Dagur - 02.06.1993, Side 9
Miðvikudagur 2. júní 1993 - DAGUR - 9
ÍÞRÓTTIR
Freyr Gauti vann gullið
íslendingar stóðu sig vel á Smá-
þjóðaleikunum sem lauk á
Möltu um helgina. Við stóðum
uppi sem sigurvegarar á leikun-
um, unnum 36 af 85 guliverð-
Iaunum sem í boði voru. Næstir
komu Kýpurbúar með 25 og
Lúxemborg hlaut 8.
Uppskeran í sundinu var sér-
lega glæsileg, en þár unnum við
23 gullverðlaun af 33, auk fjölda
silfur- og bronsverðlauna. í frjáls-
íþróttum hlutum við 9 gullverð-
laun og einnig unnum við sigur í
körfubolta karla. Júdómennirnir
stóðu sig mjög vel og Freyr Gauti
varði titil sinn frá síðustu leikum.
Hann sat hjá í 1. umferð en vann
síðan mjög auðvelda sigra, allt þar
til í úrslitaglímunni þar sem fyrst
reyndi verulega á hann. Freyr
Gauti brást þó ekki og vann sigur.
Akureyringurinn Rúnar Snæland
náði í brons, eftir að hafa tapað
fyrir sigurvegara flokksins í 1.
umferð. Eiríkur I. Kristinsson og
Halldór Hafsteinsson unnu einnig
gullverðlaun í júdóinu.
Akureyringar áttu einnig full-
trúa í blakliðunum sem bæði náóu
4. sæti. Eftir þessum árangri að
dæma ættu Islendingar að mæta
sterkir til leiks á þamæstu Smá-
þjóðaleikum sem haldnir verða á
Islandi.
Hryssingsleg byijun hjá golfurum
Keppnistímabil golfara á Akur-
eyri hófst fyrir alvöru nú um
hvítasunnuhelgina með þremur
mótum. Veðrið var reyndar
ekki upp á sitt besta, eins og
Norðlendingar hafa eflaust orð-
ið varir við, en menn létu það
ekki á sig fá og mótin gengu
samkvæmt áætlun.
Fyrsta mótió var á laugardag en
þá fór fram svokallað Lacoste
mót, styrkt af Lacoste umboðinu
sem er verslunin JMJ. Leiknar
voru 18 holur og að þeim loknum
voru Olafur Búi Gunnlaugsson og
Rúnar Jónsson efstir og jafnir með
67 högg nettó. Að teknu tilliti til
frammistöðu þeirra á síðustu hol-
unum og forgjöf kom í Ijós að
gullverðlaunin skyldu koma í hlut
Olafs. í 3. sæti varð Brynleifur
Hallsson á 68 höggum og Gunnar
Jakobsson lék á 69 höggum nettó.
Ymis aukaverðlaun voru í boði
og eftirtaldir fengu verðlaun fyrir
að vera næstir holu: Rúnar Jóns-
son (7,50 á 4. holu), Njáll Harðar-
son (2,59 á 6.), Tryggvi Hall-
grímsson (5,68 á 11.), Sverrir Þor-
valdsson (6,10 á 14.) og Guð-
mundur Lárusson (2,81 á 18.).
Birgir Brynleifsson fékk verðlaun
fyrir hæsta skor á holu og Bryn-
leifur Hallsson og Tryggvi Hall-
grímsson hlutu verðlaun fyrir
flestar sexur. Þá var dregið í happ-
drætti og þar hlutu Guðmundur
Lárusson og Gunnlaugur Búi
vinning. 011 verðlaun voru gefin
af Lacoste umboðinu.
A hvítasunnudag var leikið í
Gullsmíðabikamum, en það mót
var styrkt af fyrirtækinu Gull-
smiðir Sigtryggur og Pétur. Bjöm
Axelsson stóð uppi sem sigurveg-
ari á 69 höggum nettó en síðan
komu 3 á 71 höggi. Rúnar Jónsson
hlaut 2. sætið, síðan Viðar Þor-
steinsson og Magnús Jónatansson
varð 4. Olafur Búi, sem vann dag-
inn áöur, varó 5.
Síðasta mótiö var á annan í
hvítasunnu, en þá var uppröðun í
Einarsbakarísbikamum, sem eins
og nafnið ber með sér er styrkt af
Einarsbakaríi. Mótið er holu-
keppni og ráða úrslitin á mánu-
daginn því hverjir spila saman.
Keppnin er þegar byrjuð og á
Jaðri eru allar upplýsingar um
hverjir spila saman og hvenær.
Keppt er í 3 flokkum með forgjöf
og þau sem fóru í fæstum höggum
á mánudaginn voru:
I kvennaflokki: Karólína Guð-
mundsdóttir GA 71 nettó, Hulda
Vilhjálmsdóttir GA 76, Anna F.
Eðvarðs GA 77, Ágústa Guð-
mundsdóttir GR 77, Andrea Ás-
grímsdóttir GA 77.
í karlaflokki (Forgjöf 0-15):
Olafur Hilmarsson 70, Sævar
Jónatansson 73, Sverrir Þorvalds-
son 73, Hallgrímur Arason 73,
Öm Arnarson 73.
í karlaflokki (Forgjöf 16-36):
Friðrik E. Sigþórsson 66, Bryn-
leifur Hallsson 67, Rúnar Jónsson
67, Gunnar Jakobsson 69, Valde-
mar Öm Valsson 69.
Verðlaunahafar á Lacoste mótinu með viðurkenningar sínar.
Verðlaunahafar á Gullsmíðabikarnum. Frá vinstri: Viðar Þorsteinsson,
Björn Axclsson og Rúnar Jónsson. Myndir. HA
Knattspyrna, 2. deild karla:
Stólamir og Þróttur skiptu stigunum
TindastóII frá Sauðárkróki, sem
byrjaði Islandsmótið með glæsi-
brag, hélt til Neskaupstaðar sl.
fóstudag og atti kappi við
heimamenn í Þrótti. Leikurinn
var í járnum Iengst af og á end-
anum sættust liðin á skiptan
hlut, hvort lið skoraði 2 mörk.
Heimamenn voru þó heldur
sterkari aðilinn í leiknum og Karl
Róbertsson náði forystunni fyrir
þá á 24. mínútu. Markahrókurinn
Sverrir Sverrisson náði hins vegar
að jafna leikinn á markamínút-
unni, þeirri 43., og þannig stóð í
leikhléi. Það bar einnig til tíðinda
í fyrri hálfleik að einum úr hvoru
liói var vikiö af leikvelli. Pétur
Pétursson, þjálfari Stólanna, fékk
að líta rauða spjaldið á 35. mínútu
og annar Serbinn í liði Þróttar,
Zoran Zikic, skömmu síðar.
Þróttur náði forystunni á 51.
mínútu með marki Róberts
Magnasonar en aftur náðu Stól-
amir að jafna, nú með marki Sig-
urjóns I. Sigurðssonar. Leikurinn
fór fram á möl en að öðru leyti við
þokkalegar aðstæóur. Hann var
fjörugur og úrslitin sanngjörn, þó
Þróttur hafi sótt heldur meira.
Slakur dómari leiksins var Krist-
ján Guðmundsson.
Halldór Arinbjarnarson
Freyr Gauti Sigmundsson lagði alla andstæðinga sína á Smáþjóðaleikunum
og varði meistaratitil sinn frá síðustu leikum.
S: >
Knattspyrna, 1. deild kvenna:
Glæsilegur sigur
ÍBA á Val
- fyrstu stigin í höfn og framhaldið lofar góðu
Lið ÍBA krækti í sín fyrstu stig í
deildinni sl. laugardag þegar
kvennalið Vals var sótt heim.
Akureyrarstúlkur voru mun
sterkari aðilinn í leiknum og sig-
urinn hefði getað orðið mun
stærri, en lokatölur urðu 1:0.
Sigurbjörn Viðarsson þjálfari
IBA sagði stelpurnar hafa leikið
mun betur en gegn Þrótti í
fyrsta leiknum og nú hafi hann
kannast við liðið.
IBA var með undirtökin í fyrri
hálfleik og reyndar nær allan leik-
inn. Ellen Óskarsdóttir fékk
dauðafæri strax á fyrstu mínútu
eftir að hafa leikið á varnarmenn
Vals og Eydís Marinósdóttir átti
hörkuskot sem sleikti slána, ekki
löngu síðar. Inn vildi boltinn hins
vegar ekki og staðan í leikhléi 0:0.
Eina mark leiksins kom þegar um
15 mínútur voru búnar af síðari
hálfleik. ÍBA átti þá stórsókn,
boltinn gekk manna á milli og
barst að lokum til Eydísar sem
stóð á markteig og hamraði hann í
netið. Valur komst heldur meira
inn í leikinn í síðari hálfleik og
pressaði stíft síðustu 10 mínútum-
ar en sigur IBA var þó ekki í
hættu.
„Við vorum með þennan leik í
okkar höndum. Það var fín barátta
í þessu og allt annaó en á móti
Þrótti. Þær voru greinilega
ákveðnar í að standa sig og ég
ætla að vona að þær haldi áfram
með þetta,“ sagði Sigurbjöm Við-
arsson þjálfari ÍBA. Næsti leikur
ÍBA er heimaleikur við ÍA nk.
laugardag.
Ellen Óskarsdóttir og stöllur hcnnar í ÍBA gerðu góða ferð til Reykjavíkur
urn heigina. Mynd: Robyn