Dagur - 15.05.1993, Side 3
Fréttir
Laugardagur 15. maí 1993 - DAGUR - 3
Alþjóðlegur reyklaus dagur 31. maí:
Kastljósinu næsta áríð beint að
starfsfólki heilbrigðisstofiiana
Tóbaksvarnanefnd ríkisins hitt-
ist á fundi á Akureyri sl.
fímmtudag og fundaði síðan
með fulltrúum heilbrigðisstofn-
ana á Norðurlandi. Tilefni þess
fundar er alþjóðlegur reyklaus
dagur 31. maí næstkomandi og
hvatning Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar næsta árið að
starfsfólk heilbrigðisstofnana
verði reyklaust.
A fundinum meó starfsfólki
heilbrigðisstofnana kom fram að
víóa hafi oróið breyting í reyk-
ingamálum sl. ár. Sem dæmi var
nefnt að nú séu sjúkrahúsió og
elliheimilið á Blönduósi reyklaus-
ir vinnustaóir. Fulltrúi Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri sagði
stefnuna þar að gera vinnustaðinn
reyklausan og sem dæmi um
breytingu á stuttum tíma megi sjá
að fyrir fjórum árum hafí mátt sjá
starfsfólk reykja á setustofum en
slíkt sé óhugsandi í dag.
í máli fulltrúa Tóbaksvarna-
nefndar kom fram aö alþjóða
heilbrigðisstofnunin setji nú á
oddinn að starfsfólk heilbrigðis-
stofnana gangi á undan með góðu
fordæmi og reyki ekki. Þetta sé
verkefni sem unniö verði að allt
næsta ár.
Fulltrúar frá Dalbæ, dvalar-
heimili aldraóra á Dalvík, gerðu á
fundinum grein fyrir skoðana-
könnun meðal starfsmanna, þar
sem spurt var um afstöðuna til
þess að gera vinnustaðinn reyk-
lausan. Þrjátíu voru því fylgjandi
en aðeins þrír á móti og athyglis-
vert er að reykingamenn eru á
meðal þeirra sem vildu gera
vinnustaóinn reyklausan. Þetta at-
riði var nokkuð rætt á fundinum
og upplýstu fulltrúar Tóbaks-
Barnaheill boðar til stofnfundar
Norðurlandsdeildar samtak-
anna nk. miðvikudag á Hótel
KEA, en áformað er að stofna
deildir í öllum landsfjórðung-
unum. BarnaheiII eru samtök
sem berjast fyrir bættum hag
barna, heima og erlendis og
fyrstu tvö árin fór krafturinn í
starfseminni í það að beita
stjórnvöld þrýstingi með bréfa-
skriftum þar sem bent var á
hvað betur mætti fara börnum
til heilla og á það úrræðaleysi
sem ríkjandi væri á félagsmála-
hliðinni.
Þar vó þyngst afskipti samtak-
anna af vegalausum bömum, sem
reyndar er enn stærsta einstaka
verkefni samtakanna, en nú hefur
verið samþykkt að koma á lagg-
varnanefndar að algengt sé að
starfsfólk fyrirtækja setji ákveðin
tímamörk á því hvenær gera eigi
vinnustaðinn reyklausan. Oft séu
það jafnvel reykingamenn sem
séu fylgjandi þessum aðgerðum
og noti þær sér til stuðnings við
að hætta að reykja. JÓH
imar meðferðarheimili að Geld-
ingalæk í Rangárvallasýslu og er
verið þessa dagana að standsetja
húsið. Það heimili mun hýsa 6-7
böm en starfsmenn verða tvenn
hjón.
Bamaheill hefur einnig haldið
málþing, þar sem rætt hefur verið
um ofbeldi á bömum, afskipta-
leysi og tómlæti sem er nokkuó
ríkjandi og einnig hefur verið rætt
um hagi skilnaðarbama. Bamheill
hefur fengið að tilnefnda fulltrúa
í nefnd á vegum Félagsmálaráðu-
neytisins vegna Ars fjölskyldunn-
ar 1994, en þar flutti Bamahcill
tillögu um að nefndin kostaði
rannsókn á högum skilnaðarbama
og er tillagan nú í vinnslu hjá fé-
lagsvísindastofnun Háskólans.
GG
Barnaheill stofnar Norðurlandsdeild:
Meðferðarheimili að
rísaað Geldingalæk
- fyrir vegalaus börn
; , Rafmagnsveitur ríkisins:
Viðurkenning til Stórutjarnaskóla
- nemendur unnu verkefni um raforkumál
Síðastliðinn fimmtudag voru
nemendur úr Stórutjarnaskóla
ásamt kennaranum Manfred
Lemke boðaðir í höfuðstöðvar
Rafmagnsveitna ríkisins á Ak-
ureyri til að taka við viðurkenn-
ingu fyrir verkefni um raforku-
mál. Að sögn Ingólfs Árnasonar,
rafveitustjóra, var öllum grunn-
skólum á Norðurlandi skrifað
bréf þar sem óskað var eftir
þátttöku þeirra í verkefni sem
tengdist ákveðnu þema, æska-
orka- framtíð. Stórutjarnaskóli
var eini skólinn í umdæminu
sem treysti sér í slaginn.
I tengslum við 50 ára afmæli
Sambands íslenskra rafveitna og
um leið 90 ára afmæli rafveitu-
rekstrar á Islandi verður efnt til
afmælisþings og sýningar í
Reykjavík næsta haust. I máli Ing-
ólfs kom fram að einn þáttur
þingsins verður tileinkaður æsk-
unni, undir nafninu æska-orka-
framtíð. Hugmyndin var sú að
þær bekkjardeildir grunnskóla
sem lærðu um rafmagn (6. eða 7.
bekkur) tækju þátt í verkefni
tengdu þessu þema en sem fyrr
segir var Stórutjamaskóli eini
skólinn í umdæminu sem sinnti
kallinu.
Ingólfur færði nemendunum og
kennaranum þakkir frá RARIK
og sagði m.a.: „Bestu lausnimar
verða valdar til sýningar á afmæl-
isþinginu og höfundum boðið til
þingsins í Reykjavík. Eg vona svo
sannarlega að það komi í ykkar
hlut.“
Tryggvi Aðalsteinsson, sem
var tengiliður milli Rafmagns-
veitna ríkisins og grunnskólanna í
kjördæminu, afhenti nemendum
skólans viðurkenningarskjal sem
þakklætisvott fyrir þátttökuna.
Manfred Lemke, kennari
bekkjardeildarinnar sem tók þátt í
verkefninu, sagði í samtali við
Dag að verkefninu væri skilað
sem tölvuforriti. Viðfangsefnið
snerist um orku á Norðurlöndun-
um, hvemig hún væri framleidd,
hvaða leiðir væru færar, hvemig
orkumálin væru leyst í hverju
Norðurlandanna fyrir sig og þar
væri líka að finna spumingar og
svör sem tengdust mengun og
fleiri þáttum. Verkefnið er 80
blaósíður með myndum og hreyfi-
myndum og sagói Manfred að
þetta hefði verið þemavinna í all-
an vetur.
„Nemendumir studdust mest
við eina bók en þeir þurftu líka að
afla upplýsinga upp á eigin spýtur,
hringja I Raunvísindadeild Há-
skólans og fleiri staði. Ég tel að
þessi vinna hafi þroskað þá mikið
og eflt sjálfstraustið,“ sagði
Manífed. SS
Nemendur í bekkjardeild Stórutjarnaskóla sem unnu verkcfnið stilltu sér upp fyrir framan húsakynni RARIK á
Akureyri. Aftast til hægri er kcnnarinn Manfred Lemke og lengst til vinstri er Ingólfur Árnason, rafveitustjóri.
Mynd: Robyn
3 dagar í París
kr. 19.900,-
Beint flug frá Akureyri
23. júní - 25. júní.
kr. 22.700,-
Flug — hótel -íslenskfararstjórn.
AÖeins 50 sæti.
Verð p. mann m.v. 2ja manna herbergi.
Kr. 22.700,-
Innifalið í verði er flug til Parísar frá Akureyri,
hótel í 2 nætur og íslensk fararstjórn.
Hópferð til
SVISS OG ÍTALÍU
18. júní - 2. júlí.
Verð kr. 84.200,- í tveggja manna herb.
Barnaafsláttur kr. 14.200,-
Flugvallarskattar.
Flugvallarskattar og forfallagjöld eru kr. 3.150,-
og kr. 1.895,- fyrir börn.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Ferðaþjónusta Akureyrar
Glerárgötu 20,2. hæð, 600 Akureyri. Sími (96) 11687.
Heimsferðir hf.
Austurstræti 17,101 Reykjavík. Sími (91) 624600.