur
fimmtudag og föstudag
‘cn
c=n