Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 4
\ - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Börnin eru fórnarlömb neysluþjóðfélagsins Börn eiga rétt á að alast upp við bestu skilyrði sem völ er á. Þau eiga rétt á umönnun, menntun og vernd af hálfu for- eldra og samfélagsins. Börnin eiga ekki að gjalda þess að foreldrarnir eru önnum kafnir við vinnu og sveitarfélög og ríkisstjórn of blönk til að skapa þeim öruggt umhverfi og þroskandi uppvaxtarskilyrði. Peningarnir eru til, það virðist hins vegar gleymast að hugsa um þarfir barnanna, sökin liggur bæði hjá foreldrum og stjórnvöldum. í tímaritinu Geðhjálp, 1. tbl. 1993, er grein eftir Láru Páls- dóttur, félagsráðgjafa. Þar rek- ur hún þróun samfélagsins og hvernig börnin hafa orðið út- undan í dansinum kringum gullkálfinn. Lára segir m.a.: „Á örfáum áratugum hefur samfé- lagið gjörbreyst. í lok síðari heimsstyrjaldar var það fátítt að konur ynnu utan heimilis. í dag eru 85% kvenna útivinn- andi. Ekkert bendir til þess að þróunin eigi eftir að snúa við. Konur eru almennt ekki fúsar til að sinna einvörðungu heim- ilisstörfum heldur vilja vera virkir þátttakendur innan heimilis og utan. Það verður því miður að segjast að ein- hversstaðar í þessu ferli gleymdust börnin. Þróun fjöl- skyldunnar og þróun úrræða fyrir börnin hafa ekki haldist í hendur. “ Það er rétt að börnin hafa gleymst í þessu ferli en þróun fjölskyldunnar er hluti af þjóð- félagsþróun síðustu áratuga sem hefur verið keimlík um all- an hinn vestræna heim. Oft er það svo að foreldrar vildu gjarnan vera meira heima, jafnt mæður sem feður, en sjá sér það ekki fært. Laun megin- þorra fólks eru lág, verðlag á nauðsynjum hátt og húsnæð- iskostnaður mikill. Almennt launafólk þarf að eyða miklum tíma til að geta sinnt hinum líkamlegu grundvallarþörfum fjölskyldunnar sem felast í fæði, klæði og húsnæði. Á hinn bóginn geta þessar þarfir auð- veldlega breyst í gerviþarfir þegar peningarnir fara að slá ryki í augu fólks. í stað þess að minnka við sig vinnu og eyða meiri tíma með börnunum þá fer orkan nú í það að safna fyrir jeppum, dýrum húsbúnaði og alls kyns glingri og fánýtum skemmtunum. Skriðan fer af stað, skuldirnar hellast yfir heimilið og foreldrarnir remb- ast við að vinna meira til að fjármagna neysluna. En börnin eru fórnarlömb neyslukapp- hlaupsins og ást þeirra og traust er ekki hægt að kaupa með peningum. Tíminn er dýrmætur. Sóum honum ekki. Það er margt sem glepur og fólk gerir miklar kröf- ur um veraldleg gæði. Gleym- um ekki hinum andlegu og fé- lagslegu gæðum. Gleymum ekki að rækta sambandið inn- an fjölskyldunnar. Ef takast á að breyta samfélaginu börnum í hag þurfa foreldrarnir að líta í eigin barm. Með sameiginlegu átaki á að vera hægt að hafa hönd í bagga með uppbygg- ingu þjóðfélagsins. Fjölskyld- an á ekki bara að vera horn- steinn á tyllidögum, heldur alla daga, og foreldrar þurfa að vera á verði og veita stjórn- völdum aðhald. Þeir geta sett fram kröfur, kröfur um að sukk, spilling, bruðl, sóun og siðleysi verði upprætt hjá valdhöfum jafnt í opinbera geiranum sem hjá einkafyrir- tækjum og fjármunir skattborg- aranna notaðir í þágu barnanna. Eða kannast ekki allir við þau svör að það sé of dýrt að útbúa hraðahindrun 1 götu þar sem umferð er mikil og mörg börn að leik og ekki sé hægt að lagfæra leiksvæði sem reynst hefur hættulegt? Samsvarandi upphæð er síðan eytt í risnu á örskömmum tíma. Þessu gildismati verður að breyta. SS líkamar sem komu þessu af stað. Hún mundi svo vel eftir að hafa sungið í baðinu og hugsað um hann. Henni leið svo vel þá ög hún vildi að sér liði alltaf svoná vel. Hún stóð upp úr rúminu, velti fyrir sér hvort hann rnundi hringja í kvöld. Oh, hún mátti ekki hugsa svona. Hún varð að fara að jarðtengja sig. Hvert fór þetta nátt- úrulögmál annars? Allir hrífast af einhverjum ákveðnum persónum og tengjast við þær sterkum böndum. Það voru æskufélagamir, þegar hún var unglingur þá voru það vinir henn- ar. Hún vissi það þegar hún sá hann, að hann mundi ekki sktlja að hún var að leita aö sjálfri sér, hún var að leita aö maka. Hún sá sig oft í honum, en það var þegar allir múrarnir voru flognir og hún í fanginu á honum. Það var bara stundum og það gafst henni alls ekki vel aö hitta á þetta stundum. Hún vissi það á undan honum að hann var hræddur við að vera breysk- ur, hann var hræddur við að hafa til- finningar. Að jarðtengja sig, það ætlaði hún að gera. Hún stóð óvart fyrir framan hann einn dag, þá tók hún blítt í liendurnar á honum og sagði ofurlágt: „Viltu hjálpa mér að finna baunirnar, ég veit ekki hvort þær þroskast, en við þurfum fyrst að setja þær niður.“ Hvað finnst ykkur? Takk fyrir. Komið þið heilir og sælir, lesendur góðir. Ég var á gangi milt föstudagskvöld fyrir skömmu og lagðþ leiö mína í gegnurn miðbæinn. Ég gekk þar framhjá ungum og myndarlegum blómarósum. Þær voru í heitum um- ræóum, töluðu frekar hátt. Um leió og ég fór framhjá sagði önnur þeirra setningu sem fékk mig til að brosa og skemmtilegar endurminningar flugu í gegnum höfuóið á mér. Hún sagði með mikilli alvöru: „Þú veist vel aö ég elska hann og allt það, en samt skil ég hann ekki.“ Ég kastaðist í huganum svolítið iangt aftur og það rifjaóist upp fyrir mér sú fallegasta ástarsaga sem ég hef nokkum tíma heyrt. Hún er óvenjulega einlæg, sérstök, falleg og full af hreinskilni. Svona sögur verða raunverulegar um hverja þá helgi þegar íslendingar, ungir sem aldnir, flykkjast á skemmtistaði landsins og hefja hina erfiðu makaleit. Hún fjallar ekki um veiðina sjálfa, það eru eftir- köstin sem enginn vill tala um. Sagan er sönn. Hún er um prinsessu og er birt okkur öllum til umhugsunar. Þaö var þessi frídagur og hún var að berjast við aó hugsa ekkert. Það var ákveðið að einn dag mætti hún ekkert hugsa, til þess að ná jafnvægi hugans, var sagt vió hana. Hún barðist og barðist en hugsanimar leituðu alltaf strjúka henni hægt, blítt, erta hana. Hún sér augun hans, þau hlæja, hún brosir og skelfur, vefur höndum sínum um hann, þrýstir honum að sér. Á eftir lá hún með höfuðið á brjósti hans og fann hjartsláttinn. Hún vissi aö á morgun þá yrði allt eins, hann yrði áfram ókunni maðurinn sem hún mætir á götunni. Hún þekkir ekki þann mann. Hún vildi bara þekkja manninn sem kveikti allar þessar skemmtilegu og góðu tilfinningar á nætumar, daginn. Það voru víst þeirra aftur og aftur á hana, urðu bara sterk- ari. Agi hugans og skynsemi, þaó blívur, gerir lífíð eðlilegt, hana eðli- lega. Hún og það sem hún hugsaði um voru tilfinningar, tilfinningamar voru hún. Hún gafst upp, klæddi sig úr, lagð- ist upp í rúm. Hún hnipraði sig saman og leyfði því öllu að koma. Hún fann fyrir gleði og framkallaði sterkar myndir í huganum, fann lyktina af honum á líkama sínum, hendur hans fálmandi, þar til þær finna hana, Kvennaráð Sóley Rannveig Hallgrímsdóttir Prinsessan sem / i a t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.