Dagur


Dagur - 06.05.1993, Qupperneq 16

Dagur - 06.05.1993, Qupperneq 16
Akureyri, fimmtudagur 6. maí 1993 /TIRECNBOCA lLJframkollun Hafnarstræti 106 • Sími 27422 fitjna Uðtr Þctta glæsilega seglskip var smíðað í Danmörku árið 1919 sem flutningaskip og var í notkun allt til ársins 1952, en var þá lagt. Fyrir tveimur árum fannst skipið í Þýskalandi og var endursmíðað að hluta. Mynd: Robyn Skóla- og vísindaskúta í Akureyrarhöfn: íslendingar í ævintýrasiglingu - haldið til hafs á ný á morgun Atvinnulausir: Rúmur helmingur aðalfyrirvinna Skólaskipið „Fridtjof Nansen“ kom sl. þriðjudag til Akureyrar eftir 10 daga siglingu frá Cork á Irlandi, en þaðan kom skipið frá Azoreyjum. Þetta glæsilega seglskip var byggt í Danmörku árið 1919 sem flutningaskip og var í notkun allt fram til ársins 1952 en var þá lagt. Það var svo árið 1991 sem það „fannst“ í Slesvík í Þýskalandi og endur- byggt að hluta af samtökum í Hamborg sem eignuðust skipið en það var þá mjög illa farið. Hafln er smíði á nýrri skútu sem bera mun nafn annars þekkts norsks landkönnuðar, Roalds Amundsen. í dag er skipið notað sem kennsluskip fyrir þá sem vilja læra að sigla, búa um borð og læra að bjarga sér á stórum seglskipum. Nítján manns eru í áhöfn, þar af 15 nemar á aldrinum 17 til 29 ára. A Akureyri verður skipt um nemendur og koma þeir m.a. frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi auk tveggja Islend- inga. Frá Akureyri verður siglt nk. föstudag til Grímseyjar og þaðan austur um og vestur meó Suður- landi til Reykjavíkur þar sem fleiri nemendur koma um borð og þaðan veróur siglt til Grænlands og síðan Noregs og Þýskalands eftir viðkomu hérlendis. Með í för héðan verður seglskipið „Dagmar Aaen“, 18 metra skúta smíðuð í Danmörku 1931, sem einnig ligg- ur viö bryggju á Akureyri. Meö „Fridtjof‘ kom nýtt mastur á Q VEÐRIÐ í dag er spáð suðvestan átt með skúrum eða slydduélj- um um noróvestanvert landið. Hitinn verður um 5 stig. Austan Tröllaskaga er hins vegar spáð suðvest- lægri átt og léttskýjuðu veðri í dag meó allt aó 10 stiga hita. Á morgun, laugardag og sunnudag er spáð létt- skýjuðu og sæmilega hlýju veðri. „Dagmar Aaen“ sem sett verður á hér. „Dagmar Aaen“ kemur héð- an frá Jan Mayen en um boró eru sjö skipverjar, flestir vísinda- menn, sem cru að rannsaka hin viðkvæmu svæði á norðurhluta Atlantshafsins. Einnig hafa verið gerðar tvær tilraunir til að sigla austur yfir Norðurpólinn en ekki tekist. Eftir aó komið verður til Grænlands er fyrirhugað að reyna að komast vestur yfir pólinn til Kanada. Fyrirhugaðir eru fleiri leið- angrar um ókönnuð hafsvæði, þar sem hlutverk „Fridtjof Nansen“ verður að vera eins konar móöur- skip, bæði fyrir „Dagmar Aaen“ í gær var úthlutað nokkrum óbyggðum íbúðarhúsalóðum í Síðuhverfi á Akureyri. Allmarg- ar lóðir eru lausar á stangli í hverfinu en ekki hefur reynst mikill áhugi fyrir þeim. Akur- eyrarbær hefur þó samþykkt að taka aukinn þátt í kostnaði við jarðvegsskipti og lækka gatnagerðargjöld á hluta hús- anna til að gera lóðirnar seljan- legri. Hjá embætti byggingafulltrúa fengust þær upplýsingar í gær að eftirfarandi einbýlishúsalóðum hefði verið úthlutað: Borgarsíðu 23, 1 hæð og ris, Borgarsíðu 25, 27 og 29 sem sami aðili keypti og eru það einnig lóðir fyrir 1 hæðar hús með risi, Bakkasíðu 6 og Bogasíða 3, en tvær síðastnefndu lóðirnar eru fyrir einbýlishús á 1 hæð. Enn eru nokkrar lóðir lausar í Síðuhverfi, flestar fyrir einbýlis- hús en einnig lýrir raðhús. Lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæð- um hafa ckki hreyfst og var eng- inn áhugi á þeim við þessa úthlut- un. Starfsmaóur hjá byggingafull- trúa sagði að ástæðan fyrir þess- ari tregóu væri kannski sú að fólk og fleiri skútur sem væntanlega taka þátt í slíkum leiðangri. Skipstjóri á „Fritjof Nansen“ er Jochen Lemke, sem hefur verió á sjó síðan hann var 17 ára gamall og hann tjáði blaðamanni að lengd skútunnar væri 52 metrar, breidd 7 metrar og 37 metrar eru upp á hæsta siglutopp. Stundum hefur skútan flutt vörur til að minnka kostnað vegna útgerðar- innar en þess má geta að hálfs mánaðar ferð kostar hvem nem- enda um 105 þúsund krónur, en auk þess þurfa umsækjendur að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. að hafa einhverja reynslu af dvöl á sjó. GG væri að bíða eftir lóðum á Suður- brekkunni og einnig væru margir sem vildu alls ekki fara í Þorpið, jafnvel þótt þeim væri borgað fyrir það. SS í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Neytendasamtökin kemur í ljós að ríkisvaldið mismuni gróflega greinum innan landbúnaðarins, annars vegar með beinum stuðningi í fjárlögum og hins vegar með innflutningsbanni. Jöfnun á þessum stuðningi á bú- greinar myndi t.d. leiða til þess að sala á kindakjöti myndi dragast saman um fimmtán af hundraði á sama tíma sem sala á hrossakjöti, eggjum, svína- og alifuglakjöti myndi aukast um fimmtán af hundraði. „Stjómmálamenn sjá ástæðu til Um 55 af hundraði atvinnu- lausra eru aðalfyrirvinnur íjöl- skyldna og um 70 af hundraði þeirra hafa fyrir tveim eða fleiri einstaklingum að sjá. Réttur helmingur atvinnulausra hefur ekki barn á framfæri sínu. Þetta kemur fram í niðurstöðu könn- unar sem Félagsvísindastofnun hefur gert á aðstæðum og hög- um atvinnulausra. Könnunin var unnin að beiðni félagsmála- ráðuneytisins og í samvinnu við Samtök atvinnulausra. I könnuninni kemur fram að 50% atvinnulausra eru í hjúskap og 75% þeirra eiga maka sem var í launaðri vinnu þegar könnunin var gerð. Um 40% aðspurðra reyndust hafa misst vinnuna vegna samdráttar eða rekstrar- stöðvunar, 22% voru í vinnuhléi vegna hráefnisskorts í sjávarút- vegi og 12% höfðu verið í tíma- bundnu starfi. Um síðustu áramót höfðu 22% aðspurðra verið án atvinnu í innan vió 1 mánuð, rúmlega 50% í 1 til 6 mánuði og um 15% frá hálfu upp í 1 ár. Um 7% atvinnulausra höfðu enga vinnu haft í eitt ár eða lengur. Niðurstöður könnunarinnar sýna aö langtímaatvinnuleysi er Ljóst er að áður en Alþingi verður sent heim, sem líklega verður í vikulok, verður sam- þykkt tillaga Tómasar Inga OI- rich (D/N-e) og Pálma Jónsson- ar (D/N-v) um að „fela ríkis- stjórninni að kanna möguleika á stofnun safns þjóðminja að Hólum í Hjaltadal er verði einkum helgað kirkjusögu Is- lands.“ Menntamálanefnd Alþingis fjallaði um þingsályktunartillög- una í vikunni og var einhuga um að leggja til að hún verði sam- að koma kindakjöti ofan í fólk og það er beinlínis óþolandi að ríkið sé að skammta á disk neytenda," sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Hann sagðist vilja sjá þá upp- stokkun í kerfinu að menn geti framleitt það sem þeim sýnist á eigin ábyrgð. „Um 20% af þeim húsakosti sem til er í landbúnaóin- um stendur ónýttur og það er bein afleiðing af því sovéska markaðs- og verðstýringarkerfi sem hér rík- ir. Ef ekki kemur til gagngerrar stefnubreytingar á þessu sviði hér á landi verður landbúnaðurinn rjúkandi rústir innan fárra ára,“ umtalsvert vandamál hér á landi þótt það mælist minna en í öðrum OECD-löndum. I könnuninni kemur einnig fram að atvinnulaus- ir eru flestir sammála um að Is- lendingar eigi að njóta forgangs viö atvinnuráöningar þegar vinna er af skomum skammti. ÞI Varð fyrir bO á Hlíðarbraut í gær Drengur á 13. ári varð fyrir bíl á Hlíðarbraut á Akureyri í gær og var fluttur á slysadeild FSA. Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Lögreglunni var tilkynnt um slysið laust eftir kl. 17 í gær, en það varð skammt frá gatnamótum Teigasíðu og Hlíðarbrautar. Að sögn lögreglu varð drengurinn fyrir bílnum þegar hann var að ganga yfir götuna. Hann kvartaði um eymsli í fæti og hendi og var fluttur á slysadeild, en fékk að fara heim að skoðun lokinni. þykkt. Þar meó er ljóst að tillagan verður afgreidd fyrir þinglausnir. Flutningsmenn segjast í grein- argerð hafa tvennt í huga. Annars vegar hafi ríkisstjórnin sameigin- lega tekið ákvarðanir sem skipti sköpum um endurreisn Hóla og Hóladómkirkju. Hins vegar beri að taka tillit til þess að málið tengist þremur ráðuneytum; kirkjumálaráðuneyti er varði Hóladómkirkju, landbúnaðar- ráðuneyti er varði staðarhald og bændaskóla og menntamálaráðu- neyti er varöi þjóðminjar. óþh sagði Jóhannes. Ef litið er á tölur frá fjárlögum ársins 1992 kemur í ljós að lang- mestur stuðningur var við fram- leiðslu kindakjöts, 75% af fram- leiðsluvirði, við framleiðslu mjólkur 52%, en aðeins 9% við framleiðslu alifuglakjöts, svo citt- hvað sé nefnt. A hinn bóginn, ef litið er á það sem skattgreióendur borga fyrir vöruna og kostnað neytandans að auki, kemur í Ijós að heildarstuðningur við fram- leiðslu alifuglakjöts, mjólkur og kindakjöts var sá sami árið 1992, þ.e. 108% af framleiðsluvirði vör- unnar. SV/ój Ekki slegist um lóðir í Síðuhverfí: Sex lóðum úthlutað í gær „Landbúnaðuriim qúkandi rústir ef ekkert verður að gert“ - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna óþh Kirkjusögusafni komið á fót á Hólum?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.