Dagur - 25.05.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 25. maí 1993
Iþróttir
Halldór Arinbjarnarson
Úrslit
1. deild karla
KR-Þór 2:0
FH-ÍA 0:5
ÍBV-Fram 1:2
Valur-Víklngur 3:1
ÍBK-Fylkir 2:1
Staðan:
ÍA 11-0-0 5:03
Valur 1 1-0-0 3:1 3
KR 11-0-0 2:0 3
Fram 1 1-0-0 2:1 3
ÍBK 1 1-0-0 2:1 3
Fylkir 10-0-11:2 0
ÍBV 10-0-11:2 9
Víkingur 10-0-11:3 0
Þór 10-0-10:2 0
FH 10-0-10:5 0
2. deild karla
UBK-KA 1:0
Tindastóll-ÍR 4:0
BÍ-Þróttur N. 0:1
Grindavík Þróttur R. 1:0
Stjarnan-Leiflur 2:0
3. deild karla
Grótta-Reynir S 5:1
HK-Magni 4:0
Dalvík-Skallagrímur 3:0
Víðir-Völsungur 1:1
Haukar-Selfoss (frestað)
4. deild C-riðill
Neisti-Hvöt 2:2
KS-Þrymur 1:1
1 1 J j
Urslit:
Nurnberg-Dortmund
Uerdingen-Frankfurt
Stuttgart-Gladbach
Leverkusen-Wattenscheid
Bochum-Köln
HSV-Kaiserslautern
Schalke-Dresden
Saarbrucken-Werder
Karlsruhe-Bayern
1:2
2:5
3:2
3:1
0:0
2:2
2:0
0:4
4:2
Staðan:
Bayern Miinchen
Bremen
Dortmund
Frankfurt
Leverkusen
Karlsruhe
Stuttgart
Kaiserslautern
Mönchengladbach
Schalke
HSV
Wattenscheid
Dresden
Niirnberg
Köln
Bochum
Saarbriicken
Uerdingen
3217-10-5 68:4144
3217- 10-5 55:3044
3218- 5 - 9 60:38 41
32 14-12-6 56:38 40
32 12-12-8 58:44 36
32 12-11-9 55:54 35
3211- 12-9 52:4634
3212- 9-1148:37 33
32 12- 9-1157:54 33
3211-11-10 38:38 33
32 8-15-9 41:3731
3210- 8-14 45:62 28
32 7-12-1331:4626
32 9 - 8-15 25:44 26
3211- 3-18 39:50 25
32 7-10-1541:4824
32 5-13-1435:63 23
32 6 - 8-1834:68 20
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna:
Arndís skoraði þrennu
- þegar IBA tapaði 3:4 fyrir Þrótti Neskaupstað
Stelpurnar í ÍBA máttu sætta
sig við tap í fyrsta leik sínum í
1. deild á þessu sumri. Mótherj-
arnir voru lið Þróttar frá Nes-
kaupstað og fór leikurinn fram
á KA- vellinum. Sigurbjörn
Viðarsson þjálfari sagði stelp-
urnar ekki hafa náð að sýna sitt
rétta andlit í þessum leik en það
voru gestirnir sem fór með sigur
af hólmi, 4:3. Það var því mikið
skorað og áhorfendur á KA-
vellinum skemmtu sér hið besta.
KA stelpur komust yfir í leikn-
um með góðu marki Amdísar 01-
afsdóttur en Þróttarstelpur jöfnuðu
um hæl. Þannig var staðan í leik-
hléi en strax í upphafi síðari hálf-
leiks bætti Amdís öðru marki við
fyrir ÍBA en þá gerðu Þróttar-
stelpur í raun út um leikinn með
þremur mörkum í röð og breyttu
stöðunni úr 2:1 í 2:4 á skömmum
tíma. Skömmu fyrir leikslok náði
ÍBA að laga stöðuna og enn var
þar Amdís Olafsdóttir á ferð.
Urslit leiksins urðu því 3:4 en
vafalaust þungu fargi létt af stelp-
unum að hafa klárað fyrsta leik-
inn, þó úrslitin hefðu mátt vera
önnur. Sigur Þróttar var sann-
gjarn. Liðið virkaði talsvert léttara
en lið IBA og gestimir voru mun
Arndís Ólafsdóttir skoraði öll 3 mörk ÍBA á laugardaginn en það dugði ekki til og Þróttarstelpur frá Neskaupstað
fóru htím með Öll Stigin. Mynd: Robyn
grimmari í öllum sínum aðgerð-
um.
„Ég sé eftir þessum stigum því
stelpumar eiga að geta gert miklu
betur. Þær vom greinilega stress-
aðar og gáfu sér ekki tíma til að
gera hlutina. Það vantaði alla
frekju og grimmd í þetta hjá þeim.
Þær völtuðu yfir okkur á kraftin-
Knattspyrna, 3. deild:
Dalvíkingar fengu
fljúgandi start
Dalvíkingar byrja mjög vel í 3.
deildinni að þessu sinni og
unnu góðan sigur á Skallagrími,
3:0, í sínum fyrsta leik. Völ-
sungar léku við Víði á útivelli og
skildu liðin jöfn 1:1 en Magni
frá Grenivík mátti sætta sig við
stórt tap, 4:0 gegn nýliðum HK
á Kópavogsvelli.
Leikur Skallagríms og Dalvík-
ur var jafnari en tölumar segja.
Skallagrímsmenn vom meira með
boltann og voru sterkari á miðj-
unni en það voru Dalvíkingar
sem fengu færin og nýttu þau og
það skiptir höfuðmáli í knatt-
spymu. Garðar Níelsson skoraói
fyrsta mark leiksins eftir 30 mín-
útna leik og 5. mínútum síðar
bætti Birgir Ossurarson öðru
marki við fyrir Dalvíkinga. Þegar
um 10 mínútur vom eftir kom
síðan 3. markið og þar var Jónas
Baldursson á ferð. Dalvíkingar
áttu 3-4 færi til viðbótar sem ekki
nýttust. Sigur heimamanna var
sanngjam og af þessu að dæma
verða þeir skeinuhættir í sumar.
Lengi vel leit allt út fyrir
markalaust jafntefli í Garóinum í
leik Völsungs og Víðis. Grétar
Einarsson kom heimamönnum
yfir þegar skammt var eftir en
Jónas Garðarsson jafnaði skömmu
síðar og tryggði þar með jafntefl-
ið.
Magnamenn gerðu enga frægð-
arferð til Kópavogs og töpuðu 4:0
fyrir „spútnikliði“ HK. Steindór
Élísson, fyrmrn leikmaður UBK,
skoraði 2 mörk og Þorsteinn
Sveinsson og Jóhann Ólafsson hin
mörkin.
Víðavangshlaup íslands:
Tvö gull norður
Norðlendingar hrepptu tvenn
gullverðlaun í Víðavangshlaupi
Islands sem fram fór í Borgar-
nesi fyrir skömmu. Aðstæður til
hlaupsins voru hinar verstu,
hvasst að norðan og hiti um
frostmark. Keppendur, allt nið-
ur í 10 ára aldur, áttu heiður
skilinn fyrir það eitt að komast í
mark. Hlaupaleiðin sjálf var
samt skemmtileg þó veðrið hafi
að mestu gert þá ánægju að
engu.
Bæói gullverðlaun Norölend-
inga komu í flokki 13-14 ára, en
Rut B. Gunnarsdóttir Dalvík og
Bjöm Margeirsson UMSS voru
fljótust í sínum flokkum. Rut var
að vinna í 2. sinn en bróðir
Bjöms, Sveinn Margeirsson, hafði
unnið piltaflokkinn síðustu 2 ár.
Hann keppti nú í flokki 15-18 ára
og náði 2. sæti, þrátt fyrir að vera
2-3 árum yngri en flestir keppi-
nautanna. Þessir miklu hlaupa-
garpar eru frá Mælifellsá í Skaga-
firði.
Þrenn bronsverðlaun komu
norður. Sigurlaug Níelsdóttir
UMSE varð 3. í flokki 13-14 ára,
Sigurlína Einarsdóttir UMSS í
flokki 15-16 ára og Sigurður P.
Sigmundsson UFA í flokki karla
19-39 ára.
Frj álsíþróttir, Vormót IR:
Tvöfalt hjá Snjólaugu
Frjálsíþróttakonan Snjólaug
Vilhelmsdóttir úr UMSE vann
sigur í 2 greinum á vormóti ÍR í
frjálsum íþróttum sem fram fór
á Laugardalsvelli sl. fimmtudag.
Hún hljóp 100 m á 12,9 sekúnd-
um og stökk 5,74 m í langstökki.
En það voru fleiri Norðlend-
ingar í sviðsljósinu. Þóra Einars-
dóttir úr UMSE vann sigur í há-
stökki, stökk 1,68 m, Atli Öm
Guðmundsson UMSS sigraði í
100 m hlaupi á 11,4 sekúndum og
Sigurbjöm Á. Amgrímsson HSÞ
hljóp 800 m á rétt innan við 2
mínútum, eða 1:59,6.
um og gáfu okkur aldrei frið. Við
náðum ekki að spila okkur út úr
því, sagði Sigurbjöm Viðarsson
þjálfari."
Sigurbjöm sagði einnig að lið-
ið hefði ekki skilað því sem hann
hefði vonast til og vissi að það
gæti. „Þær eiga að geta gert
miklu betur. Ég þekkti eiginlega
ekki nema einar tvær, Amdísi og
Ingibjörgu Ólafsdóttur, sem voru
bestar aö mínu mati.“ Næsti leik-
ur IBA er á útivelli gegn Val nk.
laugardag. Þar verður án efa um
erfiðan leik að ræða en lið IBA
býr yfir mikilli reynslu og ætti
því aö vera vel undir leikinn búið.
HVERSDAGSLEIKARNIR
AKUREYRI 26. MAI 1993 KL. 00:00-23:00
DAGUR TIL HVATNINGAR UM HOLLA LIFNAÐARHÆTTI
I
dagur
eftir
Úr dagskrá leikanna:
- Krabbameinshlaupið: Við Dynheima kl.
18.00
- Ferðafélag Akueyrar: Þægilegar gönguferðir
innan bæjarins með góðum leiðsögumönnum.
Lagt verður af stað frá skrifstofu Ferðafélags-
ins að Strandgötu 23 kl. 17.30. Áætluð göngu-
lokkl. 19.00. Tvær leiðir í boði.
- Hestaáhugafólk: Útívera eykur ánægjuna
- mundu að skrá þig
^fi
Knattspyrna, 4. deild C-riðill:
Keppni í C-riðlí 4. deildar ís-
landsmótsins í knattspyrnu,
þar sem liðin af Norðurlandi
leika, hófst um heigina með 2
leikjum. Annars vegar áttust
þar við KS og Þrymur og
hins vegar Neisti og Hvöt.
Jafntefli varð niðurstaða
beggja þessara leikja og því
má búast við spennandi móti
i sumar.
KS og Þrymur gerðu 1:1
jafntefli á Siglufirði. Fyrirfram
hefði e.t.v. mátt búast við sigri
heimamanna en Þrymsmenn
voru ekki á því. Mark KS skor-
aði Ámi Leifsson en Guð-
brandur Guðbrandsson, þjálfari
Þryms, tryggði sínum mönnum
jafnteflið.
Sömu sögu er að segja af
leik Neista og Hvatar á Hofsósi
þar sem 4 mörk vom skomö.
Jón Þór Óskarsson og Hazeda
Miralem gerðu mörk heima-
manna en Axel Guðmundsson
og Hallsteinn Traustason fyrir
Hvöt. í gærkvöldi var cinn
leikur, SM-HSÞ b, en úrslit láu
ekki fyrir þegar blaðið fór í
vinnslu.