Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUR - 7 Sumarbúðir í Hrísey: Hér verðum við örugglega næstu árin Eins og Dagur greindi frá fyrir sköniniu eru í sumar starfrækt- ar sumarbúðir fyrir þroska- hefta í Hrísey. Nú þegar Qórar vikur eru liðnar ákvað undirrit- aður að bregða undir sig betri sundfætinum og heimsækja fólkið sem þar býr. Viðtökurnar voru ekki amalegar, tertur og kaffi, því einmitt þennan dag var verið að halda upp á eins árs afmæli heimasætunnar Val- gerðar, dóttur Björns Eiríksson- ar og Ástu Guðbrandsdóttur, eigenda og umsjónarmanna sumarbúðanna. „Þetta hefur farið hreint ótrú- lega vel al’ stað. Nú hafa þrír hóp- ar verió hjá okkur og ekki er ann- aó að sjá en að öllunt hafi liðið vel og sumir meira að scgja framlengt dvölina. Einn er ákveðinn í aó vera í allt sumar,“ sagði Björn Ei- ríksson þcgar hann var spurður um hvernig gengið hefði hingað til. Hann sagði heimantenn hafa brugóist mjög vel við og vera spennta fyrir því sem er að gerast. „Við erum mjög ánægð. Þetta er mikil vinna og það auðveldar ekki - segir Björn Eiríksson, sumarbúðastjóri í Hrísey að vera með bam. Það er ekki nóg með að þurfa að hafa ofan af fyrir þeim á daginn því næturnar geta verið erfiðar líka. Einn getur ekki sofið og annar vill hafa meira ljós. Þctta er auðvitað bara hluti af þessu og þegar krakkarnir eru svona ánægóir og jákvæóir getur maður ekki kvartað.“ Björn segir að einna erfiðast sé aö fá krakkana til þess að eiga frumkvæói að vinnu. Þeir séu vanir því að fá ekki að taka þátt í heintilisverkun- um t.d. en geri þaó glaðir og ánægðir séu þeir beðnir. „Við get- um lært margt af þcssu fólki því það er svo nægjusamt. I hundleið- inlegu veðri sem var hér einn dag- inn sátum vió inni og spiluðum og spjölluðum, borðuöum síðan góð- an kvöldmat og það nægði þeim þann daginn. Dagurinn virtist allt aó því fullkominn, slík var ánægj- an um kvöldið.“ Ásta og Björn réðust í að kaupa húsnæðið sem þau hafa tekið und- ir sumarbúðirnar og eru ákveðin í að koma úr Reykjavík á hverju vori í sæluna í Hrísey. Hafnarvík, svo nefnist húsió, hefur staóið Allir ánægðir með gang máli. Valgerður, ný orðin eins árs, er í fangi móður sinnar, Ástu Guðrúnar Guðbrandsdótt- ur, þá Björn Eiríksson, sumarbúðastjóri, Guðmundur, Hreinn, Sigfús, Hildur og Gunnar, kærastinn hennar og Hlynur. Hafnarvíkurhúsið á aðcins fimm ár í að verða aldar gamalt. Það skemmtilega við það er að langömmubróðir Ástu, sem býr þar núna, byggði það á sínum tíma. 99 Kalla Ástu alltaf mönimu“ - segir Hlynur Steinarsson alsæll með dvölina í Hrísey Hlynur Steinarsson kom upp- haflega til Hríseyjar til þess að dvelja í sumarbúðunum eina viku. Honum leist strax ákaflega vel á sig, ákvað að vera aðra viku og er nú staðráðinn í að vera í allt sumar. Þegar blaða- niaður Dags hitti hann að máli var hann í hörkuvinnu við að grafa holu sem hann ætlaði að nota fyrir sundlaug. „Eg er búinn að vera rúma viku og þaó er rosalega gaman. Eg hef vcrið í sumarbúðum í Hafralækj- arskóla en nú ákvað ég að korna hingað frekar," sagði Hlynur. Hann er yngstur gcsta í sumarbúð- unum því í raun voru þær ekki hugsaðar fyrir fólk yngra en 18 ára. „Ég ætla að vera hér í allt sumar og ég mun aldrei gleyma Ástu og Bjössa. Þau eru mjög góð Hlynur Steinarsson mundar hér skófluna og segist ákveðinn í að kaf- færa Bjössa í sundiauginni scm hann er að búa til. Myndir: SV viö mig og ég kalla Ástu alltaf mömmu,“ sagði kappinn og brosti út undir eyru. Aðspurður hvaó væri skemmtilegast að gera sagói hann það vera aö skoða endurnar. „Vió förum oft í sund og það er mjög skemmtilegt. Síðast þegar við fórum í sund þá vorum vió strákarnir að kaffæra Bjössa og ég er ákveóinn í aö stríóa honum þegar ég er búinn meó þessa sund- laug. Ég ætla örugglega að kaf- færa hann hér.“ Hlynur kemur úr Reykjavík, sagðist búa í Árbænum og fara í Öskjuhlíðarskóla í haust. Hann sagðist hlusta mikið á tónlist og aó Rokklingarnir væru í miklu uppáhaldi. Meiri tími gafst ekki til spjalls því Hlynur varð að halda áfram með sundlaugarbygging- una. Hana átti aó opna seinna um daginn. SV þarna í cyjunni í nær hundraö ár og það skemmtilega við það er aó langömmubróðir Ástu byggði það á sínum tíma. Síðan þá hefur það verið í eigu margra, m.a. átti Haf- skip þaö um tíma, en er nú aftur komið í eigu sömu fjölskyldu og byggði það á sínurn tíma, aðeins nokkrum ættliðum síðar. „Það er nokkuð Ijóst aö hér verðum viö næstu sumrin. Okkur hefur verið hjálpað mjög mikið af stað og Ásbjörn Ólafsson, heild- verslun og KEA eiga ntiklar þakk- ir skildar fyrir frábæran stuðning. Allar dcildir Kaupfélagsins hafa verið boðnar og búnar að aðstoða okkur," sagói Björn, ánægður sumarbúðastjóri í Hrísey. SV „Aílinn ekkert rosalega góður“ - segir Guðmundur Ottó Þorsteinsson úr Garðabæ Einn þeirra sem nýtur dvalar í sumarbúðununi í Hrísey þessa dagana er Guðmundur Ottó Þorsteinsson, 27 ára Garðbæ- ingur. Þetta er fyrsta heimsókn hans til eyjarinnar og hann seg- ir gott að komast úr stressinu á höfuðborgarsvæðinu í kyrrðina og rólegheitin í Hrísey. Guðmundur segist hafa verið í sumarbúóum í Hveragerði í fyrra en fundist ágætt að breyta til þetta árið. „Hér er margt skemmtilegt hægt að gera. Við höfum farið út á bátnum og rennt fyrir fisk. Aflinn var ekkert rosalega góður en það var samt gaman. Við fengum þrjár lúður og einn grákola," segir Guö- mundur. Hann segir mikið vera lagt upp úr útiveru og t.d. hafi hann verið að stinga upp gras í kálgarðinum við bæinn, farið í göngutúr, sund og ýmislcgt ficira. „Bjössi lcs alltaf um fugl dagsins fyrir okkur og við rcynum að gcta okkur til um hvcr fuglinn sé. Ætli ég vcrði ekki bara búinn að læra öll fuglanöfnin þegar ég fer héð- an.“ Guðmundur segist vera í sum- arfríi þcssa dagana; hann vinni í Kassagerðinni í Reykjavík og taki sér tvcggja vikna frí núna. „Ég fæ 24 daga í sumarfrí og ætla að taka það smám saman. Það er ckkert varió í að taka það allt í einu. Hver veit nema ég eigi cftir að koma til Hríseyjar í sumarfríinu rnínu á næstu árum,“ segir Guð- mundur Ottó Þorsteinsson. SV Guðmundur segir skemmíilcgast að fara út á bátnum og rcnna fyrir fisk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.