Dagur - 25.05.1993, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 25. maí 1993
Krakkar 7-10 ára
Enn eru laus pláss í Sumarbúöum kirkj-
unnar við Vestmannsvatn
í 1. flokki 8.-15. júní og 3. flokki 28. júní - 5. júlí.
Innritun í síma 96-27540
og í sfmum 96-26179, 96-61685, 96-43545.
Sjómannadagumin 1993
Þeir sem ætla að taka þátt í kappróðri
eða öðrum íþróttum á sjómannadaginn
6. júní nk., tilkynni þátttöku fyrir 1. júní
til Sjómannafélags Eyjafjarðar, Skipa-
götu 14. Sími 25088, fax 25251.
Einnig verða kappróðrarbátar til afnota
fyrir keppnislið til æfinga í samráði við
skrifstofuna.
Sjómannadagsráð Akureyrar.
Lítil matvöruverslun
til sölu
Um er að ræða gott, vel rekið fyrirtæki með tryggan
hóp viðskiptavina. Afhending eftir samkomulagi.
Hér er upplagt tækifæri fyrir duglegt, framtakssamt
fólk.
ERTU ATVINNULAUS? HEFUR VINNAN MINNKAÐ?
HÉR ER TÆKIFÆRIÐ.
Nánari upplýsingar hjá
MSTBGNA* M
SKMStUlffil
NORMMUNDSfi
Glerárgötu 36, sími 11500
Opið virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: **
Benedikt Ólafsson hdl.
„Þetta byggist upp á því að
börnin og unglingarnir fá viku
námskeið þar sem farið er í
gegnum flest það sem lítur að
bestamennsku, auk reiðkennsl-
unnar sjálfrar. Þar að auki
verður farið á sjó og í sund en
meginyfirskriftin er að þetta eru
hestasumarbúðir þar sem börn-
in upplifa ævintýri sumarsins,“
segir Marinó Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri ferðaþjónustunn-
ar í Ytri-Vík á Árskógsströnd,
en þar er ætlunin að hefja í
næstu viku sumarbúðir fyrir
börn og unglinga þar sem hest-
ar og hestamennska er megin-
inntakið.
Áhugi á hestamennsku hefur
farió hraðvaxandi á undanförnum
árum, sérstaklega í þéttbýlinu.
Böm og unglingar eru hinum full-
Annað af húsunum í Ytri-Vík sem notað er fyrir ferðaþjónustuna. Á undan-
fornum 10 árum hefur ferðaþjónustan þar verið byggð upp en hestasumar-
búðirnar í ár eru nýbreytni.
Ferðaþjónustan í Ytri-Vík á Árskógsströnd:
Hestasumarbúðir fyrir börn og unglinga
Hann segir að með námskeið-
unum nú fyrstu þrjár vikumar í
júní sé ætlunin að reyna að lengja
sumarið í ferðaþjónustunni á Ytri-
Vík, jafnframt því að höfóa til
Hcstamennskan hefur notið vaxandi vinsælda, ekki síst hjá börnum. Kol-
brún Kristjánsdóttir, sem hér á myndinni er lengst til vinstri, mun leiðbeina
börnunum á námskeiðunum í Ytri-Vík.
orónu ekki eftirbátar í þessu efni
og mörg hver eignast snemma
sína eigin hesta. Marinó segir ætl-
unina að gefa jæim bömum sem
eiga hesta kost á að koma með þá
og njóta leiðsagnar en fyrir þau
böm sem ekki eiga hesta verða
þeir á staðnum ásamt öllum nauð-
synlegum búnaði. Kolbrún Krist-
jánsdóttir mun stýra námskeiðun-
um en hún hefur mikla reynslu í
leiðbeiningu á námskeiðum sem
þessum.
„Farið verður í reiðtúra þvisvar
á dag og í tengslum við það verð-
ur farið yfir umhirðuna, samband-
ið við hestinn og reiðtygin. Á
kvöldin verða svo stuttar kvöld-
vökur meö bóklegum leiðbeining-
um og útskýringum af myndbönd-
um. Þessi námskeið eru hugsuð
fyrir böm og unglinga á aldrinum
8-16 ára og eiga að geta gagnast
bæði þeim sem enga reynslu hafa
og líka þeim sem komin eru
lengra í hestamennskunni. Og til
að fylla upp í dagskrána verður
farið í sund og líklegast á sjó og
loks er ætlunin að ljúka hverju
námskeiði með lengri reiðtúr inn á
Þorvaldsdal þar sem verður grill-
að,“ segir Marinó.
vaxandi áhuga á hestamennsku.
Þetta er 10. sumarið sem ferða-
þjónusta er starfrækt í Ytri-Vík en
þar eru nú tvö hús notuð fyrir
starfsemina.
Gjald fyrir hvem einstakling
segir hann verða 19.500 kr. með
öllu, þ.e. gistingu í uppbúnum
rúmum í ferðaþjónustuhúsunum í
Ytri-Vík, fullt fæði og kennslu og
veittur verði 10% afsláttur frá
þessu verði í þeim tilfellum þegar
systkini vilji koma á námskeiðin.
JÓH
Strákar, stelpur 10-14 ára
Þolfimi, pallar, leikir, bráðskemmtilegir tímar þrisvar í viku.
Kennsla hefst miðvikudaginn 26. maí, mánaðarverð kr. 2.500.
Ath!
Vegna hversdagsleikanna
miðvikudaginn 26. maí
er frítt í alla tíma.
tJ\ *
lnnr,i,un°9
upplysingar
í síma 25266.
Hörgá
og vatnasvæði hennar
Fyrirframsala á veiðileyfum í Hörgá byrjar 1. júní í
Versluninni Eyfjörð.
Áin verður opnuð til veiða 19. júní.
Stjórnin.
‘2™l Gæðingakeppni
Léttis
Gæðingakeppni Léttis og úrtaka fyrir Fjórðungs-
mót verður á Hlíðarholtsvelli, laugardaginn 29.
maí.
Keppt verður í A og B flokki gæðinga, 150 m og 250
m skeiði, einnig verður keppt í barna- og unglinga-
flokki.
Opin töltkeppni verður á Hlíðarholtsvelli á laugar-
dagskvöldið, skráningagjald 1.000 kr.
Skráningar í allar greinar í Hestasporti sími 21872.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 27. maí kl. 18.00.