Dagur - 15.05.1993, Side 22

Dagur - 15.05.1993, Side 22
22 - DAGUR - Laugardagur 15. maí 1993 Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson Mannamunur 11 s f A Vatnsberi Á \BrL/R (20. jan.-18. feb.) J Eitthvab sem þú heyrir dregur úr sjálfstraustinu. En láttu þetta ekki hafa áhrif á þig og gleymdu öllu stolti. Ekki dæma nema þú vitir allan sannleikann. fcfffldón VjTvnV (23. júli-22. ágúst) J Eitthvert vandamál veldur því að þú ferð í stutt ferðalag en þú getur reitt þig á aðstoð ef þú þarfnast hennar. Ekki van- meta líkamlegt ástand þitt. fFiskar 'N (19. feb.-20. mars) J (jtf Meyja A V gfcf (23. ágúst-22. sept.) J Breytingar eru fyrirsjáanlegar en ekki allar ab þínu skapi. Ef dú vilt ná einhverju fram sem dú telur mikilvægt, þarftu ab fara fram á málamiðlun. Einstaklingsframlagið er lík- legra til árangurs en hópvinna. Þú ert frekar viðkvæmur og lít- ur á sakleysislegar spurningar um sjálfan þig sem hnýsni. fHrútur 'N (21. mars-19. apríl) J Þú færð tækifæri til að bæta við reynslu þína hvað varðar fólk og hegðun þess. Þótt þú sért ekkert hrifinn, skaltu ekki fella dóma opinberlega. fMv°é -4/- (23. sept.-22. okt.) J Fólk hlustar á viðhorf þín af samúð og er reiðubúið til að styðja þig. Kvöldið verður ró- legt svo notaðu það vel. fNaut 'N \jX’ (20. apríl-20. maí) J Taktu enga áhættu í ástarmál- um um helgina; reyndar væri best fyrir þig að halda þig í fé- lagsskap kynsystkina þinna ef þú vilt hafa þaö gott. (tMC. Sporödreki^ (23. okt.-21. nóv.) J Þú bregst frekar illa við fólki sem ekki tekur undir hugmyndir þín- ar. Reyndu að slaka á og láta meira uppi um þesar hugmynd- ir. Viðbrögðin koma þér á óvart. f/fvjk Tvíburar 'Á (21. maí-20. júní) J Hið óvænta veitir þér mesta ánægju en ef það tengist ferða- lögum skaltu gæta ýtrustu var- kárni. Það verður mun líflegra að deginum til en á kvöldin. f Bogmaður 'N \^Sl X (22. nóv.-21. des.) J Vonir þínar um rólega helgi verða að engu. Láttu ekki van- hugsaða athugasemd koma þér í uppnám; hún er hvort sem er svo ómerkileg. (*ÆZ Krabbi 'N y VJSe (21, júni-22. júli) J Þú þarft líklega að láta undan fyrir meirihlutanum í vissu máli en það gæti oröið þess virði til að halda sjálfstæðinu. Þú verður beðinn um aðstoð. fSteingeit f \jT7l (22. des-19.jan.) J Veikleiki þinn er fljótfærnin. Hætta er á að þú lofir á augnabliki örlætisins að gera eitthvað sem þú getur ekki staðið við. Afmælisbarn laugardagsins „Munurinn á þér og mér er ég“ Myndina gerði Sigurbjörg Gunnarsdóttir, nemandi á síðasta ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Næsta ár verður gott hvað einkalífið snertir, þótt þú sért sá sem þarf að taka frumkvæðið til að nota tækifærin sem best. Síðari hluta ársins ferbu sennilega f fjölmennt ferða- lag. Þá verður árið gott fyrir keppnisfólk; sérstaklega í íþróttum. Afmælisbarn sunnudagsins Röng ákvörbun sem tekin er snemma árs mun hafa af- drifaríkar afleiðingar því þú telur þig hafa gert grundvallar mistök. Þetta veldur viöhorfsbreytingum í mikilvægum málum. Þú eignast nýja vini á árinu þótt ástin láti á sér standa. Afmælísbarn mánudagsins Stundum finnst mér annað fólk vera dálítið und- arlegt, beri ég það saman við mig. Stundum fmnst mér ég vera nokkuð skrýtinn, beri ég mig saman við annað fólk. Annað fólk er öðruvísi en ég og ýmist er mun- urinn á mér og því ég sjálfur eða það. Samt væri ég ekkert án j>ess. Ég á því svo óskaplega mikið að þakka. Ég væri ekki sá sem ég er, ef þess hefði ekki notið við. Ég væri til að mynda ekki ég, ef annað fólk hefði ekki alið mig upp. Ég væri ekki ég, ef annað fólk hefði ekki huggað mig og glaðst með mér. Ég væri ekki ég, ef ég hefói ekki séð sjálfan mig í daglegum sam- skiptum mínum við þetta annað fólk, sem er ekki ég- Fyrsta reglan í samskiptum mínum viö annað fólk er sú, að leyfa því að vera það. Þegar ég tala við vin minn á ég að gera það í ljósi þeirrar stað- reyndar, aó munurinn á honum og mér er ég og því er munurinn á mér og honum líka hann. Hann verður því að fá að vera hann. Fyrsta regl- an í samskiptum mínum vió annað fólk er því þögnin, þótt undarlegt kunni að virðast. Lúther oróaði þetta þannig, að Guð hafi gefið okkur tvö eyru en bara einn munn, til að við hlustuðum helmingi meira en við töluðum. Sigmund Fraud kom líka auga á þetta sama, gildi þess að hlusta. Leiti vinur þinn ásjár hjá þér með persónulegan vanda sinn, áttu ekki að byrja á því að svara, heldur hlusta. Síðan leitið þið saman að svari, þú og hann. Þú átt ekki að fínna svarið fyrir hann, því hann er hann og þú ert þú. Hann verður að finna það sjálfur og orða það sjálfur, en þú getur hjálpað honum að finna það, kunnir þú að hlusta. Þannig verður svarið hans svar og lausnin hans lausn. Við eigum öll einhvem tíma í vanda og þurf- um að sækja ráð til annars fólks. Annað fólk ber sig líka upp við okkur í vanda sínum. Og þá er svo mikilvægt aó setja sig ekki I stellingar og hella út svömm og lausnum í löngum bunum, því raunverulegur vandi kallar ekki einungis fram ráðleysi, hjálparleysi og þögn hjá þeim, sem á við vandann að etja, heldur líka hjá þeim, sem raunverulega vill hjálpa. Sá sem á alltaf nóg af svörum og hefur þau á hraðbergi gæti hafa gleymt að hlusta. Og hafi hann hlustað, gæti líka verið að hann hefði ein- ungis verið að hlusta á sjálfan sig. Sá sem ekki kann að hlusta og ekki kann að þegja kann held- ur ekki að tala. Vinur þinn kemur til þín með vanda sinn. Hann er hann og þú ert þú. Hlustaðu á meðan hann kemur byrðunum fyrir á baki þínu, byrðun- um, sem eru að sliga hann. Þá fyrst getið þið borið þær saman, hann og þú. Ákveöinn hæfileiki sem þú býrb yfir mun aubvelda þér framkvæmd á vissum hugðarefnum. Þótt fjármálin líti vel út til lengri tíma koma upp tímabil þar sem þú ert í dálitl- um vandræöum. Þú eignast sennilega nýja vini á árinu. „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists.“ (Galatabréfið 6,2)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.