Dagur - 25.05.1993, Side 3
Þriðjudagur 25. maí 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Verkmenntaskólanum á Akureyri slitið:
Stefnir í að byggingartímiiin verði 20 ár
- nýr framhaldsskóli mun rísa í Grafarvogi á aðeins 5 árum
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri var slitið í íþróttahöllinni
sl. laugardag. Brautskráðir
voru 111 stúdentar, 14 sjúkra-
liðar, 11 húsasmiðir, 6 kjötiðn-
aðarmenn, 18 rafvirkjar, 2
blikksmiðir og 1 húsgagnasmið-
ur, múrari, vélvirki, prentsmið-
ur og rafsuðumaður. Sem sjá
má er rafvirkjun tískugreinin í
ár og uppsveifla er í kjötiðn.
I ræðu Bernharós Haraldsson-
ar, skólameistara, kom fram að
við upphaf haustannar voru 992
nemcndur innritaðir til náms í
dagskóla í Verkmenntaskólanum
á Akureyri og 170 í öldungadeild.
Sambærilegar tölur fyrir vorönn
eru 922 og 108. Auk þess sóttu
um 200 manns ýmis námskeið,
m.a. á vegum stéttarfélaga.
Bernharð var tíðrætt um aðbún-
aó nemenda, langan vinnudag og
þröngan húsakost skólans. Hann
nefndi aó hópar nemenda á
tæknisviði, sem stunduðu viöa-
mikið verklegt nám auk hins bók-
lega, væru 48 stundir á viku í
skólanum samkvæmt námskrá.
Sumir nemendur væru þannig að
jafnaði 10 tíma á dag í skólanum
og þyrftu að auki að sinna héima-
vinnu. Ekki taldi skólameistarinn
að svo langur vinnudagur væri
skynsamlegur.
Þegar kom að húsnæðismálum
var Bernharó ómyrkur í máli og
sagði að nemendur og starfsfólk
VMA hefðu búið við erfiðleika í
þeim málum alla tíð. Hann nefndi
sérstaklega hússtjómamámið í
gamla Húsmæðraskólanum og
trésmíðadeildina í kjallara Há-
skólans.
„Við höfum á hverju ári þóst
sjá betri tíð, nú lyki byggingum
Verkamannasambandið:
Vill setja skorður á ut-
flutning grásleppuhrogna
Grásleppuveiðin virðist ætla að
verða rýrari á þessu vori en
vonir stóðu til og þar með ljóst
að minna verður saltað af grá-
sleppuhrognum en oft áður
þrátt fyrir síst lakara verð. Á
Raufarhöfn voru á síðasta ári
Akureyri:
Saga Reisen óskar
eftir framlengingu á
Á fundi bæjarráðs Akureyrar
nýlega var tekið fyrir erindi
Beat Iseli, forstjóra svissnesku
ferðaskrifstofunnar Saga Reisen,
þar sem hann óskar eftir fram-
Iengingu á samstarfssamningi
Saga Reisen við Akureyrarbæ,
en eins og kunnugt er stendur
Saga Reisen fyrir beinu flugi
milli Zurich og Akureyrar.
Á sínum tíma var gerður sam-
starfssamningur Akureyrarbæjar
og Saga Reisen um þetta beina flug
og rennur hann út á þessu ári.
Samningurinn felur m.a. í sér
greiðslu bæjarins til þessa til-
raunaverkefnis.
Bæjarráö samþykkti að fela
Jóni Gauta Jónssyni, starfsmanni
atvinnumálanefndar, að skoða
þetta mál áður en ákvörðun verði
tekin. „Áður en nokkuð verður í
málinu gert viljum við fá fram frá
hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu
hér á svæðinu hvaða þýðingu
þetta beina flug hafi haft,“ sagði
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
bæjarráðs. óþh
saltaðar um 700 tunnur en í ár
stefnir í aðeins um 450-500
tunna framleiðslu. Þetta leiðir
til þess að innlendir framleið-
endur á kavíarlíki úr söltuðum
grásleppuhrognum, svokölluð-
um „íslenskum kavíar“ hafa
enn ekki tryggt sér það magn til
framleiðslu sem aftur leiðir til
þess að það fólk sem ella hefði
fengið vinnu við þessa fram-
leiðslu mun bætast í þann hóp
atvinnulausra sem fyrir er.
Af þessu tilefni hefur Verka-
mannasamband íslands sent utan-
ríkisráðuneytinu bréf varðandi út-
flutning grásleppuhrogna þar sem
segir m.a.: „Framkvæmdastjóm
Verkamannasambandsins vill
vekja athygli á þeirri hættu að
u.þ.b. 200 störf við kavíarfram-
leiðslu úr grásleppuhrognum
kunna að vera í hættu verði ekki
skoróur settar gegn ótakmörkuð-
um útflutningi hráefnis. Islenskir
kaupendur bjóða fyllilega sam-
bærilegt verð fyrir hráefnið og
greiðslutryggingu þannig að hags-
munir framleiðenda (sjómanna)
eru tryggðir“.
Síðan er vakin athygli á því að
söluverðmæti hrognanna eykst
um allt að 100% séu þau fullunn-
inn hérlendis. Islenskar kavíar-
verksmiðjur sendu utanríkisráð-
herra nýlega áskorun þar sem
hvatt er til þess að ekki verði veitt
útflutningsleyfi fyrir söltuðum
grásleppuhrognum í tunnum fyrr
en tryggt hefur verió að íslensku
verksmiójumar hafa fengið þaó
hráefni sem þær þurfa, þ.e. 10.000
tunnur en hægt er að tryggja sölu
á öllum þeim grásleppuhrogna-
kavíar. GG
Verkmenntaskólanum ó Akureyri var slitið sl. laugardag. Brautskráðir
voru 111 stúdentar, 14 sjúkraliðar og 42 í hinum ýmsu iðngreinum. Á
stærri myndinni má sjá hluta stúdentanna og á þeirri innfelldu er Bernharð
Ilaraldsson, skólamcistari, sem flutti kjarnyrta skólaslitaræðu. í kveðjuorð-
um til nemenda sagði hann m.a.: „Temjið ykkur gagnrýna hugsun og leysið
ykkar eigin vandamál sjálf. Látið ekki lýðskrumara og lcppa spillingarinn-
ar hrekja ykkur af leið.“ Myndin Robyn
brátt, öll starfsemin yrði á sama
stað og vinnudagurinn rétt eins
og hjá öðru fólki. Þeim, sem
fínnst vió vera óþolinmóð, en það
stefnir í að byggingartíminn verði
allt að tuttugu ár, bendi ég á, að
nú alveg nýverió var gerður samn-
ingur um byggingu nýs fram-
haldsskóla í Grafarvogi í land-
námi Ingólfs og Hallveigar
Fróóadóttur. Þessi skóli á að vera
svipaöur að gerð og skólinn okkar
og bjóða upp á líkt nám, nám,
sem við köllum stundum starfs-
tengt. Hins vegar verður bygging-
artíminn stuttur, því það var aug-
lýst rækilega í útvarpinu, auðvit-
að sem frétt, að skólinn skyldi
fullbúinn, 10 þúsund fermetrar, á
árinu 1998, eftir 5 ár, þá hafa
byggingaframkvæmdir okkar
staðið í 17 ár. Mér dettur ekki
annað í hug en aó það sé einskær
tilviljun að tveir deildarstjórar í
menntamálaráðuneytinu eru í
byggingamefnd þessa nýja
skóla,“ sagói Bemharð Haralds-
son. SS
Stöplar hf:
Framkvæmaastjóri ráðinn
- tilraunaframleiðsla hjá Stöplafiski
Lundi í Öxarfirði og er 27 ára.
Stöplafiskur verður til húsa í
260 fm nýbyggingu Stöpla á
Skarðahálsi. Þar verður hafm til-
raunavinnsla á harðfiski og gælu-
dýrafóðri um 10. júní. Þorgrímur
Sigurðsson, oddviti í Reykja-
hverfi, sagðist vona að styrkur til
verkefnisins fengist úr Átvinnu-
tryggingasjóði og ef til vill fleiri
sjóðum. IM
Stöplafiskur, fyrsta fyrirtækið
sem starfa mun í skjóli Stöpla
hf. í Reykjahverfl mun hefja
starfsemi um næstu mánaða-
mót.
Framkvæmdastjóri hefur verið
ráðinn og er þaó Gunnlaugur Að-
albjamarson. Gunnlaugur er að
ljúka prófum í viðskiptafræði frá
Háskóla Islands. Hann er frá
U S ORIGINAL
Wrangler vika 24.-29. maí
Sérstakt tilboð
Wrangler buxur
Wrangler Polo bolur
Venjulegt verð 6.990,-
Tilboðsverð 3.990
Aðeins þessa viku
mj
HERRADEILD
Sími11500
Á söluskra:
+ Stapasíða:
5 herb. raðhús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr, samtals um 163
fm. Skipti á minni eign hugsan-
leg.
* Espilundur:
5 herb. einbýlishús ásamt
bílskúr, samtals um 159 fm.
Skipti á 4ra-5 herb. eign hugsan-
leg.
* Arnarsíða:
5-6 herb. raðhús á tveimur hæð-
um ásamt bílskúr, samtals um
232 fm. Skipti á minni eign hugs-
anleg.
* Skálagerði:
Mjög gott 4ra-5 herb. einbýlishús
ásamt garðstofu og rúmgóðum
bllskúr. Skipti á eign á Reykja-
víkursvæðinu hugsanleg.
* Heiðarlundur:
5 herb. raðhús á tveimur hæðum
um 118 fm. Laust 10. júlí.
* Aðalstræti:
Neðri sérhæð I tvíbýlishúsi
ásamt miklu rými I kjallara, sam-
tals rúml. 160 fm. Áhvílandi
húsn.lán um 4.6 millj. Laus eftir
samkomulagi.
MS1ÐGNA&M
SHMMUSSI
NOKDURLANDS fl
Opið virka daga kl. 13-17 og á
morgnana eftir samkomulagi.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: Æ*
Benedikt Ólafsson hdl.
Uppboð
Uppboð munu byrja
á skrifstofu embættisins
að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri,
á neðangreindri eign sem hér segir:
Heiðarlundur 6 b, Akureyri, þingl.
eig. Pétur Jósefsson, gerðabeið-
endur Húsnæðisstofnun ríkisins, og
innheimtumaður ríkissjóðs, 28. mal
1993 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri
24. maí 1993.